#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa átt sér stað mót­mæli í Nígeríu gegn lög­reglu­of­beldi þar í landi. Mót­mæl­un­unum var hrundið eftir nýj­ustu fregnir af morðum á sak­lausum borg­urum sem framin voru af sér­sveit­ar­mönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refs­ing­ar. 

Þó að SARS (Special Ant­i-Robbery Squ­ad) hafi upp­haf­lega verið stofnað árið 1992 til að berj­ast gegn upp­gangi vopn­aðra rána hefur það fengið orð­spor fyrir handa­hófs­kennda hand­töku, pynt­ing­ar, fjár­kúgun og morð án dóm­stóla. Í ljósi starfa sveit­ar­inn­ar, vinna sér­sveit­ar­menn­irnir oft í venju­legum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síð­ustu ár orðið þekktir fyrir að kúga sak­lausa unga Níger­íu­búa grimmi­lega og starfa utan laga. 

Algeng­ast er að þeir taki sér­stak­lega fyrir unga menn af handa­hófi og saki þá um fjársvindl á net­inu, með enga sönnun nema það að þeir eigi far­tölvu eða síma. Þeir krefja þá menn­ina um öfga­kenndar upp­hæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum til­vikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hrað­banka til þess að taka út háar upp­hæð­ir, á meðan þeir miða að þeim byss­um. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óal­gengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. 

Auglýsing

Mót­mæli sem þessi eru ekki ný af nál­inni í Níger­íu, en árið 2016 var her­ferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Her­ferðin var far­sæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið end­ur­bætt, yfir­farin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinn­um. En án árang­urs. SARS eru enn starf­rækt og halda ofbeld­inu áfram. 

Mynd: Matthew Ayibakuro

Eftir að mót­mælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfir­völd tóku til þess að taka raf­magnið af ákveðnum svæðum um land­ið, en mót­mæl­endur dóu ekki ráða­lausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á frið­inn sem þau eru að óska eft­ir. Kertafleyt­ingar og ljósa­sýn­ingar eru þekkt tæki mót­mæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósa­göngu UN Women á Ísland­i. 

Í mynd­band­inu má sjá mót­mæl­endur í Bayelsa rík­inu í Níger­íu, þar sem þau tóku þátt í mót­mæl­unum í sínu ríki, en mót­mælin eiga sér stað um allt land­ið. 

Mót­mæl­endur hafa m.a. safn­ast saman við Lekki toll­hliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfir­völd tóku þá til þess að setja á útgöngu­bann til þess að sporna við mót­mæl­un­um. Mót­mælin hafa farið mjög frið­sæl­lega fram, en þann 20. októ­ber tóku yfir­völd raf­magnið af öllu Lekki hverf­inu og sendu her­inn á mót­mæl­end­ur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö lét­ust sam­stundis og fjöldi fólks særð­ist alvar­lega. 

Mót­mælin eru ekki bara sögu­leg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lög­reglu­of­beldi í Níger­íu, heldur líka því að konur eru í for­ystu mót­mæl­anna. Lengi hafa konur verið kúg­aðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karl­ar, en með þess­ari nýju bylgju mót­mæla má sjá breyt­ingar í öllu sam­fé­lag­inu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ sam­fé­lag­inu eru að fá meiri rödd og það er almenn vit­und­ar­vakn­ing fyrir alls­herj­ar­breyt­ingum í sam­fé­lag­in­u. 

Mynd: Matthew Ayibakuro

Mót­mælin hafa einnig farið út fyrir land­stein­ana, en Níger­íu­búar hafa safn­ast saman fyrir framan sendi­ráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á mál­efn­inu. Alþjóð­legur stuðn­ingur er gríð­ar­lega mik­il­vægur til þess að setja pressu á níger­ísk yfir­völd. Til dæmis er núna und­ir­skrifta­söfnun í gangi fyrir því að bresk yfir­völd setji við­ur­lög á níger­ísk stjórn­völd til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mót­mæl­end­anna. Nú þegar hafa tæp­lega 200.000 manns skrifað und­ir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þing­in­u. 

Mynd frá Prince Louis Omolayo Adekola sem var viðstaddur mótmælin í London.

Ég hvet alla til þess að vekja athygli á mál­inu á sam­fé­lags­miðlum með því að taka þátt í #ENDs­ars her­ferð­inni á sam­fé­lags­miðl­um, og íslensk stjórn­völd til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Níger­íu, og þar með um allan heim, stuðn­ing. 

Höf­undur er í masters­námi við SOAS háskól­ann í London í átaka- og þró­un­ar­fræð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar