Viðreisn og stjórnarskráin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill að stjórnarskrá sé einföld og skýr. Mikilvægast sé að ná efnislegum árangri í samræmi við kröfur nýrra tíma.

Auglýsing
Umræð­urnar um stjórn­ar­skrár­málið snú­ast bæði um form og efni. Vissu­lega skiptir aðferða­fræðin máli. En sjálf hef ég alltaf litið svo á að mik­il­væg­ast væri að ná efn­is­legum árangri í sam­ræmi við kröfur nýrra tíma. Við getum síðan haft skiptar skoð­anir á aðferð­ar­fræð­inni en að mínu mati er skyn­samt að stjórn­ar­skrá sé ein­föld og skýr og eyði frekar réttaró­vissu en auki.

Í mál­efna­sam­þykktum Við­reisnar segir um þetta: „Ná þarf sam­komu­lagi um skýrt tíma­sett ferli varð­andi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar verði tekið mið af til­lögum stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“

End­ur­bætur eða nýbygg­ing?

Stundum finnst mér að líkja megi við­fangs­efn­inu við gam­alt timb­ur­hús, sem þarfn­ast gagn­gerðra end­ur­bóta, en það er fjarri því að vera ónýtt. Heild­ar­end­ur­bætur eru því betri en nýbygg­ing. Og sum her­bergi eru verr farin en önnur og því ráð að skella sér í að laga þau fyrst. En það þarf hvorki að rífa húsið né byggja nýtt. Húsið er gott á sínum grunni en þarfn­ast vissu­lega aðhlynn­ing­ar. Með öðrum orðum þá erum við hlynnt því að upp­færa stjórn­ar­skrána á grunni þeirrar sem fyrir er en hvorki koll­varpa þessum grund­vall­ar­lögum okkar né ríg­halda í kyrr­stöð­una.

Auglýsing
Í þessu ljósi gátum við í þing­flokki Við­reisnar mjög vel fall­ist á þá til­lögu Katrínar Jak­obs­dóttur í upp­hafi kjör­tíma­bils að skipta heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrá á tvö kjör­tíma­bil.

Við lögðum ekki síður mikið traust á það lof­orð, sem reyndar var líka skrifað inn í stjórn­ar­sátt­mál­ann, að þjóðin fengi aðkomu að verk­inu. Að áfram yrði reynt að draga fram þjóð­ar­vilj­ann í tengslum við til­tekin atriði. Það var ein­læg von okkar að það væri ekki bara upp á punt.

Sam­staða um nokkra efn­is­flokka

Um suma þá efn­is­flokka, sem verið hafa til umfjöll­unar í þessum fyrri áfanga, virð­ist vera ágæt sam­staða.

Þar má nefna ákvæði um nátt­úru­vernd og íslenska tungu. Viða­mestur er þó kafl­inn um for­seta og fram­kvæmda­vald. Þó að enn megi finna álita­mál um orða­lag tel ég að við í Við­reisn getum stutt þessar til­lög­ur.

Ástæða er til að nefna að í breyt­inga­til­lögum um for­seta og fram­kvæmda­vald er í ýmsum atriðum tekið til­lit til við­horfa, sem fram komu í rök­ræðukönn­un­inni, en það er almenn­ings­sam­ráð sem efnt var til árið 2019 vegna þess­arar end­ur­skoð­un­ar­vinnu á stjórn­ar­skrá. Þar er því fyr­ir­heitið um aðkomu þjóð­ar­innar ekki bara orðin tóm.

Tvö mik­il­væg­ustu málin í upp­námi

Vand­inn sem uppi er snýr aftur á móti að tveimur mik­il­væg­ustu efn­is­flokk­unum í þessum áfanga verks­ins. Ann­ars vegar er það auð­linda­á­kvæðið og hins vegar ákvæði um fjöl­þjóða­sam­vinnu.

Á þessum tveimur sviðum hafnar rík­is­stjórnin að taka nokk­urt til­lit til þess sem hún sjálf í stjórn­ar­sátt­mál­anum kallar aðkomu þjóð­ar­inn­ar. Á þjóð­ar­vilja er ekki snert. Þessir áfangar eru því í upp­námi af þeim sök­um.

Bæði þessi mál eru ákall nýrra tíma.

Ríkir almanna­hags­munir

Hug­myndin að stjórn­ar­skrár­á­kvæði um þjóð­ar­eign auð­linda með gjald­töku fyrir nýt­ing­ar­rétt í til­tek­inn tíma kom fyrst fram í áliti auð­linda­nefndar árið 2000. Sú nefnd var skipuð full­trúum þvert á flokka og með helstu hags­muna­að­il­um, en Jóhann­es Nor­dal var for­maður nefnd­ar­inn­ar. Þetta prinsipp um tíma­bind­ingu nýt­ingar á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar end­ur­spegl­ast svo í til­lögum stjórn­laga­ráðs, sem tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar vildu leggja til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá.

Þegar unnið var að end­ur­skoðun á gjald­töku fyrir afla­hlut­deild á minni vakt í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árið 2017 voru allir flokkar fylgj­andi tíma­bundnum heim­ildum nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Trúi ég því ekki að óreyndu að bæði Fram­sókn og Vinstri græn ætli að hlaupa frá þess­ari afstöðu sinni í stað þess að vera í for­ystu þeirra flokka sem vilja tryggja löngu tíma­bæra tíma­bind­ingu í stjórn­ar­skrá.

Ég lít á skýra kröfu um tíma­bind­ingu afnota­réttar á auð­lindum sem varð­stöðu um almanna­hags­mun­i.  Hún er mik­il­væg­ari nú en áður því stjórn­ar­flokk­arnir hafa tví­vegis á þessu kjör­tíma­bili fellt til­lögur okkar á þingi um að setja þessa grund­vall­ar­hug­mynd inn í almenn lög.

Lýð­ræðisprinsipp á 21.öld

Eins er með ákvæðin um fjöl­þjóða­sam­vinnu og alþjóða­sam­starf.

Það er eins og að synda gegn þyngsta straumi lýð­ræð­is­hug­mynda 21. aldar að hafna því að sett verði ákvæði í stjórn­ar­skrá sem fái þjóð­inni sjálfri úrslita­vald um það hvort fall­ist verður á fjöl­þjóða­sam­vinnu, sem kallar á frekara vald­fram­sal. Hér þarf réttur þjóðar að vera skýr til að ráða stöðu Íslands í alþjóða­sam­fé­lagi.

Þótt hvert það skref sem við höfum tekið í alþjóða­starfi, eins og aðild að NATÓ, EFTA og EES samn­ingn­um, hafi styrkt full­veldi lands­ins hafa verið um það skiptar skoð­an­ir. Það er ekki óeðli­leg­t.  Það gildir um aðild að ESB líka. Það er hins vegar bæði óskilj­an­legt og ólíð­andi að þjóðin hafi ekki heim­ildir í stjórn­ar­skrá til að taka þau skref sem hún sjálf metur far­sæl fyrir fram­tíð lands­ins. Það er eðli­legt að við Íslend­ing­ar, líkt og vinir okkar á Norð­ur­lönd­um, höfum slíka heim­ild í stjórn­ar­skrá. Við það á eng­inn að vera hrædd­ur.

Þetta er því ekki deila um það hvort stíga eigi slíkt skref í fjöl­þjóða­sam­vinnu heldur hvort þjóðin sjálf eigi að hafa þetta val og þetta vald sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Nú vilja menn girða fyrir það um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Við það getur Við­reisn ekki unað.

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar