Áföll aðstandenda

Katrín Mixa skrifar um aðstandendur þeirra sem veikjast, og verða í raun líka skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins þegar áföll bresta á.

Auglýsing

Móðir mín var sér­lega kvik og lík­am­lega hraust kona sem tók af skarið og lauk því sem hún lagði upp með. Almátt­ugur hvað rögg­semin gat verið rosa­leg (al­veg óþol­andi stund­um). Á einu auga­bragði varð mamma samt var­an­legur lang­legu­sjúk­ling­ur. Þar með þurfti hún að reiða sig jöfnum höndum á heil­brigð­is­starfs­fólk og aðstand­end­ur. Þess utan, raf­knú­inn hjóla­stól.

Í kjöl­far þess auga­bragðs fékk hug­takið áfall dýpra inn­tak en fyrr. Stundum er „áfall“ geng­is­fellt í dag­legri umræðu og það lagt að jöfnu við von­brigði eða við­brigði. Kannski má skil­greina áfall sem óvænta ang­ist án vit­neskju um hvort, hvenær og hvernig við losnum undan henni. Fyr­ir­vara­laust afger­andi og óaft­ur­kræft lík­ams­tjón er í öllu falli áfall. Þá fylgir því óheyri­legt álag að vakna til nýrrar til­vistar sem not­andi raf­knú­ins hjóla­stóls. Á sama tíma verða til aðstand­endur not­anda raf­knú­ins hjóla­stóls og sann­ast sagna er það ekki mikið skárra. Á bak­við hvert áfall er aðdrag­andi með sínum per­sónu­legu sög­um, því þar stendur fólk, aðstand­end­ur. Ver­öldin er þrengri en fyrr og fólkið ber­skjald­aðra, um leið og meira mæðir á þeim. 

Með öðrum orð­um: Þegar fótum er (bók­staf­lega) kippt undan einni finna þau sem að baki standa einnig fótum kippt undan sér, á sama tíma og þau þurfa að standa styrk­ari fótum en nokkru sinni fyrr. 

Áfalla­saga (kvenna)

Nú er lag að tala um þetta. Nú er á hverra vit­orði hve viða­miklar rann­sóknir hafa verið fram­kvæmd­ar, og standa enn yfir, um tengsl áfalla við lík­am­lega kvilla, sér­stak­lega hjá kon­um. Nið­ur­stöður hafa verið afger­andi. Sam­kvæmt þeim geta áföll og sál­rænt álag sett mörg kerfi lík­am­ans úr skorð­um, má þar nefna melt­ing­ar­kerfi og horm­óna­starf­semi.

Auglýsing
Koma þá oft til alvar­legar svefn­rask­anir og vit­rænir eig­in­leikar gefa eft­ir, afleið­ing­arnar oft langvar­andi og alvar­leg­ar. Sjálf er ég í þýð­inu og til vitn­is.

Kannski er einmitt núna lag, þegar heim­ur­inn allur er í ein­hvers konar áfalli og marglaga kreppa í aðsigi. Því kannski eru bjarg­ráða­kerfin okkar núna und­ir­lögð fremur þröngu „mál­efni“ um leið og sál­rænar hlið­ar­verk­anir eru ófyr­ir­séð­ar.

Bjarg­ráða­þættir

Frá­bært starfs­fólk er eitt og aðbún­aður ann­að. Ekki síður mik­il­vægt, sjúk­lingar eru eitt og aðstand­endur ann­að. Auð­vitað viljum við öll huga að öllu þessu.

Umliðin ell­efu ár frá örkumlum mömmu hef ég átt sam­töl við all­nokkra sem búa að svip­aðri reynslu og oft ber niður á sama stað. Frá­bært starfs­fólk er nefni­lega bara eitt. Það hefði mátt halda betur utan um okkur aðstand­endur í erf­iðri stöðu. Í áfalli erum við ekki skýr og röng við­brögð geta kallað á verri, smá­mál öðl­ast dýpra vægi en efni standa til og mik­il­væg­ari þættir mis­far­ast. Í áfalli verður björgin að vera, nema hvað, bjarg­föst.

Við vitum alveg, og rann­sóknir stað­festa, að það getur verið bein­línis lífs­hættu­legt að verða fyrir and­legu áfalli, eða yfir höfuð því að fá vondar frétt­ir. Það er mjög mik­il­vægt að taka mark­visst utan um aðstand­endur og fylgja eft­ir. 

Ann­ars er við­búið að enn verr fari.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar