Aðgát skal höfð við meðferð gæsalappa

Jóhann Páll Jóhannsson bregst við svargrein varaformanns Viðreisnar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­or, brást við skrifum mínum um gjald­eyr­is­mál í gær með grein í Kjarn­anum þar sem hann eignar mér sjón­ar­mið sem ég hef hvergi sett fram. Raunar gekk hann svo langt að birta þrjár full­yrð­ingar – innan gæsalappa! – sem hvergi var að finna í grein minni og svara þeim líkt og um væri að ræða beinar til­vitn­anir í mig („at­huga­semdir Jóhanns“ sem væri „farið yfir­”). Þetta eru vinnu­brögð sem sæma hvorki vara­for­manni stjórn­mála­flokks né fræði­manni við Háskóla Íslands og Daði hlýtur að biðj­ast afsök­unar á þeim. 

Mér sýn­ist við vera sam­mála um margt, til dæmis að sveigj­an­legur gjald­mið­ill hafi bæði kosti og kostn­að­ar­sama galla. Daði nefnir kenn­ingar Roberts Mundell um hag­kvæm mynt­svæði (e. Optimal Cur­rency Area) og bendir á að sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans um Val­kosti Íslands í gjald­mið­ils- og geng­is­málum sé OCA-­vísi­tala Íslands gagn­vart evr­u­­svæð­inu svipuð vísi­­tölu Spánar og Ítal­íu. Þetta eru ekki endi­lega sterk rök fyrir upp­töku evru, enda hafa Mið­jarð­ar­hafs­þjóð­irnar lent í sárs­auka­fullu aðlög­un­ar­basli eftir að geng­is­sveigj­an­leik­anum var fórn­að. Fyrst Daði Már vísar til Seðla­banka­skýrsl­unnar og kenn­inga um hag­kvæm mynt­svæði í sömu andrá er rétt að geta þess að í sömu skýrslu er full­yrt að með til­liti til OCA-skil­yrð­anna séu „að­stæður á Íslandi enn þannig að hreinn ábati af aðild er minni en margra ann­arra Evr­ópu­ríkja og hugs­an­lega nei­kvæð­ur.“ Þetta er mat Seðla­bank­ans þrátt fyrir margra ára þátt­töku Íslands í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (sem vissu­lega stuðlar að auknum hreyf­an­leika fram­leiðslu­þátta eins og Daði bendir á). Sam­kvæmt nýlegra plaggi, skýrslu Ásgeirs Jóns­sonar o.fl. um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu sem kom út 2018, er „engum blöðum um það að fletta að Ísland upp­fyllir ekki við­miðin sem kennd eru við hag­kvæmt mynt­svæð­i“. Dan­mörk kemur mun betur út en Ísland í þessu til­liti.

Auglýsing

Þýðir þetta endi­lega að sjálf­stæð fljót­andi króna sé „nauð­syn­leg“ fyrir Ísland? Nei. Ókost­ina þarf ein­fald­lega að vega og meta með hlið­sjón af kostum og göllum núver­andi fyr­ir­komu­lags. Þá þarf til dæmis að taka með í reikn­ing­inn við­skipta­kostnað af sjálf­stæðri mynt, áhrifin á utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingar og það hvernig örmynt getur undir vissum kring­um­stæðum orðið sjálf­stæð upp­spretta sveiflna og efna­hags­legs óstöð­ug­leika eins og við Íslend­ingar þekkjum af bit­urri reynslu. Ég full­yrti ekki að krónan væri „nauð­syn­leg“ og það var heldur ekki ég sem skrif­aði að upp­taka evru væri „fjar­læg­ari kost­ur“ fyrir Ísland og að Evr­ópu­sinnar ættu að sætta sig við mála­miðl­anir – það var vara­for­maður Við­reisnar sem skrif­aði þá grein!

Daði saknar þess að ég nefni þann ágalla sem hann hefur sjálfur mestar áhyggjur af, að „fast gengi gagn­vart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjara­­samn­inga sem aðilar vinn­u­­mark­að­­ar­ins yrðu að virða“. Ég tæpti samt á þessu í fyrstu athuga­semd greinar minnar og benti á að fast­geng­is­stefnu fylgir sú hætta að aðlögun þjóð­ar­bú­skap­ar­ins þurfi að eiga sér stað í gegnum atvinnustig og lækkun nafn­launa frekar en með lækkun raun­launa vegna geng­is­veik­ing­ar. Þarna eru afdrif Mið­jarð­ar­haf­s­land­anna víti til að varast, áminn­ing um að geng­is­bind­ing eða aðild að mynt­banda­lagi knýr ekki sjálf­krafa á um umbætur á vinnu­mark­að­i. Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­­ópskri stjórn­­­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­­gjöf fyrir þing­­flokk Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar