Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun

Framkvæmdastjóri kjaramála og reksturs hjá Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu segir eina leikinn í stöðunni að styrkja Nýsköpunarmiðstöð og færa öflugum starfshópi hennar ný verkefni og tækifæri til að gera enn betur.

Auglýsing

Þann 14. októ­ber síð­ast­lið­inn var há­tíð­is­dag­ur í daga­tali Sam­eykis – stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu. Þann dag stóð félagið fyrir mál­þingi í til­efni könn­unar félags­ins á Stofnun árs­ins. Þar var stofn­unum hjá ríki, borg og bæ veittar við­ur­kenn­ingar fyrir góðan árangur í sínu innra starfi. Verð­launin voru veitt vegna árs­ins 2019, en vegna Covid á­stands­ins í okkar kæra landi þá hafði hátíð­inni verið frestað síð­ast­liðið vor fram á haust­ið. Í flokki stórra stofn­ana þá var Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands í fyrsta sæti, fram­úr­skar­andi stofnun með 4,53 í heild­ar­ein­kunn. Til að ná slíkum árangri þá verður stofn­unin að skora vel á öllum mats­þátt­um; stjórn­un, ­starfsanda, ímynd stofn­un­ar, ánægju og stolti, o.s.frv. Það hefur sýnt sig að við­ur­kenn­ing af þessu tagi er mik­il­væg þeim stofn­un­um, sem hafa staðið sig vel í að bjóða upp á góða vinnu­að­stöðu, góða stjórn­un, hvetj­andi vinnu­um­hverfi og þar fram eftir göt­un­um. Og und­an­tekn­ing­ar­laust hefur þessi árangur náðst vegna þess að stofn­anir eru að sinna hlut­verki sínu í sam­fé­lagi okkar vel. Starfs­á­nægja og stolt starfs­manna af sínum vinnu­stað hefur þannig vaxið í réttu hlut­falli af vel­gengni stofn­ana í kjarna­hlut­verki sínu. Stofnun sem er aug­ljós­lega að vinna fram­úr­skar­andi starf kallar þannig fram það besta í starfs­mönn­um sín­um. Með þann árangur í fartesk­inu ætti  stofn­unin núna að vera að upp­skera eins og til var sáð. Nú ætti stefnan að vera tekin á að gera enn betur í því mik­il­væga hlut­verki, sem Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands hefur staðið fyrir árum sam­an. Núna ætti að byggja enn frek­ari árangur á þeim traustu stoðum sem stofn­unin stendur á. Á svona tíma­mótum væri ærið til­efni fyrir ráð­herra nýsköp­un­ar­mála á Íslandi að fagna. Kalla for­stjór­ann á sinn fund, eða hitta hann á raf­rænum fundi, senda starfs­mönnum ham­ingju­óskir eða jafnvel senda blóm­vönd með góðri hvatn­ingu. En ... ekk­ert af þessu gerð­ist. Því að ráð­herra iðn­aðar og nýsköp­unar ætlar að leggja Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands nið­ur.

Auglýsing
Til að draga upp mynd af þeim afleið­ingum sem þessi ætlun ráð­herr­ans hefur í för með sér er fróð­legt að lesa í gegn um þær athuga­semdir sem sendar voru inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, um frum­varp ráð­herra þar sem gert er ráð fyrir að leggja Nýsköp­un­ar­mið­stöð nið­ur. Í umsögnum kemur fram að  það skortir alla sýn í frum­varp­inu um nýsköpun í öðrum greinum en tækni­grein­um. Það er bent á að fyrir erlend stór­fyr­ir­tæki í sam­starfs­verk­efnum skiptir oft mjög miklu máli að hafa aðkomu opin­berra stofn­ana til að tryggja áreið­an­leika í verk­efn­um. Með því að leggja niður stuðn­ing á fyrstu stigum nýsköp­un­ar, þar sem arð­semi verk­efna er ekki kom­inn í ljós, er mála­flokknum sparkað mörg ár aftur í tím­ann. Engin fag­leg grein­ing­ar­vinna hefur farið fram sem styður þessa áætlun ráð­herra. Árið 2018 kom það fram í máli fyrr­ver­andi for­stjóra að árleg velta fyr­ir­tækja sem orðið hafa til í sam­starfi við Nýsköp­un­ar­mið­stöð, er að jafn­aði um 10 millj­arðar króna á ári hverju. Vís­inda­fé­lagið tel­ur  mikla hættu á því að þessar aðgerðir muni vinna mik­inn skaða á rann­sókn­ar­innviðum á Íslandi. Háskóla­sam­fé­lagið hefur áhyggjur af van­fjár­mögnun mála­flokks­ins og bendir á að í alþjóð­legu sam­starfi þurfi rík­is­stofn­anir eins og Nýsköp­un­ar­mið­stöð ekki að fara í sér­stakt áreið­an­leika­próf til að sýna fram á að þær geti staðið við skuld­bind­ingar sínar í sam­starfs­verk­efn­um. Og fleira mætti telja.

Það er alltaf réttur tími fyrir góðar hug­mynd­ir, en aldrei fyrir vond­ar. Vondar hug­myndir geta að vísu komið fram á mis óheppi­legum tímum og þessi hug­mynd um að leggja Nýsköp­un­ar­stofnun niður gæti varla hafa komið fram á verri tíma. Ef ætlun stjórn­valda er sú að grípa til varna fyrir íslenskt sam­fé­lag á þessum tímum sem við nú lif­um, þá væri rétta ákvörð­unin sú að fara í stór­á­tak í nýsköp­un­ar- og hvatn­ing­ar­verk­efn­um, þar sem byggt yrði á þeim trausta grunni sem starfs­menn Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar hafa lagt. Sam­tímis væri hægt ef þurfa þykir að styrkja stofn­un­ina með inn­ra um­bóta­starf­i og fram­sæknum nýj­ungum í þjón­ust­unni. Stofn­unin hefur sýnt og sannað að þar starfar sam­hentur og fram­sýnn starfs­manna­hóp­ur, sem er hlut­verki sínu vel vax­inn.For­sæt­is­ráð­herra hefur marg­sagt að núver­andi rík­is­stjórn byggi á stöð­ug­leika. Að því gefnu er eini leik­ur­inn í stöð­unni að styrkja Nýsköp­un­ar­mið­stöð og færa öfl­ug­um ­starfs­hópi ný verk­efni og tæki­færi til að gera enn bet­ur, sækja ákafar fram í þjón­ustu, aðstoð og nýjum verk­efnum á land­inu öllu. Því ættu stjórn­völd að leika sína bestu leiki í stöð­unni til að ná þeim mark­miðum sem þjóðin þarf á að halda núna. Einn þeirra leikja er að styrkja starf Stofn­unar árs­ins árið 2019. Sem er Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri kjara­mála og rekst­urs hjá Sam­eyki – stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar