Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?

Nína Þorkelsdóttir segir að bætt lagalæsi stuðli að upplýstara samfélagi, virkari réttindum, valdeflingu almennings og heilbrigðara lýðræði.

Auglýsing

Árið 1886 skrif­aði Páll Briem, þá nýút­skrif­aður lög­fræð­ingur og fræði­maður í Kaup­manna­höfn, grein í Þjóð­ólf sem bar yfir­skrift­ina „Um laga­þekk­ing og laga­nám“. Í grein­inni færir Páll sann­fær­andi rök fyrir því að á Íslandi ætti að vera starf­rækt laga­deild á háskóla­stigi, en á þessum tíma þurftu Íslend­ingar sem hugð­ust leggja stund á laga­nám að fara utan. Páll kemur einnig inn á almenna laga­þekk­ingu í grein sinni, sem hann telur að verði sífellt mik­il­væg­ari sam­hliða auknum tækni­breyt­ingum og flókn­ari sam­fé­lags­gerð.

Páli varð að hluta til að ósk sinni því laga­deild var komið á fót við stofnun Háskóla Íslands árið 1911. Hvað almenna laga­þekk­ingu varð­ar, þá er erfitt að full­yrða hvort henni hafi fleytt fram, nú rúm­lega 130 árum síð­ar. Það er í hverju falli ljóst að umræða um mál­efnið hefur ekki verið fyr­ir­ferð­ar­mikil í íslensku sam­fé­lagi frá því að Páll vakti athygli á því.

Hug­tökin laga­læsi og lög­færni lýsa þekk­ingu og skiln­ingi almennra borg­ara á lögum og rétti. Í stuttu máli sagt þekkir laga­læs ein­stak­lingur rétt sinn og laga­legar skyld­ur, kemur auga á laga­legan ágrein­ing og getur fundið leiðir til þess að forð­ast hann, veit hvar er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um lög og rétt og áttar sig á hvenær og hvort þörf sé á að sækj­ast eftir lög­fræði­ráð­gjöf. Laga­læs ein­stak­lingur þarf alls ekki að búa yfir yfir­grips­mik­illi og nákvæmri lög­fræði­þekk­ingu. Honum nægir ákveðin lág­marks­þekk­ing sem gerir honum kleift að taka virkan þátt í sam­fé­lagi sem er gegn­sýrt af lögum og regl­um.

Mik­il­vægt að þekkja eigin rétt­indi

Rökin fyrir laga­læsi eru marg­þætt. Til dæmis má nefna að í íslensku rétt­ar­kerfi, líkt og reyndar víð­ast hvar, getur ein­stak­lingur sem hefur verið ákærður eða stefnt ekki beitt þeirri málsvörn að honum hafi ekki verið kunn­ugt um lögin sem hann er sak­aður um að hafa brot­ið. Í þess­ari reglu, að van­þekk­ing á lög­unum leysi ekki undan ábyrgð, er í raun­inni fólgin krafa um ákveðna lág­marks­þekk­ingu á lög­gjöf­inni.

Auglýsing
Góð þekk­ing á laga­legum skyldum getur jafn­framt stuðlað að betri sam­skiptum og gert fólki kleift að kom­ast hjá mála­ferl­um. Þá er ekki síður mik­il­vægt fyrir fólk að þekkja rétt sinn, enda eru borg­ar­leg rétt­indi til lít­ils ef þau sem njóta þeirra átta sig ekki á hvað felst í þeim. 

Sömu­leiðis hefur verið bent á að laga­læsi geti stuðlað að heil­brigð­ara lýð­ræði, enda auð­veld­ara fyrir laga­læsa kjós­endur að átta sig á störfum lög­gjafans og taka þátt í mál­efna­legri stjórn­mála­um­ræðu.

Jað­ar­settir hópar, laga­læsi og aðgangur að rétt­ar­kerf­inu

Rann­sóknir sýna að jað­ar­settir hópar standa gjarnan höllum fæti þegar kemur að laga­læsi. Hér á landi er ýmis­legt sem bendir til þess að fólk sem talar ekki íslensku geti raunar ekki með góðu móti aflað sér upp­lýs­inga um lög og rétt. Nær­tækt dæmi er nýleg sam­an­tekt sem gerð var á vegum Sam­taka um kvenna­at­hvarf en sam­kvæmt henni skortir konur af erlendum upp­runa sem búsettar eru hér á landi upp­lýs­ingar um rétt­indi sín. Í sam­an­tekt­inni kemur sömu­leiðis fram að ger­endur í ofbeldi gegn kon­unum nýttu sér þekk­ing­ar­skort þeirra, til dæmis með hót­unum um að börn yrðu tekin af þeim eða þær sendar úr landi ef þær lytu ekki vilja þeirra. Einnig má nefna álit umboðs­manns Alþingis frá því í sum­ar, en sam­kvæmt því er ekki kveðið nógu skýrt á um í lögum hvaða skyldum stjórn­völd gegna í sam­skiptum við fólk sem skilur ekki íslensku, til dæmis hvort það eigi rétt á túlka­þjón­ustu eða leið­bein­ingum á tungu­máli sem það skil­ur. 

Þýð­ing laga hefur heldur ekki verið for­gangs­mál hjá stjórn­völdum en sem dæmi má nefna að útlend­inga­lögin voru ekki þýdd á ensku fyrr en síðla árs 2018, eða tæpum tveimur árum eftir að þau tóku gildi. Þeir ein­stak­lingar sem lögin áttu helst erindi við gátu því fæstir kynnt sér lögin á tungu­máli sem þeir skildu um margra mán­aða skeið. 

Van­ræksla stjórn­valda á að hlúa að íbúum hér á landi sem tala ekki íslensku skerðir mögu­leika þeirra á að verða læs á íslensk lög og hindrar jafn­framt aðgang þeirra að rétt­ar­kerf­inu (e. access to just­ice). 

Hvað er til ráða?

Árið 2009 var gerð skýrsla um fjár­mála­læsi á vegum nefndar sem skipuð var af við­skipta­ráð­herra. Nið­ur­stöður hennar voru meðal ann­ars að fjár­mála­læsi Íslend­inga væri ábóta­vant og að börn og ung­lingar fengju ekki full­nægj­andi kennslu um fjár­mál. Full ástæða er að skoða stöðu laga­læsis á svip­aðan máta, en hér á landi hefur staða laga­læsis og lög­færni meðal almenn­ings ekki verið könnuð með mark­vissum hætti líkt og gert hefur verið víða ann­ars stað­ar.

Í Bret­landi voru til að mynda gerðar ítar­legar kann­anir á árunum 2010 og 2012 á almennri laga­þekk­ingu og reynslu almenn­ings af rétt­ar­kerf­inu. Kann­an­irnar sýndu ekki aðeins fram á almennt laka laga­þekk­ingu, heldur gáfu nið­ur­stöður þeirra einnig vís­bend­ingu um hvaða hópar stóðu höllum fæti og á hvaða rétt­ar­sviðum þekk­ing­unni var ábóta­vant. Í kjöl­farið gátu stjórn­völd og félaga­sam­tök mótað stefnu sína í fræðslu um lög­fræði fyrir almenn­ing. Fræðsla af þessu tagi hefur sótt í sig veðrið í Bret­landi og fer fram með ýmsu móti, meðal ann­ars í gegnum net­ið, með ókeypis fyr­ir­lestrum, fræðslu­mynd­böndum og bæk­ling­um.

Hægt er að ímynda sér ýmsar fleiri leiðir til þess að efla laga­læsi, til dæmis með því að finna lög­fræði far­veg í mennta­kerf­inu en hún er hvorki skyldu­fag í grunn­skólum né fram­halds­skólum hér á landi. Með því móti væri hægt að efla grunn­skiln­ing á lögum og stuðla að því að ungt fólk verði óhrædd­ara við að afla sér þekk­ingar þegar á reyn­ir. 

Erfitt er þó að gera mark­vissar úrbætur á meðan lítið er vitað um stöðu laga­læsis hér á landi. Það væri því kjörið fyrsta skref að kanna laga­læsi meðal almenn­ings og leita svo skyn­sam­legra leiða til þess að efla það ef þörf kref­ur, til dæmis með úrbótum á mennta­kerf­inu, full­orð­ins­fræðslu og stuðn­ingi við við­kvæma hópa. Bætt laga­læsi stuðlar að upp­lýst­ara sam­fé­lagi, virk­ari rétt­ind­um, vald­efl­ingu almenn­ings og heil­brigð­ara lýð­ræði. Eftir hverju erum við að bíða?

Höf­undur er nemi við Ox­for­d-há­skóla og einn stofn­með­lima Rétt­vísr­ar. Rétt­vís er félags­skapur laga­nema og nýút­skrif­aðra lög­fræð­inga með þann til­gang að miðla þekk­ingu um lög­fræði­leg álita­efni á manna­máli. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar