Illugi í villum

Óli Halldórsson gagnrýnir pistil Illuga Jökulssonar sem birtist í Stundinni. Hann segir pistla sem þann vera bitlausa, popúlíska fyrirsagnablaðamennska.

Auglýsing

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­aði nýverið pistil til höf­uðs for­sæt­is­ráð­herra, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, með titl­inum „Hvað hefur lukk­ast hjá Katrín­u?“. Katrín er nú á fjórða vetri kjör­tíma­bils og því þótti Ill­uga ekki úr vegi að hug­leiða stöðu henn­ar. Hann hefur reyndar skrifað við­líka greinar á fyrri vetrum kjör­tíma­bils­ins. Sjálfur er Ill­ugi lík­lega á sínum fjórða ára­tug sem blaða­maður og sögurýnir á Íslandi og því er kannski ekki úr vegi að hug­leiða stöðu hans svo­lít­ið. Ill­ugi er fyrir löngu orð­inn ein af röddum þjóð­ar­innar og hefur afka­stað miklu á starfsæv­inni, mörgu ákaf­lega gagn­legu. Hann hefur líka gagn­rýnt stjórn­völd oft þegar þörf hefur verið á. Að Ill­ugi skrifi þjóð­fé­lags­rýni er því síður en svo athuga­vert og hreint ekki frétt­næmt. Að hann skrifi pistil af þessu tagi til höf­uðs Katrínu er raunar heldur ekki frétt­næmt, enda verður hann seint tal­inn í aðdá­enda­hópi henn­ar. En Ill­uga er svo­lítið farið að fat­ast flug­ið. Í stað þess að gagn­rýna af mynd­ug­leik mál­efni og gjörðir for­sæt­is­ráð­herr­ans og rík­is­stjórnar er þessi pist­ill hans lítið annað en inni­halds­lausar fyr­ir­sagnir og útúr­snún­ing­ar. 

Ekki-lygin

Ein und­ir­fyr­ir­sögnin í þessum nýjasta Katrín­arp­istli Ill­uga er þessi: „Vís­vit­andi með rangt mál?.“ Skila­boðin til les­anda eru öllum ljós; að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar segi ósatt og það vís­vit­andi. Þetta eru stór orð úr munni þekkts og reynds blaða­manns um for­sæt­is­ráð­herra og ljós­lega ætlað að grípa skjót­fengna athygli. Vand­inn með svona stór orð er sá að þau útheimta ófrá­víkj­an­lega mjög hald­góðan rök­stuðn­ing. Hann er ekki er að finna í pistli Ill­uga. Í kjöl­far fyr­ir­sagn­ar­innar stóru þynn­ist skúbbið Ill­uga held­ur. Meintar lygar Katrínar reyn­ast ekki aðrar en þær að í nokk­urra mán­aða gömlu blaða­við­tali, við annan blaða­mann, á öðrum miðli, í öðru sam­hengi hafi hún sagst telja „veru­legt ákall almenn­ings eftir stöð­ug­leika í stjórn­ar­fari“. Þetta stað­hæfir Ill­ugi að sé „him­in­hróp­andi rangt“ og sakar Katrínu um að vera „glám­skyggn­ari en leyfi­legt ætti að vera“ sjái hún ekki sann­leik­ann um þjóð­ar­vilj­ann sem Ill­ugi telur sig greini­lega þekkja bet­ur. Þetta er eig­in­lega frekar ómerki­leg­t. 

Þæga, hlýðna konan

Ill­uga tekst, nokkuð óvænt, í pistli sínum að blanda sér með þrótt­miklum söng í hinn fjöl­radda karla­kór sem fer með mön­tr­una um þægu og hlýðnu kon­una, sem brosir í ein­hverju skraut­hlut­verki hús­móður á stjórn­ar­heim­ili karl­anna. Með orðum Ill­uga: „Katrín Jak­obs­dóttir kæmi sér brosmild fyrir á tepp­inu með kúst­inn, kastaði mæð­inni alls hugar fegin og segði: „Nú er allt í lag­i.“ “ 

Auglýsing
Ég ætla að leiða hér hjá mér kven­fyr­ir­litn­ing­una (sæta Katrín með kúst­inn) enda hefur þvælu af því tagi frá öðrum körlum verið ágæt­lega mætt með föstum rökum und­an­far­ið. En svona lagað er í besta falli ósann­gjörn og full­kom­lega órök­studd ásökun um algeran und­ir­lægju­hátt eins af skarp­ari og sterk­ari for­sæt­is­ráð­herrum síð­ustu ára­tuga. Ill­ugi rök­styður ekk­ert í pistl­inum sín­um. Ekki neitt. Upp­taln­ing góðra verka for­sæt­is­ráð­herr­ans og hennar fólks, til að hreyfa and­mælum við ásökun Ill­uga, er óþörf hér. En verkin eru nú til samt. Sjá t.d. sam­an­tekt hér.

Vonda mann­valið

„Með fáeinum heið­ar­legum und­an­tekn­ingum er þar [meðal ráð­herra rík­is­stjórn­ar] satt að segja ekki um stór­feng­legt mann­val að ræða“. 

Þetta skrifar Ill­ugi orð­rétt í pistli sínum og setur meira að segja í fyr­ir­sögn líka, aftur ljós­lega til að grípa athygli les­enda með ein­földum hætti. Hvað skyldi „ekki stór­feng­legt mann­val“ merkja í huga Ill­uga? Hvaða ein­stak­linga við ráð­herra­borðið á hann við? Senni­lega for­sæt­is­ráð­herr­ann alla vega ef skilja má anda pistils­ins. Og hverjar eru svo „heið­ar­legu und­an­tekn­ing­arn­ar“? Það er vondur siður blaða­manna að stilla sér upp í hásæti til að dæma raka­laust með ein­földum frösum um vont eða gott „mann­val“ hópa. Er vont mann­val í huga dóm­ar­ans hér illa inn­rætt fólk, eða kannski treggáf­að, eða sið­blint eða fram­taks­laust? Eða bara hið ágætasta fólk sem vill til að er ósam­mála blaða­mann­inum um ein­hverjar póli­tískar áhersl­ur? Kannski á Ill­ugi við eitt­hvað allt annað þegar hann dæmir mann­val í hóp­um. Hver veit. En allur ráð­herra­hóp­ur­inn sem um er rætt situr undir órök­studdum sleggju­dómi. Þetta er ekki boð­leg­t. 

Fyr­ir­sagna­blaða­mennska

Pistlar eins og þessi eru bit­laus, popúl­ísk fyr­ir­sagna­blaða­mennska. Ef rök­stuðn­ingur og almenn virð­ing fyrir fólki, hverfa alveg úr textum sam­fé­lags­rýna okkar þá situr lítið eftir nema þurr­elduð bit­urð. Hún er frekar vont vega­nest­i. 

Höf­undur er félagi í VG í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Norð­ur­þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar