Aðgát skal höfð við meðferð gæsalappa

Jóhann Páll Jóhannsson bregst við svargrein varaformanns Viðreisnar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­or, brást við skrifum mínum um gjald­eyr­is­mál í gær með grein í Kjarn­anum þar sem hann eignar mér sjón­ar­mið sem ég hef hvergi sett fram. Raunar gekk hann svo langt að birta þrjár full­yrð­ingar – innan gæsalappa! – sem hvergi var að finna í grein minni og svara þeim líkt og um væri að ræða beinar til­vitn­anir í mig („at­huga­semdir Jóhanns“ sem væri „farið yfir­”). Þetta eru vinnu­brögð sem sæma hvorki vara­for­manni stjórn­mála­flokks né fræði­manni við Háskóla Íslands og Daði hlýtur að biðj­ast afsök­unar á þeim. 

Mér sýn­ist við vera sam­mála um margt, til dæmis að sveigj­an­legur gjald­mið­ill hafi bæði kosti og kostn­að­ar­sama galla. Daði nefnir kenn­ingar Roberts Mundell um hag­kvæm mynt­svæði (e. Optimal Cur­rency Area) og bendir á að sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans um Val­kosti Íslands í gjald­mið­ils- og geng­is­málum sé OCA-­vísi­tala Íslands gagn­vart evr­u­­svæð­inu svipuð vísi­­tölu Spánar og Ítal­íu. Þetta eru ekki endi­lega sterk rök fyrir upp­töku evru, enda hafa Mið­jarð­ar­hafs­þjóð­irnar lent í sárs­auka­fullu aðlög­un­ar­basli eftir að geng­is­sveigj­an­leik­anum var fórn­að. Fyrst Daði Már vísar til Seðla­banka­skýrsl­unnar og kenn­inga um hag­kvæm mynt­svæði í sömu andrá er rétt að geta þess að í sömu skýrslu er full­yrt að með til­liti til OCA-skil­yrð­anna séu „að­stæður á Íslandi enn þannig að hreinn ábati af aðild er minni en margra ann­arra Evr­ópu­ríkja og hugs­an­lega nei­kvæð­ur.“ Þetta er mat Seðla­bank­ans þrátt fyrir margra ára þátt­töku Íslands í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (sem vissu­lega stuðlar að auknum hreyf­an­leika fram­leiðslu­þátta eins og Daði bendir á). Sam­kvæmt nýlegra plaggi, skýrslu Ásgeirs Jóns­sonar o.fl. um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu sem kom út 2018, er „engum blöðum um það að fletta að Ísland upp­fyllir ekki við­miðin sem kennd eru við hag­kvæmt mynt­svæð­i“. Dan­mörk kemur mun betur út en Ísland í þessu til­liti.

Auglýsing

Þýðir þetta endi­lega að sjálf­stæð fljót­andi króna sé „nauð­syn­leg“ fyrir Ísland? Nei. Ókost­ina þarf ein­fald­lega að vega og meta með hlið­sjón af kostum og göllum núver­andi fyr­ir­komu­lags. Þá þarf til dæmis að taka með í reikn­ing­inn við­skipta­kostnað af sjálf­stæðri mynt, áhrifin á utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingar og það hvernig örmynt getur undir vissum kring­um­stæðum orðið sjálf­stæð upp­spretta sveiflna og efna­hags­legs óstöð­ug­leika eins og við Íslend­ingar þekkjum af bit­urri reynslu. Ég full­yrti ekki að krónan væri „nauð­syn­leg“ og það var heldur ekki ég sem skrif­aði að upp­taka evru væri „fjar­læg­ari kost­ur“ fyrir Ísland og að Evr­ópu­sinnar ættu að sætta sig við mála­miðl­anir – það var vara­for­maður Við­reisnar sem skrif­aði þá grein!

Daði saknar þess að ég nefni þann ágalla sem hann hefur sjálfur mestar áhyggjur af, að „fast gengi gagn­vart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjara­­samn­inga sem aðilar vinn­u­­mark­að­­ar­ins yrðu að virða“. Ég tæpti samt á þessu í fyrstu athuga­semd greinar minnar og benti á að fast­geng­is­stefnu fylgir sú hætta að aðlögun þjóð­ar­bú­skap­ar­ins þurfi að eiga sér stað í gegnum atvinnustig og lækkun nafn­launa frekar en með lækkun raun­launa vegna geng­is­veik­ing­ar. Þarna eru afdrif Mið­jarð­ar­haf­s­land­anna víti til að varast, áminn­ing um að geng­is­bind­ing eða aðild að mynt­banda­lagi knýr ekki sjálf­krafa á um umbætur á vinnu­mark­að­i. 



Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­­ópskri stjórn­­­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­­gjöf fyrir þing­­flokk Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar