Aðgát skal höfð við meðferð gæsalappa

Jóhann Páll Jóhannsson bregst við svargrein varaformanns Viðreisnar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­or, brást við skrifum mínum um gjald­eyr­is­mál í gær með grein í Kjarn­anum þar sem hann eignar mér sjón­ar­mið sem ég hef hvergi sett fram. Raunar gekk hann svo langt að birta þrjár full­yrð­ingar – innan gæsalappa! – sem hvergi var að finna í grein minni og svara þeim líkt og um væri að ræða beinar til­vitn­anir í mig („at­huga­semdir Jóhanns“ sem væri „farið yfir­”). Þetta eru vinnu­brögð sem sæma hvorki vara­for­manni stjórn­mála­flokks né fræði­manni við Háskóla Íslands og Daði hlýtur að biðj­ast afsök­unar á þeim. 

Mér sýn­ist við vera sam­mála um margt, til dæmis að sveigj­an­legur gjald­mið­ill hafi bæði kosti og kostn­að­ar­sama galla. Daði nefnir kenn­ingar Roberts Mundell um hag­kvæm mynt­svæði (e. Optimal Cur­rency Area) og bendir á að sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans um Val­kosti Íslands í gjald­mið­ils- og geng­is­málum sé OCA-­vísi­tala Íslands gagn­vart evr­u­­svæð­inu svipuð vísi­­tölu Spánar og Ítal­íu. Þetta eru ekki endi­lega sterk rök fyrir upp­töku evru, enda hafa Mið­jarð­ar­hafs­þjóð­irnar lent í sárs­auka­fullu aðlög­un­ar­basli eftir að geng­is­sveigj­an­leik­anum var fórn­að. Fyrst Daði Már vísar til Seðla­banka­skýrsl­unnar og kenn­inga um hag­kvæm mynt­svæði í sömu andrá er rétt að geta þess að í sömu skýrslu er full­yrt að með til­liti til OCA-skil­yrð­anna séu „að­stæður á Íslandi enn þannig að hreinn ábati af aðild er minni en margra ann­arra Evr­ópu­ríkja og hugs­an­lega nei­kvæð­ur.“ Þetta er mat Seðla­bank­ans þrátt fyrir margra ára þátt­töku Íslands í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (sem vissu­lega stuðlar að auknum hreyf­an­leika fram­leiðslu­þátta eins og Daði bendir á). Sam­kvæmt nýlegra plaggi, skýrslu Ásgeirs Jóns­sonar o.fl. um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu sem kom út 2018, er „engum blöðum um það að fletta að Ísland upp­fyllir ekki við­miðin sem kennd eru við hag­kvæmt mynt­svæð­i“. Dan­mörk kemur mun betur út en Ísland í þessu til­liti.

Auglýsing

Þýðir þetta endi­lega að sjálf­stæð fljót­andi króna sé „nauð­syn­leg“ fyrir Ísland? Nei. Ókost­ina þarf ein­fald­lega að vega og meta með hlið­sjón af kostum og göllum núver­andi fyr­ir­komu­lags. Þá þarf til dæmis að taka með í reikn­ing­inn við­skipta­kostnað af sjálf­stæðri mynt, áhrifin á utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingar og það hvernig örmynt getur undir vissum kring­um­stæðum orðið sjálf­stæð upp­spretta sveiflna og efna­hags­legs óstöð­ug­leika eins og við Íslend­ingar þekkjum af bit­urri reynslu. Ég full­yrti ekki að krónan væri „nauð­syn­leg“ og það var heldur ekki ég sem skrif­aði að upp­taka evru væri „fjar­læg­ari kost­ur“ fyrir Ísland og að Evr­ópu­sinnar ættu að sætta sig við mála­miðl­anir – það var vara­for­maður Við­reisnar sem skrif­aði þá grein!

Daði saknar þess að ég nefni þann ágalla sem hann hefur sjálfur mestar áhyggjur af, að „fast gengi gagn­vart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjara­­samn­inga sem aðilar vinn­u­­mark­að­­ar­ins yrðu að virða“. Ég tæpti samt á þessu í fyrstu athuga­semd greinar minnar og benti á að fast­geng­is­stefnu fylgir sú hætta að aðlögun þjóð­ar­bú­skap­ar­ins þurfi að eiga sér stað í gegnum atvinnustig og lækkun nafn­launa frekar en með lækkun raun­launa vegna geng­is­veik­ing­ar. Þarna eru afdrif Mið­jarð­ar­haf­s­land­anna víti til að varast, áminn­ing um að geng­is­bind­ing eða aðild að mynt­banda­lagi knýr ekki sjálf­krafa á um umbætur á vinnu­mark­að­i. Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­­ópskri stjórn­­­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­­gjöf fyrir þing­­flokk Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar