Eru íslensk menningarverðmæti í hættu um allt land?

María Karen Sigurðardóttir, formaður landsnefndar Bláa skjaldarins, bregst við þætti Kveiks á RÚV um varðveislu menningarverðmæta.

Auglýsing

Í þætt­inum Kveik á RÚV var nýverið fjallað um þá hættu sem steðjar að íslenskum menn­ing­ar­verð­mæt­um. Þar komu fram safn­stjórar og for­stöðu­menn safna og lýstu áhyggjum sínum af þeim safn­kosti sem er innan vébanda safn­anna vegna óvið­un­andi varð­veislu­að­stöðu. Í þætt­inum kom fram að um þjóð­ar­ger­semar er að ræða og að for­svars­menn safn­anna hafa staðið í ára­tuga langri bar­áttu fyrir for­svar­an­legum varð­veislu­að­stæð­um.

Það er dap­ur­legt til þess að hugsa að safna­fólk hafi í ára­tugi þurft að berj­ast fyrir sóma­sam­legu varð­veislu­húsi yfir þjóð­ar­ger­semar okk­ar, vinna fjöl­margar skýrslur sem síðan er stungið ofan í skúffu af yfir­völd­um. Ábyrgðin á ekki að vera ábyrgð ein­stak­ling­ana sem eru í for­svari safn­anna heldur er ábyrgðin á höndum ríkis og sveit­ar­fé­laga sem eiga að búa svo um að minjar þjóð­ar­innar séu í varð­veittar á for­svar­an­legan hátt. Það er þeirra að útvega við­un­andi hús­næði fyrir alla starf­sem­ina – en ekki bara hluta henn­ar. Und­ir­staða safna er safn­kost­ur­inn og án hans eru for­sendur safn­anna brostn­ar, því safn­kost­ur­inn er sjálf und­ir­stað­an! Það sem almenn­ingur sér á sýn­ingum er ein­ungis lítið brot af þeim safn­kosti sem er í vörslu safn­anna.

Starfs­fólk safna um land allt þekkir þá til­finn­ingu að ótt­ast að safn­kost­ur­inn verði eldi að bráð, enda þekkjum við slík dæmi líkt og fram kom í þætti Kveiks, eins og brun­inn á verkum Lista­safns Reykja­víkur árið 2002 og báta­brun­inn mikli árið 1993, þegar bátar á vegum Þjóð­minja­safn Íslands brunnu. Það á ekki að vera martröð hvers safna­manns að búa við starfs­að­stæður sem þess­ar. Ábyrgðin er hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um.

Í lok Kveiks­þátt­ar­ins fengum við þau gleði­legu tíð­indi að í nýrri rík­is­fjár­mála­á­ætlun er gert ráð fyrir að Lista­safn Íslands, Lands­bóka­safnið og Þjóð­skjala­safnið verði komin með við­un­andi varð­veislu­að­stöðu eftir fimm ár. Við verðum að trúa og treysta því að það verði að veru­leika. 

Auglýsing
Vert er að taka fram að ein­ungis var fjallað um varð­veislu­mál safna á vegum rík­is­ins, en sveit­ar­fé­lögin þurfa líka að taka umfjöll­un­ina til sín og gera gang­skör í sínum mál­um. Um land allt eru ótal söfn sem búa við þröngan kost hvað varðar hús­næði, starfs­að­stöðu og mann­afla. Þessi hópur þarf á sér­stökum stuðn­ingi að halda frá sínum sveit­ar­fé­lög­um.

Alþjóða­sam­tök Bláa skjald­ar­ins - International Committee of the Blue Shi­eld - voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menn­ing­ar­arfs sem er í hættu vegna nátt­úru­ham­fara og stríðs­átaka, og grund­völlur hans er Haags­átt­mál­inn frá 1954. Mark­mið Bláa skjald­ar­ins er að vinna að verndun menn­ing­ar­arfs heims­ins með því að sam­hæfa við­bragðs­á­ætl­anir þar sem hættu­á­stand verð­ur. Það má því segja að Blái skjöld­ur­inn sé menn­ing­unni það sem Rauði kross­inn er mann­úð­ar- og hjálp­ar­starfi. Und­an­farin ár hefur lands­nefnd Bláa skjald­ar­ins stutt við gerð varð­veislu­á­ætl­ana fyrir söfn um land allt með kynn­ingum og nám­skeiðum og átt í við­ræðum við Almanna­varnir um aðkomu félags­ins þegar hætta steðjar að söfnum á ham­fara­tím­um. Í þeirri áætlun er Blái skjöld­ur­inn hugs­aður sem eins­konar björg­un­ar­sveit fyrir menn­ing­ar­verð­mæti þegar ham­farir eiga sér stað svo sem af völdum vatns­flóða, elds­voða, snjó­flóða, jarðskjálfta eða eld­gosa.  

Lands­nefnd Bláa skjald­ar­ins hvetur sveit­ar­fé­lögin að taka sér ríkið til fyr­ir­myndar og setja á stefnu­skrá sína og fjár­hags­á­ætlun að hlúa að menn­ing­ar­verð­mætum í sinni eigu og koma upp við­un­andi varð­veislu­að­stöðu innan fimm ára og huga það vel að for­vörnum í safna­starfi að við þurfum ekki að ótt­ast að missa þjóð­ar­ger­semi ein­göngu vegna ófull­nægj­andi bygg­inga. Því allt er þetta spurn­ing um hver við viljum vera og hvort okkur sé í raun og sann annt um þá menn­ingu sem gerir okkur að þjóð.

Höf­undur er for­maður lands­nefndar Bláa skjald­ar­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar