Viðreisn og stjórnarskráin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill að stjórnarskrá sé einföld og skýr. Mikilvægast sé að ná efnislegum árangri í samræmi við kröfur nýrra tíma.

Auglýsing
Umræð­urnar um stjórn­ar­skrár­málið snú­ast bæði um form og efni. Vissu­lega skiptir aðferða­fræðin máli. En sjálf hef ég alltaf litið svo á að mik­il­væg­ast væri að ná efn­is­legum árangri í sam­ræmi við kröfur nýrra tíma. Við getum síðan haft skiptar skoð­anir á aðferð­ar­fræð­inni en að mínu mati er skyn­samt að stjórn­ar­skrá sé ein­föld og skýr og eyði frekar réttaró­vissu en auki.

Í mál­efna­sam­þykktum Við­reisnar segir um þetta: „Ná þarf sam­komu­lagi um skýrt tíma­sett ferli varð­andi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar verði tekið mið af til­lögum stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“

End­ur­bætur eða nýbygg­ing?

Stundum finnst mér að líkja megi við­fangs­efn­inu við gam­alt timb­ur­hús, sem þarfn­ast gagn­gerðra end­ur­bóta, en það er fjarri því að vera ónýtt. Heild­ar­end­ur­bætur eru því betri en nýbygg­ing. Og sum her­bergi eru verr farin en önnur og því ráð að skella sér í að laga þau fyrst. En það þarf hvorki að rífa húsið né byggja nýtt. Húsið er gott á sínum grunni en þarfn­ast vissu­lega aðhlynn­ing­ar. Með öðrum orðum þá erum við hlynnt því að upp­færa stjórn­ar­skrána á grunni þeirrar sem fyrir er en hvorki koll­varpa þessum grund­vall­ar­lögum okkar né ríg­halda í kyrr­stöð­una.

Auglýsing
Í þessu ljósi gátum við í þing­flokki Við­reisnar mjög vel fall­ist á þá til­lögu Katrínar Jak­obs­dóttur í upp­hafi kjör­tíma­bils að skipta heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrá á tvö kjör­tíma­bil.

Við lögðum ekki síður mikið traust á það lof­orð, sem reyndar var líka skrifað inn í stjórn­ar­sátt­mál­ann, að þjóðin fengi aðkomu að verk­inu. Að áfram yrði reynt að draga fram þjóð­ar­vilj­ann í tengslum við til­tekin atriði. Það var ein­læg von okkar að það væri ekki bara upp á punt.

Sam­staða um nokkra efn­is­flokka

Um suma þá efn­is­flokka, sem verið hafa til umfjöll­unar í þessum fyrri áfanga, virð­ist vera ágæt sam­staða.

Þar má nefna ákvæði um nátt­úru­vernd og íslenska tungu. Viða­mestur er þó kafl­inn um for­seta og fram­kvæmda­vald. Þó að enn megi finna álita­mál um orða­lag tel ég að við í Við­reisn getum stutt þessar til­lög­ur.

Ástæða er til að nefna að í breyt­inga­til­lögum um for­seta og fram­kvæmda­vald er í ýmsum atriðum tekið til­lit til við­horfa, sem fram komu í rök­ræðukönn­un­inni, en það er almenn­ings­sam­ráð sem efnt var til árið 2019 vegna þess­arar end­ur­skoð­un­ar­vinnu á stjórn­ar­skrá. Þar er því fyr­ir­heitið um aðkomu þjóð­ar­innar ekki bara orðin tóm.

Tvö mik­il­væg­ustu málin í upp­námi

Vand­inn sem uppi er snýr aftur á móti að tveimur mik­il­væg­ustu efn­is­flokk­unum í þessum áfanga verks­ins. Ann­ars vegar er það auð­linda­á­kvæðið og hins vegar ákvæði um fjöl­þjóða­sam­vinnu.

Á þessum tveimur sviðum hafnar rík­is­stjórnin að taka nokk­urt til­lit til þess sem hún sjálf í stjórn­ar­sátt­mál­anum kallar aðkomu þjóð­ar­inn­ar. Á þjóð­ar­vilja er ekki snert. Þessir áfangar eru því í upp­námi af þeim sök­um.

Bæði þessi mál eru ákall nýrra tíma.

Ríkir almanna­hags­munir

Hug­myndin að stjórn­ar­skrár­á­kvæði um þjóð­ar­eign auð­linda með gjald­töku fyrir nýt­ing­ar­rétt í til­tek­inn tíma kom fyrst fram í áliti auð­linda­nefndar árið 2000. Sú nefnd var skipuð full­trúum þvert á flokka og með helstu hags­muna­að­il­um, en Jóhann­es Nor­dal var for­maður nefnd­ar­inn­ar. Þetta prinsipp um tíma­bind­ingu nýt­ingar á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar end­ur­spegl­ast svo í til­lögum stjórn­laga­ráðs, sem tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar vildu leggja til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá.

Þegar unnið var að end­ur­skoðun á gjald­töku fyrir afla­hlut­deild á minni vakt í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árið 2017 voru allir flokkar fylgj­andi tíma­bundnum heim­ildum nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Trúi ég því ekki að óreyndu að bæði Fram­sókn og Vinstri græn ætli að hlaupa frá þess­ari afstöðu sinni í stað þess að vera í for­ystu þeirra flokka sem vilja tryggja löngu tíma­bæra tíma­bind­ingu í stjórn­ar­skrá.

Ég lít á skýra kröfu um tíma­bind­ingu afnota­réttar á auð­lindum sem varð­stöðu um almanna­hags­mun­i.  Hún er mik­il­væg­ari nú en áður því stjórn­ar­flokk­arnir hafa tví­vegis á þessu kjör­tíma­bili fellt til­lögur okkar á þingi um að setja þessa grund­vall­ar­hug­mynd inn í almenn lög.

Lýð­ræðisprinsipp á 21.öld

Eins er með ákvæðin um fjöl­þjóða­sam­vinnu og alþjóða­sam­starf.

Það er eins og að synda gegn þyngsta straumi lýð­ræð­is­hug­mynda 21. aldar að hafna því að sett verði ákvæði í stjórn­ar­skrá sem fái þjóð­inni sjálfri úrslita­vald um það hvort fall­ist verður á fjöl­þjóða­sam­vinnu, sem kallar á frekara vald­fram­sal. Hér þarf réttur þjóðar að vera skýr til að ráða stöðu Íslands í alþjóða­sam­fé­lagi.

Þótt hvert það skref sem við höfum tekið í alþjóða­starfi, eins og aðild að NATÓ, EFTA og EES samn­ingn­um, hafi styrkt full­veldi lands­ins hafa verið um það skiptar skoð­an­ir. Það er ekki óeðli­leg­t.  Það gildir um aðild að ESB líka. Það er hins vegar bæði óskilj­an­legt og ólíð­andi að þjóðin hafi ekki heim­ildir í stjórn­ar­skrá til að taka þau skref sem hún sjálf metur far­sæl fyrir fram­tíð lands­ins. Það er eðli­legt að við Íslend­ing­ar, líkt og vinir okkar á Norð­ur­lönd­um, höfum slíka heim­ild í stjórn­ar­skrá. Við það á eng­inn að vera hrædd­ur.

Þetta er því ekki deila um það hvort stíga eigi slíkt skref í fjöl­þjóða­sam­vinnu heldur hvort þjóðin sjálf eigi að hafa þetta val og þetta vald sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Nú vilja menn girða fyrir það um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Við það getur Við­reisn ekki unað.

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar