Hverjir eiga Ísland? Frá brennuöld til bannfæringar

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og segir hana málefnalega og rökfasta. Bókin varpi ljósi á misbeitingu ráðningarvalds með fjölmörgum dæmum.

Auglýsing

„...Þessi kona ætti ekk­ert erindi norður yfir heið­ar“ 

(Sam­herja­for­stjór­inn við rektor Háskól­ans á Akur­eyri)

„Þessi kona“ er Dr. Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, höf­undur bók­ar­innar „Speg­ill fyrir skugga­baldur – atvinnu­bann og mis­beit­ing valds“. Hún hafði það til saka unnið að sækja um aug­lýst starf við Háskól­ann á Akur­eyri. Það var samt ekki rektor háskól­ans, sem við­hafði þessi valds­manns­legu ummæli. Nei, það var Sam­herja­for­stjór­inn, sem virð­ist nú orðið líta svo á, að yfir­ráða­svæði hans sé allt landið og mið­in.

Þrátt fyrir ein­dregin með­mæli og sam­þykkt hug- og félags­vís­inda­sviðs háskól­ans, var Ólínu hafn­að. Hvers vegna? Hún hafði setið á Alþingi Íslend­inga, þar sem hún var ein­dreg­inn tals­maður þess, að þjóðin fengi arð af útdeildum einka­leyfum til nýt­ingar á fisk­veiði­auð­lind­inni, sem að lögum er sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Þetta þykir sjálf­sagt mál í Namibíu en hin mesta ósvinna á Íslandi. Hér hafa fáeinar fjöl­skyldur hagn­ast um hund­ruð millj­arða s.l. tvo ára­tugi, í skjóli póli­tísks valds. Það var vitað fyr­ir, að LÍÚ (SFS) – klíkan hefði hund­elt þaul­reynda sjó­menn fyrir að hafa gagn­rýnt gjafa­kvóta­kerfið (sjá bls. 25-28) og það án þess að Sjó­manna­fé­lagið hreyfði legg né lið þeim til varn­ar. En háskóla­sam­fé­lagið – ætl­uðu þeir að ráða því líka?

Þetta dæmi um ofríki Sam­herja­for­stjór­ans gagn­vart manna­ráðn­ingum í háskóla­sam­fé­lag­inu er jafn­vel víta­verð­ara en fram­koma varð­hunda­kerf­is­ins gagn­vart umsækj­endum um störf í opin­berri stjórn­sýslu af þeirri ein­földu ástæðu, að Sam­herja­for­stjór­anum var málið með öllu óvið­kom­andi. Sér í lagi ef vitað var, að hinir nýríku sægreifar hefðu gaukað ein­hverju lít­il­ræði að háskól­anum til að kaupa sér áhrif. Dæmi um hefð­bundna mis­beit­ingu valds við manna­ráðn­ingar í hinni opin­beru stjórn­sýslu er hins veg­ar, þegar kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu, að brotin hefðu verið lög á Ólínu, með því að meiri­hluti Þing­valla­nefndar hafn­aði umsókn hennar um starf Þjóð­garðsvarð­ar. Sú nið­ur­staða var svo afdrátt­ar­laus, að hún bak­aði rík­inu bóta­skyldu, sem nam 20 millj­ónum króna. Lýs­ing Ólínu á þeim aðförum (sjá bls. 90) er eft­ir­minni­leg. 

„Lykl­arnir að rík­is­fjár­hirsl­unni“

En ef menn halda, að bók Ólínu sé ein­hver reiði­þrugin þrætu­bók gegn þeim, sem hún á óupp­gerðar sakir við, þá er það mesti mis­skiln­ing­ur. Hún nefnir til sög­unnar milli 20 og 30 dæmi um mis­beit­ingu ráðn­ing­ar­valds, hvort heldur er í einka­geir­anum eða í opin­berri stjórn­sýslu. Það styður nið­ur­stöðu rann­sóknar Gunn­ars Helga Krist­ins­son­ar, stjórn­mála­fræð­ings, frá árinu 2006, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu, að um helm­ingur emb­ætta­veit­inga á vegum hins opin­bera á umræddu tíma­bili hefðu tekið mið af flokks­að­ild eða flokks­holl­ustu umfram hæfni. Umfjöllun Ólínu er mál­efna­leg. Hún færir fram veiga­mikil rök í hverju til­viki. Text­inn er hnit­mið­aður og laus við sið­ferði­lega umvand­an­ir. Les­endum er ætlað að draga sínar álykt­anir sjálf­ir.

Auglýsing

Hér koma margir við sögu: Skip­stjór­ar, ráðu­neyt­is­stjór­ar, sendi­herr­ar, fyrr­ver­andi þing­menn, dag­skrár­gerð­ar­menn rík­is­út­varps, jafn­vel starfs­menn þjóð­kirkju, svo að nokkrir séu nefnd­ir. Einna dap­ur­leg­ust eru afskipti stjórn­mála­manna af störfum frétta­manna, hvort heldur er hjá RÚV eða einka­reknum miðl­um. En spill­ingin er miklu víð­tæk­ari en þetta. Oft­ast nær er hún ósýni­leg öllum almenn­ingi og fer fram bak við byrgðar dyr. Ólína kemur því vel til skila með eft­ir­far­andi orð­um:

„Í huga almenn­ings eru mútur yfir­leitt bein­harðar pen­inga­greiðslur til opin­berra emb­ætt­is­manna eða kjör­inna full­trúa, sem tryggja til­tekna hags­muni sem þjóna greið­and­an­um. En mútur eru ekki bara pen­inga­búnt, sem laumað er úr sveittum lófa í þvældan jakka­vasa á skítugu hót­el­her­bergi. Þær geta verið með ýmsu móti, bæði beinar og óbein­ar. Eða hvernig ber að líta á það, þegar kjörnir stjórn­mála­menn, sem fengið hafa yfir­ráð yfir almanna­sjóð­um, deila þaðan út gæðum og gjöfum – emb­ætt­um, lóð­um, bygg­inga­rétti, verk­efna­samn­ingum – gegn til­ætlun um fylgi­spekt eða „greiða á móti greiða“? Í öllu falli er óhætt að kalla það spill­ingu, og hún fær þrif­ist í skjóli and­vara­leys­is, leyndar og slæ­legs aðhalds.“ (Sjá bls. 128).

Þessi orð Ólínu end­ur­spegla kjarn­ann í umsögn Jóns Þor­láks­son­ar, stofn­anda Sjálf­stæð­is­flokknum um umdeildar emb­ætta­veit­ingar Jónasar frá Hriflu. Jón Þor­láks­son sagði af því til­efni árið 1928:

„Hvað er stjórn­mála­spill­ing? Í hverju er hún fólg­in? Þegar það mál er skoðað ofan í kjöl­inn, mun það sjást að nú á tímum þekk­ist hún naum­ast í neinni annarri mynd en þeirri, að réttir vald­hafar nota almannafé til þess að kaupa sér fylgi eða launa fylgi. Óspillt sið­ferð­is­til­finn­ing almenn­ings finnur það full­vel, að sífellt hlut­drægni við skipun manna til opin­berra starfa er ein af þeim mynd­um, sem þessi spill­ing tekur á sig. (…) Lyklar að rík­is­fjár­hirsl­unni er engum fengnir til þess að sækja þangað vin­ar­gjafir eða fylgd­ar­laun.“

Spor­göngu­menn Jóns Þor­láks­sonar hefðu kannski mátt lesa ræður hans bet­ur.

Bubbi kóngur

Ekki fer hjá því, að víða er vikið að helsta skugga­baldri kerf­is­ins í seinni tíð, Davíð Odds­syni, fv. for­sæt­is­ráð­herra. Þeir sem til þekkja kunna að segja frá mörgum dæmum um mein­bægni og hefnigirni valda­manns­ins gagn­vart ein­stak­ling­um, sem honum þótti hafa gert eitt­hvað á sinn hlut eða voru ekki nægi­lega auð­sveip­ir. Dæmi um það er, þegar sr. Örn Bárður Jóns­son var flæmdur úr starfi sem fræðslu­stjóri Þjóð­kirkj­unnar fyrir að hafa skrifað smá­sögu, sem birt­ist í Les­bók Morg­un­blaðs­ins og olli van­þóknun ráð­herr­ans (sjá bls. 109–111).

Hitt dæmið lýsir því, hvernig háð­fugl­inn sjálfur á bágt með að umbera háð og spott frá öðrum og leggst svo lágt að mis­beita  valdi til að koma fram hefnd­um. Málið snýst um gagn­rýni Krist­jáns Hreins­sonar – Skerja­fjarð­ar­skálds — um sálma­kveð­skap Dav­íðs, sem fékk við­hafnar­út­gáfu á síðum Morg­un­blaðs­ins og var flutt við tón­list Gunn­ars Þórð­ar­sonar í ein­hverri kirkj­unni á aðvent­unni. Krist­jáni varð það á að gagn­rýna kveð­skap­inn í grein undir fyr­ir­sögn­inni „Hræsni um heilög jól“, þar sem for­sæt­is­ráð­herra var ráð­lagt að fást við eitt­hvað annað en að „hnoða saman þessum leir­burð­i“. Gagn­rýn­and­inn er sagður hafa fengið upp­hring­ingu frá aðstoð­ar­manni fór­sæt­is­ráð­herra, þar sem honum var til­kynnt, að hann þyrfti ekki að gera sér vonir um lista­manna­laun eða nokkra aðra við­ur­kenn­ingu, að opin­berri hálfu, svo lengi sem ráð­herr­ann fengi nokkru ráð­ið. Við þá hótun var staðið í tvo áratugi.

Versta dæmið um geð­þótta­á­kvarð­anir Dav­íðs Odds­sonar á stóli for­sæt­is­ráð­herra er, þegar hann ákvað í bræði­kasti að leggja niður Þjóð­hags­stofn­un, af því að honum mis­lík­aði þjóð­hags­spá stofn­un­ar­inn­ar. Svona nokkuð gæti ekki hafa gerst nokk­urs staðar á byggðu bóli, nema ef vera skyldi hjá Idi Amin – eða þá hjá Bubba kóngi (Ubu Roi) eftir Alfred Jarry í Leik­húsi fárán­leik­ans (þar sem Davíð lék reyndar aðal­hlut­verkið í upp­færslu á Herra­nótt á mennta­skóla­árum sín­um). Á sínum tíma reyndi Davíð að rétt­læta þessa dellu­á­kvörðun með því að grein­ing­ar­deildir bank­anna sæju betur um nauð­syn­lega hag­sýslu­gerð. Hann átti eftir að sjá eftir þeim orðum sínum síð­ar.

Skýrslur Þjóð­hags­stofn­unar voru á minni tíð nátt­borðs­bók­menntir þeirra stjórn­mála­manna, sem létu sig ein­hverju varða afkomu atvinnu­vega, fyr­ir­tækja og þjóð­ar­bús. Þjóð­hags­stofnun hefði t.d. getað reiknað út upp­hæð auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi (sem þrífst af veit­ingu einka­leyfa og þar með úti­lokun sam­keppn­i). Þar með hefðu þing­menn getað lagt af þann leiða vana að ríf­ast um stað­reynd­ir. Þeir hefðu getað lagt á auð­linda­gjöld á grund­velli stað­reynda. Við vitum nú, að auð­lind­arentan nam hund­ruðum millj­arða á fyrstu ára­tugum þess­arar ald­ar. Í stað þess að byggja upp inn­viði sam­fé­lags­ins hafa þessi auð­ævi orðið til þess að skapa fámenna for­rétt­inda­stétt ofur­ríkra, sem gera út heilu stjórn­mála­flokk­ana og ráða lögum og lofum á lands­byggð­inni. Þeir eru hreint út sagt fyrir löngu orðnir ógnun við sjálft lýð­ræð­ið.

Önnur dellu­á­kvörðun Dav­íðs var sú, að þessa fáu mán­uði sem hann var utan­rík­is­ráð­herra 2004-05, skip­aði hann einn góðan veð­ur­dag tíu nýja sendi­herra, flesta póli­tíska skjól­stæð­inga sína. Voru þó sendi­herrar þegar of margir fyrir og „vi­staðir á göngu­deild­inni“ við Rauð­ar­ár­stíg (sjá bls. 134). Svona vit­leys­is­gangur ber ekki vott um mikla virð­ingu fyrir ráð­stöfun almanna­fjár.

Helm­inga­skipta­reglan

Er þetta eitt­hvað nýtt? Er þetta bara óhjá­kvæmi­leg afleið­ing af fámenni þjóð­ar­innar og frænd­hygli ætt­bálka­sam­fé­lags­ins? Þetta er sann­an­lega ekki nýtt. Upp í hug­ann kem­ur, að árið 1964, þegar ég kom heim ungur maður frá námi í útlöndum og fékk fyrir til­viljun upp í hend­urnar viku­blaðið Frjálsa þjóð, var eitt af mínum fyrstu verkum að gera úttekt á mönnun ákæru­valds­ins. Mig minn­ir, að sýslu­menn þá hafi talist vera 49. Laga­deildin við HÍ hefur löngum þótt eins­leit og íhalds­söm. Að miklum meiri­hluta til eins og útung­un­ar­vél fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í gegnum Vöku, Órator, Heimdall og SUS. 

Samt brá mér í brún, þegar á dag­inn kom við athug­un, að 23 þáver­andi sýslu­manna höfðu verið skip­aðir í emb­ætti af dóms­mála­ráð­herrum flokks­ins og voru almennt taldir vera áhrifa­menn flokks­ins í hér­aði, jafn­framt emb­ætt­inu. Um 20 til­heyrðu Fram­sókn­ar­flokknum á sömu for­send­um. Um afgang­inn er það að segja, að tveir voru krat­ar, en hinir höfðu ekki, svo vitað væri, gengið flokks­ræð­inu á hönd. Rétt er að hafa í huga, að á þessum tíma til­heyrðu sýslu­menn bæði fram­kvæmda­vald­inu (sem lög­reglu­stjór­ar) og dóms­vald­inu (sem dóm­arar í hér­að­i). Þetta var því hvort tveggja flokks­ræð­is- og alræð­is­kerfi. Því var ekki breytt fyrr en í stuttri dóms­mála­ráð­herra­tíð Jóns Sig­urðs­sonar hins þjóð­haga 1988.

Auglýsing

Frá og með heima­stjórn og full­veldi (1904-18) festi þetta flokks­ræð­is­kerfi sig í sessi á grund­velli misvægis atkvæð­is­réttar eftir búsetu, sem var löngum allt að fimm­falt. Þetta marg­fald­aði þing­styrk Fram­sókn­ar­flokks­ins langt umfram fylgi hans. Þetta er líka ein meg­in­á­stæðan fyrir því, að mann­rétt­inda­hreyf­ing verka­fólks í vax­andi þétt­býli við sjáv­ar­síð­una, Alþýðu­flokk­ur/Al­þýðu­sam­band, náði því aldrei að vera höf­uð­and­stæð­ingur atvinnu­rek­enda­valds­ins (Sjálf­stæð­is­flokks­ins) í hinu unga lýð­veldi. Í stað­inn varð helm­inga­skipta­reglan – úthlutun gæða í skjóli póli­tísks valds til tveggja stjórn­mála­flokka atvinnu­rek­enda, Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks­ins – grund­vall­ar­regla íslenskrar stjórn­sýslu. Þetta átti við um lán­veit­inga­vald rík­is­banka, fjár­fest­ing­ar­sjóða, leyf­is­veit­inga vegna inn- og útflutn­ings,  olíu- og trygg­inga­bransann, smá­söl­una og síðar meir hermang­ið, svo nokkuð sé nefn­t. 

Nið­ur­staðan varð flokks­ræði skv. helm­inga­skipta­regl­um, en ekki vald­dreift mark­aðs­kerfi með lýð­ræði, sem byggir á jöfnum atkvæð­is­rétti. Þess vegna byggir stjórn­ar­far á Íslandi enn í dag á allt öðrum grunni en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um.

Vel­ferð­ar­ríkið á Norð­ur­löndum er sós­í­alde­mókrat­ískt. Á sköp­un­ar­árum þess voru jafn­að­ar­manna­flokkar með djúpar rætur í verka­lýðs­hreyf­ing­unni ráð­andi flokkar í stjórn­kerf­in­u.  Fjár­magns­eig­endur – eig­endur fyr­ir­tækja og for­stjóra­veldi með sitt ráðn­ing­ar­vald á vinnu­mark­aði – réðu ekki rík­is­vald­inu og stjórn­sýsl­unni líka. Á þessu tvennu er reg­in­mun­ur. Á þessum grund­velli gat verð­leik­a­reglan við mönnun stjórn­kerf­is­ins fest sig í sessi ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Á Íslandi ríkti – og ríkir enn – and­verð­leik­a­reglan, eins og Einar Stein­gríms­son, stærð­fræði­pró­fess­or, orðar það. Þór Saari –  fv. þing­maður og starf­hæfur hag­fræð­ing­ur, atvinnu­laus s.l. sjö ár, eftir að hann hætti á þingi, þrátt fyrir 200 starfs­um­sóknir –  er skýrt dæmi um þetta.

Mann­rétt­inda­bar­átta

Þrátt fyrir ofan­greindar tak­mark­anir hefur verka­lýðs­hreyf­ingin hér á landi, engu að síður sýnt í verki, að hún er mann­rétt­inda­hreyf­ing fátæks fólks á vinnu­mark­aðn­um. Það tók vinn­andi fólk á Íslandi 20 ár að fá lög­form­lega við­ur­kenn­ingu á  samn­ings­rétti sínum um kaup og kjör. Kjörin varða öryggi á vinnu­stöð­um, starfs­ör­yggi, upp­sagn­ar­fresti, atvinnu­leys­is­bætur o.s.frv. Vald atvinnu­rek­and­ans til að ráða og reka hefur með þessum hætti verið tak­mark­að, en afkomu­ör­yggi vinn­andi fólks aukið að sama skapi frá því sem áður var. Hinn póli­tíski armur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem Alþýðu­flokk­ur­inn var fyrsta ald­ar­fjórð­ung­inn, náði því, þrátt fyrir tak­markað fylgi alla tíð, að lög­festa grund­vall­ar­reglur vel­ferð­ar­rík­is­ins um almanna­trygg­ing­ar,  félags­legt hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum, sömu laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu, o.s. frv. En flestar eru þessar stoðir vel­ferð­ar­rík­is­ins van­mátt­ugri hér á landi en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um, af áður­greindum póli­tískum ástæð­um. Und­an­tekn­ingin er líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sem eru betur fjar­magn­aðir í sjóða­kerfi hér á landi en víða ann­ars stað­ar, þar sem þeir eru fjár­magn­aðir með skött­um.

Bak­grunnur Ólínu – en dokt­ors­rit­gerð hennar fjallar um galdur og galdra­trú á brennu­öld –  er senni­lega nokkuð góður til að bregða upp spegli fyrir skugga­baldra sam­tím­ans, um atvinnu­bann og mis­beit­ingu valds í sam­tím­an­um. Það er margt slá­andi líkt með til­hneig­ingum hand­hafa rétt­trún­að­ar­ins til að jað­ar­setja og útskúfa þeim, sem leyfa sér að gagn­rýna ríkj­andi ástand í nútím­an­um, rétt eins og fyrr á tíð. Við­ur­lögin eru vissu­lega ólík, en inn­rætið er stundum óþægi­lega keim­líkt. Af því má margt læra.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-1996

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar