Fjárlagafrumvarp sem stendur vörð um velferð

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að með því að standa vörð um velferðina og dreifa högginu af heimsfaraldrinum á lengri tíma muni Íslendingar geta komist á fætur á nýjan leik og vaxið saman út úr kreppunni.

Auglýsing

Á sama tíma og aðgerðir hafa verið hertar vegna þriðju bylgju kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins er fjallað um fjár­lög og fjár­mála­á­ætlun á Alþingi. Í þeim er stað­inn vörður um vel­ferð­ar­kerf­ið, þó svo að tekjur rík­is­ins lækki veru­lega vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Það er ljóst að halla­rekstur rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta verður mik­ill og raunar sá mesti í hund­rað ár. Rík­is­stjórnin hefur markað þá mik­il­vægu stefnu að standa vörð um vel­ferð­ina í þessum efna­hags­legu svipt­ing­um. Það sést til að mynda á því að rétt rúm­lega helm­ingur fjár­heim­ilda rík­is­ins árið 2021 fer til heil­brigð­is-, og félags-, og hús­næð­is­mála. Ef mennta- og menn­ing­ar­málum er bætt við eru þetta rúm­lega 60% af fjár­heim­ild­unum rík­is­sjóðs.  Þá blasir trúin á fram­tíð­ina jafn­framt við og  grunnur er lagður að því við getum vaxið út úr efna­hags­þreng­ing­unum með stór­auknum fram­lögum til verk­legra fram­kvæmda, rann­sókna og umhverf­is­mála. Þetta er með­vituð póli­tísk stefnu­mótun sem snýst um vel­ferð fólks og þá trú að íslenskt sam­fé­lag og íslenskt hag­kerfi eigi fram­tíð­ina fyrir sér þegar veiru­far­ald­ur­inn er gengin yfir. Hún er alger and­stæða hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggju sem myndi alltaf miða að því að skera niður opin­bera þjón­ustu, sér í lagi í svona árferð­i. 

Auglýsing
Þó að fjár­hagstjón hinna ýmsu aðila í atvinnu­líf­inu sé mikið og sárt þá eru fram­leiðslu­tækin enn til staðar að mestu leyti og ýmsar sér­tækar aðgerðir í gangi til að hjálpa fyr­ir­tækjum í gegnum ástand­ið, einmitt svo þau geti haldið uppi starf­semi og þar með fólki í vinnu. Þá er fjár­magni for­gangs­raðað í að efla hverskyns nýsköpun og þannig lagður grunnur að því að margir sprotar geti blómstrað til fram­tíð­ar. Þar er unnið undir grænum for­merkj­um, enda þurfum við að byggja ann­ars­konar og vist­vænna hag­kerfi til fram­tíð­ar. Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum fara ekk­ert þó svo að athygli okkar sé nú að miklu leyti á heims­far­aldri. Þær eru að verða á ógn­ar­hraða og það sjáum við nú þegar hvort sem við lítum til líf­ríkis hafs­ins í kring um okkur eða skóg­ar­elda víðs­vegar um heim­inn. 

Staðið við fyrri áætl­anir

Lækkun á tekju­skatti var meðal atriða í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún kemur að fullu til fram­kvæmda nú um ára­mót­in. Sú skatt­kerf­is­breyt­ing er í þágu jöfn­uðar þar sem fleiri krónur verða eftir í veski þeirra sem hafa lágar atvinnu­tekj­ur. Ímyndum okkur fjöl­skyldu þar sem báðir for­eldrar eru úti­vinn­andi með lágar tekj­ur, 360 þús­und krónur á mán­uði hvort um sig. Fjöl­skyldan á tvö börn, annað undir sjö ára aldri. Þessi fjöl­skylda mun hafa 240 þús­und krónum meira í ráð­stöf­un­ar­tekjur á næsta ári vegna þess­arar skatt­kerf­is­breyt­ing­ar. Þá hafa barna­bætur til þess­arar fjöl­skyldu auk­ist til muna á kjör­tíma­bil­inu, hún fær 240 þús­und krónum meir á næsta ári en hún hefði fengið í því barna­bóta­kerfi sem þessi rík­is­stjórn tók við. Sam­an­lagt er þetta tæp hálf milljón sem þessi fjöl­skylda fær. Sams­konar fjöl­skylda þar sem for­eldr­arnir eru í hálauna­störfum fær ekki þessa kjara­bót – enda þarf að for­gangs­raða fyrst til þeirra sem eiga minnst. 

Þá leng­ist fæð­ing­ar­or­lofið um tvo mán­uði næstu ára­mót. Það er mikið fram­fara­skref fyrir bæði börn og for­eldra. Það er einnig skref að auknu jafn­rétti í land­inu. Það bætir efna­hags­lega stöðu barna­fjöl­skyldna sem margar hverjar glíma við að brúa bil milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og það er ein­fald­lega orðið löngu tíma­bært. Sömu sögu er að segja af hús­næð­is­málum – þar aukum við jöfn­uð. Á næsta ári munu hlut­deild­ar­lánin taka gildi, sem aðstoða tekju­lágt fólk við að eign­ast hús­næði með því að lána þeim fyrir útborg­un­inni sem greidd er til baka þegar íbúðin er seld.

Hefj­umst handa

Til þess að takast á við þá stöðu sem er í atvinnu­mál­um, þar sem tug­þús­undir eru atvinnu­laus eða atvinnu­lítil er aukið fjár­magn lagt í fram­halds- og háskóla. Þannig getur fólk sem misst hefur vinn­una skapað sér ný tæki­færi með að setj­ast á skóla­bekk. Þá er búið þannig um hnút­ana að atvinnu­leit­endur geti gert það án þess að atvinnu­leys­is­bætur falli niður í ákveð­inn tíma. Einnig hefur tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta verið lengt um helm­ing til þess að bæta kjör þeirra sem misst hafa vinn­una. Nýtt fyr­ir­komu­lag náms­lána tekur einnig gildi á næsta ári, en það kemur ungum barna­fjöl­skyldum sér­stak­lega vel, þar sem að styrkir verða greiddir með hverju barn­i. 

Á næsta ári mun ríkið ráð­ast í umfangs­miklar opin­berar fram­kvæmdir til að auka atvinnustig. Enda er besta lausnin á atvinnu­leysi að skapa störf. Verk­efnin sem bæt­ast við eru af ýmsum toga, mörg tengd sam­göngu­málum og má þar sér­stak­lega nefna Borg­ar­línu. Fram­lög til rann­sókna­sjóða af ýmsu tagi er einnig stór­aukið en einnig er þar að finna stór­aukið fé í rann­sókna­sjóði af ýmsu tagi. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að fram­lengja allir vinna átakið út næsta ár. 

Vegna þess tekju­sam­dráttar sem orðið hefur í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins kallar þetta á auknar lán­tökur rík­is­sjóðs. Þess vegna er svo mik­il­vægt að með fram­kvæmdum nú sé lagður grunnur að sterk­ari fram­tíð. Með því að standa vörð um vel­ferð­ina og dreifa högg­inu af heims­far­aldr­inum á lengri tíma munum við geta kom­ist á fætur á nýjan leik og vaxið saman út úr krepp­unni.

Höf­undur er þing­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar