Tillitssemi, til hvers?

Birgir Birgisson spyr hvort hægt sé að vera of tillitssamur í umferðinni.

Auglýsing

Það fylgir því oft vellíðan að sýna öðrum til­lits­semi. Að láta eigin hags­munni víkja fyrir þæg­indum ann­arra eitt augna­blik er lítil fórn sem margir eru til­búnir að færa. Sem betur fer er ennþá til fólk sem heldur dyr­unum opnum fyrir hvort annað eða býður eldra fólki sæti í þéttum stræt­is­vagni. Það eru meira að segja líka til fjöl­margir bíl­stjórar sem kunna þá eðlu list að sýna hjól­reiða­fólki til­lits­semi í umferð­inni og ótrú­legt nokk fer þeim bara þó nokkuð fjölg­andi. En meira að segja vina­leg til­lits­semi getur gengið of langt.

Ein stærstu og umferð­ar­mestu gatna­mót lands­ins eru í höf­uð­borg­inni, við mót Kringlu­mýr­ar- og Miklu­brauta. Þarna fara mörg þús­und bif­reiðar um á hverri klukku­stund flesta daga árs­ins, en einnig nokkur fjöldi gang­andi fólks og nýlega var lagður vand­aður hjóla­stígur með­fram Kringlu­mýr­ar­braut­inni og því er hjólandi umferð líka orðin nokkuð mikil um þennan tengi­punkt helstu stofnæða borg­ar­inn­ar.

Það kom mér því nokkuð á óvart fyrir skemmstu þegar ég átti leið þarna um að sjá bíl­stjóra á leið suður Kringlu­mýr­ar­braut stöðva bif­reið sína við gatna­mót­in, þrátt fyrir skær­grænt umferð­ar­ljós sem blasti við hon­um. Þó tók nú alveg stein­inn úr þegar við­kom­andi gaf til kynna með vina­legri handa­hreyf­ingu að nú gæti ég, hjól­reið­mað­ur­inn, farið yfir göt­una óhrædd­ur. Á móti eldrauðu gang­braut­ar­ljósi. Sem betur fer var ekki mikil umferð á þessum tíma og við­kom­andi slapp við það að fá 40 tonna vöru­bíl beint í hnakk­ann, en þetta vakti mig óneit­an­lega til umhugs­un­ar. Er hægt að vera of til­lits­sam­ur?

Auglýsing

Fyrir nokkuð löngu, rétt um 100 árum, voru tekin upp umferð­ar­lög á Íslandi. Aðal­lega vegna þess að óreiðan sem skap­að­ist þegar bif­reiðar hófu inn­reið sína í bland við gang­andi, hjólandi og ríð­andi umferð, varð til þess að umferð­ar­slysum fjölg­aði nokk­uð. Kjarni vand­ans var að þegar fólki er í sjálfs­vald sett hvenær og hvar á að víkja og for­gangur ólíkra veg­far­enda er háður ein­hvers konar þegj­andi sam­komu­lagi þeirra sem í hlut eiga, kemur oft upp mis­skiln­ingur og óvissa. Þegar hrað­inn og hættan sem honum fylgir eru mjög ójöfn milli tveggja veg­far­enda, t.d. hjólandi og akandi, er mjög mik­il­vægt að leik­regl­urnar séu skýr­ar. Við þeir aðstæður er ekki síður mik­il­vægt að allir séu sam­mála um hvaða reglur gilda og hvernig á að fara eftir þeim. Einmitt til að koma í veg fyrir mis­skiln­ing og þá hættu sem hann getur skap­að.

Það er ákveðin hætta fylgj­andi of mik­illi til­lits­semi. Sér­stak­lega þegar til­lits­semin gengur svo langt að þeir sem hana vilja sýna, ganga svo langt að þeir breyta eða beygja umferð­ar­lög og regl­ur, og biðja með því aðra um að ger­ast lög­brjót­ar. Það eru til ágæt lög og reglur um hegðun veg­far­enda í umferð­inni. Þau lög og reglur hafa, með svo­lít­illi aðlögun öðru hverju, ítrekað komið í veg fyrir hættu­á­stand og afstýrt alvar­legum slys­um. En til þess að umferð­ar­lög haldi áfram að skila því hlut­verki sínu, þurfa not­end­urn­ir, við veg­far­endur að þekkja regl­urnar og fara eftir þeim án und­an­tekn­inga. Og við getum alveg sýnt hvort öðru til­lits­semi án þess að brjóta regl­urnar eða finna upp nýjar þegar okkur hent­ar.

Nú er það sem betur fer ekki dag­legt brauð að hjól­reiða­fólki sé af mis­skil­inni til­lits­semi boðið að stíga í veg fyrir þétta umferð á miklum hraða. En það ger­ist sífellt oftar að bíl­stjórar sem skoða ekki umferð­ar­skilti en aka ein­fald­lega eins og þeir eru van­ir, bjóði hjól­reiða­fólki for­gang á gatna­mót­um, hvað sem allri bið­skyldu líð­ur. Og jafn­vel þó sumir láti stýr­ast af þannig til­boð­um, er það ein­göngu til þess fallið að auka á óreiðu, rugl­ing og mis­skiln­ing í umferð sem er orðin marg­falt hættu­legri en í fámenn­inu fyrir 100 árum síð­an. Svo fyrir þá sem vilja vera til­lits­samir bíl­stjórar er ráðið ein­falt:  Að þekkja þær reglur sem gilda og fylgja þeim.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar