Áföll aðstandenda

Katrín Mixa skrifar um aðstandendur þeirra sem veikjast, og verða í raun líka skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins þegar áföll bresta á.

Auglýsing

Móðir mín var sér­lega kvik og lík­am­lega hraust kona sem tók af skarið og lauk því sem hún lagði upp með. Almátt­ugur hvað rögg­semin gat verið rosa­leg (al­veg óþol­andi stund­um). Á einu auga­bragði varð mamma samt var­an­legur lang­legu­sjúk­ling­ur. Þar með þurfti hún að reiða sig jöfnum höndum á heil­brigð­is­starfs­fólk og aðstand­end­ur. Þess utan, raf­knú­inn hjóla­stól.

Í kjöl­far þess auga­bragðs fékk hug­takið áfall dýpra inn­tak en fyrr. Stundum er „áfall“ geng­is­fellt í dag­legri umræðu og það lagt að jöfnu við von­brigði eða við­brigði. Kannski má skil­greina áfall sem óvænta ang­ist án vit­neskju um hvort, hvenær og hvernig við losnum undan henni. Fyr­ir­vara­laust afger­andi og óaft­ur­kræft lík­ams­tjón er í öllu falli áfall. Þá fylgir því óheyri­legt álag að vakna til nýrrar til­vistar sem not­andi raf­knú­ins hjóla­stóls. Á sama tíma verða til aðstand­endur not­anda raf­knú­ins hjóla­stóls og sann­ast sagna er það ekki mikið skárra. Á bak­við hvert áfall er aðdrag­andi með sínum per­sónu­legu sög­um, því þar stendur fólk, aðstand­end­ur. Ver­öldin er þrengri en fyrr og fólkið ber­skjald­aðra, um leið og meira mæðir á þeim. 

Með öðrum orð­um: Þegar fótum er (bók­staf­lega) kippt undan einni finna þau sem að baki standa einnig fótum kippt undan sér, á sama tíma og þau þurfa að standa styrk­ari fótum en nokkru sinni fyrr. 

Áfalla­saga (kvenna)

Nú er lag að tala um þetta. Nú er á hverra vit­orði hve viða­miklar rann­sóknir hafa verið fram­kvæmd­ar, og standa enn yfir, um tengsl áfalla við lík­am­lega kvilla, sér­stak­lega hjá kon­um. Nið­ur­stöður hafa verið afger­andi. Sam­kvæmt þeim geta áföll og sál­rænt álag sett mörg kerfi lík­am­ans úr skorð­um, má þar nefna melt­ing­ar­kerfi og horm­óna­starf­semi.

Auglýsing
Koma þá oft til alvar­legar svefn­rask­anir og vit­rænir eig­in­leikar gefa eft­ir, afleið­ing­arnar oft langvar­andi og alvar­leg­ar. Sjálf er ég í þýð­inu og til vitn­is.

Kannski er einmitt núna lag, þegar heim­ur­inn allur er í ein­hvers konar áfalli og marglaga kreppa í aðsigi. Því kannski eru bjarg­ráða­kerfin okkar núna und­ir­lögð fremur þröngu „mál­efni“ um leið og sál­rænar hlið­ar­verk­anir eru ófyr­ir­séð­ar.

Bjarg­ráða­þættir

Frá­bært starfs­fólk er eitt og aðbún­aður ann­að. Ekki síður mik­il­vægt, sjúk­lingar eru eitt og aðstand­endur ann­að. Auð­vitað viljum við öll huga að öllu þessu.

Umliðin ell­efu ár frá örkumlum mömmu hef ég átt sam­töl við all­nokkra sem búa að svip­aðri reynslu og oft ber niður á sama stað. Frá­bært starfs­fólk er nefni­lega bara eitt. Það hefði mátt halda betur utan um okkur aðstand­endur í erf­iðri stöðu. Í áfalli erum við ekki skýr og röng við­brögð geta kallað á verri, smá­mál öðl­ast dýpra vægi en efni standa til og mik­il­væg­ari þættir mis­far­ast. Í áfalli verður björgin að vera, nema hvað, bjarg­föst.

Við vitum alveg, og rann­sóknir stað­festa, að það getur verið bein­línis lífs­hættu­legt að verða fyrir and­legu áfalli, eða yfir höfuð því að fá vondar frétt­ir. Það er mjög mik­il­vægt að taka mark­visst utan um aðstand­endur og fylgja eft­ir. 

Ann­ars er við­búið að enn verr fari.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar