Fjárlögin og lífeyrir almannatrygginga

Finnur Birgisson skrifar um misgengið sem orðið hefur milli upphæða almannatrygginga og launaþróunar í landinu. Það snýst um háar upphæðir sem skipta sköpum fyrir þá sem eiga allt sitt undir lífeyrisgreiðslum frá TR.

Auglýsing

Það er ómót­mæl­an­leg stað­reynd að grunn­upp­hæðir líf­eyr­is­greiðslna frá TR hafa verið að drag­ast aftur úr launa­þróun á und­an­förnum árum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að í 69. grein almanna­trygg­ing­ar­laga sé  kveðið á um að taka skuli mið af launa­þróun við árlegar ákvarð­anir um breyt­ingar á grunn­upp­hæðum almanna­trygg­inga. Með­fylgj­andi mynd­ir  sýna þetta mis­gengi svo ekki verður um villst.

Elli­líf­eyr­ir­inn, sem er mik­il­væg­asta stærðin sem snýr að öldruðum í þessu dæmi, hefur farið á 10 árum úr því að vera sem svarar 91,5% af lág­marks­launum niður í 75% á þessu ári, sbr. mynd 1. Ein­ungis milli 2016 og 2017 leit­aði hann örlítið upp á við, en svo seig aftur á ógæfu­hlið­ina. Og því miður lítur út fyrir að rík­is­stjórnin ætli að láta þessa nið­ur­keyrslu halda áfram, ef marka má fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2021. 

Auglýsing
Í frum­varp­inu er að finna nokkrar mis­mun­andi pró­sentu­tölur um áætl­aðar launa­hækk­anir 2021: Á blað­síðu 121 segir að áætlað sé að „al­mennar launa­hækk­anir á árinu 2021 verði um 3,6% að jafn­að­i.“ Þar til við­bótar komi hækk­anir vegna breyt­inga á orlofs­rétt­ind­um, þannig að hækkun launa­kostn­aðar verði um 4%. Eins og kunn­ugt er eru gild­andi launa­samn­ingar þannig útbún­ir, að lægstu launin hækka mest, þannig að ef þessi spá reyn­ist raun­sæ, þá munu lægstu launin hækka meira en þetta með­al­tal. Og ekki nóg með það, hér er verið að tala um strípaðar taxta­hækk­an­ir, sem þýðir að launa­vísi­talan og launin munu í raun hækka tals­vert meira. Þetta kemur líka fram í frum­varp­inu sjálfu, því að í töflu yfir launa- og verð­lags­for­sendur frum­varps­ins á bls. 331 segir að for­send­urnar séu m.a. að vísi­tala neyslu­verðs muni hækka um 2,7% og laun um 5,2%.Myndin byggir á talnaefni frá Hagstofu Íslands um launavísitölu og frá Tryggingastofnun um lægstu laun og upphæðir ellilífeyris.

En nið­ur­staða frum­varps­ins um hækkun upp­hæða hjá almanna­trygg­ingum er að þær skuli aðeins hækka um 3,6%. Höf­undar frum­varps­ins hafa sem sagt gripið upp lægstu hækk­un­ar­pró­sent­una sem þeir gátu fundið í þessum potti - áætl­aðar með­al­-­taxta­hækk­anir milli áranna 2020 og 2021. Ef þetta nær fram að ganga mun kjaragliðnun und­an­far­inna ára halda áfram að aukast, og kjör líf­eyr­is­taka, sem háðir eru greiðslum TR um afkomu sína, drag­ast enn lengra aftur úr kjörum ann­arra lands­manna.

Brýtur Alþingi eigin lög?

Á mynd 1 sést glöggt að á ára­bil­inu 2010-2020 hefur elli­líf­eyr­ir­inn verið að drag­ast jafnt og þétt aftur úr lág­marks­laun­un­um. Hér að framan hefur einnig verið rak­ið, að ef fjár­laga­frum­varpið nær fram að ganga muni ekki verða lát á þeirri þróun á kom­andi ári. Þetta ger­ist þrátt fyrir ákvæði 69. gr. almanna­trygg­ing­ar­lag­anna um að skylt sé að taka mið af launa­þró­un­inni.

Ef til vill munu ein­hverjir segja sem svo, að ekki sé að marka að bera saman við lág­marks­laun­in, því þau hegði sér á annan hátt en launa­vísi­talan sem mælir öll laun. Með grein­inni fylgir því annað línu­rit, mynd 2, sem ber þróun elli­líf­eyr­is­ins saman við bæði þróun launa­vísi­tölu og lægstu launa. Nið­ur­staðan er sú sama og fyrr: Lægstu launin hafa reyndar farið ívið hraðar upp en launa­vísi­talan, en elli­líf­eyr­ir­inn hefur dreg­ist jafnt og þétt aftur úr bæði launa­vísi­tölu og lægstu laun­um.Á myndinni eru launavísitalan og „vísitala“ lægstu launa báðar umreiknaðar niður í 100 fyrir árið 2010. Það ár var ellilífeyririnn 91,5% af lægstu launum og er kúrva hans látin byrja í þeirri prósentu.

Skyldi ein­hver treysta sér til að halda því fram að þetta sé til vitnis um að farið hafi verið eftir 69. grein­inni við ákvarð­anir um hækk­anir líf­eyr­is­ins milli ára - ákvarð­anir sem Alþingi tekur sjálft með afgreiðslu fjár­laga hvers árs?

(Skýr­ingar á mynd­um: Þær eru byggðar á talna­efni frá  Hag­stofu Íslands um launa­vísi­tölu og frá Trygg­inga­stofnun um lægstu laun og upp­hæðir elli­líf­eyr­is. Á mynd 2 eru launa­vísi­talan og „vísi­tala“ lægstu launa báðar umreikn­aðar niður í 100 fyrir árið 2010. Það ár var elli­líf­eyr­ir­inn 91,5% af lægstu laun­um, sbr. mynd 1, og er kúrva hans látin byrja í þeirri pró­sent­u.)

Hverju munar hjá öldruðum og öryrkj­um?

Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir mis­geng­inu sem orðið er milli upp­hæða almanna­trygg­inga og launa­þró­unar í land­inu. Ef ein­hver skyldi halda að þetta snú­ist um eitt­hvert smá­ræði eða minni­háttar óná­kvæmni, þá er það mein­legur mis­skiln­ing­ur. Þetta snýst um háar upp­hæðir sem skipta sköpum fyrir þá sem eiga allt sitt undir greiðslum almanna­trygg­inga.

Í krónu­tölum lítur þetta svona út:

  • Árið 2010 var elli­líf­eyr­ir­inn 153.500 kr. á mán­uði, en í ár er hann 256.800 kr.
  • Ef hann hefði hækkað eins og launa­vísi­talan væri hann núna 297.600 kr. eða 40.800 kr. hærri.
  • Ef hann hefði hækkað eins og lægstu laun væri hann núna 313.500 kr. eða heilum 56.700 kr. hærri!

- Það munar um minna en slíkar upp­hæðir hjá fólki sem hefur ekki annað til að lifa af en þessar greiðslur frá TR.

Á næsta ári verður kosið til Alþingis og er ekki að vita nema þær kosn­ingar geti orðið sögu­legar á ýmsan hátt. Senni­lega liggur eina vonin til þess að ráða­menn taki nú til við að vinda ofan af þeirri óheilla­þróun í líf­eyr­is­mál­unum sem hér hefur verið lýst, í því að öldruðum og öryrkjum tak­ist að sann­færa þá um að þeir muni hljóta verra af í kom­andi kosn­ingum ef þeir bæta ekki ráð sitt þegar þeir á næst­unni afgreiða fjár­lög árs­ins 2021.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­laun­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar