Á tímum veirunnar – fjölskyldulíðan, félagsþjónusta og skilnaðarmál

Aðjúnkt og prófessor emeritus kalla eftir pólitískum vilja og samstöðu þeirra sem vilja treysta velferð barna í samfélagsumróti og upplausn tengsla á okkar tímum.

myndsigrun.jpg
Auglýsing

Í skiln­að­ar­málum hefur margt breyst á síð­ustu ára­tugum bæði í lög­gjöf og þjón­ustu. Um 1980 þegar skiln­að­ar­tölur á Íslandi tóku að stíga, fór sam­fé­lags­um­ræða að opn­ast um skiln­að­ar­mál. Fag­fólk og fræði­menn hófu að fræða og rann­saka, birta greinar og miðla fræðslu til almenn­ings. Ein fyrsta íslenska rann­sóknin beind­ist að sam­eig­in­legri for­sjá (Áfram for­eldr­ar, 2000). Í kjöl­farið fylgdu fleiri, m.a. um jafna búsetu, kyn­slóða­sam­skipti og rétt barna (Eftir skiln­að, 2013). Félags- og fjöl­skyldu­ráð­gjafar héldu fyrstu nám­skeiðin sem höfðu það mark­mið að styðja for­eldra í skiln­aði, móta við­horf til að setja hags­muni og vellíðan barn­anna í fyr­ir­rúm, og leið­beina í því efni. Lög­gjaf­inn var seinn að taka við sér, sem er of langt mál að rekja hér, en í dag búum við að lög­gjöf sem skapar for­eldrum betri for­sendur til að vinna saman að því að setja vellíðan barn­anna í fyrsta sæti. Mik­il­vægt fram­faraskref í því efni er efld þjón­usta sveit­ar­fé­laga fyrir skiln­að­ar­for­eldra.

Covid ógnar vellíðan og jafn­vægi í fjöl­skyld­um 

Vel er þekkt, bæði úr rann­sóknum og reynslu, að pör og fjöl­skyldur ráða mis­jafn­lega vel við álag og ógn­ir. Styrk­leika­þættir eins og aðlög­un­ar­hæfni, seigla og sam­staða, ásamt traustu bak­landi, geta skipt sköpum við áföll og kreppu­á­stand. Þegar álag dregst á lang­inn, eins og reyndin er með covid-ógn­ina, reynir enn frekar á þessa þætti. Upp kemur aukin þörf fyrir hald­reipi og aðstoð utan­frá. Eitt birt­ing­ar­form óör­yggis og ráða­leysis er kvíði, reiði, stuttur þráður í sam­skiptum og skert hæfni til að halda mörk. Þegar dag­leg til­vist raskast, bak­land er veikt og skortur er á stuðn­ingi getur orðið stutt í stjórn­leysi, upp­gjöf eða van­máttar við­brögð eins og and­legar og lík­am­legar ógn­an­ir, jafn­vel ofbeldi. Und­ir­liggj­andi ósátt hjóna getur blossað upp og minn­ingar um fyrri von­brigði, svik og sam­stöðu­leysi rifj­ast upp. Þau geta tengst fyrstu árum sam­búðar og barns­fæð­inga, en stundum líka sárri reynslu frá bernsku og upp­runa­fjöl­skyld­u.  Af því leiðir að skekkja í sam­skiptum og umgengni getur magn­ast í fjand­skap og stríð milli for­eldra. Börn á heim­il­inu fara ekki var­hluta af þess­ari ógn við dag­legt öryggi sitt og jafn­vægi, og þau geta farið að sýna ein­kenni van­líð­unar og ótta um sinn hag. 

Auglýsing
Hér getur mark­viss hjóna- eða fjöl­skyldu­ráð­gjöf ráðið úrslitum um þróun mála. Með því að tjá erf­iðar til­finn­ingar sem parið varpar frá sér yfir á hinn aðil­ann -- hver sem rót þeirra er -- má greina til­finn­inga­legar for­sendur til að þróa leiðir til að takast sam­eig­in­lega á við vand­ann, breyta átökum í sam­stöðu. Þá geta þau með sam­stilltum kröftum mætt sam­eig­in­legri ógn, bæði þeirri sem kemur utan­frá og þeirri per­sónu­legu sem var geymd en ekki gleymd, og þannig náð að snúa þró­un­inni við. Þegar ekki tekst að ná þessum árangri í ráð­gjöf eða með­ferð, og ákvörðun um skilnað er óum­flýj­an­leg, er jafn mik­il­vægt að skapa rými til end­ur­skoð­un­ar, úrvinnslu og umhugs­unar í stað þess að grípa til skyndiskiln­að­ar. Þannig má vinna að upp­gjöri til heilla fyrir bæði börnin og for­eld­rana og þannig bæta fram­tíðar for­eldra­sam­vinnu eftir skiln­að.. 

Það er allra hagur að styrkja það sem heilt er, stækka hlut­fall órof­inna fjöl­skyldna með börn, en líka að koma í veg fyrir skað­semi skiln­aðar og vinna að bættum hag ein­stæðra for­eldra og barna þeirra, hverjar sem for­sendur þeirrar fjöl­skyldu­gerðar eru. 

Nýtt verk­færi og vinnu­lag – Sam­vinna eftir skilnað – barn­anna vegna

Fyr­ir­liggj­andi laga­á­kvæði um skyldu sveit­ar­fé­laga skv. 17. gr. laga um félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 til að veita skiln­að­ar­for­eldrum stuðn­ing, ráð­gjöf og fræðslu hefur end­ur­lífg­ast með nýju verk­færi, fram­fara­skrefi sem skapar sókn­ar­færi til að vernda börn í skiln­aði for­eldra.  Þetta nýja verk­færi er háþró­að, rann­sókna­grundað og gagn­reynt þjón­ustu­úr­ræði í skiln­að­ar­mál­um, SES, sam­vinna eftir skilnað -- barn­anna vegna

SES-verk­færið er þróað af dönskum sér­fræð­ing­um. Umsjón með inn­leið­ingu þess á Íslandi hafa grein­ar­höf­und­ar, sem einnig hafa komið að þýð­ingu og stað­fær­ingu fræðslu­efn­is­ins , þjálfun fag­fólks, skrán­ingu og mati á árangri. Sjá nánar á www.­sam­vinna­eft­ir­skilna­d.is. Hug­mynda­fræði­legur grunnur úrræð­is­ins felst í rétti barns­ins til beggja for­eldra, fyrir sem eftir skiln­að, og í rétt­indum og skyldum beggja for­eldra til ábyrgðar á upp­eldi barns­ins, til­finn­inga­legu öryggi þess og fram­færslu frá fæð­ingu til sjálf­ræð­is. Í úrræð­inu, sem er með þrí­skiptri áherslu, bein­ist fræðsla og stuðn­ingur fyrst og fremst að því að styðja barnið gegnum skiln­að­ar­ferlið; í öðru lagi að bæta sam­skipti og sam­vinnu for­eldranna, og í þriðja lagi að for­eldr­inu sem ein­stak­lingi. Þannig fá þeir full­orðnu styrk og verk­færi til að ná betri tökum á sjálfum sér og verða hæf­ari til for­eldra­sam­stafs, en umfram allt sátt­ari sem ein­stak­lingar í skiln­að­ar­krepp­unni, með traust­ari tök og upp­byggi­lega fram­tíð­ar­sýn fyrir sig og börn­in. 

Mat á árangri þessa úrræðis sem lesa má um í fjölda fræði­greina, sýnir ótví­ræðan ávinn­ing fyrir bæði for­eldra og börn. Sá ávinn­ingur snýr að betra til­finn­inga­legu jafn­vægi og líðan barn­anna, betri heilsu og atvinnu­þátt­töku for­eldra í skiln­að­ar­krepp­unni og færni for­eldra til að stilla saman strengi sína í jákvæðu sam­starfi kringum barnið til að leiða það áfram við breyttar aðstæð­ur.

SES skapar tæki­færi fyrir íslenskar fjöl­skyldur á tímum veirunnar

Tíma­bært var að koma á slíku úrræði fyrir fjöl­skyldur á Íslandi þar sem gera má ráð fyrir að um 40% hjóna­banda ljúki með skiln­aði. Und­an­farið -- og ekki síst nú við for­dæma­lausar aðstæður fyrir fjöl­skyldur á þessu ári -- er sér­stak­lega mikil þörf á að huga að for­varn­ar­gildi þess að styðja við það sem heilt er og draga sem mest úr skaða barn­anna af skiln­aði með átök­um. Af þeim uþb. 1200 börnum sem árlega þurfa að aðlag­ast breyttu lífi vegna skiln­aðar for­eldra sinna er meiri­hluti enn á unga aldri. Vax­andi hluti barna á Íslandi hefur notið umhyggju og umönn­unar beggja for­eldra frá fæð­ingu, þökk sé virkri fæð­ing­ar­or­lofstöku feðra. Það hefur styrkt tengsla­myndun feðra og barna og skapar þannig góðar for­sendur fyrir ábyrgu og virku for­eldra­sam­starfi -- fyrir sem eftir skiln­að.  

SES-­þjón­ustu­líkanið hefur nú, fyrir til­stuðlan félags­-og barna­mála­ráð­herra, verið inn­leitt sam­kvæmt samn­ingi  í tveimur reynslu­sveit­ar­fé­lögum á Íslandi, Hafn­ar­firði og Fljóts­dals­hér­aði. Covid hefur vissu­lega hamlað fram­þróun fram­kvæmd­ar­innar en til að mæta því er nú stefnt að fram­leng­ingu reynslu­tím­ans í þessum sveit­ar­fé­lög­um. Þrátt fyrir skakka­föllin í inn­leið­ing­ar­ferl­inu vegna covid hefur kynn­ing­ar­starfi verið fylgt eft­ir. Þannig sækj­ast nú sífellt fleiri sveit­ar­fé­lög eftir að geta gerst aðilar að samn­ingi við íslenska félags­mála­ráðu­neyt­is, um stuðn­ing við inn­leið­ingu og fram­kvæmd þessa fjöl­skyldu­úr­ræðis þar sem hag barns­ins og líðan er skipað í önd­vegi. Til þess þarf póli­tískan vilja og sam­stöðu þeirra sem vilja treysta vel­ferð barna í sam­fé­lags­um­róti og upp­lausn tengsla á okkar tím­um.

Sjá nánar upp­lýs­ingar á www.­sam­vinna­eft­ir­skilna­d.is.

Gyða Hjart­ar­dóttir er félags­ráð­gjafi MA, aðjúnkt við HÍ og sér­fræð­ingur í mál­efnum barna og sátta­með­ferð hjá Sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sig­rún Júl­í­us­dóttir er pró­fessor emeritus, félags­ráð­gjaf­ar­deild Háskóla Íslands og fjöl­skyldu­þerapisti hjá ­Með­ferð­ar­þjón­ust­unni Tengsl/­Sam­skipta­stöð­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar