Eru íslensk menningarverðmæti í hættu um allt land?

María Karen Sigurðardóttir, formaður landsnefndar Bláa skjaldarins, bregst við þætti Kveiks á RÚV um varðveislu menningarverðmæta.

Auglýsing

Í þætt­inum Kveik á RÚV var nýverið fjallað um þá hættu sem steðjar að íslenskum menn­ing­ar­verð­mæt­um. Þar komu fram safn­stjórar og for­stöðu­menn safna og lýstu áhyggjum sínum af þeim safn­kosti sem er innan vébanda safn­anna vegna óvið­un­andi varð­veislu­að­stöðu. Í þætt­inum kom fram að um þjóð­ar­ger­semar er að ræða og að for­svars­menn safn­anna hafa staðið í ára­tuga langri bar­áttu fyrir for­svar­an­legum varð­veislu­að­stæð­um.

Það er dap­ur­legt til þess að hugsa að safna­fólk hafi í ára­tugi þurft að berj­ast fyrir sóma­sam­legu varð­veislu­húsi yfir þjóð­ar­ger­semar okk­ar, vinna fjöl­margar skýrslur sem síðan er stungið ofan í skúffu af yfir­völd­um. Ábyrgðin á ekki að vera ábyrgð ein­stak­ling­ana sem eru í for­svari safn­anna heldur er ábyrgðin á höndum ríkis og sveit­ar­fé­laga sem eiga að búa svo um að minjar þjóð­ar­innar séu í varð­veittar á for­svar­an­legan hátt. Það er þeirra að útvega við­un­andi hús­næði fyrir alla starf­sem­ina – en ekki bara hluta henn­ar. Und­ir­staða safna er safn­kost­ur­inn og án hans eru for­sendur safn­anna brostn­ar, því safn­kost­ur­inn er sjálf und­ir­stað­an! Það sem almenn­ingur sér á sýn­ingum er ein­ungis lítið brot af þeim safn­kosti sem er í vörslu safn­anna.

Starfs­fólk safna um land allt þekkir þá til­finn­ingu að ótt­ast að safn­kost­ur­inn verði eldi að bráð, enda þekkjum við slík dæmi líkt og fram kom í þætti Kveiks, eins og brun­inn á verkum Lista­safns Reykja­víkur árið 2002 og báta­brun­inn mikli árið 1993, þegar bátar á vegum Þjóð­minja­safn Íslands brunnu. Það á ekki að vera martröð hvers safna­manns að búa við starfs­að­stæður sem þess­ar. Ábyrgðin er hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um.

Í lok Kveiks­þátt­ar­ins fengum við þau gleði­legu tíð­indi að í nýrri rík­is­fjár­mála­á­ætlun er gert ráð fyrir að Lista­safn Íslands, Lands­bóka­safnið og Þjóð­skjala­safnið verði komin með við­un­andi varð­veislu­að­stöðu eftir fimm ár. Við verðum að trúa og treysta því að það verði að veru­leika. 

Auglýsing
Vert er að taka fram að ein­ungis var fjallað um varð­veislu­mál safna á vegum rík­is­ins, en sveit­ar­fé­lögin þurfa líka að taka umfjöll­un­ina til sín og gera gang­skör í sínum mál­um. Um land allt eru ótal söfn sem búa við þröngan kost hvað varðar hús­næði, starfs­að­stöðu og mann­afla. Þessi hópur þarf á sér­stökum stuðn­ingi að halda frá sínum sveit­ar­fé­lög­um.

Alþjóða­sam­tök Bláa skjald­ar­ins - International Committee of the Blue Shi­eld - voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menn­ing­ar­arfs sem er í hættu vegna nátt­úru­ham­fara og stríðs­átaka, og grund­völlur hans er Haags­átt­mál­inn frá 1954. Mark­mið Bláa skjald­ar­ins er að vinna að verndun menn­ing­ar­arfs heims­ins með því að sam­hæfa við­bragðs­á­ætl­anir þar sem hættu­á­stand verð­ur. Það má því segja að Blái skjöld­ur­inn sé menn­ing­unni það sem Rauði kross­inn er mann­úð­ar- og hjálp­ar­starfi. Und­an­farin ár hefur lands­nefnd Bláa skjald­ar­ins stutt við gerð varð­veislu­á­ætl­ana fyrir söfn um land allt með kynn­ingum og nám­skeiðum og átt í við­ræðum við Almanna­varnir um aðkomu félags­ins þegar hætta steðjar að söfnum á ham­fara­tím­um. Í þeirri áætlun er Blái skjöld­ur­inn hugs­aður sem eins­konar björg­un­ar­sveit fyrir menn­ing­ar­verð­mæti þegar ham­farir eiga sér stað svo sem af völdum vatns­flóða, elds­voða, snjó­flóða, jarðskjálfta eða eld­gosa.  

Lands­nefnd Bláa skjald­ar­ins hvetur sveit­ar­fé­lögin að taka sér ríkið til fyr­ir­myndar og setja á stefnu­skrá sína og fjár­hags­á­ætlun að hlúa að menn­ing­ar­verð­mætum í sinni eigu og koma upp við­un­andi varð­veislu­að­stöðu innan fimm ára og huga það vel að for­vörnum í safna­starfi að við þurfum ekki að ótt­ast að missa þjóð­ar­ger­semi ein­göngu vegna ófull­nægj­andi bygg­inga. Því allt er þetta spurn­ing um hver við viljum vera og hvort okkur sé í raun og sann annt um þá menn­ingu sem gerir okkur að þjóð.

Höf­undur er for­maður lands­nefndar Bláa skjald­ar­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar