Tillitssemi, til hvers?

Birgir Birgisson spyr hvort hægt sé að vera of tillitssamur í umferðinni.

Auglýsing

Það fylgir því oft vellíðan að sýna öðrum tillitssemi. Að láta eigin hagsmunni víkja fyrir þægindum annarra eitt augnablik er lítil fórn sem margir eru tilbúnir að færa. Sem betur fer er ennþá til fólk sem heldur dyrunum opnum fyrir hvort annað eða býður eldra fólki sæti í þéttum strætisvagni. Það eru meira að segja líka til fjölmargir bílstjórar sem kunna þá eðlu list að sýna hjólreiðafólki tillitssemi í umferðinni og ótrúlegt nokk fer þeim bara þó nokkuð fjölgandi. En meira að segja vinaleg tillitssemi getur gengið of langt.

Ein stærstu og umferðarmestu gatnamót landsins eru í höfuðborginni, við mót Kringlumýrar- og Miklubrauta. Þarna fara mörg þúsund bifreiðar um á hverri klukkustund flesta daga ársins, en einnig nokkur fjöldi gangandi fólks og nýlega var lagður vandaður hjólastígur meðfram Kringlumýrarbrautinni og því er hjólandi umferð líka orðin nokkuð mikil um þennan tengipunkt helstu stofnæða borgarinnar.

Það kom mér því nokkuð á óvart fyrir skemmstu þegar ég átti leið þarna um að sjá bílstjóra á leið suður Kringlumýrarbraut stöðva bifreið sína við gatnamótin, þrátt fyrir skærgrænt umferðarljós sem blasti við honum. Þó tók nú alveg steininn úr þegar viðkomandi gaf til kynna með vinalegri handahreyfingu að nú gæti ég, hjólreiðmaðurinn, farið yfir götuna óhræddur. Á móti eldrauðu gangbrautarljósi. Sem betur fer var ekki mikil umferð á þessum tíma og viðkomandi slapp við það að fá 40 tonna vörubíl beint í hnakkann, en þetta vakti mig óneitanlega til umhugsunar. Er hægt að vera of tillitssamur?

Auglýsing

Fyrir nokkuð löngu, rétt um 100 árum, voru tekin upp umferðarlög á Íslandi. Aðallega vegna þess að óreiðan sem skapaðist þegar bifreiðar hófu innreið sína í bland við gangandi, hjólandi og ríðandi umferð, varð til þess að umferðarslysum fjölgaði nokkuð. Kjarni vandans var að þegar fólki er í sjálfsvald sett hvenær og hvar á að víkja og forgangur ólíkra vegfarenda er háður einhvers konar þegjandi samkomulagi þeirra sem í hlut eiga, kemur oft upp misskilningur og óvissa. Þegar hraðinn og hættan sem honum fylgir eru mjög ójöfn milli tveggja vegfarenda, t.d. hjólandi og akandi, er mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar. Við þeir aðstæður er ekki síður mikilvægt að allir séu sammála um hvaða reglur gilda og hvernig á að fara eftir þeim. Einmitt til að koma í veg fyrir misskilning og þá hættu sem hann getur skapað.

Það er ákveðin hætta fylgjandi of mikilli tillitssemi. Sérstaklega þegar tillitssemin gengur svo langt að þeir sem hana vilja sýna, ganga svo langt að þeir breyta eða beygja umferðarlög og reglur, og biðja með því aðra um að gerast lögbrjótar. Það eru til ágæt lög og reglur um hegðun vegfarenda í umferðinni. Þau lög og reglur hafa, með svolítilli aðlögun öðru hverju, ítrekað komið í veg fyrir hættuástand og afstýrt alvarlegum slysum. En til þess að umferðarlög haldi áfram að skila því hlutverki sínu, þurfa notendurnir, við vegfarendur að þekkja reglurnar og fara eftir þeim án undantekninga. Og við getum alveg sýnt hvort öðru tillitssemi án þess að brjóta reglurnar eða finna upp nýjar þegar okkur hentar.

Nú er það sem betur fer ekki daglegt brauð að hjólreiðafólki sé af misskilinni tillitssemi boðið að stíga í veg fyrir þétta umferð á miklum hraða. En það gerist sífellt oftar að bílstjórar sem skoða ekki umferðarskilti en aka einfaldlega eins og þeir eru vanir, bjóði hjólreiðafólki forgang á gatnamótum, hvað sem allri biðskyldu líður. Og jafnvel þó sumir láti stýrast af þannig tilboðum, er það eingöngu til þess fallið að auka á óreiðu, rugling og misskilning í umferð sem er orðin margfalt hættulegri en í fámenninu fyrir 100 árum síðan. Svo fyrir þá sem vilja vera tillitssamir bílstjórar er ráðið einfalt:  Að þekkja þær reglur sem gilda og fylgja þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar