Hver er iðnaðarstefna Íslands?

Smári McCarthy bendir á að iðnaður hér á landi muni taka gríðarlegum breytingum eins og annar staðar. Valið sé um hvort Íslendingar leyfi gróðasjónarmiðum að stýra þessari þróun eða hvort þeir sammælist um það hvaða markmiðum eigi að stefna að.

Auglýsing

Á Íslandi hefur aldrei verið iðnaðarstefna. Það var vissulega verið rekin stóriðjustefna lengi, sem einkenndist af linnulausri viðleitni stjórnmálanna til að smjaðra við erlenda framleiðslurisa í von um að þeir settu upp mannaflsfrekar verksmiðjur hér á landi í skiptum fyrir ódýrt rafmagn. Reyndar er langt því frá að þessi stefna hafi lagst af, eins og nýlegt daður við kísilversiðnaðinn ber með sér.

En iðnaðarstefna fjallar ekki bara um stóriðju, heldur almennt um hvað fólkið í landinu gerir. Iðnaðarstefna getur allt eins lagt áherslu á fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, eða örsmiðjur – hugtakið er á vissan hátt gallað vegna þeirra hugrenningartengsla sem það skapar, en notum það samt, því það hugtak er notað á heimsvísu í þessari umræðu: Industrial Policy.

Síðasta tilraunin til að móta iðnaðarstefnu var gerð um 1991. Þá reyndi Stefán Guðmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að endurvekja vinnu úr iðnaðarráðuneytinu frá 1978. Í greinargerð með tillögunni segir: „Mikilvægi iðnþróunar hefur aukist frá því sem var, sérstaklega þegar litið er til landsbyggðarinnar, því enn er mannafli á Íslandi í vexti og því verður starfstækifærum að fjölga. Auk þeirra breytinga, sem gerst hafa innan lands, eru í sjónmáli breytingar í viðskiptalöndum okkar sem hvort tveggja í senn munu skapa ný vandamál og nýja möguleika. Með allt þetta í huga virðist augljóst að Ísland verður að hafa iðnaðarstefnu sem hæfir þessum nýju aðstæðum.“

Þetta er ennþá satt, næstum því þrjátíu árum síðar.

Auglýsing

Vandinn er að miklu leyti að það fór úr tísku, með Thatcherisma og Reaganomics, að ríki hefðu skoðanir á því hvernig iðnað skyldi reka. Ríkið skyldi hætta að skipta sér að einkageiranum og hann myndi þróast á eigin forsendum.

Skiptar skoðanir eru á því hvort og hversu mikið þetta hefur virkað, ekki síst þar sem ríkið hefur þrátt fyrir þessar hugmyndir haft aðkomu að uppbyggingu stóriðju víða um land síðan þá, nema án þess að nein heildstæð stefnumótun lægi því til grundvallar – eða nokkur stefna yfir höfuð.

Það mætti kalla þetta „haglabyssuaðferðina“: að hlaða hagkerfið ómarkvissum tækifæriskornum og láta það skjóta hingað og þangað. Vissulega mun það stöku sinnum hæfa og jafnvel skilja eftir sig varanlegt spor, en það vita samt allir að hægt er að ná meiri árangri með því að miða.

Hvernig miða önnur lönd?

Í bók Joe Studwell, How Asia Works, er fjallað ítarlega um iðnaðarstefnur nokkurra Asíuríkja, m.a. Suður-Kóreu, Japans og Taívans, í kjölfar síðari heimstyrjaldar og hvernig þau byggðu mikinn auð sinn í dag á markvissri stýringu á framleiðslugetu sinni.

Það er ekki þannig að þessi lönd hafi pólitískt handstýrt hagkerfinu. Slíkt hefur aldrei virkað vel, eins og ítrekaðar tilraunir ófrjálslyndra ríkja til þess á 20. öld sýndu glöggt.

Í staðinn bjuggu þessi asísku ríki til öfluga efnahagslega hvata sem miðuðu að því að búa til öfluga grunnatvinnuvegi og byggja svo á þeim til að búa til sífellt lengri – og þar með verðmætari – virðiskeðjur.

Þannig væri ekki sagt: „Við ætlum að styðja nýsköpun“ og peningum dælt í það án þess að setja skýr markmið umfram skýrsluskil. Frekar væri sagt: „Við ætlum að styðja við fyrirtæki sem ná að uppfylla markmið“ og einmitt að styðja þá síður þau framleiðslu- og hugvitsfyrirtæki sem ná þeim ekki. Hver voru markmiðin? Þau voru ýmiss konar, en oftast var stuðst við hráan og býsna ósanngjarnan mælikvarða: Útflutningstekjur. Ef fyrirtækið þitt náði meiri gjaldeyri inn í landið var hreinlega tekið meira tillit til þarfa þess.

Þetta er ekki endilega form sem við viljum líkja eftir í blindni, en kannski er eitthvað við þessa nálgun sem má læra af. Nefnilega, mikilvægi skýrrar stefnumótunar sem grundvallast á skýrum markmiðum.

Hvert eigum við að stefna?

Af þessum ástæðum hefur undirritaður, ásamt öðrum þingmönnum Pírata og Framsóknarflokksins, lagt fram á ný þingsályktunartillögu Stefáns Guðmundssonar, þó með tilteknum breytingum sem endurspegla framþróun síðustu ára og ákall nútímans um sjálfbærni.

Þegar við spyrjum okkur hvert Ísland eigi að stefna eru tveir þættir sem er sérstaklega mikilvægt að líta til. Í fyrsta lagi þarf að líta til lengd virðiskeðja. Við vitum að fyrirtæki með lengri virðiskeðjur skila meiri tekjum, betri launum, minni mengun og meira þjóðarstolti en fyrirtæki í hráframleiðslu. Áherslan verður að vera á að fjölga og styrkja slík fyrirtæki.

Í öðru lagi þarf að líta til sjálfbærni og framleiðni. Að því leyti sem þingsályktunartillaga okkar víkur frá upprunalegri þingsályktunartillögu Stefáns Guðmundssonar gerir hún það með því að leggja áherslu á sjálfbærni og framleiðni umfram starfsskilyrði íslensks iðnaðar. Áskoranir iðnaðar á fyrri hluta 21. aldar snúa einkum að tvennu: Hvernig skuli ná að auka framleiðni að því marki að hún haldi í við framleiðni annarra OECD-ríkja sem njóta góðs af gríðarlegri stærðarhagkvæmni og hvernig íslenskur iðnaður geti samræmst alþjóðlegum markmiðum um sjálfbærni, einkum í ljósi loftslagsbreytinga.

Fyrsta iðnaðarstefna Íslands

Samþykkt tillögunnar um mótun sjálfbærar iðnaðarstefnu væri mikilvægt fyrsta skref í að móta framtíðarsýn Íslands eftir heimsfaraldur COVID-19, ekki síst í ljósi loftlagsbreytinga. Samfélagið allt gengur í gegnum breytingar af stærðargráðu sem hefur vart þekkst áður og iðnaður mun taka breytingum hér á landi eins og annar staðar. Okkar val er um hvort að við leyfum fjármagni og gróðasjónarmiðum að stýra þessari þróun, eða hvort að við sem samfélag sammælumst um það hvaða markmiðum eigi að stefna að. Eða eins og Stefán Guðmundsson komst að orði:  „Með allt þetta í huga virðist augljóst að Ísland verður að hafa iðnaðarstefnu sem hæfir þessum nýju aðstæðum og því er þessi tillaga flutt.“


Höfundur er þingmaður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar