Illugi í villum

Óli Halldórsson gagnrýnir pistil Illuga Jökulssonar sem birtist í Stundinni. Hann segir pistla sem þann vera bitlausa, popúlíska fyrirsagnablaðamennska.

Auglýsing

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­aði nýverið pistil til höf­uðs for­sæt­is­ráð­herra, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, með titl­inum „Hvað hefur lukk­ast hjá Katrín­u?“. Katrín er nú á fjórða vetri kjör­tíma­bils og því þótti Ill­uga ekki úr vegi að hug­leiða stöðu henn­ar. Hann hefur reyndar skrifað við­líka greinar á fyrri vetrum kjör­tíma­bils­ins. Sjálfur er Ill­ugi lík­lega á sínum fjórða ára­tug sem blaða­maður og sögurýnir á Íslandi og því er kannski ekki úr vegi að hug­leiða stöðu hans svo­lít­ið. Ill­ugi er fyrir löngu orð­inn ein af röddum þjóð­ar­innar og hefur afka­stað miklu á starfsæv­inni, mörgu ákaf­lega gagn­legu. Hann hefur líka gagn­rýnt stjórn­völd oft þegar þörf hefur verið á. Að Ill­ugi skrifi þjóð­fé­lags­rýni er því síður en svo athuga­vert og hreint ekki frétt­næmt. Að hann skrifi pistil af þessu tagi til höf­uðs Katrínu er raunar heldur ekki frétt­næmt, enda verður hann seint tal­inn í aðdá­enda­hópi henn­ar. En Ill­uga er svo­lítið farið að fat­ast flug­ið. Í stað þess að gagn­rýna af mynd­ug­leik mál­efni og gjörðir for­sæt­is­ráð­herr­ans og rík­is­stjórnar er þessi pist­ill hans lítið annað en inni­halds­lausar fyr­ir­sagnir og útúr­snún­ing­ar. 

Ekki-lygin

Ein und­ir­fyr­ir­sögnin í þessum nýjasta Katrín­arp­istli Ill­uga er þessi: „Vís­vit­andi með rangt mál?.“ Skila­boðin til les­anda eru öllum ljós; að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar segi ósatt og það vís­vit­andi. Þetta eru stór orð úr munni þekkts og reynds blaða­manns um for­sæt­is­ráð­herra og ljós­lega ætlað að grípa skjót­fengna athygli. Vand­inn með svona stór orð er sá að þau útheimta ófrá­víkj­an­lega mjög hald­góðan rök­stuðn­ing. Hann er ekki er að finna í pistli Ill­uga. Í kjöl­far fyr­ir­sagn­ar­innar stóru þynn­ist skúbbið Ill­uga held­ur. Meintar lygar Katrínar reyn­ast ekki aðrar en þær að í nokk­urra mán­aða gömlu blaða­við­tali, við annan blaða­mann, á öðrum miðli, í öðru sam­hengi hafi hún sagst telja „veru­legt ákall almenn­ings eftir stöð­ug­leika í stjórn­ar­fari“. Þetta stað­hæfir Ill­ugi að sé „him­in­hróp­andi rangt“ og sakar Katrínu um að vera „glám­skyggn­ari en leyfi­legt ætti að vera“ sjái hún ekki sann­leik­ann um þjóð­ar­vilj­ann sem Ill­ugi telur sig greini­lega þekkja bet­ur. Þetta er eig­in­lega frekar ómerki­leg­t. 

Þæga, hlýðna konan

Ill­uga tekst, nokkuð óvænt, í pistli sínum að blanda sér með þrótt­miklum söng í hinn fjöl­radda karla­kór sem fer með mön­tr­una um þægu og hlýðnu kon­una, sem brosir í ein­hverju skraut­hlut­verki hús­móður á stjórn­ar­heim­ili karl­anna. Með orðum Ill­uga: „Katrín Jak­obs­dóttir kæmi sér brosmild fyrir á tepp­inu með kúst­inn, kastaði mæð­inni alls hugar fegin og segði: „Nú er allt í lag­i.“ “ 

Auglýsing
Ég ætla að leiða hér hjá mér kven­fyr­ir­litn­ing­una (sæta Katrín með kúst­inn) enda hefur þvælu af því tagi frá öðrum körlum verið ágæt­lega mætt með föstum rökum und­an­far­ið. En svona lagað er í besta falli ósann­gjörn og full­kom­lega órök­studd ásökun um algeran und­ir­lægju­hátt eins af skarp­ari og sterk­ari for­sæt­is­ráð­herrum síð­ustu ára­tuga. Ill­ugi rök­styður ekk­ert í pistl­inum sín­um. Ekki neitt. Upp­taln­ing góðra verka for­sæt­is­ráð­herr­ans og hennar fólks, til að hreyfa and­mælum við ásökun Ill­uga, er óþörf hér. En verkin eru nú til samt. Sjá t.d. sam­an­tekt hér.

Vonda mann­valið

„Með fáeinum heið­ar­legum und­an­tekn­ingum er þar [meðal ráð­herra rík­is­stjórn­ar] satt að segja ekki um stór­feng­legt mann­val að ræða“. 

Þetta skrifar Ill­ugi orð­rétt í pistli sínum og setur meira að segja í fyr­ir­sögn líka, aftur ljós­lega til að grípa athygli les­enda með ein­földum hætti. Hvað skyldi „ekki stór­feng­legt mann­val“ merkja í huga Ill­uga? Hvaða ein­stak­linga við ráð­herra­borðið á hann við? Senni­lega for­sæt­is­ráð­herr­ann alla vega ef skilja má anda pistils­ins. Og hverjar eru svo „heið­ar­legu und­an­tekn­ing­arn­ar“? Það er vondur siður blaða­manna að stilla sér upp í hásæti til að dæma raka­laust með ein­földum frösum um vont eða gott „mann­val“ hópa. Er vont mann­val í huga dóm­ar­ans hér illa inn­rætt fólk, eða kannski treggáf­að, eða sið­blint eða fram­taks­laust? Eða bara hið ágætasta fólk sem vill til að er ósam­mála blaða­mann­inum um ein­hverjar póli­tískar áhersl­ur? Kannski á Ill­ugi við eitt­hvað allt annað þegar hann dæmir mann­val í hóp­um. Hver veit. En allur ráð­herra­hóp­ur­inn sem um er rætt situr undir órök­studdum sleggju­dómi. Þetta er ekki boð­leg­t. 

Fyr­ir­sagna­blaða­mennska

Pistlar eins og þessi eru bit­laus, popúl­ísk fyr­ir­sagna­blaða­mennska. Ef rök­stuðn­ingur og almenn virð­ing fyrir fólki, hverfa alveg úr textum sam­fé­lags­rýna okkar þá situr lítið eftir nema þurr­elduð bit­urð. Hún er frekar vont vega­nest­i. 

Höf­undur er félagi í VG í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Norð­ur­þingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar