Hægt verði að fá hlutdeildarlán fyrir 58,5 milljóna króna íbúð

Drög að reglugerð um hlutdeildarlánin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er útfært hvaða húsnæði teljist „hagkvæmt húsnæði“ og því lánshæft. Hægt verður að fá lán fyrir íbúð með einu auka herbergi, m.v. fjölskyldustærð.

Íbúðirnar sem falla undir hlutdeildarlánin eiga að vera hannaðar þannig að þær séu „einfaldar að allri gerð“ og „svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur.“ Mynd úr safni.
Íbúðirnar sem falla undir hlutdeildarlánin eiga að vera hannaðar þannig að þær séu „einfaldar að allri gerð“ og „svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur.“ Mynd úr safni.
Auglýsing

Áætlað er að íbúðir sem tekjulágir einstaklingar megi kaupa með svokölluðum hlutdeildarlánum frá ríkinu megi kosta allt að 58,5 milljónir króna, en það er hámarksverð fyrir íbúð með að lágmarki 4 svefnherbergjum á höfuðborgarsvæðinu.

Hámarksverð fyrir stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæðinu er á móti 32 milljónir og aðrar stærðir íbúa fara allan skalann þarna á milli, en hámarksverð lánshæfs húsnæðis utan höfuðborgarsvæðisins er lægra.

Þetta kemur fram í drögum að reglugerð um hlutdeildarlánin, sem samþykkt voru á Alþingi í lok sumars. Þegar lögin voru samþykkt var ekki búið að útfæra hvernig nákvæmlega hið hagkvæma húsnæði sem ríkið ætlar að lána tekjulágu fólki vaxtalaust fyrir yrði skilgreint. Það er gert í reglugerðinni, en drög að henni voru í dag birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Hámarksverðið á íbúðunum fer eftir stærð þeirra. Fjölskyldum er heimilt að kaupa íbúð með hlutdeildarláni með einu aukaherbergi, miðað við fjölskyldustærð.

Aðeins verður lánað til kaupa á nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem „hagkvæmar íbúðir“ á grundvelli samnings byggingaraðilans við stofnunina. Með nýjum íbúðum er átt við íbúðir sem ekki hafa verið seldar til íbúðar áður.

Þó verður, utan höfuðborgarsvæðisins, heimilt að veita hlutdeildarlán til kaupa á eldri íbúðum „í húsnæði sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand íbúðar þannig að jafna megi til ástands nýrrar íbúðar,“ eins og það er orðað í reglugerðardrögunum.

Hagkvæmar íbúðir = „Hóflegar“ og „einfaldar að allri gerð“

„Hagkvæmar íbúðir“ eru sérstaklega skilgreindar í drögunum. Um þær segir að sá sem byggir skuli „sjá til þess að íbúðir séu svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á viðráðanlegu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.“

Auglýsing

Einnig segir að íbúðir skuli vera þannig hannaðar að „þær séu einfaldar að allri gerð“ og að stærðir íbúða skuli miðaðar við fjölskyldustærðir kaupenda. Umsækjanda yrði þannig heimilt, samkvæmt drögunum, að festa kaup á íbúðarhúsnæði „með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar á umsóknardegi miðað við fjölskyldustærð.“

Sex úthlutanir á ári og skorið niður ef fjármagn þrýtur

Gert er ráð fyrir því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthluti hlutdeildarlánunum sex sinnum á ári; 20. febrúar, 20. apríl, 20. júní, 20. ágúst, 20. október og 20. desember ár hvert. 

Ef að það fjármagn sem er til úthlutunar, sem áætlað er að verði um 4 milljarðar ár hvert, dugar ekki til þess að anna eftirspurn „skal dregið úr þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána.“

Það yrði gert með þeim hætti að þeir sem hafa samþykkt kauptilboð njóti forgangs á þá sem ekki hafi samþykkt kauptilboð í íbúð. Einnig skal ávallt tryggt að 20 prósent lána að minnsta kosti verði til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Heimilt að halda eftir „hóflegri bifreið“

Samkvæmt reglugerðardrögunum þurfa umsækjendur um hlutdeildarlánin að eiga allavega 5 prósent eigið fé til kaupanna, en svo kemur ríkið með 20 eða 30 prósent af íbúðarverðinu á móti og gerist í raun þögull meðfjárfestir með íbúðarkaupandanum, sem á að greiða lánið til baka annað hvort við sölu fasteignar eða að 10 árum liðnum (heimilt er þó að sækja um framlengingu lánstímans í fimm ár í senn).

Ef hins vegar umsækjandi um hlutdeildarlán á meira en 5 prósent eigið fé fyrir kaupunum á það fé að nýtast til íbúðakaupanna en hlutdeildarlánið sem ríkið veitir að lækka á móti. 

Á þessu eru þó undanþágur. Þannig er sérstaklega tekið fram í reglugerðardrögunum að eigið fé sem bundið er í „hóflegri bifreið“ komi ekki þarna til lækkunar og því megi „halda eftir“ slíkri bifreið. Ekki er tekið fram nákvæmlega hvernig skilgreina skuli hóflega bifreið.

Einnig má „halda eftir“ sérútbúinni bifreið sem nauðsynleg er vegna fötlunar eða sjúkdóma, fjármunum sem eru nauðsynlegir til að gera íbúðina aðgengilega vegna fötlunar eða sjúkdóms, allt að 1,5 prósenti af kaupverði íbúðarinnar til annarra ráðstafana og svo einnig allt að 20 prósent hlut í íbúð sem umsækjandi um hlutdeildarlán hefur eignast fyrir arf eða á annan hátt, sé sýnt fram á að erfitt sé að selja þann eignarhluta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent