Byggðirnar þar sem verðmætin voru sköpuð

Páll Hermannsson segir það bara vera tímaspursmál hvenær veiðiheimildir verða veittar þeim sem hæst bjóða.

Auglýsing

Í sjón­varps­þætti nýlega urðu tveir stjórn­málafor­ingjar sam­mála um að núver­andi fyr­ir­komu­lag veiði­gjalda væri ekki ásætt­an­legt. Bæði voru þau hlynnt því að tekjur af auð­lind­inni rynnu „til byggð­anna þar sem verð­mætin eru sköp­uð“, eða eins og sagt var: „voru sköp­uð“. Mál­notkun þess­ara for­ystu­manna var nokkuð óljós, og þetta með sköpun verð­mæta var sér­lega óljóst. Það mátti skilja að verið væri að bæta ein­hverjum fyrir missi sem þeir hefðu orðið fyr­ir.

Núver­andi veiði­stjórnun hefur skilað þjóð­ar­bú­inu miklu, en jafn­framt hafa mörg störf tapast, sér­stak­lega störf sjó­manna.

Tog­ara­út­gerð hófst með komu Jóns for­seta, 1907 til Reykja­vík­ur, Þegar nýsköp­un­ar­tog­ar­arnir komu frá 1947 til 1952 voru þeir að tveimur þriðju gerðir út frá Reykja­vík og Hafn­ar­firði. Í áhöfnum þess þriðj­ungs togar­anna sem dreifð­ust um landið var veru­legur hlutur áhafnar alla jafna „að sunn­an“. Sömu sögu er að segja um skut­tog­ara­væð­ing­una frá 1972. Þá voru flestir af nýju stóru tog­ur­unum gerðir út frá Reykja­vík en brátt komu tog­arar á flesta firði. Til að full­manna skipin þurfti að fá menn af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þarf­legt væri að kanna hversu stór hluti lög­skráðra áhafna á tog­urum á land­inu öllu hafa verið af höf­uð­borg­ar­svæð­inu fram á þennan dag. 

Það er í lok þessa tíma­bils sem settar eru þær veiði­tak­mark­anir sem leiddu til kvóta­kerf­is­ins, sem aftur leiddi til þess að stærsti hluti þess­ara tog­ara og starfa hvarf.

Ísland hefur breyst frá komu Jóns for­seta 1907. Sum þorp fóru úr byggð þegar eftir stríðs­lok og nú eru komin sum­ar­hús í nokkrum þess­ara byggða. En þró­unin hélt áfram, fólk flutti suð­ur, og kannski meira eftir til­komu kvóta­kerf­is­ins. Í könnun á vegum Byggða­stofn­unar 2019 kemur fram að auk atvinnu­tæki­færa sjálfs og maka eru það félags­legu þætt­irnir sem gætu leitt til brott­hvarfs frá minnstu byggð­un­um.

Auglýsing
Í þessu sam­bandi má minn­ast á yfir­vof­andi lokun versl­un­ar­innar á Reyk­hól­u­m. 

Byggða­stofnun hefur gert mann­fjölda­spá fyrir næstu 48 ár. Þar er gert ráð fyrir mik­illi fækkun fólks í flestum sveit­ar­fé­lögum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Byggða­festu­kvóti

Gerðar hafa verið til­raunir til að snúa þró­un­inni við, meðal ann­ars með því að úthluta 5,3% kvóta botn­fisks til að stuðla að svo­kall­aðri byggða­festu. Þótt þetta fyr­ir­komu­lag hafi verið við lýði í ára­tug, þá liggur ekki fyrir neinn mæli­kvarði á árang­ur. Það er ekki einu sinni til mæl­ing­ar­hæf skil­grein­ing á hug­tak­inu byggða­festa. Hver er þróun þeirra byggða sem þetta á að styðja? Hver er breyt­ing á mann­fjölda á vinnu­aldri, þeim sem hafa stöðuga við­veru, og versla í „kaup­fé­lag­inu“ og styrkja með því byggð­ina? 

Sem skil­yrði fyrir sumum úthlut­unum af þessum 5,3% afla er gerð krafa um vinnslu afla í lönd­un­ar­höfn. Í athuga­semdum á sam­ráðs­gátt um frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um stjórn fisk­veiða, nr. 116/2006, með síð­ari breyt­ingum (at­vinnu- og byggða­kvótar o.fl.) er eft­ir­fylgni þess­arar kröfu dregin í efa. Það virð­ist vanta skil­grein­ingu á hvað átt er við með vinnslu afla? Til að bátur geti landað þarf lyft­ara á bryggj­una til að koma ker­unum á öku­tækið sem flytur fisk­inn suð­ur, og vænt­an­lega líka ein­hvern sem vigtar afl­ann, nema það sé lyft­ara­mað­ur­inn. Það er vænt­an­lega ekki vinnsla.

Spurt var: 

  • Er það fisk­vinnsla ef fiskur er tek­inn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fisk­vinnslu­húsi og út um aðr­ar?
  • Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fisk­vinnslu?
  • Er nóg að ísa yfir land­aðan fisk inni í fisk­vinnslu­húsi til að það kall­ist fisk­vinnsla?

Ný vél­vædd fisk­iðju­ver á Grund­ar­firði, í Reykja­vík og á Dal­vík eru dæmi um það besta í fram­leiðni og vöru­vönd­un. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig litlar ein­ing­ar, stundum styrktar vegna byggða­sjón­ar­miða, kannski í Hrísey eða á Bakka­firði, geta verið á pari við þau fisk­iðju­ver.

Verð­mæta­sköpun í sjáv­ar­út­vegi byrjar þegar fiskur veiðist. Þá skiptir ekki máli í hvaða byggð­ar­lagi skipið er skráð.

Næsti liður í ferl­inum er að fisk­ur­inn sé unn­inn þar sem best hent­ar, oft­ast sem næst mið­unum til þess að ekki fari of langur tími í sigl­ingu og til þess að koma í veg fyrir að afl­inn spillist eða veiði­tæki­færi glat­ist, eða sem næst útflutn­ings­höfn.

Einn þeirra staða þar sem verð­mæti skap­ast nú á tímum er í Kópa­vogi. Þar er fiskur hvaðanæva af land­inu búinn undir flutn­ing með flugi á mark­aði í austri og vestri.

Skýrsla um ráð­stöfun afla­magns sem dregið er frá heild­ar­afla og áhrif þess á byggða­festu  frá febr­úar 2017 stað­festir „að um 50% alls botn­fisks sem landað er fer nú til vinnslu á svæði sem er í innan við klukku­stundar fjar­lægð frá Kefla­vík­ur­flug­velli og Sunda­höfn, þ.e. aðal­lega við sunn­an­verðan Faxa­flóa og á Reykja­nesi“

Nið­ur­staðan er að: a) Á und­an­förnum ára­tugum hefur fólk hvaðanæva af land­inu „skapað verð­mæt­i“. b) Það er erfitt að sjá rétt­læti í því að fólk á ein­hverjum sér­stökum hluta lands­ins eigi rétt á meiri hluta af arði auð­lind­ar­innar en aðr­ir. 

Ein­ungis þeim sem nú hafa veiði­leyfi og vilja hafa til eilífð­ar­nóns er gagn að umræðum um að stýra fjár­munum þangað sem „verð­mætin eru sköp­uð“. 

Öðru­vísi fram­tíð

Við verðum að und­ir­búa okkur undir öðru­vísi fram­tíð þar sem alls konar störf eru lögð nið­ur. Þetta hefur þegar ger­st, ekki bara á fiski­skipa­flot­anum og í fisk­iðju­verum eins og áður er rak­ið, heldur líka í bönkum og annarri fjár­mála­starf­semi þar sem fækkun starfa á und­an­förnum árum nemur hátt í öll störf í álver­unum þremur og hjá mörgum und­ir­verk­tökum þeirra.

Það er bara tíma­spurs­mál hvenær veiði­heim­ildir verða veittar þeim sem hæst bjóða. Þjóðin skuldar eig­endum Sam­herja ekk­ert. Það voru til dug­legir útgerð­ar­menn áður en þeir komu að útgerð og skip hafa þró­ast stöðugt. Sú þróun var hafin löngu áður en þeir fermd­ust sem nú geta keypt allt og alla vegna þess að kjark hefur skort til að fram­kvæma vilja þjóð­ar­innar um að þjóðin skuli njóta fullrar auð­lind­arentu – þar sem mark­að­ur­inn er betri ákvörð­un­ar­að­ili en stjórn­mála­menn.

Hér hefur verið rætt um veiðar með smærri bátum sem margir eru gerðir út frá minni sveit­ar­fé­lögum og sækja leyfi til þess í gegnum 5,3% kerf­ið. Ef þessar veiðar skila frá­bæru hrá­efni væri ekki úr vegi að þeir sem slíkar veiðar stundi greiði veiði­gjald sem gæti verið nálægt leigu fyrir sam­svar­andi kvóta, þar til veiði­leyfi verða boðin upp á mark­aði. Þá borgi þeir það verð sem sam­þykkt hefur verið á mark­að­i.  Þeir sem búa og gera út frá byggðum sem að bestu manna yfir­sýn þarfn­ast stuðn­ings gætu haft umtals­verðan afslátt frá leigu með því skil­yrði einu að afl­inn sé verk­aður í sveit­ar­fé­lag­inu, eða fari á fisk­mark­að. 

Þeir eru til sem af mis­skil­inni góð­semi vilja bæta upp þeim sem kvóta­kerfið hefur haft áhrif á, svo sem þeim sem ekki geta fengið skips­pláss sem ekki eru lengur til, eða þeim sem vinna í fisk­iðju­verum sem eru heldur ekki til. Slíkar upp­bætur eru gagns­lausar og óskyn­sam­leg­ar. Alveg eins og með banka­starfs­fólkið er afar ólík­legt að þar verði í fram­tíð­inni til störf eins og áður voru í boði. Stjórn­mála­menn sem standa undir nafni eiga að gera auð­linda­mál að meg­in­málum næstu kosn­inga, og huga í alvöru að búsetu­þróun og alvöru starfstæki­færum á næstu árum og ára­tug­um. Heim­ur­inn hefur aldrei staðið kyrr og við þurfum sam­eig­in­lega að vinna að betri fram­tíð fyrir alla lands­menn í breyttum heimi.

Höf­undur starf­aði sem tog­ara­sjó­mað­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar