Fjárlagafrumvarp sem stendur vörð um velferð

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að með því að standa vörð um velferðina og dreifa högginu af heimsfaraldrinum á lengri tíma muni Íslendingar geta komist á fætur á nýjan leik og vaxið saman út úr kreppunni.

Auglýsing

Á sama tíma og aðgerðir hafa verið hertar vegna þriðju bylgju kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins er fjallað um fjár­lög og fjár­mála­á­ætlun á Alþingi. Í þeim er stað­inn vörður um vel­ferð­ar­kerf­ið, þó svo að tekjur rík­is­ins lækki veru­lega vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Það er ljóst að halla­rekstur rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta verður mik­ill og raunar sá mesti í hund­rað ár. Rík­is­stjórnin hefur markað þá mik­il­vægu stefnu að standa vörð um vel­ferð­ina í þessum efna­hags­legu svipt­ing­um. Það sést til að mynda á því að rétt rúm­lega helm­ingur fjár­heim­ilda rík­is­ins árið 2021 fer til heil­brigð­is-, og félags-, og hús­næð­is­mála. Ef mennta- og menn­ing­ar­málum er bætt við eru þetta rúm­lega 60% af fjár­heim­ild­unum rík­is­sjóðs.  Þá blasir trúin á fram­tíð­ina jafn­framt við og  grunnur er lagður að því við getum vaxið út úr efna­hags­þreng­ing­unum með stór­auknum fram­lögum til verk­legra fram­kvæmda, rann­sókna og umhverf­is­mála. Þetta er með­vituð póli­tísk stefnu­mótun sem snýst um vel­ferð fólks og þá trú að íslenskt sam­fé­lag og íslenskt hag­kerfi eigi fram­tíð­ina fyrir sér þegar veiru­far­ald­ur­inn er gengin yfir. Hún er alger and­stæða hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggju sem myndi alltaf miða að því að skera niður opin­bera þjón­ustu, sér í lagi í svona árferð­i. 

Auglýsing
Þó að fjár­hagstjón hinna ýmsu aðila í atvinnu­líf­inu sé mikið og sárt þá eru fram­leiðslu­tækin enn til staðar að mestu leyti og ýmsar sér­tækar aðgerðir í gangi til að hjálpa fyr­ir­tækjum í gegnum ástand­ið, einmitt svo þau geti haldið uppi starf­semi og þar með fólki í vinnu. Þá er fjár­magni for­gangs­raðað í að efla hverskyns nýsköpun og þannig lagður grunnur að því að margir sprotar geti blómstrað til fram­tíð­ar. Þar er unnið undir grænum for­merkj­um, enda þurfum við að byggja ann­ars­konar og vist­vænna hag­kerfi til fram­tíð­ar. Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum fara ekk­ert þó svo að athygli okkar sé nú að miklu leyti á heims­far­aldri. Þær eru að verða á ógn­ar­hraða og það sjáum við nú þegar hvort sem við lítum til líf­ríkis hafs­ins í kring um okkur eða skóg­ar­elda víðs­vegar um heim­inn. 

Staðið við fyrri áætl­anir

Lækkun á tekju­skatti var meðal atriða í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún kemur að fullu til fram­kvæmda nú um ára­mót­in. Sú skatt­kerf­is­breyt­ing er í þágu jöfn­uðar þar sem fleiri krónur verða eftir í veski þeirra sem hafa lágar atvinnu­tekj­ur. Ímyndum okkur fjöl­skyldu þar sem báðir for­eldrar eru úti­vinn­andi með lágar tekj­ur, 360 þús­und krónur á mán­uði hvort um sig. Fjöl­skyldan á tvö börn, annað undir sjö ára aldri. Þessi fjöl­skylda mun hafa 240 þús­und krónum meira í ráð­stöf­un­ar­tekjur á næsta ári vegna þess­arar skatt­kerf­is­breyt­ing­ar. Þá hafa barna­bætur til þess­arar fjöl­skyldu auk­ist til muna á kjör­tíma­bil­inu, hún fær 240 þús­und krónum meir á næsta ári en hún hefði fengið í því barna­bóta­kerfi sem þessi rík­is­stjórn tók við. Sam­an­lagt er þetta tæp hálf milljón sem þessi fjöl­skylda fær. Sams­konar fjöl­skylda þar sem for­eldr­arnir eru í hálauna­störfum fær ekki þessa kjara­bót – enda þarf að for­gangs­raða fyrst til þeirra sem eiga minnst. 

Þá leng­ist fæð­ing­ar­or­lofið um tvo mán­uði næstu ára­mót. Það er mikið fram­fara­skref fyrir bæði börn og for­eldra. Það er einnig skref að auknu jafn­rétti í land­inu. Það bætir efna­hags­lega stöðu barna­fjöl­skyldna sem margar hverjar glíma við að brúa bil milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og það er ein­fald­lega orðið löngu tíma­bært. Sömu sögu er að segja af hús­næð­is­málum – þar aukum við jöfn­uð. Á næsta ári munu hlut­deild­ar­lánin taka gildi, sem aðstoða tekju­lágt fólk við að eign­ast hús­næði með því að lána þeim fyrir útborg­un­inni sem greidd er til baka þegar íbúðin er seld.

Hefj­umst handa

Til þess að takast á við þá stöðu sem er í atvinnu­mál­um, þar sem tug­þús­undir eru atvinnu­laus eða atvinnu­lítil er aukið fjár­magn lagt í fram­halds- og háskóla. Þannig getur fólk sem misst hefur vinn­una skapað sér ný tæki­færi með að setj­ast á skóla­bekk. Þá er búið þannig um hnút­ana að atvinnu­leit­endur geti gert það án þess að atvinnu­leys­is­bætur falli niður í ákveð­inn tíma. Einnig hefur tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta verið lengt um helm­ing til þess að bæta kjör þeirra sem misst hafa vinn­una. Nýtt fyr­ir­komu­lag náms­lána tekur einnig gildi á næsta ári, en það kemur ungum barna­fjöl­skyldum sér­stak­lega vel, þar sem að styrkir verða greiddir með hverju barn­i. 

Á næsta ári mun ríkið ráð­ast í umfangs­miklar opin­berar fram­kvæmdir til að auka atvinnustig. Enda er besta lausnin á atvinnu­leysi að skapa störf. Verk­efnin sem bæt­ast við eru af ýmsum toga, mörg tengd sam­göngu­málum og má þar sér­stak­lega nefna Borg­ar­línu. Fram­lög til rann­sókna­sjóða af ýmsu tagi er einnig stór­aukið en einnig er þar að finna stór­aukið fé í rann­sókna­sjóði af ýmsu tagi. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að fram­lengja allir vinna átakið út næsta ár. 

Vegna þess tekju­sam­dráttar sem orðið hefur í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins kallar þetta á auknar lán­tökur rík­is­sjóðs. Þess vegna er svo mik­il­vægt að með fram­kvæmdum nú sé lagður grunnur að sterk­ari fram­tíð. Með því að standa vörð um vel­ferð­ina og dreifa högg­inu af heims­far­aldr­inum á lengri tíma munum við geta kom­ist á fætur á nýjan leik og vaxið saman út úr krepp­unni.

Höf­undur er þing­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar