Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu – Alltof há mörk og óþarflega flókið kerfi

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segir það ósanngjarnt og andstætt norrænni velferð að deila aukum kostnaði á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er á hinum Norðurlöndunum.

Auglýsing

Í nýju fjár­laga­frum­varpi hefur verið boðuð lækkun á greiðslu­þátt­töku sjúk­linga fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu með því að bæta 800 m.kr. við fjár­laga­lið­inn. Þetta er ánægju­legt svo langt sem það nær, en gengur of skammt. Mörkin á þökum í greiðslu­þátt­töku­kerfum eru og virð­ast ætla að verða enn of há ef miðað er við sam­bæri­leg kerfi á Norð­ur­lönd­um. Fyrir almenna greiðslu­þátt­töku­kerfið er hámarks­þakið nú 75.802 kr. og fyrir greiðslu­þátt­töku­kerfi lyfja er hámarks­þakið 62.000 kr. Í ljósi þess að all­margir sem greiða hámar­kostnað vegna almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins, greiða einnig hámarks­kostnað vegna lyfja standa frammi fyrir því að há­marks­þak fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf eru 137 þús­und krónur á 12 mán­aða tíma­bili. Það er alltof há fjár­hæð fyrir þá sem hafa úr litlu að spila..

Nú eru skollin á kreppa og atvinnu­leysi á Íslandi. Fleiri og fleiri fjöl­skyldur hafa miklu minna á milli hand­anna en áður og almennt hefur kaup­máttur rýrn­að. Með nýjum fjár­lögum fékk rík­is­stjórnin gullið tæki­færið að mæta nýjum áskor­unum fyrir almenn­ing með stór­lækkun á þökum á greiðslu­þátt­töku­kerfum í heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Þegar við vorum í miðjum kreppu­að­gerðum eftir hrunið var ráð­ist í algera upp­stokkun á greiðslu­þátt­töku barna í tann­lækn­ingum undir stjórn hins hjarta­hlýja ráð­herra Guð­bjarts Hann­es­son­ar. Árang­ur­inn er sá að í dag þurfa for­eldrar barna aðeins að greiða komu­gjald vegna tann­lækna­þjón­ustu. Því miður hafa ráð­herrar sem tóku við, ekki náð að fylgja þessu eftir hvað varðar tann­rétt­ing­ar. Með­al­kostn­aður við tann­rétt­ingar er í dag um 900.000 þús­und en nið­ur­greiðslur nema ein­ungis ca. 11% af þeirri upp­hæð. Þetta er mikil brekka fyrir venju­legar barna­fjöl­skyldur og hætt er við að fólk muni draga það enn lengur að senda börn sín í tann­rétt­ingar vegna kostn­að­ar. Hér má gera stór­á­tak að breyta nið­ur­greiðslum úr 11% í 90%.

Við búum við of mörg mis­mun­andi greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu: Eitt kerfi fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir sál­fræði­þjón­ustu (reyndar á að setja kostnað við sál­fræði­þjón­ustu inní almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­ið), fjórða kerfið fyrir tann­lækn­ing­ar, fimmta kerfið fyrir tann­rétt­ing­ar, sjötta kerfið er til­vís­una­kerfi fyrir börn og til við­bótar eru fleiri kerfi fyrir aðra þætti heil­brigð­is­þjón­ustu (eins og tækni­frjóvg­anir og lýta­lækn­ing­ar). ­Nauð­syn­legt er að að ráð­ast í almenna upp­stokkun á þessum kerfum og fækka þeim og sam­ræma á þann hátt, að þau verði gegn­særri og skil­virk­ari líkt og ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Það væri í sam­ræmi við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en í henni kemur fram að stefnt skuli að því að gera greiðslu­þátt­töku sjúk­linga gegn­særri og skil­virk­ari. Ekk­ert hefur hins vegar bólað á fram­kvæmdum þó komið sé að lokum kjör­tíma­bils­ins. Fyrsta skrefið er að hafa tvö eins upp­byggð greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu, ann­ars vegar eitt fyrir almenna heil­brigð­is­þjón­ustu (þar inni yrði öll heil­brigð­is­þjón­usta sem er í greiðslu­þátt­töku­kerf­inu, með­ferð og þjálfun) og hitt fyrir lyf. Í næsta skrefi mætti huga að sam­ein­ingu þess­ara kerfa með einu lágu hámarks­þaki fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu hvort sem um er að ræða lyf eða aðra heil­brigð­is­þjón­ustu og mun lægra þaki fyrir börn og líf­eyr­is­þega.

Í Sví­þjóð er heil­brigð­is­þjón­ustan nán­ast gjald­frjáls öllum sem eru yngri en 20 ára og í Dan­mörku er kostn­aður við komu til heim­il­is­læknis og til bráða­þjón­ustu gjald­frjáls og þar er líka virkt til­vís­un­ar­kerf­i. Í þessum löndum eru hámarks­þök í greiðslu­þátt­töku­kerfum miklu lægri en hér á landi.

Ljóst er að lækkun á hámarks­þaki á greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu er skref í rétta átt. Aftur á móti er hætt við að ekki sé nógu langt gengið og að hámarks­þakið verði enn alltof hátt. Það mætti líka stefna að því að gera opin­bera heil­brigð­is­þjón­ustu gjald­frjálsa, þannig að felld verði niður gjöld fyrir m.a. komur og rann­sóknir á opin­berum heil­brigð­is­stofn­un­um. Til að ná því mark­miði þarf meira fé í lækkun greiðslu­þátt­töku almenn­ings í heil­brigð­is­kerf­inu og má minna á að á sínum tíma skrif­uðu tæp 90 þús­und Íslend­ingar undir áskorun þess efn­is. Það er ósann­gjarnt og and­stætt nor­rænni vel­ferð að deila aukum kostn­að­i á sjúk­linga í stað þess að stærri hluti heil­brigðis­kostn­aðar sé dreift á alla skatt­greið­endur eins og gert er á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar