Tillitssemi, til hvers?

Birgir Birgisson spyr hvort hægt sé að vera of tillitssamur í umferðinni.

Auglýsing

Það fylgir því oft vellíðan að sýna öðrum til­lits­semi. Að láta eigin hags­munni víkja fyrir þæg­indum ann­arra eitt augna­blik er lítil fórn sem margir eru til­búnir að færa. Sem betur fer er ennþá til fólk sem heldur dyr­unum opnum fyrir hvort annað eða býður eldra fólki sæti í þéttum stræt­is­vagni. Það eru meira að segja líka til fjöl­margir bíl­stjórar sem kunna þá eðlu list að sýna hjól­reiða­fólki til­lits­semi í umferð­inni og ótrú­legt nokk fer þeim bara þó nokkuð fjölg­andi. En meira að segja vina­leg til­lits­semi getur gengið of langt.

Ein stærstu og umferð­ar­mestu gatna­mót lands­ins eru í höf­uð­borg­inni, við mót Kringlu­mýr­ar- og Miklu­brauta. Þarna fara mörg þús­und bif­reiðar um á hverri klukku­stund flesta daga árs­ins, en einnig nokkur fjöldi gang­andi fólks og nýlega var lagður vand­aður hjóla­stígur með­fram Kringlu­mýr­ar­braut­inni og því er hjólandi umferð líka orðin nokkuð mikil um þennan tengi­punkt helstu stofnæða borg­ar­inn­ar.

Það kom mér því nokkuð á óvart fyrir skemmstu þegar ég átti leið þarna um að sjá bíl­stjóra á leið suður Kringlu­mýr­ar­braut stöðva bif­reið sína við gatna­mót­in, þrátt fyrir skær­grænt umferð­ar­ljós sem blasti við hon­um. Þó tók nú alveg stein­inn úr þegar við­kom­andi gaf til kynna með vina­legri handa­hreyf­ingu að nú gæti ég, hjól­reið­mað­ur­inn, farið yfir göt­una óhrædd­ur. Á móti eldrauðu gang­braut­ar­ljósi. Sem betur fer var ekki mikil umferð á þessum tíma og við­kom­andi slapp við það að fá 40 tonna vöru­bíl beint í hnakk­ann, en þetta vakti mig óneit­an­lega til umhugs­un­ar. Er hægt að vera of til­lits­sam­ur?

Auglýsing

Fyrir nokkuð löngu, rétt um 100 árum, voru tekin upp umferð­ar­lög á Íslandi. Aðal­lega vegna þess að óreiðan sem skap­að­ist þegar bif­reiðar hófu inn­reið sína í bland við gang­andi, hjólandi og ríð­andi umferð, varð til þess að umferð­ar­slysum fjölg­aði nokk­uð. Kjarni vand­ans var að þegar fólki er í sjálfs­vald sett hvenær og hvar á að víkja og for­gangur ólíkra veg­far­enda er háður ein­hvers konar þegj­andi sam­komu­lagi þeirra sem í hlut eiga, kemur oft upp mis­skiln­ingur og óvissa. Þegar hrað­inn og hættan sem honum fylgir eru mjög ójöfn milli tveggja veg­far­enda, t.d. hjólandi og akandi, er mjög mik­il­vægt að leik­regl­urnar séu skýr­ar. Við þeir aðstæður er ekki síður mik­il­vægt að allir séu sam­mála um hvaða reglur gilda og hvernig á að fara eftir þeim. Einmitt til að koma í veg fyrir mis­skiln­ing og þá hættu sem hann getur skap­að.

Það er ákveðin hætta fylgj­andi of mik­illi til­lits­semi. Sér­stak­lega þegar til­lits­semin gengur svo langt að þeir sem hana vilja sýna, ganga svo langt að þeir breyta eða beygja umferð­ar­lög og regl­ur, og biðja með því aðra um að ger­ast lög­brjót­ar. Það eru til ágæt lög og reglur um hegðun veg­far­enda í umferð­inni. Þau lög og reglur hafa, með svo­lít­illi aðlögun öðru hverju, ítrekað komið í veg fyrir hættu­á­stand og afstýrt alvar­legum slys­um. En til þess að umferð­ar­lög haldi áfram að skila því hlut­verki sínu, þurfa not­end­urn­ir, við veg­far­endur að þekkja regl­urnar og fara eftir þeim án und­an­tekn­inga. Og við getum alveg sýnt hvort öðru til­lits­semi án þess að brjóta regl­urnar eða finna upp nýjar þegar okkur hent­ar.

Nú er það sem betur fer ekki dag­legt brauð að hjól­reiða­fólki sé af mis­skil­inni til­lits­semi boðið að stíga í veg fyrir þétta umferð á miklum hraða. En það ger­ist sífellt oftar að bíl­stjórar sem skoða ekki umferð­ar­skilti en aka ein­fald­lega eins og þeir eru van­ir, bjóði hjól­reiða­fólki for­gang á gatna­mót­um, hvað sem allri bið­skyldu líð­ur. Og jafn­vel þó sumir láti stýr­ast af þannig til­boð­um, er það ein­göngu til þess fallið að auka á óreiðu, rugl­ing og mis­skiln­ing í umferð sem er orðin marg­falt hættu­legri en í fámenn­inu fyrir 100 árum síð­an. Svo fyrir þá sem vilja vera til­lits­samir bíl­stjórar er ráðið ein­falt:  Að þekkja þær reglur sem gilda og fylgja þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar