Aðgát skal höfð við meðferð gæsalappa

Jóhann Páll Jóhannsson bregst við svargrein varaformanns Viðreisnar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og hagfræðiprófessor, brást við skrifum mínum um gjaldeyrismál í gær með grein í Kjarnanum þar sem hann eignar mér sjónarmið sem ég hef hvergi sett fram. Raunar gekk hann svo langt að birta þrjár fullyrðingar – innan gæsalappa! – sem hvergi var að finna í grein minni og svara þeim líkt og um væri að ræða beinar tilvitnanir í mig („athugasemdir Jóhanns“ sem væri „farið yfir”). Þetta eru vinnubrögð sem sæma hvorki varaformanni stjórnmálaflokks né fræðimanni við Háskóla Íslands og Daði hlýtur að biðjast afsökunar á þeim. 

Mér sýnist við vera sammála um margt, til dæmis að sveigjanlegur gjaldmiðill hafi bæði kosti og kostnaðarsama galla. Daði nefnir kenningar Roberts Mundell um hagkvæm myntsvæði (e. Optimal Currency Area) og bendir á að samkvæmt skýrslu Seðlabankans um Valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum sé OCA-vísi­tala Íslands gagn­vart evru­svæð­inu svipuð vísi­tölu Spánar og Ítalíu. Þetta eru ekki endilega sterk rök fyrir upptöku evru, enda hafa Miðjarðarhafsþjóðirnar lent í sársaukafullu aðlögunarbasli eftir að gengissveigjanleikanum var fórnað. Fyrst Daði Már vísar til Seðlabankaskýrslunnar og kenninga um hagkvæm myntsvæði í sömu andrá er rétt að geta þess að í sömu skýrslu er fullyrt að með tilliti til OCA-skilyrðanna séu „aðstæður á Íslandi enn þannig að hreinn ábati af aðild er minni en margra annarra Evrópuríkja og hugsanlega neikvæður.“ Þetta er mat Seðlabankans þrátt fyrir margra ára þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu (sem vissulega stuðlar að auknum hreyfanleika framleiðsluþátta eins og Daði bendir á). Samkvæmt nýlegra plaggi, skýrslu Ásgeirs Jónssonar o.fl. um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út 2018, er „engum blöðum um það að fletta að Ísland uppfyllir ekki viðmiðin sem kennd eru við hagkvæmt myntsvæði“. Danmörk kemur mun betur út en Ísland í þessu tilliti.

Auglýsing

Þýðir þetta endilega að sjálfstæð fljótandi króna sé „nauðsynleg“ fyrir Ísland? Nei. Ókostina þarf einfaldlega að vega og meta með hliðsjón af kostum og göllum núverandi fyrirkomulags. Þá þarf til dæmis að taka með í reikninginn viðskiptakostnað af sjálfstæðri mynt, áhrifin á utanríkisviðskipti og fjárfestingar og það hvernig örmynt getur undir vissum kringumstæðum orðið sjálfstæð uppspretta sveiflna og efnahagslegs óstöðugleika eins og við Íslendingar þekkjum af biturri reynslu. Ég fullyrti ekki að krónan væri „nauðsynleg“ og það var heldur ekki ég sem skrifaði að upptaka evru væri „fjarlægari kostur“ fyrir Ísland og að Evrópusinnar ættu að sætta sig við málamiðlanir – það var varaformaður Viðreisnar sem skrifaði þá grein!

Daði saknar þess að ég nefni þann ágalla sem hann hefur sjálfur mestar áhyggjur af, að „fast gengi gagn­vart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjara­samn­inga sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins yrðu að virða“. Ég tæpti samt á þessu í fyrstu athugasemd greinar minnar og benti á að fastgengisstefnu fylgir sú hætta að aðlögun þjóðarbúskaparins þurfi að eiga sér stað í gegnum atvinnustig og lækkun nafnlauna frekar en með lækkun raunlauna vegna gengisveikingar. Þarna eru afdrif Miðjarðarhafslandanna víti til að varast, áminning um að gengisbinding eða aðild að myntbandalagi knýr ekki sjálfkrafa á um umbætur á vinnumarkaði. 


Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­ópskri stjórn­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­gjöf fyrir þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar