Mældu rétt!

Þingmaður Viðreisnar segir að það sé innlent vandamál ef innflytjendur á landbúnaðarafurðum fari á svig við rétta tollflokkun. Fráleitt sé að nota þetta mál sem „skálkaskjól“ til að segja upp tollasamningnum við Evrópusambandið.

Auglýsing

Umræður um tolla, nauðsyn þeirra og áhrif er klassískt umræðuefni og þrætuepli í samskiptum þjóða og í umræðum um einstakar atvinnugreinar, ekki síst í tengslum við landbúnað og samkeppnisstöðu hans og jafnan er þá talað um tollvernd í því samhengi.

Hér takast á hagsmunir neytenda um það að vöruverð sé lágt og vöruúrval gott annars vegar og hins vegar hagsmunir þeirra sem framleiða innlendar vörur. Alþjóðleg þróun hefur lengi verið í þá átt að draga úr tollum og öðrum samskiptahindrunum. Mín skoðun er eindregið sú að það sé rétt stefna. Samtímis verður að gæta þess að starfsumhverfi og umgjörð innlendrar framleiðslu sé með því móti að unnt sé að mæta erlendri samkeppni. Um það held ég að flestir séu sammála, ekki síst þegar íslenskur landbúnaður á í hlut. Rétta leiðin til þess er hins vegar ekki sú að slá um hann skjaldborg með innflutningshindrunum og tollum sem leiða til hækkaðs verðs til neytenda og minna vöruúrvals. Aðrar leiðir eru skynsamlegri en þá þarf að hafa hugrekki til þess til þess að styðja og styrkja bændur, með öðrum hætti en nú er gert, til að sinna þeim búskap, nýsköpun og landnýtingu sem þeir kjósa sjálfir.

Það breytir ekki því að Ísland á aðild að margvíslegum alþjóðlegum samningum um viðskipti, þar á meðal um tolla í viðskiptum. Þá samninga eins og aðra á að virða að fullu og framfylgja eftir efni þeirra án undanbragða. Það eru þjóðréttarlegar skyldur samningsaðila sem viðkomandi ríki verða að gæta fyrir sitt leyti. Inn- og útflytjendur verða að fara að settum reglum og yfirvöld að staðreyna að það sé gert.

Auglýsing

Í fjölmiðlum hefur undanfarið verið fjallað nokkuð um tollasamning Íslands og ESB um landbúnaðarvörur. Þar hefur komið fram að sterkur grunur er um að farið sé á svig við þær reglur sem gilda með þeim afleiðingum að meira er flutt inn af landbúnaðarafurðum með lægri tollum en samið var um og það valdið íslenskum landbúnaði búsifjum.

Formaður Framsóknarflokksins hefur lýst þeirri skoðun sinni á opinberum vettvangi að rétt viðbragð við þessari stöðu sé að segja upp tollasamningnum við Evrópusambandið. Í umræðu um málið vilja sumir stilla málinu þannig upp að Evrópusambandið sé að svindla á Íslandi. Það er auðvitað fjarri öllu lagi. Ef farið er á svig við reglurnar með rangri tollflokkun, t.d. að hreint kjöt sé flokkað sem kjöt á beini, þá er við innflytjandann að sakast sem ber ábyrgð á réttri tollflokkun. Svo má í framhaldinu spyrja sig að því hvort eftirlit íslenskra yfirvalda sé ábótavant með þessum innflutningi.

Þetta er því íslenskt vandamál sem verður leyst á innlendum vettvangi. Það er fráleitt að nota það sem skálkaskjól til þess að segja upp tollasamningnum við Evrópusambandið.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar