#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa átt sér stað mót­mæli í Nígeríu gegn lög­reglu­of­beldi þar í landi. Mót­mæl­un­unum var hrundið eftir nýj­ustu fregnir af morðum á sak­lausum borg­urum sem framin voru af sér­sveit­ar­mönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refs­ing­ar. 

Þó að SARS (Special Ant­i-Robbery Squ­ad) hafi upp­haf­lega verið stofnað árið 1992 til að berj­ast gegn upp­gangi vopn­aðra rána hefur það fengið orð­spor fyrir handa­hófs­kennda hand­töku, pynt­ing­ar, fjár­kúgun og morð án dóm­stóla. Í ljósi starfa sveit­ar­inn­ar, vinna sér­sveit­ar­menn­irnir oft í venju­legum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síð­ustu ár orðið þekktir fyrir að kúga sak­lausa unga Níger­íu­búa grimmi­lega og starfa utan laga. 

Algeng­ast er að þeir taki sér­stak­lega fyrir unga menn af handa­hófi og saki þá um fjársvindl á net­inu, með enga sönnun nema það að þeir eigi far­tölvu eða síma. Þeir krefja þá menn­ina um öfga­kenndar upp­hæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum til­vikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hrað­banka til þess að taka út háar upp­hæð­ir, á meðan þeir miða að þeim byss­um. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óal­gengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. 

Auglýsing

Mót­mæli sem þessi eru ekki ný af nál­inni í Níger­íu, en árið 2016 var her­ferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Her­ferðin var far­sæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið end­ur­bætt, yfir­farin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinn­um. En án árang­urs. SARS eru enn starf­rækt og halda ofbeld­inu áfram. 

Mynd: Matthew Ayibakuro

Eftir að mót­mælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfir­völd tóku til þess að taka raf­magnið af ákveðnum svæðum um land­ið, en mót­mæl­endur dóu ekki ráða­lausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á frið­inn sem þau eru að óska eft­ir. Kertafleyt­ingar og ljósa­sýn­ingar eru þekkt tæki mót­mæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósa­göngu UN Women á Ísland­i. 

Í mynd­band­inu má sjá mót­mæl­endur í Bayelsa rík­inu í Níger­íu, þar sem þau tóku þátt í mót­mæl­unum í sínu ríki, en mót­mælin eiga sér stað um allt land­ið. 

Mót­mæl­endur hafa m.a. safn­ast saman við Lekki toll­hliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfir­völd tóku þá til þess að setja á útgöngu­bann til þess að sporna við mót­mæl­un­um. Mót­mælin hafa farið mjög frið­sæl­lega fram, en þann 20. októ­ber tóku yfir­völd raf­magnið af öllu Lekki hverf­inu og sendu her­inn á mót­mæl­end­ur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö lét­ust sam­stundis og fjöldi fólks særð­ist alvar­lega. 

Mót­mælin eru ekki bara sögu­leg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lög­reglu­of­beldi í Níger­íu, heldur líka því að konur eru í for­ystu mót­mæl­anna. Lengi hafa konur verið kúg­aðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karl­ar, en með þess­ari nýju bylgju mót­mæla má sjá breyt­ingar í öllu sam­fé­lag­inu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ sam­fé­lag­inu eru að fá meiri rödd og það er almenn vit­und­ar­vakn­ing fyrir alls­herj­ar­breyt­ingum í sam­fé­lag­in­u. 

Mynd: Matthew Ayibakuro

Mót­mælin hafa einnig farið út fyrir land­stein­ana, en Níger­íu­búar hafa safn­ast saman fyrir framan sendi­ráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á mál­efn­inu. Alþjóð­legur stuðn­ingur er gríð­ar­lega mik­il­vægur til þess að setja pressu á níger­ísk yfir­völd. Til dæmis er núna und­ir­skrifta­söfnun í gangi fyrir því að bresk yfir­völd setji við­ur­lög á níger­ísk stjórn­völd til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mót­mæl­end­anna. Nú þegar hafa tæp­lega 200.000 manns skrifað und­ir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þing­in­u. 

Mynd frá Prince Louis Omolayo Adekola sem var viðstaddur mótmælin í London.

Ég hvet alla til þess að vekja athygli á mál­inu á sam­fé­lags­miðlum með því að taka þátt í #ENDs­ars her­ferð­inni á sam­fé­lags­miðl­um, og íslensk stjórn­völd til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Níger­íu, og þar með um allan heim, stuðn­ing. 

Höf­undur er í masters­námi við SOAS háskól­ann í London í átaka- og þró­un­ar­fræð­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar