Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun

Framkvæmdastjóri kjaramála og reksturs hjá Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu segir eina leikinn í stöðunni að styrkja Nýsköpunarmiðstöð og færa öflugum starfshópi hennar ný verkefni og tækifæri til að gera enn betur.

Auglýsing

Þann 14. októ­ber síð­ast­lið­inn var há­tíð­is­dag­ur í daga­tali Sam­eykis – stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu. Þann dag stóð félagið fyrir mál­þingi í til­efni könn­unar félags­ins á Stofnun árs­ins. Þar var stofn­unum hjá ríki, borg og bæ veittar við­ur­kenn­ingar fyrir góðan árangur í sínu innra starfi. Verð­launin voru veitt vegna árs­ins 2019, en vegna Covid á­stands­ins í okkar kæra landi þá hafði hátíð­inni verið frestað síð­ast­liðið vor fram á haust­ið. Í flokki stórra stofn­ana þá var Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands í fyrsta sæti, fram­úr­skar­andi stofnun með 4,53 í heild­ar­ein­kunn. Til að ná slíkum árangri þá verður stofn­unin að skora vel á öllum mats­þátt­um; stjórn­un, ­starfsanda, ímynd stofn­un­ar, ánægju og stolti, o.s.frv. Það hefur sýnt sig að við­ur­kenn­ing af þessu tagi er mik­il­væg þeim stofn­un­um, sem hafa staðið sig vel í að bjóða upp á góða vinnu­að­stöðu, góða stjórn­un, hvetj­andi vinnu­um­hverfi og þar fram eftir göt­un­um. Og und­an­tekn­ing­ar­laust hefur þessi árangur náðst vegna þess að stofn­anir eru að sinna hlut­verki sínu í sam­fé­lagi okkar vel. Starfs­á­nægja og stolt starfs­manna af sínum vinnu­stað hefur þannig vaxið í réttu hlut­falli af vel­gengni stofn­ana í kjarna­hlut­verki sínu. Stofnun sem er aug­ljós­lega að vinna fram­úr­skar­andi starf kallar þannig fram það besta í starfs­mönn­um sín­um. Með þann árangur í fartesk­inu ætti  stofn­unin núna að vera að upp­skera eins og til var sáð. Nú ætti stefnan að vera tekin á að gera enn betur í því mik­il­væga hlut­verki, sem Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands hefur staðið fyrir árum sam­an. Núna ætti að byggja enn frek­ari árangur á þeim traustu stoðum sem stofn­unin stendur á. Á svona tíma­mótum væri ærið til­efni fyrir ráð­herra nýsköp­un­ar­mála á Íslandi að fagna. Kalla for­stjór­ann á sinn fund, eða hitta hann á raf­rænum fundi, senda starfs­mönnum ham­ingju­óskir eða jafnvel senda blóm­vönd með góðri hvatn­ingu. En ... ekk­ert af þessu gerð­ist. Því að ráð­herra iðn­aðar og nýsköp­unar ætlar að leggja Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands nið­ur.

Auglýsing
Til að draga upp mynd af þeim afleið­ingum sem þessi ætlun ráð­herr­ans hefur í för með sér er fróð­legt að lesa í gegn um þær athuga­semdir sem sendar voru inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, um frum­varp ráð­herra þar sem gert er ráð fyrir að leggja Nýsköp­un­ar­mið­stöð nið­ur. Í umsögnum kemur fram að  það skortir alla sýn í frum­varp­inu um nýsköpun í öðrum greinum en tækni­grein­um. Það er bent á að fyrir erlend stór­fyr­ir­tæki í sam­starfs­verk­efnum skiptir oft mjög miklu máli að hafa aðkomu opin­berra stofn­ana til að tryggja áreið­an­leika í verk­efn­um. Með því að leggja niður stuðn­ing á fyrstu stigum nýsköp­un­ar, þar sem arð­semi verk­efna er ekki kom­inn í ljós, er mála­flokknum sparkað mörg ár aftur í tím­ann. Engin fag­leg grein­ing­ar­vinna hefur farið fram sem styður þessa áætlun ráð­herra. Árið 2018 kom það fram í máli fyrr­ver­andi for­stjóra að árleg velta fyr­ir­tækja sem orðið hafa til í sam­starfi við Nýsköp­un­ar­mið­stöð, er að jafn­aði um 10 millj­arðar króna á ári hverju. Vís­inda­fé­lagið tel­ur  mikla hættu á því að þessar aðgerðir muni vinna mik­inn skaða á rann­sókn­ar­innviðum á Íslandi. Háskóla­sam­fé­lagið hefur áhyggjur af van­fjár­mögnun mála­flokks­ins og bendir á að í alþjóð­legu sam­starfi þurfi rík­is­stofn­anir eins og Nýsköp­un­ar­mið­stöð ekki að fara í sér­stakt áreið­an­leika­próf til að sýna fram á að þær geti staðið við skuld­bind­ingar sínar í sam­starfs­verk­efn­um. Og fleira mætti telja.

Það er alltaf réttur tími fyrir góðar hug­mynd­ir, en aldrei fyrir vond­ar. Vondar hug­myndir geta að vísu komið fram á mis óheppi­legum tímum og þessi hug­mynd um að leggja Nýsköp­un­ar­stofnun niður gæti varla hafa komið fram á verri tíma. Ef ætlun stjórn­valda er sú að grípa til varna fyrir íslenskt sam­fé­lag á þessum tímum sem við nú lif­um, þá væri rétta ákvörð­unin sú að fara í stór­á­tak í nýsköp­un­ar- og hvatn­ing­ar­verk­efn­um, þar sem byggt yrði á þeim trausta grunni sem starfs­menn Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar hafa lagt. Sam­tímis væri hægt ef þurfa þykir að styrkja stofn­un­ina með inn­ra um­bóta­starf­i og fram­sæknum nýj­ungum í þjón­ust­unni. Stofn­unin hefur sýnt og sannað að þar starfar sam­hentur og fram­sýnn starfs­manna­hóp­ur, sem er hlut­verki sínu vel vax­inn.



For­sæt­is­ráð­herra hefur marg­sagt að núver­andi rík­is­stjórn byggi á stöð­ug­leika. Að því gefnu er eini leik­ur­inn í stöð­unni að styrkja Nýsköp­un­ar­mið­stöð og færa öfl­ug­um ­starfs­hópi ný verk­efni og tæki­færi til að gera enn bet­ur, sækja ákafar fram í þjón­ustu, aðstoð og nýjum verk­efnum á land­inu öllu. Því ættu stjórn­völd að leika sína bestu leiki í stöð­unni til að ná þeim mark­miðum sem þjóðin þarf á að halda núna. Einn þeirra leikja er að styrkja starf Stofn­unar árs­ins árið 2019. Sem er Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri kjara­mála og rekst­urs hjá Sam­eyki – stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar