Til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum

Varaformaður Viðreisnar svarar grein Jóhanns Páls Jóhannssonar um gjaldeyrismál.

Auglýsing

Jóhann Páll Jóhannsson birti grein í Kjarnanum undir titlinum „Ósannfærandi málamiðlunartillaga”. Í greininni gagnrýnir Jóhann tillögu okkar Stefáns Más Stefánssonar um framtíðarfyrirkomulag gjaldeyrismála á Íslandi. Hér er farið yfir athugasemdir Jóhanns.

Því ber mjög að fagna að málefnaleg umræða eigi sér stað um gjaldeyrismál Íslands. Um mjög stórt hagsmunamál er að ræða fyrir þjóðina. Ég fagna því grein Jóhanns. Í greininni setur Jóhann fram efasemdir um tillöguna. Er þeim svarað hér:

„Krónan er nauðsynleg“

Jóhann setur fram þá skoðun sveigjanleiki gengis sé mikilvægur og að tenging við evru henti íslensku efnahagslífi illa. Færa má rök fyrir því að sveigjanlegt gengi geti betur endurspeglað samkeppnisstöðu hagkerfisins á hverjum tíma og sértæk skilyrði í hagkerfinu. Þessi skilyrði séu síbreytileg gagnvart okkar helstu viðskiptalöndum, s.s. evru ríkjunum. Þetta rökstyðji sjálfsæða mynt. 

Ef sveigjanleiki er svona mikilvægur hvers vegna völdu evrópuþjóðirnar að taka upp sameiginlega mynt? Staða hagkerfa einstakra landa og landssvæða innan evrusvæðisins getur vikið verulega frá stöðu svæðisins í heild. Væri þá ekki nær að hafa mun fleiri gjaldmiðla, fyrir hvert land og jafnvel landsvæði eða borgir? Þessu virðist heimurinn hafa hafnað. Skýringin er sú að þó sveigjanleiki hafi kosti hefur hann líka kostnaðarsama galla. Þeir eru hærri viðskiptakostnaður, óvissa um gengisþróun og minni virk samkeppni. 

Um þetta hefur mikið verið fjallað í hagfræði m.a. kenningar Mundells um hagkvæm myntsvæði (sjá t.d. skýrslu Seðlabanka Íslands, Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum). Samkvæmt kenningu Mundells eru færanlegir framleiðsluþættir skilyrði þess að hagkvæmt sé að tvö svæði tilheyri sama myntsvæði. Til viðbótar styður umfang viðskipta milli svæðanna og samleitni hagsveiflna slíkt fyrirkomulag. 

Með þátttöku Íslands í evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland einmitt stuðlað að slíkum færanleika framleiðsluþátta. Íslenska hagkerfið er mjög opið, þ.e. umfang utanríkisviðskipta er mjög mikið og stærsta viðskiptablokkin er evrusvæðið. Samantekið mat Seðlabankans í fyrrnefndri skýrslu var að OAE (Optimal Currency Area) vísitala Ísland gagnvart evrusvæðinu væri svipur vísitölu Spánar og Ítalíu og betri en Írlands. 

Auglýsing
Fjölmörg lítil ríki eru til í heiminum og fjölmargar litlar mynntir. Af þeim um 70 ríkjum sem hafa færri en milljón íbúa eru einungis tvö með fljótandi gjaldmiðil, Seychelles-eyjar og Ísland. Hin skiptast í mismunandi fyrirkomulag gengistengingar við stærri mynntir. Rúmur þriðjungur notar gjaldmiðil annars ríkis, tæpur helmingur tengir gjaldmiðilinn beint við stærri mynnt og restin tengir gengi við myntkörfu. Þessi ríki hafa semsagt valið að afsala sér sveigjanleika í gjaldeyrismálum – væntanlega vegna þess að ábatinn af því er meiri en kostnaðurinn.

„Ekki er hægt að tryggja varanleika gjaldeyrissamstarfs“

Jóhann telur að ekki sé hægt að tryggja varanleika samstarfs við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum. Hann nefnir þessu til stuðnings dæmi um samstarfs sem hefur brostið. Þetta er þörf ábending hjá Jóhanni. Engin mannanna verk eru í eðlinu varanleg. Tvennt skal þó nefnt í þessu samhengi. Frumástæða þess að slíkt samstarf getur brostið eru meiriháttar atburðir, eins og sameining þýsku ríkjanna reyndist fyrir ERM fyrirkomulagið, eða að forsendur samstarfsins hafi verið byggðar á of veikum grunni. Ljóst er að hvorki ég né nokkur annar getur lofað því að nokkurt fyrirkomulag verði alveg varanlegt. Verði alvarlegur brestur á forsendum gæti það leitt til þess að aðilar slíti samstarfinu. Auðvitað er mögulegt að slík skilyrði gætu komið upp. Það hefur þó ekki gerst enn í samstarfi Dana við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum. Bent skal á að skilyrði Íslands til að tryggja stöðugleika í samstarfi í gjaldeyrismálum með þann verulega gjaldeyrisvaraforða sem Ísland á eru mög góð.

„Veruleg aðhaldskrafa yrði á íslenskum stjórnvöldum“

Jóhann bendir einnig á að samstarfi gæti fylgt krafa um harðari aðhald í fjármálum hins opinbera. Það er mögulegt. Ólíklegt er hins vegar að sú krafa yrði mikið harðari en Evrópusambandið beitir evrulöndin, sem öll hafa fengið svigrúm til mótvægisaðgerða sem eru hliðstæð því sem Íslensk stjórnvöld hafa sett fram í fjármálaáætlun, að teknu tilliti til góðrar skuldastöðu Íslands.

Ábending um annan ágalla

Jóhann nefnir hins vegar ekki þann ágalla sem ég persónulega hef mestar áhyggjur af. Fast gengi gagnvart evru mundi setja mjög stífan ramma fyrir kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins yrðu að virða. Ef farið yrði í að skoða betur tillögu okkar Stefáns Más yrði einnig að endurvekja vinnu um samhæfða aðferðafræði og ramma fyrir kjaraviðræður því ekki yrði lengur mögulegt að leiðrétta mistök á þeim vetvangi með því að leyfa krónunni að gefa eftir og leiðrétta raunlaun. Afleiðingar mistaka í kjarasamningsgerð í framtíðinni mundu því leiða til atvinnuleysis. Slíkt þarf að forðast. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að slíkar endurbætur á aðferðafræði við gerð kjarasamninga séu bæði tímabærar og nauðsynlegar.

Höfundur er varaformaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar