Leiðsögumenn eru lykilfólk

Pétur Gauti Valgeirsson, formaður stéttarfélags leiðsögumanna, fer fram á að yfirvöld leiðrétti misrétti í garð stéttarinnar.

Auglýsing

Pétur Gauti Val­geirs­son, for­maður stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna, fer fram á að yfir­völd leið­rétti mis­rétti í garð stétt­ar­inn­ar.

Leið­sögu­menn eru and­lit þeirra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem þeir vinna fyrir og oft á tíðum einu Íslend­ingar sem erlendir ferða­menn kynn­ast. Hlut­verk leið­sögu­manna er að fræða ferða­menn um land og þjóð, en einnig að gæta öryggis þeirrar og tryggja að þeir gangi vel og var­lega um íslenska nátt­úru. Leið­sögu­menn hafa því átt veru­legan þátt í vexti ferða­þjón­ust­unnar hér­lendis und­an­farin ár, grein sem skil­aði um 340 millj­örðum í þjóð­ar­búið á síð­asta ári.

Þrátt fyrir það hafa leið­sögu­menn notið tak­mark­aðs skiln­ings hjá yfir­völdum und­an­farna mán­uði, þeir hafa lent illa í áhrifum af COVID-19 og fallið milli skips og bryggju í ýmsum ann­ars ágætum björg­un­ar­að­gerðum sem rík­is­stjórnin hefur staðið fyr­ir. 

Núna síð­ast lítur út fyrir að lang­þráð fram­leng­ing á tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta nýt­ist ekki vegna þess að leið­sögu­menn voru ekki á tekju­teng­ingu þann 1. sept­em­ber. 

Ástæðan er sú að staða leið­sögu­manna á atvinnu­mark­aði er veik. Þeir eru oft­ast laus­ráðnir í stök verk­efni (stundum fleiri en eitt í röð). Leið­sögu­menn eru yfir­leitt ekki fast­ráðn­ir. Því er ekki fast ráðn­ing­ar­sam­band milli leið­sögu­manns og vinnu­veit­anda. Afleið­ingin af þessu er sú að þegar COVID-19 fór að herja á heim­inn og ferða­menn hættu að koma í mars­lok rofn­aði þetta ótrygga sam­band. Leið­sögu­menn voru ekki ráðnir í fleiri ferð­ir, urðu sam­stundis atvinnu­lausir og það án upp­sagn­ar­frests. Enn­fremur nýtt­ist hluta­bóta­leiðin ein­göngu afar fáum. 

Auglýsing
Fjöldi leið­sögu­manna höfðu þá sam­band við Vinnu­mála­stofnun og sóttu um atvinnu­leys­is­bætur og lentu yfir­leitt í vand­ræðum að sýna fram á starfs­hlut­fall sitt (enda vinna þeir oft fyrir marga aðila). Lang­flestir leið­sögu­menn eru laun­þeg­ar, örfáir starfa sem verk­tak­ar. Sumir eru stundum verk­takar og stundum laun­þeg­ar, og það fólk lentu í mestu vand­ræð­unum í vor.

Margir leið­sögu­menn sóttu um bætur og fóru á atvinnu­leys­is­bætur í lok mars eða snemma í apríl og því rann þriggja mán­aða tekju­teng­ing þeirra á atvinnu­leys­is­bótum út í júní eða júlí sem þýðir að þeir voru ekki lengur á tekju­teng­ingu núna í byrjun sept­em­ber.

Ég sem for­maður Leið­sagn­ar, félags leið­sögu­manna, hef und­an­farið fengið fjöl­margar fyr­ir­spurnir frá félögum mínum sem undra sig á þess­ari stöðu. Getur það stað­ist að það fólk sem lenti í verstu hremm­ing­unum í vor og pass­aði ekki inn í hluta­bóta­leið­ina falli enn einu sinni í gegnum möskvana á björg­un­ar­net­inu, ein­ungis vegna þess að það er miðað við 1. sept­em­ber?

Þetta er aug­ljós galli á kerf­inu. Þetta veldur því að fólk sem féll milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum er enn og aftur að upp­lifa að þeim er ekki rétt hjálp­ar­hönd sem öðrum er rétt, ein­göngu vegna þess að þau voru þau fyrstu sem lentu í því að missa lífs­við­ur­vær­ið. Þetta er að mínu mati afar ósann­gjarnt. 

Ég fer því fram á, fyrir hönd Leið­sagnar og leið­sögu­manna, að yfir­völd leið­rétti þetta mis­rétti og lið­sinni þannig þessu lyk­il­fólki í ferða­þjón­ust­unni. Það hefur nú þegar þurft að þola nóg og þarf nauð­syn­lega vera til taks þegar ferða­menn taka að streyma hingað aftur og landið tekur að rísa á ný. 

Höf­undur er for­maður Leið­sagn­ar, stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar