Áföll aðstandenda

Katrín Mixa skrifar um aðstandendur þeirra sem veikjast, og verða í raun líka skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins þegar áföll bresta á.

Auglýsing

Móðir mín var sér­lega kvik og lík­am­lega hraust kona sem tók af skarið og lauk því sem hún lagði upp með. Almátt­ugur hvað rögg­semin gat verið rosa­leg (al­veg óþol­andi stund­um). Á einu auga­bragði varð mamma samt var­an­legur lang­legu­sjúk­ling­ur. Þar með þurfti hún að reiða sig jöfnum höndum á heil­brigð­is­starfs­fólk og aðstand­end­ur. Þess utan, raf­knú­inn hjóla­stól.

Í kjöl­far þess auga­bragðs fékk hug­takið áfall dýpra inn­tak en fyrr. Stundum er „áfall“ geng­is­fellt í dag­legri umræðu og það lagt að jöfnu við von­brigði eða við­brigði. Kannski má skil­greina áfall sem óvænta ang­ist án vit­neskju um hvort, hvenær og hvernig við losnum undan henni. Fyr­ir­vara­laust afger­andi og óaft­ur­kræft lík­ams­tjón er í öllu falli áfall. Þá fylgir því óheyri­legt álag að vakna til nýrrar til­vistar sem not­andi raf­knú­ins hjóla­stóls. Á sama tíma verða til aðstand­endur not­anda raf­knú­ins hjóla­stóls og sann­ast sagna er það ekki mikið skárra. Á bak­við hvert áfall er aðdrag­andi með sínum per­sónu­legu sög­um, því þar stendur fólk, aðstand­end­ur. Ver­öldin er þrengri en fyrr og fólkið ber­skjald­aðra, um leið og meira mæðir á þeim. 

Með öðrum orð­um: Þegar fótum er (bók­staf­lega) kippt undan einni finna þau sem að baki standa einnig fótum kippt undan sér, á sama tíma og þau þurfa að standa styrk­ari fótum en nokkru sinni fyrr. 

Áfalla­saga (kvenna)

Nú er lag að tala um þetta. Nú er á hverra vit­orði hve viða­miklar rann­sóknir hafa verið fram­kvæmd­ar, og standa enn yfir, um tengsl áfalla við lík­am­lega kvilla, sér­stak­lega hjá kon­um. Nið­ur­stöður hafa verið afger­andi. Sam­kvæmt þeim geta áföll og sál­rænt álag sett mörg kerfi lík­am­ans úr skorð­um, má þar nefna melt­ing­ar­kerfi og horm­óna­starf­semi.

Auglýsing
Koma þá oft til alvar­legar svefn­rask­anir og vit­rænir eig­in­leikar gefa eft­ir, afleið­ing­arnar oft langvar­andi og alvar­leg­ar. Sjálf er ég í þýð­inu og til vitn­is.

Kannski er einmitt núna lag, þegar heim­ur­inn allur er í ein­hvers konar áfalli og marglaga kreppa í aðsigi. Því kannski eru bjarg­ráða­kerfin okkar núna und­ir­lögð fremur þröngu „mál­efni“ um leið og sál­rænar hlið­ar­verk­anir eru ófyr­ir­séð­ar.

Bjarg­ráða­þættir

Frá­bært starfs­fólk er eitt og aðbún­aður ann­að. Ekki síður mik­il­vægt, sjúk­lingar eru eitt og aðstand­endur ann­að. Auð­vitað viljum við öll huga að öllu þessu.

Umliðin ell­efu ár frá örkumlum mömmu hef ég átt sam­töl við all­nokkra sem búa að svip­aðri reynslu og oft ber niður á sama stað. Frá­bært starfs­fólk er nefni­lega bara eitt. Það hefði mátt halda betur utan um okkur aðstand­endur í erf­iðri stöðu. Í áfalli erum við ekki skýr og röng við­brögð geta kallað á verri, smá­mál öðl­ast dýpra vægi en efni standa til og mik­il­væg­ari þættir mis­far­ast. Í áfalli verður björgin að vera, nema hvað, bjarg­föst.

Við vitum alveg, og rann­sóknir stað­festa, að það getur verið bein­línis lífs­hættu­legt að verða fyrir and­legu áfalli, eða yfir höfuð því að fá vondar frétt­ir. Það er mjög mik­il­vægt að taka mark­visst utan um aðstand­endur og fylgja eft­ir. 

Ann­ars er við­búið að enn verr fari.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar