Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun

Framkvæmdastjóri kjaramála og reksturs hjá Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu segir eina leikinn í stöðunni að styrkja Nýsköpunarmiðstöð og færa öflugum starfshópi hennar ný verkefni og tækifæri til að gera enn betur.

Auglýsing

Þann 14. október síðastliðinn var hátíðisdagur í dagatali Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu. Þann dag stóð félagið fyrir málþingi í tilefni könnunar félagsins á Stofnun ársins. Þar var stofnunum hjá ríki, borg og bæ veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínu innra starfi. Verðlaunin voru veitt vegna ársins 2019, en vegna Covid ástandsins í okkar kæra landi þá hafði hátíðinni verið frestað síðastliðið vor fram á haustið. Í flokki stórra stofnana þá var Nýsköpunarmiðstöð Íslands í fyrsta sæti, framúrskarandi stofnun með 4,53 í heildareinkunn. Til að ná slíkum árangri þá verður stofnunin að skora vel á öllum matsþáttum; stjórnun, starfsanda, ímynd stofnunar, ánægju og stolti, o.s.frv. Það hefur sýnt sig að viðurkenning af þessu tagi er mikilvæg þeim stofnunum, sem hafa staðið sig vel í að bjóða upp á góða vinnuaðstöðu, góða stjórnun, hvetjandi vinnuumhverfi og þar fram eftir götunum. Og undantekningarlaust hefur þessi árangur náðst vegna þess að stofnanir eru að sinna hlutverki sínu í samfélagi okkar vel. Starfsánægja og stolt starfsmanna af sínum vinnustað hefur þannig vaxið í réttu hlutfalli af velgengni stofnana í kjarnahlutverki sínu. Stofnun sem er augljóslega að vinna framúrskarandi starf kallar þannig fram það besta í starfsmönnum sínum. Með þann árangur í farteskinu ætti  stofnunin núna að vera að uppskera eins og til var sáð. Nú ætti stefnan að vera tekin á að gera enn betur í því mikilvæga hlutverki, sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir árum saman. Núna ætti að byggja enn frekari árangur á þeim traustu stoðum sem stofnunin stendur á. Á svona tímamótum væri ærið tilefni fyrir ráðherra nýsköpunarmála á Íslandi að fagna. Kalla forstjórann á sinn fund, eða hitta hann á rafrænum fundi, senda starfsmönnum hamingjuóskir eða jafnvel senda blómvönd með góðri hvatningu. En ... ekkert af þessu gerðist. Því að ráðherra iðnaðar og nýsköpunar ætlar að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður.

Auglýsing
Til að draga upp mynd af þeim afleiðingum sem þessi ætlun ráðherrans hefur í för með sér er fróðlegt að lesa í gegn um þær athugasemdir sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda, um frumvarp ráðherra þar sem gert er ráð fyrir að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður. Í umsögnum kemur fram að  það skortir alla sýn í frumvarpinu um nýsköpun í öðrum greinum en tæknigreinum. Það er bent á að fyrir erlend stórfyrirtæki í samstarfsverkefnum skiptir oft mjög miklu máli að hafa aðkomu opinberra stofnana til að tryggja áreiðanleika í verkefnum. Með því að leggja niður stuðning á fyrstu stigum nýsköpunar, þar sem arðsemi verkefna er ekki kominn í ljós, er málaflokknum sparkað mörg ár aftur í tímann. Engin fagleg greiningarvinna hefur farið fram sem styður þessa áætlun ráðherra. Árið 2018 kom það fram í máli fyrrverandi forstjóra að árleg velta fyrirtækja sem orðið hafa til í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, er að jafnaði um 10 milljarðar króna á ári hverju. Vísindafélagið telur  mikla hættu á því að þessar aðgerðir muni vinna mikinn skaða á rannsóknarinnviðum á Íslandi. Háskólasamfélagið hefur áhyggjur af vanfjármögnun málaflokksins og bendir á að í alþjóðlegu samstarfi þurfi ríkisstofnanir eins og Nýsköpunarmiðstöð ekki að fara í sérstakt áreiðanleikapróf til að sýna fram á að þær geti staðið við skuldbindingar sínar í samstarfsverkefnum. Og fleira mætti telja.

Það er alltaf réttur tími fyrir góðar hugmyndir, en aldrei fyrir vondar. Vondar hugmyndir geta að vísu komið fram á mis óheppilegum tímum og þessi hugmynd um að leggja Nýsköpunarstofnun niður gæti varla hafa komið fram á verri tíma. Ef ætlun stjórnvalda er sú að grípa til varna fyrir íslenskt samfélag á þessum tímum sem við nú lifum, þá væri rétta ákvörðunin sú að fara í stórátak í nýsköpunar- og hvatningarverkefnum, þar sem byggt yrði á þeim trausta grunni sem starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar hafa lagt. Samtímis væri hægt ef þurfa þykir að styrkja stofnunina með innra umbótastarfi og framsæknum nýjungum í þjónustunni. Stofnunin hefur sýnt og sannað að þar starfar samhentur og framsýnn starfsmannahópur, sem er hlutverki sínu vel vaxinn.

Forsætisráðherra hefur margsagt að núverandi ríkisstjórn byggi á stöðugleika. Að því gefnu er eini leikurinn í stöðunni að styrkja Nýsköpunarmiðstöð og færa öflugum starfshópi ný verkefni og tækifæri til að gera enn betur, sækja ákafar fram í þjónustu, aðstoð og nýjum verkefnum á landinu öllu. Því ættu stjórnvöld að leika sína bestu leiki í stöðunni til að ná þeim markmiðum sem þjóðin þarf á að halda núna. Einn þeirra leikja er að styrkja starf Stofnunar ársins árið 2019. Sem er Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Höfundur er framkvæmdastjóri kjaramála og reksturs hjá Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar