Leiðsögumenn eru lykilfólk

Pétur Gauti Valgeirsson, formaður stéttarfélags leiðsögumanna, fer fram á að yfirvöld leiðrétti misrétti í garð stéttarinnar.

Auglýsing

Pétur Gauti Val­geirs­son, for­maður stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna, fer fram á að yfir­völd leið­rétti mis­rétti í garð stétt­ar­inn­ar.

Leið­sögu­menn eru and­lit þeirra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem þeir vinna fyrir og oft á tíðum einu Íslend­ingar sem erlendir ferða­menn kynn­ast. Hlut­verk leið­sögu­manna er að fræða ferða­menn um land og þjóð, en einnig að gæta öryggis þeirrar og tryggja að þeir gangi vel og var­lega um íslenska nátt­úru. Leið­sögu­menn hafa því átt veru­legan þátt í vexti ferða­þjón­ust­unnar hér­lendis und­an­farin ár, grein sem skil­aði um 340 millj­örðum í þjóð­ar­búið á síð­asta ári.

Þrátt fyrir það hafa leið­sögu­menn notið tak­mark­aðs skiln­ings hjá yfir­völdum und­an­farna mán­uði, þeir hafa lent illa í áhrifum af COVID-19 og fallið milli skips og bryggju í ýmsum ann­ars ágætum björg­un­ar­að­gerðum sem rík­is­stjórnin hefur staðið fyr­ir. 

Núna síð­ast lítur út fyrir að lang­þráð fram­leng­ing á tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta nýt­ist ekki vegna þess að leið­sögu­menn voru ekki á tekju­teng­ingu þann 1. sept­em­ber. 

Ástæðan er sú að staða leið­sögu­manna á atvinnu­mark­aði er veik. Þeir eru oft­ast laus­ráðnir í stök verk­efni (stundum fleiri en eitt í röð). Leið­sögu­menn eru yfir­leitt ekki fast­ráðn­ir. Því er ekki fast ráðn­ing­ar­sam­band milli leið­sögu­manns og vinnu­veit­anda. Afleið­ingin af þessu er sú að þegar COVID-19 fór að herja á heim­inn og ferða­menn hættu að koma í mars­lok rofn­aði þetta ótrygga sam­band. Leið­sögu­menn voru ekki ráðnir í fleiri ferð­ir, urðu sam­stundis atvinnu­lausir og það án upp­sagn­ar­frests. Enn­fremur nýtt­ist hluta­bóta­leiðin ein­göngu afar fáum. 

Auglýsing
Fjöldi leið­sögu­manna höfðu þá sam­band við Vinnu­mála­stofnun og sóttu um atvinnu­leys­is­bætur og lentu yfir­leitt í vand­ræðum að sýna fram á starfs­hlut­fall sitt (enda vinna þeir oft fyrir marga aðila). Lang­flestir leið­sögu­menn eru laun­þeg­ar, örfáir starfa sem verk­tak­ar. Sumir eru stundum verk­takar og stundum laun­þeg­ar, og það fólk lentu í mestu vand­ræð­unum í vor.

Margir leið­sögu­menn sóttu um bætur og fóru á atvinnu­leys­is­bætur í lok mars eða snemma í apríl og því rann þriggja mán­aða tekju­teng­ing þeirra á atvinnu­leys­is­bótum út í júní eða júlí sem þýðir að þeir voru ekki lengur á tekju­teng­ingu núna í byrjun sept­em­ber.

Ég sem for­maður Leið­sagn­ar, félags leið­sögu­manna, hef und­an­farið fengið fjöl­margar fyr­ir­spurnir frá félögum mínum sem undra sig á þess­ari stöðu. Getur það stað­ist að það fólk sem lenti í verstu hremm­ing­unum í vor og pass­aði ekki inn í hluta­bóta­leið­ina falli enn einu sinni í gegnum möskvana á björg­un­ar­net­inu, ein­ungis vegna þess að það er miðað við 1. sept­em­ber?

Þetta er aug­ljós galli á kerf­inu. Þetta veldur því að fólk sem féll milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum er enn og aftur að upp­lifa að þeim er ekki rétt hjálp­ar­hönd sem öðrum er rétt, ein­göngu vegna þess að þau voru þau fyrstu sem lentu í því að missa lífs­við­ur­vær­ið. Þetta er að mínu mati afar ósann­gjarnt. 

Ég fer því fram á, fyrir hönd Leið­sagnar og leið­sögu­manna, að yfir­völd leið­rétti þetta mis­rétti og lið­sinni þannig þessu lyk­il­fólki í ferða­þjón­ust­unni. Það hefur nú þegar þurft að þola nóg og þarf nauð­syn­lega vera til taks þegar ferða­menn taka að streyma hingað aftur og landið tekur að rísa á ný. 

Höf­undur er for­maður Leið­sagn­ar, stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar