Til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum

Varaformaður Viðreisnar svarar grein Jóhanns Páls Jóhannssonar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son birti grein í Kjarn­anum undir titl­inum „Ósann­fær­andi mála­miðl­un­ar­til­laga”. Í grein­inni gagn­rýnir Jóhann til­lögu okkar Stef­áns Más Stef­áns­sonar um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­eyr­is­mála á Íslandi. Hér er farið yfir athuga­semdir Jóhanns.

Því ber mjög að fagna að mál­efna­leg umræða eigi sér stað um gjald­eyr­is­mál Íslands. Um mjög stórt hags­muna­mál er að ræða fyrir þjóð­ina. Ég fagna því grein Jóhanns. Í grein­inni setur Jóhann fram efa­semdir um til­lög­una. Er þeim svarað hér:

„Krónan er nauð­syn­leg“

Jóhann setur fram þá skoðun sveigj­an­leiki gengis sé mik­il­vægur og að teng­ing við evru henti íslensku efna­hags­lífi illa. Færa má rök fyrir því að sveigj­an­legt gengi geti betur end­ur­speglað sam­keppn­is­stöðu hag­kerf­is­ins á hverjum tíma og sér­tæk skil­yrði í hag­kerf­inu. Þessi skil­yrði séu síbreyti­leg gagn­vart okkar helstu við­skipta­lönd­um, s.s. evru ríkj­un­um. Þetta rök­styðji sjálfsæða mynt. 

Ef sveigj­an­leiki er svona mik­il­vægur hvers vegna völdu evr­ópu­þjóð­irnar að taka upp sam­eig­in­lega mynt? Staða hag­kerfa ein­stakra landa og lands­svæða innan evru­svæð­is­ins getur vikið veru­lega frá stöðu svæð­is­ins í heild. Væri þá ekki nær að hafa mun fleiri gjald­miðla, fyrir hvert land og jafn­vel land­svæði eða borgir? Þessu virð­ist heim­ur­inn hafa hafn­að. Skýr­ingin er sú að þó sveigj­an­leiki hafi kosti hefur hann líka kostn­að­ar­sama galla. Þeir eru hærri við­skipta­kostn­að­ur, óvissa um geng­is­þróun og minni virk sam­keppn­i. 

Um þetta hefur mikið verið fjallað í hag­fræði m.a. kenn­ingar Mundells um hag­kvæm mynt­svæði (sjá t.d. skýrslu Seðla­banka Íslands, Val­kostir Íslands í gjald­mið­ils- og geng­is­mál­u­m). Sam­kvæmt kenn­ingu Mundells eru fær­an­legir fram­leiðslu­þættir skil­yrði þess að hag­kvæmt sé að tvö svæði til­heyri sama mynt­svæði. Til við­bótar styður umfang við­skipta milli svæð­anna og sam­leitni hag­sveiflna slíkt fyr­ir­komu­lag. 

Með þátt­töku Íslands í evr­ópska efna­hags­svæð­inu hefur Ísland einmitt stuðlað að slíkum fær­an­leika fram­leiðslu­þátta. Íslenska hag­kerfið er mjög opið, þ.e. umfang utan­rík­is­við­skipta er mjög mikið og stærsta við­skipta­blokkin er evru­svæð­ið. Sam­an­tekið mat Seðla­bank­ans í fyrr­nefndri skýrslu var að OAE (Optimal Cur­rency Area) vísi­tala Ísland gagn­vart evru­svæð­inu væri svipur vísi­tölu Spánar og Ítalíu og betri en Írlands. 

Auglýsing
Fjölmörg lítil ríki eru til í heim­inum og fjöl­margar litlar mynnt­ir. Af þeim um 70 ríkjum sem hafa færri en milljón íbúa eru ein­ungis tvö með fljót­andi gjald­mið­il, Seychelles-eyjar og Ísland. Hin skipt­ast í mis­mun­andi fyr­ir­komu­lag geng­isteng­ingar við stærri mynnt­ir. Rúmur þriðj­ungur notar gjald­miðil ann­ars rík­is, tæpur helm­ingur tengir gjald­mið­il­inn beint við stærri mynnt og restin tengir gengi við mynt­körfu. Þessi ríki hafa sem­sagt valið að afsala sér sveigj­an­leika í gjald­eyr­is­málum – vænt­an­lega vegna þess að ábat­inn af því er meiri en kostn­að­ur­inn.

„Ekki er hægt að tryggja var­an­leika gjald­eyr­is­sam­starfs“

Jóhann telur að ekki sé hægt að tryggja var­an­leika sam­starfs við Evr­ópu­sam­bandið í gjald­eyr­is­mál­um. Hann nefnir þessu til stuðn­ings dæmi um sam­starfs sem hefur brost­ið. Þetta er þörf ábend­ing hjá Jóhanni. Engin mann­anna verk eru í eðlinu var­an­leg. Tvennt skal þó nefnt í þessu sam­hengi. Frumástæða þess að slíkt sam­starf getur brostið eru meiri­háttar atburð­ir, eins og sam­ein­ing þýsku ríkj­anna reynd­ist fyrir ERM fyr­ir­komu­lag­ið, eða að for­sendur sam­starfs­ins hafi verið byggðar á of veikum grunni. Ljóst er að hvorki ég né nokkur annar getur lofað því að nokk­urt fyr­ir­komu­lag verði alveg var­an­legt. Verði alvar­legur brestur á for­sendum gæti það leitt til þess að aðilar slíti sam­starf­inu. Auð­vitað er mögu­legt að slík skil­yrði gætu komið upp. Það hefur þó ekki gerst enn í sam­starfi Dana við Evr­ópu­sam­bandið í gjald­eyr­is­mál­um. Bent skal á að skil­yrði Íslands til að tryggja stöð­ug­leika í sam­starfi í gjald­eyr­ismálum með þann veru­lega gjald­eyr­is­vara­forða sem Ísland á eru mög góð.

„Veru­leg aðhalds­krafa yrði á íslenskum stjórn­völd­um“

Jóhann bendir einnig á að sam­starfi gæti fylgt krafa um harð­ari aðhald í fjár­málum hins opin­bera. Það er mögu­legt. Ólík­legt er hins vegar að sú krafa yrði mikið harð­ari en Evr­ópu­sam­bandið beitir evru­lönd­in, sem öll hafa fengið svig­rúm til mót­væg­is­að­gerða sem eru hlið­stæð því sem Íslensk stjórn­völd hafa sett fram í fjár­mála­á­ætl­un, að teknu til­liti til góðrar skulda­stöðu Íslands.

Ábend­ing um annan ágalla

Jóhann nefnir hins vegar ekki þann ágalla sem ég per­sónu­lega hef mestar áhyggjur af. Fast gengi gagn­vart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjara­samn­inga sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins yrðu að virða. Ef farið yrði í að skoða betur til­lögu okkar Stef­áns Más yrði einnig að end­ur­vekja vinnu um sam­hæfða aðferða­fræði og ramma fyrir kjara­við­ræður því ekki yrði lengur mögu­legt að leið­rétta mis­tök á þeim vet­vangi með því að leyfa krón­unni að gefa eftir og leið­rétta raun­laun. Afleið­ingar mis­taka í kjara­samn­ings­gerð í fram­tíð­inni mundu því leiða til atvinnu­leys­is. Slíkt þarf að forð­ast. Á hinn bóg­inn má færa rök fyrir því að slíkar end­ur­bætur á aðferða­fræði við gerð kjara­samn­inga séu bæði tíma­bærar og nauð­syn­leg­ar.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar