Auglýsing

Íslenska krónan hefur tapað allt að 20 pró­sent af verð­gildi sínu gagn­vart helstu gjald­miðlum á þessu ári. Afleið­ingar þess eru margs­kon­ar. Sú sýni­leg­asta fyrir heim­ili lands­ins er að laun heim­il­is­manna eru nú allt að 20 pró­sent lægri í alþjóð­legum sam­an­burði en þau voru um ára­mót. Önnur afleið­ing sem flestir ættu að finna fyrir er sú að mat­ar­k­arfan – sam­an­sett af inn­fluttum vörum eða vörum sem fram­leiddar eru hér­lendis með inn­fluttu hrá­efni – hefur hækkað veru­lega. Það hafa hús­gögn, raf­tæki, bílar og fatn­aður líka gert. Sam­an­dregið þá hefur veik­ing krón­unnar gert það að verkum að virði pen­ing­anna í vösum launa­fólks er minna en vör­urnar sem það kaupir fyrir þær eru dýr­ari. 

Veik­ing krón­unnar hefur líka áhrif á almenn­ing í víð­ara sam­hengi. Seðla­bank­inn reynir að draga úr henni með því að selja gjald­eyri úr tæp­lega eitt þús­und millj­arða króna vara­forða okkar á milli­banka­mark­aði. Síð­ast­lið­inn mánuð hefur hann selt tæp­lega 60 pró­sent af öllum slíkum gjald­eyri sem bankar hafa keypt. Sömu­leiðis hækka erlendar skuldir rík­is­sjóðs, og fyr­ir­tækja í opin­berri eigu, sam­hliða veik­ari krónu.

Krónan kemur í veg fyrir að ýmis­konar erlend þjón­usta, til dæmis fjár­mála­þjón­usta sem gæti aukið sam­keppni hér­lendis og bætt hag neyt­enda, hefji inn­reið á íslenskan mark­að. Þannig tryggir hún fákeppni og sam­þjöppun valds innan þeirra mark­aða sem almenn­ingur þarf að versla við, og er í ein­hverjum til­vikum skikk­aður til með lög­um.

Fjár­fest­arnir sem við heillum

Þá er auð­vitað ótalið að vaxta­kostn­aður er alltaf hærri í krónu­hag­kerf­inu en á stærri gjald­miðla­svæð­um, jafn­vel þótt vextir séu nú sögu­lega lág­ir. Það hefur áhrif á kostnað heim­ila við að taka lán og getu fyr­ir­tækja til að ráð­ast í arð­bærar fjár­fest­ing­ar. 

Fyrir utan að erlendir fjár­festar hafa flestir lít­inn sem engan áhuga á að taka þá við­bót­ar­á­hættu sem fylgir því að færa pen­ing­anna sína inn í krónu­hag­kerfið til að fjár­festa í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Það segir ákveðna sögu að umfangs­mesta erlenda fjár­fest­ingin sem hefur komið inn í landið á und­an­förnum ára­tugum var frá áhættu­sæknum hrægamma­sjóðum sem margir hverjir marg­föld­uðu ágóða sinn vegna gengis íslensku krón­unn­ar. 

Flestir íslenskir sprotar sem þó ná í fjár­fest­ingu flytja sig á end­anum ann­að, að minnsta kosti að hluta, þegar ákveð­inni stærð er náð. Langt í burtu frá krón­unni. Þeir allra eft­ir­sókn­ar­verðustu, með allra bestu hug­mynd­irn­ar, ná í fjár­fest­ingu þrátt fyrir krón­una, aldrei vegna henn­ar. Þetta er saga sem nær allir alvöru þáttak­endur í íslenskum hug­vits­geirum segja. Að ekk­ert eitt standi fastar í vegi fyrir því að hinum marg­um­töl­uðu eggjum í körfu íslensks efna­hags­lífs fjölgi og gjald­mið­ill­inn sem við not­umst við. Sam­setn­ing fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll Íslands er vitn­is­burður um þetta. Þar er að uppi­stöðu um end­ur­skipu­lögð þjón­ustu­fyr­ir­tæki að ræða. Langstærsta hug­vits­fyr­ir­tækið á íslenska mark­að­inum er nú líka skráð í annarri kaup­höll. Svo það geti fjár­magnað áfram­hald­andi vöxt. 

Að end­ingu má benda á að vilji stjórn­valda til að lokka hingað erlenda sér­fræð­inga til að starfa í fjar­vinnu verður seint að veru­leika á meðan að þessir sér­fræð­ing­ar, eða aðrir sem hafa tekjur í öðrum gjald­miðl­um, geta ekki einu sinni tekið íslensk hús­næð­is­lán vegna þess að þeir fá ekki borgað í íslenskum krón­um.

Þetta er ekki tæm­andi upp­taln­ing á þeim skaða sem krónan veld­ur.

Stóru fyr­ir­tækin taka ekki þátt

Stærstu fyr­ir­tæki lands­ins eru fyrir löngu búin að átta sig á þessu. Og spila á sveiflur krón­unn­ar. Á þriðja hund­rað íslensk fyr­ir­tæki gera nefni­lega upp í öðrum gjald­miðlum en íslensk krón­unni. Flest þeirra eru eign­ar­halds­fé­lög eða félög í sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu. Lang­flest þeirra gera upp í evrum eða döl­um. Þannig losa umrædd fyr­ir­tæki sig við þá áhættu sem fylgir sveiflum íslensku krón­unn­ar. Þau taka ein­fald­lega ekki þátt í henni á tekju­hlið­inni.

Þessi staða var til umræðu á Alþingi í febr­úar 2018, þegar þing­maður spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hvort honum þætti rétt­læt­an­legt að „að íslenskur almenn­ingur og þorri íslenskra fyr­ir­tækja þurfi að búa við krón­una og fylgi­fiska hennar sem eru háir vextir og verð­trygg­ing? Á meðan geta stór­fyr­ir­tæki og auð­menn kosið skjól ann­arra gjald­miðla á sama tíma og þeir njóta góðs af háum vöxtum og verð­tryggðu fjár­magni. Telur fjár­mála­ráð­herra að nú séu aðstæður til að hefja á ný umræðu um fram­tíð­ar­til­högun gjald­mið­ils­mála með hugs­an­legri upp­töku stöðugri gjald­mið­ils á borð­inu í ljósi þess að núver­andi stefna gengur ekki upp?“

Auglýsing
Bjarni svar­aði því meðal ann­ars til­ að hann væri eng­inn trú­ar­of­stæk­is­maður í gjald­miðla­mál­um. „Sann­ar­lega er það svo að sum lönd hafa valið að deila mynt með öðrum á stóru mynt­svæði. Það er þeirra val en við höfum séð afleið­ingar þess á und­an­förnum árum. Þá taka menn efna­hags­sveifl­una út í gegnum atvinnu­leysi. Það gerðum við ekki hér á Íslandi þannig að það er alrangt sem hv. þing­maður seg­ir, að verið sé að níð­ast á íslenskum almenn­ingi og hinum venju­lega íslenska borg­ara með því að við höldum úti okkar eigin gjald­miðli. Þvert á móti hefur okkur tek­ist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinn­u.“

Atvinnu­leysið er komið

Í svörum Bjarna birt­ust helstu rökin sem sett eru fram fyrir íslensku krón­unni. Að hún sé svo sveigj­an­leg. Á manna­máli þýðir það að hún gæti veikst hratt og mikið til að auka sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­greina þegar efna­hags­á­standið tekur dýfu. Vana­lega fylgdi þessu aukin verð­bólga. Það gerð­ist til dæmis eftir hrun­ið. 

Í þeirri sam­keppn­is­hæfni felst að laun Íslend­inga verða mun lægri í alþjóð­legum sam­an­burði og þeir sem flytja út vörur eða þjón­ustu fá fleiri krónur fyrir þegar þeir skipta doll­urum eða evrum hjá Seðla­banka Íslands. Helsti kost­ur­inn við þetta er tal­inn vera sá að þá er hægt að taka út aðlög­un­ina eftir gerð hag­stjórn­ar­mis­tök með því að velta kostn­að­inum af henni á launa­fólk án þess að atvinnu­leysi láti á sér kræla. 

Þessi rök eiga aug­ljós­lega ekki við í dag. Nú er krónan að veikj­ast veru­lega en samt er atvinnu­leysi í sögu­legum hæð­um. Á þriðja tug þús­und manns eru án atvinnu. Þar af hafa tæp­lega fjögur þús­und manns verið atvinnu­laus í ár eða meira. Spár Vinnu­mála­stofn­unar gera ráð fyrir því að atvinnu­leysið auk­ist nokkuð í októ­ber og nóv­em­ber, fari úr 9,8 pró­sent í 11,3 pró­sent. Það er umtals­vert meira atvinnu­leysi en mælist innan Evr­ópu­sam­bands­ins, þar sem það var 7,4 pró­sent í lok ágúst, eða í Banda­ríkj­un­um, þar sem það var 7,9 pró­sent í lok sept­em­ber. 

Þetta ástand kemur verst niður á kon­um, ungu fólki og erlendum rík­is­borg­urum, en í síð­ast­nefnda hópnum er atvinnu­leysi yfir 20 pró­sent. Sér­fræð­ingar hafa bent á að kreppan geti aukið ójöfnuð ef ekk­ert verði að gert, auk þess sem hætta er á félags­legri ein­angrun á meðal við­kvæmra hópa sam­fé­lags­ins. Jað­ar­setn­ing er í kort­un­um. Og hún er lang­tíma­vanda­mál.

Krónan bjargar engu í þeim efn­um, þótt hún muni mögu­lega, kannski, hjálpa til við að minnka atvinnu­leysið hraðar þegar eft­ir­spurn eykst að nýju. Hvenær sem það verð­ur.

Eftir standa naktir sér­hags­munir

Það er ekki skyn­sam­legt fyrir 366 þús­und manna sam­fé­lag að halda úti eigin gjald­miðli. Nær­tæk­ast væri að taka upp gjald­mið­il­inn sem er not­aður á okkar helsta við­skipta­svæði, um 500 millj­óna manna mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Ísland er þátt­tak­andi á í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. 

Þegar venju­legu rökin um að „sveigj­an­leiki krón­unn­ar“ komi að minnsta kosti í veg fyrir atvinnu­leysi halda ekki lengur þá standa ein­ungis eftir naktir sér­hags­munir þeirra sem hagn­ast af þessu kerfi. Hópanna sem hafa betri aðgengi að upp­lýs­ing­um, tæki­færum og pen­ingum ann­arra í gegnum nálægð sína við ríkj­andi valda­kerfi og hagn­ast á þeirri nálægð. Krónan er því valda­tæki í sjálfu sér. 

Ef ein­hverjir ætla að benda á upp­sveiflu síð­ustu ára sem rök fyrir krón­unni þá má benda þeim á að í grunn­inn var hún sköpuð með fjár­magns­höftum, sem fáir geta sagt að sé heil­brigð­is­merki fyrir efna­hags­kerfi. Gjald­eyrir flæddi inn í land­ið, aðal­lega frá erlendum ferða­mönnum sem hófu að koma hingað til lands í áður óþekktu magni, en lítið sem eng­inn gjald­eyrir fór út úr land­inu á saman tíma vegna hafta. Líf­eyr­is­sjóðir lands­manna voru nýttir með valdi til að end­ur­fjár­magna atvinnu­lífið vegna þess að höftin gáfu þeim ein­fald­lega enga aðra fjár­fest­inga­kosti.

Óheil­brigði

Sam­hliða var ráð­ist í glóru­laus útboð á vegum Seðla­banka Íslands þar sem nán­ast hver sem er gat fengið að skipta erlendum gjald­miðlum í íslenskar krónur með stór­kost­legum afslætti, án þess að þurfa að gera almenni­lega grein fyrir því hvaðan pen­ing­arnir voru upp­runn­ir, svo lengi sem við­kom­andi hefði bara aðgengi að nægi­lega miklu fé. Rök­studdur grunur er uppi um að hluti þeirra fjár­muna sem röt­uðu inn í landið eftir þess­ari leið hafi verið „þveg­ið“ fé sem var ólög­lega aflað, til að mynda með því að svíkja undan skatti á Íslandi eða með því að fela það í skatta­skjólum fyrir rétt­mætum kröfu­höf­um. Með því að eiga gjald­eyr­is­við­skipti við Seðla­banka Íslands fékkst heil­brigð­is­vott­orð á þessa skítugu pen­inga.

Auglýsing
Gengi krón­unnar styrk­ist mik­ið, eigna­verð rauk upp, sér­stak­lega virði fast­eigna sem var um tíma mesta hækkun sem mæld­ist í heim­inum og hluta­bréfa, og úr varð for­dæma­laust hag­vaxt­ar­skeið. 

Þegar þessi veisla stóð sem hæst, árið 2015, gerðu íslensk stjórn­völd sam­komu­lag við helstu kröfu­hafa föllnu bank­anna um að þeir myndu greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag gegn því að fá að klára gerð nauða­samn­inga og geta í kjöl­farið greitt út þá pen­inga sem þeir áttu fasta í þrota­búum bank­anna. 

Í sam­komu­lag­inu fól­st, í ein­földu máli, að kröfu­haf­arnir skildu eftir nær allar krónu­eignir sínar gegn því að fá að fara með erlendar eignir þrota­bú­anna. Krónu­eign­irn­ar, stöð­ug­leika­fram­lög­in, runnu til rík­is­ins. Báðir aðilar högn­uð­ust vel á sam­komu­lag­inu. En það verður seint kallað eðli­leg og góð hag­stjórn að koma ríki í þá stöðu sem Ísland þurfti að leysa úr á þessum árum. Stöðu sem kall­aði meðal ann­ars á fjár­magns­höft í rúm­lega átta ár. 

Þetta voru ein­stakir atburðir og afleið­ing af óráðsíu fyr­ir­hrunsáranna, sem knúði Ísland til að beita for­dæma­lausum neyð­ar­rétti svo hægt yrði að koma í veg fyrir þjóð­ar­gjald­þrot. 

Góðar hug­myndir en vond fram­kvæmd

Síð­asta stóra bar­átta almenn­ings fyrir umbótum á íslensku valda­kerfi varð eftir banka­hrun. Þjóðin kaus fyrstu hreinu tveggja flokka vinstri­st­jórn­ina til að leiða hana á sama tíma og nær gjald­þrota rík­is­sjóður barð­ist við hyl­djúpa efna­hagslægð og end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­hag heim­ila og fyr­ir­tækja. 

Sú rík­is­stjórn var með margar réttu hug­mynd­irn­ar. En útfærði þær nær allar á rangan hátt og end­aði sem drag­hölt minni­hluta­stjórn með lítið á fram­fara afreka­skránni, veru­lega löskuð af inn­an­flokksá­tökum og stans­lausu stríði við valda­kerfin í sam­fé­lag­inu sem hún ætl­aði að breyta. 

Í stuttu máli þá stóðu valda­kerfin atlög­una af sér. Það tókst að koma í veg fyrir almenni­legar breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu og það tókst að koma í veg fyrir stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Það tókst að koma í veg fyrir að við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið yrðu kláraðar svo að nið­ur­stöður þeirra gætu verið lagðar í dóm almenn­ings í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Þegar gömlu valda­flokk­arn­ir, sem smíð­uðu íslensku kerf­in, tóku aftur við valda­taumunum sem þeir hafa meira og minna haldið á í gegnum full­veld­is­sögu Íslands, varð ofan­greint allt saman „póli­tískur ómögu­leik­i“. 

Alla tíð síðan er eins og stjórn­mála­menn sem styðja stór­tækar kerf­is­breyt­ingar á borð við sann­gjarna skipt­ingu á arð­semi þjóð­ar­auð­linda, sem vilja nýjar grund­vall­ar­leik­reglur í sam­fé­lag­inu sem taki fyrst og síð­ast mið af hags­munum heild­ar­innar og sem sjá það líkt og allir sem kunna að reikna að krónan er gjald­mið­ill fámenns valda­hóps en ekki almenn­ings, hafi skort úthald og þor til að berj­ast af krafti fyrir þessum sjálf­sögðu og skýru rétt­indum þorra fólks­ins í land­in­u. 

Nýleg grein­ar­skrif benda til þess að von­andi sé breyt­ing þar á, og að meintir umbóta­sinn­ar, sem stað­settir eru víða í hinum stjórn­mála­lega lit­rófi, fari að hætta að skamm­ast sín fyrir að vilja alvöru kerf­is­breyt­ing­ar. 

Von­andi skilar það alvöru val­kostum sem þjóðin fær að taka skýra afstöðu til. Þar má byrja á gjald­miðla­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Eiríkur Björn Björgvinsson
Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari