Kreppan eykur ójöfnuð

Prófessor við Háskóla Íslands segir að það sé bæði réttlátt og skynsamlegt að draga frekar úr vanda atvinnulausra, sem beri þyngstu byrðarnar af kórónuveirukreppunni. Stjórnvöld hafi þar lykilinn að lausninni.

Auglýsing

Efna­hags­legar afleið­ingar Covid-krepp­unnar leggj­ast með meiri þunga á sum­a ­þjóð­fé­lags­hópa en aðra. Raunar eru það einkum þeir sem missa vinn­una, að fullu eða hluta, sem bera þyngstu byrð­arnar núna – ásamt þeim sem veikj­ast illa. Aukn­ing atvinnu­leysis er alla jafna mest hjá fólki í tekju­lægri hóp­unum (sjá um­fjöllun Kjarn­ans um það hér, og gögn Vinnu­mála­stofn­unar hér).

Almennt er það svo í efna­hags- og fjár­málakreppum í heim­inum að lægst ­laun­uðu hóp­arnir finna mest fyrir kjara­skerð­ingum og auknum þreng­ingum á kreppu­tím­um. Um rann­sóknir á því má lesa í nýlegri bók sem ég og nokkrir kollegar mínir birtum í fyrra hjá Oxford Uni­versity Press (Welfare and the Great Recession: A Comparative Study).

Þeir rík­ustu og fólk almennt sem heldur fullri vinnu og fullum launum hafa það hins vegar ágætt. Raunar hafa þeir allra rík­ustu í heim­inum aukið eignir sín­ar gríð­ar­lega, eða um fjórð­ung, frá upp­hafi Covid-krepp­unnar – sem er auð­vit­að ­með miklum ólík­indum (sjá góða umfjöllun Þórðar Snæs um það hér).

Auglýsing

Þeir betur settu halda sínu og þeir allra rík­ustu bæta við sig, en sumir þeirra verr ­settu verða fyrir auknum þreng­ing­um.

Það þýðir auð­vitað að ójöfn­uður eykst.

Vel­ferð­ar­kerfið vinnur gegn auknum ójöfn­uði

Öflug vel­ferð­ar­kerfi og aðgerðir stjórn­valda skipta hins vegar miklu til að vega á móti aukn­ingu ójafn­aðar í kreppu. Á Norð­ur­löndum búum við að öfl­ug­um vel­ferð­ar­kerfum sem verja fólk gegn kjara­skerð­ingum í krepp­um. Nú eru það at­vinnu­leys­is­bóta­kerfin og heil­brigð­is­kerfin sem mest reynir á.

Í Banda­ríkj­unum og öðrum ensku­mæl­andi löndum eru opin­beru vel­ferð­ar­kerf­in veik­ari og veita því minni brjóst­vörn. Lág­launa­fólk þar stendur því verr að vígi á kreppu­tíma. Þar mun ójöfn­uður aukast meira í Kovid-krepp­unni en áNorð­ur­lönd­um.

Þar sem stjórn­völd taka betur til hend­inni og auka varnir vel­ferð­ar­kerf­anna er veitt við­nám gegn aukn­ingu ójafn­að­ar, t.d. með því að styrkja trygg­ing­ar­vernd at­vinnu­leys­is­bóta og veita annan stuðn­ing við fórn­ar­lömb krepp­unn­ar.

Það eru mik­il­vægar mót­væg­is­að­gerðir gegn auknum ójöfn­uði.

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn vinnur gegn auknum ójöfn­uði

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn frá 2019 verkar á svip­aðan hátt og vel­ferð­ar­kerf­ið. Hann ­vegur gegn auknum ójöfn­uði í krepp­unni.

Launa­hækk­anir og helstu tengdu stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda (skatta­lækk­un, hækkun barna­bóta og auk­inn hús­næð­is­stuðn­ing­ur) koma nú hlut­falls­lega mest til lág­tekju­fólks. Þess vegna er afar mik­il­vægt að samn­ing­ur­inn haldi í gegn­um alla krepp­una.

Hann er mik­il­væg mót­væg­is­að­gerð gegn auknum ójöfn­uði.

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn dregur úr dýpt krepp­unnar

En lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hefur einnig jákvæð áhrif á efna­hags­þró­un­ina, með því að örva inn­lenda eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu atvinnu­lífs­ins, með við­hald­i á kaup­mætti almenn­ings.

Kjara­samn­ing­ur­inn eykur því í senn rétt­læti og eflir efna­hag­inn á þann veg sem einn er til bjarg­ar: aukn­ing inn­lendrar eft­ir­spurnar með við­haldi kaup­máttar og örv­un­ar­að­gerðum stjórn­valda.

Því miður er einn geiri atvinnu­lífs­ins, ferða­þjón­usta og tengdar grein­ar, í meiri ­vanda en aðrar atvinnu­grein­ar. Þar störf­uðu flestir þeirra sem misst hafa vinn­una (einkum lág­launa­fólk, erlent vinnu­afl, ungt fólk, kon­ur).

Stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda og banka milda ástandið þar eftir megni, en sig­ur á veirunni þarf til að fá end­an­lega lausn á vanda ferða­þjón­ust­unn­ar. Stjórn­völd ­styðja þó við fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu svo þau verði til taks er upp­sveiflan hefst á ný, en atvinnu­leys­is­bætur þurfa að styðja betur við starfs­fólkið sem mis­sti vinn­una. Ný atvinnu­tæki­færi þurfa þó líka að koma til. 

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hefur þannig bæði félags­leg og efna­hags­leg áhrif til góðs.

Hann vegur gegn aukn­ingu ójafn­aðar og styrkir efna­hag­inn.

Stjórn­völd hafa lyk­il­inn að lausn­inni

Stjórn­völd hafa vissu­lega lagt sitt af mörkum til að milda áhrif krepp­unnar (t.d. ­mót­væg­is­að­gerðir fyrir atvinnu­líf­ið, við­hald vel­ferð­ar­kerf­is­ins, hluta­bætur til­ at­vinnu­lausra, leng­ing tíma­bils á tekju­tengdum atvinnu­leys­is­bót­um, við­hald lífs­kjara­samn­ings­ins). Allt hefur það skipt máli.

En betur má ef duga skal.

Sá afmark­aði hópur sem ber þyngstu byrðar krepp­unn­ar, þeir atvinnu­lausu, er nú í auknum mæli að fara á hinar alltof lágu flötu atvinnu­leys­is­bætur (289.510 kr. á mán­uði; 235.170 eftir skatt og frá­drátt).

Bæta þarf stöðu þeirra svo þeir geti staðið við skuld­bind­ingar sínar í gegn­um vet­ur­inn (af­borg­anir hús­næð­is­lána, leigu og fram­færslu fjöl­skyld­unn­ar). Rík­ið hefur góða fjár­hags­lega stöðu til að leggja meira til og bæta úr þessu.

Ýmsar leiðir má hugsa sér í því sam­bandi: t.d. gera flötu atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar skatt­frjáls­ar; hækka þær a.m.k. að lág­marks­launum á vinnu­mark­aði – jafn­vel bara tíma­bund­ið; eða aðrar sér­sniðnar aðgerðir fyrir þá sem verst standa. Þá ­skiptir öflug atvinnu­stefna og nýsköpun einnig miklu máli.

Það er bæði rétt­látt og skyn­sam­legt að draga frekar úr vanda atvinnu­lausra.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar