Tillitssemi, til hvers?

Birgir Birgisson spyr hvort hægt sé að vera of tillitssamur í umferðinni.

Auglýsing

Það fylgir því oft vellíðan að sýna öðrum til­lits­semi. Að láta eigin hags­munni víkja fyrir þæg­indum ann­arra eitt augna­blik er lítil fórn sem margir eru til­búnir að færa. Sem betur fer er ennþá til fólk sem heldur dyr­unum opnum fyrir hvort annað eða býður eldra fólki sæti í þéttum stræt­is­vagni. Það eru meira að segja líka til fjöl­margir bíl­stjórar sem kunna þá eðlu list að sýna hjól­reiða­fólki til­lits­semi í umferð­inni og ótrú­legt nokk fer þeim bara þó nokkuð fjölg­andi. En meira að segja vina­leg til­lits­semi getur gengið of langt.

Ein stærstu og umferð­ar­mestu gatna­mót lands­ins eru í höf­uð­borg­inni, við mót Kringlu­mýr­ar- og Miklu­brauta. Þarna fara mörg þús­und bif­reiðar um á hverri klukku­stund flesta daga árs­ins, en einnig nokkur fjöldi gang­andi fólks og nýlega var lagður vand­aður hjóla­stígur með­fram Kringlu­mýr­ar­braut­inni og því er hjólandi umferð líka orðin nokkuð mikil um þennan tengi­punkt helstu stofnæða borg­ar­inn­ar.

Það kom mér því nokkuð á óvart fyrir skemmstu þegar ég átti leið þarna um að sjá bíl­stjóra á leið suður Kringlu­mýr­ar­braut stöðva bif­reið sína við gatna­mót­in, þrátt fyrir skær­grænt umferð­ar­ljós sem blasti við hon­um. Þó tók nú alveg stein­inn úr þegar við­kom­andi gaf til kynna með vina­legri handa­hreyf­ingu að nú gæti ég, hjól­reið­mað­ur­inn, farið yfir göt­una óhrædd­ur. Á móti eldrauðu gang­braut­ar­ljósi. Sem betur fer var ekki mikil umferð á þessum tíma og við­kom­andi slapp við það að fá 40 tonna vöru­bíl beint í hnakk­ann, en þetta vakti mig óneit­an­lega til umhugs­un­ar. Er hægt að vera of til­lits­sam­ur?

Auglýsing

Fyrir nokkuð löngu, rétt um 100 árum, voru tekin upp umferð­ar­lög á Íslandi. Aðal­lega vegna þess að óreiðan sem skap­að­ist þegar bif­reiðar hófu inn­reið sína í bland við gang­andi, hjólandi og ríð­andi umferð, varð til þess að umferð­ar­slysum fjölg­aði nokk­uð. Kjarni vand­ans var að þegar fólki er í sjálfs­vald sett hvenær og hvar á að víkja og for­gangur ólíkra veg­far­enda er háður ein­hvers konar þegj­andi sam­komu­lagi þeirra sem í hlut eiga, kemur oft upp mis­skiln­ingur og óvissa. Þegar hrað­inn og hættan sem honum fylgir eru mjög ójöfn milli tveggja veg­far­enda, t.d. hjólandi og akandi, er mjög mik­il­vægt að leik­regl­urnar séu skýr­ar. Við þeir aðstæður er ekki síður mik­il­vægt að allir séu sam­mála um hvaða reglur gilda og hvernig á að fara eftir þeim. Einmitt til að koma í veg fyrir mis­skiln­ing og þá hættu sem hann getur skap­að.

Það er ákveðin hætta fylgj­andi of mik­illi til­lits­semi. Sér­stak­lega þegar til­lits­semin gengur svo langt að þeir sem hana vilja sýna, ganga svo langt að þeir breyta eða beygja umferð­ar­lög og regl­ur, og biðja með því aðra um að ger­ast lög­brjót­ar. Það eru til ágæt lög og reglur um hegðun veg­far­enda í umferð­inni. Þau lög og reglur hafa, með svo­lít­illi aðlögun öðru hverju, ítrekað komið í veg fyrir hættu­á­stand og afstýrt alvar­legum slys­um. En til þess að umferð­ar­lög haldi áfram að skila því hlut­verki sínu, þurfa not­end­urn­ir, við veg­far­endur að þekkja regl­urnar og fara eftir þeim án und­an­tekn­inga. Og við getum alveg sýnt hvort öðru til­lits­semi án þess að brjóta regl­urnar eða finna upp nýjar þegar okkur hent­ar.

Nú er það sem betur fer ekki dag­legt brauð að hjól­reiða­fólki sé af mis­skil­inni til­lits­semi boðið að stíga í veg fyrir þétta umferð á miklum hraða. En það ger­ist sífellt oftar að bíl­stjórar sem skoða ekki umferð­ar­skilti en aka ein­fald­lega eins og þeir eru van­ir, bjóði hjól­reiða­fólki for­gang á gatna­mót­um, hvað sem allri bið­skyldu líð­ur. Og jafn­vel þó sumir láti stýr­ast af þannig til­boð­um, er það ein­göngu til þess fallið að auka á óreiðu, rugl­ing og mis­skiln­ing í umferð sem er orðin marg­falt hættu­legri en í fámenn­inu fyrir 100 árum síð­an. Svo fyrir þá sem vilja vera til­lits­samir bíl­stjórar er ráðið ein­falt:  Að þekkja þær reglur sem gilda og fylgja þeim.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar