Aðgát skal höfð við meðferð gæsalappa

Jóhann Páll Jóhannsson bregst við svargrein varaformanns Viðreisnar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­or, brást við skrifum mínum um gjald­eyr­is­mál í gær með grein í Kjarn­anum þar sem hann eignar mér sjón­ar­mið sem ég hef hvergi sett fram. Raunar gekk hann svo langt að birta þrjár full­yrð­ingar – innan gæsalappa! – sem hvergi var að finna í grein minni og svara þeim líkt og um væri að ræða beinar til­vitn­anir í mig („at­huga­semdir Jóhanns“ sem væri „farið yfir­”). Þetta eru vinnu­brögð sem sæma hvorki vara­for­manni stjórn­mála­flokks né fræði­manni við Háskóla Íslands og Daði hlýtur að biðj­ast afsök­unar á þeim. 

Mér sýn­ist við vera sam­mála um margt, til dæmis að sveigj­an­legur gjald­mið­ill hafi bæði kosti og kostn­að­ar­sama galla. Daði nefnir kenn­ingar Roberts Mundell um hag­kvæm mynt­svæði (e. Optimal Cur­rency Area) og bendir á að sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans um Val­kosti Íslands í gjald­mið­ils- og geng­is­málum sé OCA-­vísi­tala Íslands gagn­vart evr­u­­svæð­inu svipuð vísi­­tölu Spánar og Ítal­íu. Þetta eru ekki endi­lega sterk rök fyrir upp­töku evru, enda hafa Mið­jarð­ar­hafs­þjóð­irnar lent í sárs­auka­fullu aðlög­un­ar­basli eftir að geng­is­sveigj­an­leik­anum var fórn­að. Fyrst Daði Már vísar til Seðla­banka­skýrsl­unnar og kenn­inga um hag­kvæm mynt­svæði í sömu andrá er rétt að geta þess að í sömu skýrslu er full­yrt að með til­liti til OCA-skil­yrð­anna séu „að­stæður á Íslandi enn þannig að hreinn ábati af aðild er minni en margra ann­arra Evr­ópu­ríkja og hugs­an­lega nei­kvæð­ur.“ Þetta er mat Seðla­bank­ans þrátt fyrir margra ára þátt­töku Íslands í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (sem vissu­lega stuðlar að auknum hreyf­an­leika fram­leiðslu­þátta eins og Daði bendir á). Sam­kvæmt nýlegra plaggi, skýrslu Ásgeirs Jóns­sonar o.fl. um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu sem kom út 2018, er „engum blöðum um það að fletta að Ísland upp­fyllir ekki við­miðin sem kennd eru við hag­kvæmt mynt­svæð­i“. Dan­mörk kemur mun betur út en Ísland í þessu til­liti.

Auglýsing

Þýðir þetta endi­lega að sjálf­stæð fljót­andi króna sé „nauð­syn­leg“ fyrir Ísland? Nei. Ókost­ina þarf ein­fald­lega að vega og meta með hlið­sjón af kostum og göllum núver­andi fyr­ir­komu­lags. Þá þarf til dæmis að taka með í reikn­ing­inn við­skipta­kostnað af sjálf­stæðri mynt, áhrifin á utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingar og það hvernig örmynt getur undir vissum kring­um­stæðum orðið sjálf­stæð upp­spretta sveiflna og efna­hags­legs óstöð­ug­leika eins og við Íslend­ingar þekkjum af bit­urri reynslu. Ég full­yrti ekki að krónan væri „nauð­syn­leg“ og það var heldur ekki ég sem skrif­aði að upp­taka evru væri „fjar­læg­ari kost­ur“ fyrir Ísland og að Evr­ópu­sinnar ættu að sætta sig við mála­miðl­anir – það var vara­for­maður Við­reisnar sem skrif­aði þá grein!

Daði saknar þess að ég nefni þann ágalla sem hann hefur sjálfur mestar áhyggjur af, að „fast gengi gagn­vart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjara­­samn­inga sem aðilar vinn­u­­mark­að­­ar­ins yrðu að virða“. Ég tæpti samt á þessu í fyrstu athuga­semd greinar minnar og benti á að fast­geng­is­stefnu fylgir sú hætta að aðlögun þjóð­ar­bú­skap­ar­ins þurfi að eiga sér stað í gegnum atvinnustig og lækkun nafn­launa frekar en með lækkun raun­launa vegna geng­is­veik­ing­ar. Þarna eru afdrif Mið­jarð­ar­haf­s­land­anna víti til að varast, áminn­ing um að geng­is­bind­ing eða aðild að mynt­banda­lagi knýr ekki sjálf­krafa á um umbætur á vinnu­mark­að­i. Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­­ópskri stjórn­­­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­­gjöf fyrir þing­­flokk Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar