Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu – Alltof há mörk og óþarflega flókið kerfi

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segir það ósanngjarnt og andstætt norrænni velferð að deila aukum kostnaði á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er á hinum Norðurlöndunum.

Auglýsing

Í nýju fjár­laga­frum­varpi hefur verið boðuð lækkun á greiðslu­þátt­töku sjúk­linga fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu með því að bæta 800 m.kr. við fjár­laga­lið­inn. Þetta er ánægju­legt svo langt sem það nær, en gengur of skammt. Mörkin á þökum í greiðslu­þátt­töku­kerfum eru og virð­ast ætla að verða enn of há ef miðað er við sam­bæri­leg kerfi á Norð­ur­lönd­um. Fyrir almenna greiðslu­þátt­töku­kerfið er hámarks­þakið nú 75.802 kr. og fyrir greiðslu­þátt­töku­kerfi lyfja er hámarks­þakið 62.000 kr. Í ljósi þess að all­margir sem greiða hámar­kostnað vegna almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins, greiða einnig hámarks­kostnað vegna lyfja standa frammi fyrir því að há­marks­þak fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf eru 137 þús­und krónur á 12 mán­aða tíma­bili. Það er alltof há fjár­hæð fyrir þá sem hafa úr litlu að spila..

Nú eru skollin á kreppa og atvinnu­leysi á Íslandi. Fleiri og fleiri fjöl­skyldur hafa miklu minna á milli hand­anna en áður og almennt hefur kaup­máttur rýrn­að. Með nýjum fjár­lögum fékk rík­is­stjórnin gullið tæki­færið að mæta nýjum áskor­unum fyrir almenn­ing með stór­lækkun á þökum á greiðslu­þátt­töku­kerfum í heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Þegar við vorum í miðjum kreppu­að­gerðum eftir hrunið var ráð­ist í algera upp­stokkun á greiðslu­þátt­töku barna í tann­lækn­ingum undir stjórn hins hjarta­hlýja ráð­herra Guð­bjarts Hann­es­son­ar. Árang­ur­inn er sá að í dag þurfa for­eldrar barna aðeins að greiða komu­gjald vegna tann­lækna­þjón­ustu. Því miður hafa ráð­herrar sem tóku við, ekki náð að fylgja þessu eftir hvað varðar tann­rétt­ing­ar. Með­al­kostn­aður við tann­rétt­ingar er í dag um 900.000 þús­und en nið­ur­greiðslur nema ein­ungis ca. 11% af þeirri upp­hæð. Þetta er mikil brekka fyrir venju­legar barna­fjöl­skyldur og hætt er við að fólk muni draga það enn lengur að senda börn sín í tann­rétt­ingar vegna kostn­að­ar. Hér má gera stór­á­tak að breyta nið­ur­greiðslum úr 11% í 90%.

Við búum við of mörg mis­mun­andi greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu: Eitt kerfi fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir sál­fræði­þjón­ustu (reyndar á að setja kostnað við sál­fræði­þjón­ustu inní almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­ið), fjórða kerfið fyrir tann­lækn­ing­ar, fimmta kerfið fyrir tann­rétt­ing­ar, sjötta kerfið er til­vís­una­kerfi fyrir börn og til við­bótar eru fleiri kerfi fyrir aðra þætti heil­brigð­is­þjón­ustu (eins og tækni­frjóvg­anir og lýta­lækn­ing­ar). ­Nauð­syn­legt er að að ráð­ast í almenna upp­stokkun á þessum kerfum og fækka þeim og sam­ræma á þann hátt, að þau verði gegn­særri og skil­virk­ari líkt og ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Það væri í sam­ræmi við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en í henni kemur fram að stefnt skuli að því að gera greiðslu­þátt­töku sjúk­linga gegn­særri og skil­virk­ari. Ekk­ert hefur hins vegar bólað á fram­kvæmdum þó komið sé að lokum kjör­tíma­bils­ins. Fyrsta skrefið er að hafa tvö eins upp­byggð greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu, ann­ars vegar eitt fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu (þar inni yrði öll heil­brigð­is­þjón­usta sem er í greiðslu­þátt­töku­kerf­inu, með­ferð og þjálfun) og hitt fyrir lyf. Í næsta skrefi mætti huga að sam­ein­ingu þess­ara kerfa með einu lágu hámarks­þaki fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu hvort sem um er að ræða lyf eða aðra heil­brigð­is­þjón­ustu og mun lægra þaki fyrir börn og líf­eyr­is­þega.

Í Sví­þjóð er heil­brigð­is­þjón­ustan nán­ast gjald­frjáls öllum sem eru yngri en 20 ára og í Dan­mörku er kostn­aður við komu til heim­il­is­læknis og til bráða­þjón­ustu gjald­frjáls og þar er líka virkt til­vís­un­ar­kerf­i. Í þessum löndum eru hámarks­þök í greiðslu­þátt­töku­kerfum miklu lægri en hér á landi.

Ljóst er að lækkun á hámarks­þaki á greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu er skref í rétta átt. Aftur á móti er hætt við að ekki sé nógu langt gengið og að hámarks­þakið verði enn alltof hátt. Það mætti líka stefna að því að gera opin­bera heil­brigð­is­þjón­ustu gjald­frjálsa, þannig að felld verði niður gjöld fyrir m.a. komur og rann­sóknir á opin­berum heil­brigð­is­stofn­un­um. Til að ná því mark­miði þarf meira fé í lækkun greiðslu­þátt­töku almenn­ings í heil­brigð­is­kerf­inu og má minna á að á sínum tíma skrif­uðu tæp 90 þús­und Íslend­ingar undir áskorun þess efn­is. Það er ósann­gjarnt og and­stætt nor­rænni vel­ferð að deila aukum kostn­að­i á sjúk­linga í stað þess að stærri hluti heil­brigðis­kostn­aðar sé dreift á alla skatt­greið­endur eins og gert er á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar