Barnamálaráðherrann og hlutdeildarlán

Hildur Gunnarsdóttir segist sakna þess sem arkitekt og almennur mannvinur að í skilyrðum um hagkvæmar íbúðir séu gerðar kröfur til húsnæðisins sem geti tryggt almenn gæði þess, eins og góða hönnun.

Auglýsing

Í sam­ráðs­gátt stjórn­valda liggja nú fyrir drög að reglu­gerð félags- og barna­mála­ráð­herra Ásmundar Ein­ars Daða­sonar um hlut­deild­ar­lán. Í skýr­ing­ar­texta kemur m.a. fram að hlut­deild­ar­lán eru lán sem Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) muni veita þeim sem eru undir til­teknum tekju­mörkum til þess að brúa eig­in­fjár­kröfu við kaup á fyrstu íbúð.

Í drög­unum koma fram ýmis skil­yrði um með­ferð umsókna og úthlutun hlut­deild­ar­lán­anna fyrir utan skil­yrði um íbúð­irnar sjálf­ar, þ.e. hvaða íbúðir verða keyptar með hlut­deild­ar­lánum m.t.t. hámarks­verðs og -stærða íbúða, hag­kvæmni og ástands þeirra.

Nokkur óvissa hefur verið um skil­grein­ingu HMS á hug­tak­inu „hag­kvæmar íbúð­ir“ svo að und­ir­rituð las spennt kafl­ann um hámarks­verð og hámarks­stærðir íbúða. Þar kemur fram að íbúð­irnar verði frá 40 m² stúd­íó­í­búðum til allt að 110 m² fimm her­bergja fjöl­skyldu­í­búða á verð­bil­inu 32 millj­ónir til 58,5 millj­ón­ir. Þannig er t.d. þriggja her­bergja hag­kvæm íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skil­greind á bil­inu 71 til 90 m² og má kosta frá hámarki 46 til 49,5 millj­ónir eftir stærð. Má lesa út úr töfl­unni um stærðir íbúða og hámarks­verð að með­al­há­marks­fer­metra­verð „hag­kvæmu íbúð­anna“ er um 620.000 kr. 

Með ein­faldri leit á fast­eigna­vefum er hægt að finna margar íbúðir aug­lýstar til sölu sem upp­fylla skil­yrði um að vera á bil­inu 70 m² - 90 m² og undir 49,5 millj­ón­um. Þannig var föstu­dag­inn 9. októ­ber hægt að finna 103 íbúðir til sölu í öllum póst­núm­erum Reykja­víkur á þessu bili, þar af 23 nýjar íbúð­ir. Á Hall­gerð­ar­götu við Kirkju­sand voru lýs­ing­ar­orðin ekki spöruð í aug­lýs­ingu á íbúð sem kost­aði rétt yfir 600.000 kr. fer­metr­inn: 

Fast­eigna­mark­að­ur­inn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu afar vand­aðar 2ja til 5 her­bergja lúxus­í­búðir á ein­stökum útsýn­is­stað í þessu glæsi­lega húsi "STUÐLA­BORG" við Hall­gerð­ar­götu 9a við Kirkju­sand í Reykja­vík, stein­snar frá mið­borg Reykja­víkur og í mik­illi nálægð við Laug­ar­dal­inn.

Frá­bært, gæti ein­hver hugsað sér. Nú gæti fjöl­skyld­an, með hlut­deild­ar­lánum stjórn­valda, yfir­gefið leigu­mark­að­inn eða for­eldra­hús og eign­ast sína fyrstu íbúð. Íbúðin þarf í flestum til­vikum ekki að vera neinn lúx­us, bara eðli­leg íbúð fyrir kannski stækk­andi fjöl­skyldu og von­andi í sama leik og grunn­skóla­hverfi, svo að börnin geti haldið sínu striki þrátt fyrir brölt for­eldr­anna á hús­næð­is­mark­aðn­um. 

Auglýsing
Hlutdeildarlánin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru reyndar skil­yrt nýbygg­ingum og girða þau því fyrir mögu­leika fjöl­skyldn­anna á að geta keypt hag­stæð­ustu íbúð­irnar í grónum hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þar er aðeins lánað til kaupa á íbúðum í nýbygg­ingum sem falla undir skil­yrði reglu­gerð­ar­innar um hag­kvæmni og ástand íbúð­ar. Þannig segir í 13. gr.:

Bygg­ing­ar­að­ili skal sjá til þess að íbúðir séu svo hag­kvæmar og hóf­legar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á við­ráð­an­legu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hag­kvæmar og hóf­legar og seldar á við­ráð­an­legu verði? Nú er búið að gefa út að fer­metra­verð íbúð­anna er allt að með­al­tali um 620.000 kr. Fyrir þá upp­hæð er hægt að byggja lúxus­í­búð með sjáv­ar­út­sýni rétt við Laug­ar­dal­inn! 

Næsta setn­ing reglu­gerð­ar­innar kemur ekki minna á óvart, út frá áætl­uðu fer­metra­verði, og virð­ist sem algjör upp­gjöf eðli­legra gæða­krafna vera í fyr­ir­rúmi: Íbúðir skulu þannig hann­aðar að þær séu ein­faldar að allri gerð. Og: Skal þess gætt að um lóð gildi ekki skipu­lags­skil­málar sem hafa í för með sér hækkun á bygg­ing­ar­kostn­að­i. 

Þá kemur að hlut­verki félags- og barna­mála­ráð­herr­ans Ásmundar Ein­ars Daða­sonar hvers ráðu­neyti stendur að reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán, en svo vísað sé í heima­síðu ráðu­neyt­is­ins er tit­ill ráð­herra  m.a. til marks um áherslur ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­innar á mál­efnum barna og ungs fólks. Sú spurn­ing vaknar hins vegar hvort að barna­mála­ráð­herr­ann Ásmundur Einar hafi hags­muni barna for­eldra sem treysta á hlut­deild­ar­lán til að kom­ast inn á eign­ar­mark­að­inn að leið­ar­ljósi þegar reglu­gerð með  skil­grein­ingum og lýs­ingum á algjöru and­leysi og upp­gjöf eðli­legra gæða­krafna íbúða er sam­in? Hvernig ætli að sé að alast upp í íbúð sem er eins hag­kvæm og hóf­leg sem frekast er unnt, ein­föld að allri gerð og án íþyngj­andi skipu­lags­skil­mála á lóð? Hvaða skipu­lags­skil­málar á lóð geta verið svona íþyngj­andi, gæti ein­hver spurt? Gæti það verið að lóð skuli vera frá­geng­in, ekki und­ir­lögð bíla­stæð­um, eða að á lóð megi finna dvalar og leik­svæði sem á skín sól?

Ég sakna þess sem arki­tekt og almennur mann­vinur að í skil­yrðum um hag­kvæmar íbúðir séu gerðar kröfur til hús­næð­is­ins sem geti tryggt almenn gæði þess, eins og góða hönn­un, sem felur t.a.m. í sér úrlausnir m.t.t. birtu, sveigj­an­leika og rýmd­ar, svo að ekki sé talað um umhverf­is­leg og félags­leg mark­mið með upp­bygg­ing­unni.

Til sam­an­burðar má líta til nágranna okkar í Dan­mörku. Í meira en ald­ar­gömlum dönskum lögum um almennar íbúðir (leigu­í­búðir á vegum hins opin­bera) eru gæða­klásúl­ur.Nýjar almennar íbúðir í Ny Ellebjerg í  Kaupmannahöfn. Mynd: Vandkunsten arkitekter.

Þar segir að íbúð­irnar skulu vera: Nútíma­legar íbúðir útbúnar venju­legum þæg­indum fyrir fjöld­ann og eiga að vera í takt við tím­ann í stað þess að rétt sleppa (Den tids­svar­ende bolig med almindelige moderne bekvemmelig­heder til den brede befolkn­ing og skulle være tids­svar­ende frem for skra­bet). Danir virð­ast hafa borið gæfu til þess að halda í þessi við­mið og stand­ast danskar almennar íbúð­ir, sem er verið að byggja um þessar mund­ir, öðrum íbúðum á íbúða­mark­aði fylli­lega snún­ing. Íslend­ingar hafa áður tekið Dani sér til fyr­ir­mynd­ar, eins og þegar lög um almennar íbúðir og reglu­gerð um stofn­fram­lög voru samin og sam­þykkt árið 2016. Þar er að finna gæða­við­mið: Almennar íbúðir skulu útbúnar og inn­rétt­aðar í sam­ræmi við kröfur tím­ans og tekið skal mið af nýt­ing­ar­þörfum til fram­tíðar litið eftir því sem við á. 

Lítið virð­ist hins vegar fara fyrir þeim við­miðum í fram­kvæmd, en það er önnur saga. Í umræddum drögum að reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán eru hins vegar engar gæða­kröfur gerðar til íbúða­bygg­ing­anna.

Höf­undur er arki­tekt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar