Eru íslensk menningarverðmæti í hættu um allt land?

María Karen Sigurðardóttir, formaður landsnefndar Bláa skjaldarins, bregst við þætti Kveiks á RÚV um varðveislu menningarverðmæta.

Auglýsing

Í þætt­inum Kveik á RÚV var nýverið fjallað um þá hættu sem steðjar að íslenskum menn­ing­ar­verð­mæt­um. Þar komu fram safn­stjórar og for­stöðu­menn safna og lýstu áhyggjum sínum af þeim safn­kosti sem er innan vébanda safn­anna vegna óvið­un­andi varð­veislu­að­stöðu. Í þætt­inum kom fram að um þjóð­ar­ger­semar er að ræða og að for­svars­menn safn­anna hafa staðið í ára­tuga langri bar­áttu fyrir for­svar­an­legum varð­veislu­að­stæð­um.

Það er dap­ur­legt til þess að hugsa að safna­fólk hafi í ára­tugi þurft að berj­ast fyrir sóma­sam­legu varð­veislu­húsi yfir þjóð­ar­ger­semar okk­ar, vinna fjöl­margar skýrslur sem síðan er stungið ofan í skúffu af yfir­völd­um. Ábyrgðin á ekki að vera ábyrgð ein­stak­ling­ana sem eru í for­svari safn­anna heldur er ábyrgðin á höndum ríkis og sveit­ar­fé­laga sem eiga að búa svo um að minjar þjóð­ar­innar séu í varð­veittar á for­svar­an­legan hátt. Það er þeirra að útvega við­un­andi hús­næði fyrir alla starf­sem­ina – en ekki bara hluta henn­ar. Und­ir­staða safna er safn­kost­ur­inn og án hans eru for­sendur safn­anna brostn­ar, því safn­kost­ur­inn er sjálf und­ir­stað­an! Það sem almenn­ingur sér á sýn­ingum er ein­ungis lítið brot af þeim safn­kosti sem er í vörslu safn­anna.

Starfs­fólk safna um land allt þekkir þá til­finn­ingu að ótt­ast að safn­kost­ur­inn verði eldi að bráð, enda þekkjum við slík dæmi líkt og fram kom í þætti Kveiks, eins og brun­inn á verkum Lista­safns Reykja­víkur árið 2002 og báta­brun­inn mikli árið 1993, þegar bátar á vegum Þjóð­minja­safn Íslands brunnu. Það á ekki að vera martröð hvers safna­manns að búa við starfs­að­stæður sem þess­ar. Ábyrgðin er hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um.

Í lok Kveiks­þátt­ar­ins fengum við þau gleði­legu tíð­indi að í nýrri rík­is­fjár­mála­á­ætlun er gert ráð fyrir að Lista­safn Íslands, Lands­bóka­safnið og Þjóð­skjala­safnið verði komin með við­un­andi varð­veislu­að­stöðu eftir fimm ár. Við verðum að trúa og treysta því að það verði að veru­leika. 

Auglýsing
Vert er að taka fram að ein­ungis var fjallað um varð­veislu­mál safna á vegum rík­is­ins, en sveit­ar­fé­lögin þurfa líka að taka umfjöll­un­ina til sín og gera gang­skör í sínum mál­um. Um land allt eru ótal söfn sem búa við þröngan kost hvað varðar hús­næði, starfs­að­stöðu og mann­afla. Þessi hópur þarf á sér­stökum stuðn­ingi að halda frá sínum sveit­ar­fé­lög­um.

Alþjóða­sam­tök Bláa skjald­ar­ins - International Committee of the Blue Shi­eld - voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menn­ing­ar­arfs sem er í hættu vegna nátt­úru­ham­fara og stríðs­átaka, og grund­völlur hans er Haags­átt­mál­inn frá 1954. Mark­mið Bláa skjald­ar­ins er að vinna að verndun menn­ing­ar­arfs heims­ins með því að sam­hæfa við­bragðs­á­ætl­anir þar sem hættu­á­stand verð­ur. Það má því segja að Blái skjöld­ur­inn sé menn­ing­unni það sem Rauði kross­inn er mann­úð­ar- og hjálp­ar­starfi. Und­an­farin ár hefur lands­nefnd Bláa skjald­ar­ins stutt við gerð varð­veislu­á­ætl­ana fyrir söfn um land allt með kynn­ingum og nám­skeiðum og átt í við­ræðum við Almanna­varnir um aðkomu félags­ins þegar hætta steðjar að söfnum á ham­fara­tím­um. Í þeirri áætlun er Blái skjöld­ur­inn hugs­aður sem eins­konar björg­un­ar­sveit fyrir menn­ing­ar­verð­mæti þegar ham­farir eiga sér stað svo sem af völdum vatns­flóða, elds­voða, snjó­flóða, jarðskjálfta eða eld­gosa.  

Lands­nefnd Bláa skjald­ar­ins hvetur sveit­ar­fé­lögin að taka sér ríkið til fyr­ir­myndar og setja á stefnu­skrá sína og fjár­hags­á­ætlun að hlúa að menn­ing­ar­verð­mætum í sinni eigu og koma upp við­un­andi varð­veislu­að­stöðu innan fimm ára og huga það vel að for­vörnum í safna­starfi að við þurfum ekki að ótt­ast að missa þjóð­ar­ger­semi ein­göngu vegna ófull­nægj­andi bygg­inga. Því allt er þetta spurn­ing um hver við viljum vera og hvort okkur sé í raun og sann annt um þá menn­ingu sem gerir okkur að þjóð.

Höf­undur er for­maður lands­nefndar Bláa skjald­ar­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar