Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu – Alltof há mörk og óþarflega flókið kerfi

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segir það ósanngjarnt og andstætt norrænni velferð að deila aukum kostnaði á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er á hinum Norðurlöndunum.

Auglýsing

Í nýju fjár­laga­frum­varpi hefur verið boðuð lækkun á greiðslu­þátt­töku sjúk­linga fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu með því að bæta 800 m.kr. við fjár­laga­lið­inn. Þetta er ánægju­legt svo langt sem það nær, en gengur of skammt. Mörkin á þökum í greiðslu­þátt­töku­kerfum eru og virð­ast ætla að verða enn of há ef miðað er við sam­bæri­leg kerfi á Norð­ur­lönd­um. Fyrir almenna greiðslu­þátt­töku­kerfið er hámarks­þakið nú 75.802 kr. og fyrir greiðslu­þátt­töku­kerfi lyfja er hámarks­þakið 62.000 kr. Í ljósi þess að all­margir sem greiða hámar­kostnað vegna almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins, greiða einnig hámarks­kostnað vegna lyfja standa frammi fyrir því að há­marks­þak fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf eru 137 þús­und krónur á 12 mán­aða tíma­bili. Það er alltof há fjár­hæð fyrir þá sem hafa úr litlu að spila..

Nú eru skollin á kreppa og atvinnu­leysi á Íslandi. Fleiri og fleiri fjöl­skyldur hafa miklu minna á milli hand­anna en áður og almennt hefur kaup­máttur rýrn­að. Með nýjum fjár­lögum fékk rík­is­stjórnin gullið tæki­færið að mæta nýjum áskor­unum fyrir almenn­ing með stór­lækkun á þökum á greiðslu­þátt­töku­kerfum í heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Þegar við vorum í miðjum kreppu­að­gerðum eftir hrunið var ráð­ist í algera upp­stokkun á greiðslu­þátt­töku barna í tann­lækn­ingum undir stjórn hins hjarta­hlýja ráð­herra Guð­bjarts Hann­es­son­ar. Árang­ur­inn er sá að í dag þurfa for­eldrar barna aðeins að greiða komu­gjald vegna tann­lækna­þjón­ustu. Því miður hafa ráð­herrar sem tóku við, ekki náð að fylgja þessu eftir hvað varðar tann­rétt­ing­ar. Með­al­kostn­aður við tann­rétt­ingar er í dag um 900.000 þús­und en nið­ur­greiðslur nema ein­ungis ca. 11% af þeirri upp­hæð. Þetta er mikil brekka fyrir venju­legar barna­fjöl­skyldur og hætt er við að fólk muni draga það enn lengur að senda börn sín í tann­rétt­ingar vegna kostn­að­ar. Hér má gera stór­á­tak að breyta nið­ur­greiðslum úr 11% í 90%.

Við búum við of mörg mis­mun­andi greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu: Eitt kerfi fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir sál­fræði­þjón­ustu (reyndar á að setja kostnað við sál­fræði­þjón­ustu inní almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­ið), fjórða kerfið fyrir tann­lækn­ing­ar, fimmta kerfið fyrir tann­rétt­ing­ar, sjötta kerfið er til­vís­una­kerfi fyrir börn og til við­bótar eru fleiri kerfi fyrir aðra þætti heil­brigð­is­þjón­ustu (eins og tækni­frjóvg­anir og lýta­lækn­ing­ar). ­Nauð­syn­legt er að að ráð­ast í almenna upp­stokkun á þessum kerfum og fækka þeim og sam­ræma á þann hátt, að þau verði gegn­særri og skil­virk­ari líkt og ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Það væri í sam­ræmi við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en í henni kemur fram að stefnt skuli að því að gera greiðslu­þátt­töku sjúk­linga gegn­særri og skil­virk­ari. Ekk­ert hefur hins vegar bólað á fram­kvæmdum þó komið sé að lokum kjör­tíma­bils­ins. Fyrsta skrefið er að hafa tvö eins upp­byggð greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu, ann­ars vegar eitt fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu (þar inni yrði öll heil­brigð­is­þjón­usta sem er í greiðslu­þátt­töku­kerf­inu, með­ferð og þjálfun) og hitt fyrir lyf. Í næsta skrefi mætti huga að sam­ein­ingu þess­ara kerfa með einu lágu hámarks­þaki fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu hvort sem um er að ræða lyf eða aðra heil­brigð­is­þjón­ustu og mun lægra þaki fyrir börn og líf­eyr­is­þega.

Í Sví­þjóð er heil­brigð­is­þjón­ustan nán­ast gjald­frjáls öllum sem eru yngri en 20 ára og í Dan­mörku er kostn­aður við komu til heim­il­is­læknis og til bráða­þjón­ustu gjald­frjáls og þar er líka virkt til­vís­un­ar­kerf­i. Í þessum löndum eru hámarks­þök í greiðslu­þátt­töku­kerfum miklu lægri en hér á landi.

Ljóst er að lækkun á hámarks­þaki á greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu er skref í rétta átt. Aftur á móti er hætt við að ekki sé nógu langt gengið og að hámarks­þakið verði enn alltof hátt. Það mætti líka stefna að því að gera opin­bera heil­brigð­is­þjón­ustu gjald­frjálsa, þannig að felld verði niður gjöld fyrir m.a. komur og rann­sóknir á opin­berum heil­brigð­is­stofn­un­um. Til að ná því mark­miði þarf meira fé í lækkun greiðslu­þátt­töku almenn­ings í heil­brigð­is­kerf­inu og má minna á að á sínum tíma skrif­uðu tæp 90 þús­und Íslend­ingar undir áskorun þess efn­is. Það er ósann­gjarnt og and­stætt nor­rænni vel­ferð að deila aukum kostn­að­i á sjúk­linga í stað þess að stærri hluti heil­brigðis­kostn­aðar sé dreift á alla skatt­greið­endur eins og gert er á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar