Leiðsögumenn eru lykilfólk

Pétur Gauti Valgeirsson, formaður stéttarfélags leiðsögumanna, fer fram á að yfirvöld leiðrétti misrétti í garð stéttarinnar.

Auglýsing

Pétur Gauti Val­geirs­son, for­maður stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna, fer fram á að yfir­völd leið­rétti mis­rétti í garð stétt­ar­inn­ar.

Leið­sögu­menn eru and­lit þeirra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem þeir vinna fyrir og oft á tíðum einu Íslend­ingar sem erlendir ferða­menn kynn­ast. Hlut­verk leið­sögu­manna er að fræða ferða­menn um land og þjóð, en einnig að gæta öryggis þeirrar og tryggja að þeir gangi vel og var­lega um íslenska nátt­úru. Leið­sögu­menn hafa því átt veru­legan þátt í vexti ferða­þjón­ust­unnar hér­lendis und­an­farin ár, grein sem skil­aði um 340 millj­örðum í þjóð­ar­búið á síð­asta ári.

Þrátt fyrir það hafa leið­sögu­menn notið tak­mark­aðs skiln­ings hjá yfir­völdum und­an­farna mán­uði, þeir hafa lent illa í áhrifum af COVID-19 og fallið milli skips og bryggju í ýmsum ann­ars ágætum björg­un­ar­að­gerðum sem rík­is­stjórnin hefur staðið fyr­ir. 

Núna síð­ast lítur út fyrir að lang­þráð fram­leng­ing á tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta nýt­ist ekki vegna þess að leið­sögu­menn voru ekki á tekju­teng­ingu þann 1. sept­em­ber. 

Ástæðan er sú að staða leið­sögu­manna á atvinnu­mark­aði er veik. Þeir eru oft­ast laus­ráðnir í stök verk­efni (stundum fleiri en eitt í röð). Leið­sögu­menn eru yfir­leitt ekki fast­ráðn­ir. Því er ekki fast ráðn­ing­ar­sam­band milli leið­sögu­manns og vinnu­veit­anda. Afleið­ingin af þessu er sú að þegar COVID-19 fór að herja á heim­inn og ferða­menn hættu að koma í mars­lok rofn­aði þetta ótrygga sam­band. Leið­sögu­menn voru ekki ráðnir í fleiri ferð­ir, urðu sam­stundis atvinnu­lausir og það án upp­sagn­ar­frests. Enn­fremur nýtt­ist hluta­bóta­leiðin ein­göngu afar fáum. 

Auglýsing
Fjöldi leið­sögu­manna höfðu þá sam­band við Vinnu­mála­stofnun og sóttu um atvinnu­leys­is­bætur og lentu yfir­leitt í vand­ræðum að sýna fram á starfs­hlut­fall sitt (enda vinna þeir oft fyrir marga aðila). Lang­flestir leið­sögu­menn eru laun­þeg­ar, örfáir starfa sem verk­tak­ar. Sumir eru stundum verk­takar og stundum laun­þeg­ar, og það fólk lentu í mestu vand­ræð­unum í vor.

Margir leið­sögu­menn sóttu um bætur og fóru á atvinnu­leys­is­bætur í lok mars eða snemma í apríl og því rann þriggja mán­aða tekju­teng­ing þeirra á atvinnu­leys­is­bótum út í júní eða júlí sem þýðir að þeir voru ekki lengur á tekju­teng­ingu núna í byrjun sept­em­ber.

Ég sem for­maður Leið­sagn­ar, félags leið­sögu­manna, hef und­an­farið fengið fjöl­margar fyr­ir­spurnir frá félögum mínum sem undra sig á þess­ari stöðu. Getur það stað­ist að það fólk sem lenti í verstu hremm­ing­unum í vor og pass­aði ekki inn í hluta­bóta­leið­ina falli enn einu sinni í gegnum möskvana á björg­un­ar­net­inu, ein­ungis vegna þess að það er miðað við 1. sept­em­ber?

Þetta er aug­ljós galli á kerf­inu. Þetta veldur því að fólk sem féll milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum er enn og aftur að upp­lifa að þeim er ekki rétt hjálp­ar­hönd sem öðrum er rétt, ein­göngu vegna þess að þau voru þau fyrstu sem lentu í því að missa lífs­við­ur­vær­ið. Þetta er að mínu mati afar ósann­gjarnt. 

Ég fer því fram á, fyrir hönd Leið­sagnar og leið­sögu­manna, að yfir­völd leið­rétti þetta mis­rétti og lið­sinni þannig þessu lyk­il­fólki í ferða­þjón­ust­unni. Það hefur nú þegar þurft að þola nóg og þarf nauð­syn­lega vera til taks þegar ferða­menn taka að streyma hingað aftur og landið tekur að rísa á ný. 

Höf­undur er for­maður Leið­sagn­ar, stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar