Ostur í dulargervi

Silja Dögg Gunnarsdóttir fjallar um umfangs­mik­inn mis­brest sem orðið hefur á toll­skrán­ingu land­bún­að­ar­af­urða frá Evópu til Íslands.

Auglýsing

Íslenskir bændur eiga skilið að staðið sé við gerða samninga og að þeir sitji við sama borð og samkeppnisaðilar þeirra. Flest ríki í heiminum nota tolla til að vernda sinn landbúnað. Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að landbúnaði og þar með að tryggja fæðuöryggi þjóðar. Í ljós hefur komið að umfangsmikill misbrestur hefur orðið á tollskráningu landbúnaðarafurða frá Evópu til Íslands. Það er ekki nóg að hafa tollasamning ef innflutningsaðilar fara ekki eftir honum og opinbert eftirlit er ekki fullnægjandi. 

Ostur fluttur inn sem ostalíki í tonnavís

Í minnisblaði sem barst Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd frá Bændasamtökum Íslands kemur fram að árið 2019 hafi verið flutt inn 299 tonn af mozzarellaosti með viðbættri pálmaolíu. Við nánari athugun kom svo í ljós að um var að ræða annarsvegar mozzarellablöndu þar sem uppistaðan er um 83% ostur og í hinu tilvikinu er um að ræða 100% ost. 

Til framleiðslu á þessu magni af ost þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til ársframleiðslu 8-10 íslenskra kúabúa. Eftir að grunsemdir vöknuðu um að þarna kynni að vera á ferðinni vara, þar sem uppistaða væri jurtaostur óskaði MS eftir bindandi áliti Skattsins um tollflokkun á tveimur tilteknum vörum. 

Auglýsing

Viðbrögð yfirvalda

Fjármálaráðneytið hefur staðfest að þessi mozzarellaostur, eigi  að bera toll enda sé hann ostur en ekki ostalíki. Þrátt fyrir það hefur hafa tollayfirvöld ekki enn lagt toll á vöruna, en 48 tonn voru flutt inn í ágúst. Þingmenn Framsóknarflokksins áttu frumkvæði að því að málið var tekið upp á í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Nefndin hefur ekki lokið sinni umfjöllun en vinna nefndarinnar og fjármálaráðuneytisins hefur nú þegar staðfest að það er fullt tilefni til að skoða þessi mál nánar og bregðast við með viðeigandi hætti.

Tap ríkissjóðs og töpuð störf

Einhverjir halda því fram að hér sé um að ræða misbrest á framkvæmd samninga. En hvernig er hægt sé að nota slíkt orðalag þegar kerfisbundið er verið að flytja inn afurðir úr mjólk, kjöti, eggjum og grænmeti fram hjá kerfinu til þess að losna við að borga skatta í ríkissjóð? Ríkissjóður verður af gífurlegum fjárhæðum, verið að setja störf innanlands í hættu, bændur og neytendur hljóta skaða af. 

Íslenskir bændur hafa ekki burði til þess að standa undir samkeppni á innfluttum landbúnaðarvörum þegar þær eru fluttar inn á undirverði og án tolla. Við þurfum verðum að standa vörð um íslenskan landbúnað, tryggja fæðuöryggi og störf í landinu. 

Áfram veginn!

Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar