Uppskrift að verðbólgu

Björn Gunnar Ólafsson segir að óstöðugur og ótrúverðugur gjaldmiðill auðveldi ekki glímuna við samdrátt í hagkerfinu, verðbólguþrýsting og almennt mikla óvissu um stöðu þjóðarbúsins eftir mikla skuldasöfnun ríkissjóðs.

Auglýsing

Aukn­ing pen­inga­magns umfram þjóð­ar­tekj­ur, geng­is­fall krónu og mik­ill halli á rík­is­sjóði eru allt þættir sem geta kynnt undir verð­bólgu. Eng­inn þess­ara þátta er þó hver um sig nauð­syn­legt eða nægj­an­legt skil­yrði fyrir auk­inni verð­bólgu. Það sem vekur ugg er að þeir róa allir í sömu átt og sam­spil þeirra er nán­ast örugg upp­skrift að auk­inni verð­bólg­u.  

Traustur gjald­mið­ill vinnur gegn óstöð­ug­leika

Aukn­ing pen­inga­magns vegna örv­un­ar­að­gerða seðla­banka víða um lönd hefur ekki leitt til verð­bólgu ennþá að minnsta kosti. Þannig hefur efna­hags­reikn­ingur Seðla­banka Banda­ríkj­anna vaxið úr um einni billjón dala (e. trillion) í sept­em­ber 2008 í yfir sjö billjónir jafn­framt því sem mik­ill halli er á rík­is­sjóði og skulda­hlut­fall farið yfir 100% af lands­fram­leiðslu. Þrátt fyrir þetta virð­ast stjórn­völd hafa litlar áhyggjur af stöðu mála. Gengi dals­ins hefur ekki veikst og vilji fjár­festa til að fjár­magna rík­is­hall­ann er óbreytt­ur. Ástæðan er óbilandi trú manna á fram­leiðslu­getu Banda­ríkj­anna. Þótt á móti blási muni atvinnu­líf efl­ast á ný og geta greitt allar skuldir hins opin­bera. Svip­aða sögu er að segja frá evru­svæð­inu. Þannig geta ítölsk stjórn­völd sem eru skuldug upp fyrir haus enn fengið skamm­tíma­lán á mark­aði með núll vöxt­um. Ástæðan er traust manna á getu seðla­banka Evr­ópu (ECB) til að hlaupa undir bagga ef á þarf að halda.

Íslenska örmyntin stendur ein og óstudd með inn­byggðan óstöð­ug­leika. Traust er lítið sem ekk­ert enda ómögu­legt að segja fyrir um verð­gildi krón­unnar eftir t.d. eitt ár. Við­skipta­kostn­aður er mjög hár og ábyggi­leg áætl­ana­gerð mjög erfið fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki. Banka­kerfið er í spenni­treyju krón­unnar og getur ekki nýtt mannauð eða sterka eig­in­fjár­stöðu til að vaxa og dafna á stærri mark­að­i.  Kostn­að­ur­inn við óstöðugt og óvisst gengi er vafa­lítið hærri en hugs­an­legur ábati af sveigj­an­leika. Íslend­ingar geta ekki með neinum hætti borið aðstæður hér saman við stöðu pen­inga­mála í stórum hag­kerf­um. Það er þó ekki smæð hag­kerf­is­ins sem úti­lokar traustan gjald­mið­il. Mark­viss pen­inga- og fjár­mála­stjórnun um ára­bil getur lagt grunn að traustum gjald­miðli jafn­vel í örhag­kerf­i. 

Auglýsing

Nú er leiðin til að fá traustan gjald­miðil full aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­taka evru eftir tveggja ára dvöl í ERM II mynt­sam­starf­inu. Hug­myndir um upp­töku evru með sér­samn­ingi í tengslum við EES eru lík­lega óraun­hæf­ar. Mik­ill áróður gegn ESB og evr­unni hefur verið rek­inn hér einkum með til­stilli stór­út­gerð­ar­inn­ar. Á meðan aft­ur­halds­flokk­arnir eru svo nei­kvæðir í garð Evr­ópu­sam­vinnu og evru sem raun ber vitni er lít­ill grund­völlur fyrir sér­samn­inga við ESB. Ger­ist Ísland hins vegar aftur umsókn­ar­að­ili í ESB opn­ast leið til flýti­samn­inga um mynt­ina. Hægt væri að taka upp jafn­gildi evru með mynt­ráði og fá bak­stuðn­ing frá ECB ef samn­ings­vilji er fyrir hendi og vænt­an­lega stutt í ERM II og síðan evru aðild. 

Lán­veit­andi til þrauta­vara og áhrif á vaxta­stig 

Vöntun á lán­veit­anda til þrauta­vara og lítil áhrif á vaxta­stig er meðal þess sem hefur verið fundið að mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag­inu. Hér er um óþarfa áhyggjur að ræða. Það á að vera póli­tísk ákvörðun að bjarga banka sem nýtur ekki láns­trausts ann­arra banka og er að falli kom­inn. Ábyrgðin verður að vera á herðum stjórn­valda ekki seðla­banka eða mynt­ráðs. Hlut­verk lán­veit­anda til þrauta­vara er því hjá rík­is­sjóði. Hins vegar getur mynt­ráð veitt skamm­tíma lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu ef gjald­eyr­is­forð­inn er meiri en það sem þarf til að bak­tryggja inn­lendu mynt­ina. 

Vextir fylgja mark­aðs­vöxtum í þeirri mynt sem menn tengja sig við. Ekk­ert bannar bönkum að bjóða hærri vexti og laða þannig að fjár­magn. Vanda­mál gæti komið upp ef kreppa verður inn­an­lands og bankar vilja lækka vexti undir vöxtum við­mið­un­ar­mynt­ar­innar því þá verður fjár­flótti ofan á krepp­una. Slíkt ástand verður að telj­ast mjög ólík­legt, ekki síst vegna þess að lítil hag­kerfi búa yfir­leitt við skort á lánsfé og hafa til­hneig­ingu til hærra vexta­stigs en stór hag­kerfi.

Rík­is­fjár­mál

Mik­ill halli á rík­is­sjóði fylgir núver­andi árferði og er sam­komu­lag um að það sé nauð­syn­legt til að halda uppi vel­ferð­ar­kerfi og atvinnu. Hægt er  að fleyta skuldum í nokkur ár en svo kemur að skulda­dög­um. Hér er úr vöndu að ráða því skatta­hækk­anir eru nán­ast ómögu­legar hvort sem litið er til óbeinna eða beinna skatta. Ástæðan er mikil þensla í umsvifum hins opin­bera und­an­farin ár. Hið opin­bera ráð­stafar vel yfir 45% af hreinum þjóð­ar­tekj­u­m*. Tekju­skattar teygja sig langt niður fyrir lág­marks fram­færslu­við­mið og þyrfti raunar að aflétta skatt­byrði lág­tekju­fólks. Mögu­lega má hækka tekju­skatta á hátekju­fólki en sú aðgerð mun ekki vega þungt. Virð­is­auka­skattur er hár og verður ekki hækk­að­ur. Hins vegar ber að afnema und­an­þágur sem eru ómark­vissar og ónauð­syn­leg­ar. Auk­inn hag­vöxtur er því for­senda fyrir bættri fjár­hags­stöðu hins opin­bera ásamt góðri skulda­stjórn. Fjár­mögnun á skuldum rík­is­sjóðs yrði mun ódýr­ari innan evru­svæð­is­ins.

Fjár­fest­ing

Mark­viss fjár­fest­ing er for­senda efna­hags­fram­fara. Þó ferða­menn muni skila sér á end­anum þarf að beina að minnsta kosti hluta fyrrum starfs­manna ferða­þjón­ust­unnar í önnur störf. Einka­geir­inn verður að mynda þessi störf. Hið opin­bera getur lagt til fjár­magn í verðug sprota­fyr­ir­tæki og styrkt grunn­gerð. Til dæmis er stór hluti vega­kerf­is­ins nán­ast ófær fyrir nútíma fólks­bíla og átak í vega­málum því aug­ljós­lega arð­samt verk­efni ekki síst til að búa í hag­inn fyrir ferða­menn sem vilja skoða land­ið. Kaup á fram­leiðslu­leyfum eða jafn­vel heilum fyr­ir­tækjum í rekstri erlendis mætti einnig athuga en mik­il­vægt er að atvinnu­lausir komi saman og skipt­ist á hug­myndum sem geta leitt til nýrra atvinnu­tæki­færa með stuðn­ingi fjár­fest­ing­ar­sjóða. Aðild að ESB mun opna fyrir nýtt fjár­magn einkum til upp­bygg­ingar á lands­byggð­inni sem styrkir fjár­hag sveit­ar­fé­laga.

Geng­is­fall og vextir

Geng­is­fall leiðir óhjá­kvæmi­lega til hækk­unar á erlendri neyslu­vöru þótt stöndug fyr­ir­tæki í virkri sam­keppni geti mætt verð­hækk­unum með minni hagn­aði. Atvinnu­leysi er mikið og fólk sem fer á atvinnu­leys­is­bætur lækkar í tekj­um. Tekju­missir atvinnu­lausra leiðir þó varla til sam­dráttar í verslun með mat­vöru sem vegur þungt í vísi­töl­unni. Geng­is­fall mun því kynda undir verð­bólgu    

Pen­inga­stefna sem hvílir á verð­bólgu­mark­miði þarf að vera fram­sýn. Með það í huga er óhjá­kvæmi­legt að Seðla­bank­inn hækki stýri­vexti innan skamms. Hækkun stýri­vaxta leiðir til hærri útlána­vaxta banka og í ljósi þess hve óverð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum eru algeng mun vaxta­hækkun draga fljótt úr kaup­getu almenn­ings og auka hættu á van­skilum heim­ila.

Stýri­vaxta­lækkun Seðla­bank­ans á þessu ári hefur ekki aukið einka­fjár­fest­ingar eða hag­vöxt heldur leitt út í eigna­verð einkum fast­eigna­verð líkt og algengt er erlend­is. Lægri vaxta­byrði eykur láns­traust þar sem lægri afborg­anir stækka þann hóp lán­tak­enda sem stenst greiðslu­mat vegna fast­eigna­kaupa. En það er skamm­góður verm­ir. Óstöð­ug­leiki krón­unnar gerir mjög erfitt að halda lágu vaxta­stig­i. 

Að lokum

Óstöð­ugur og ótrú­verð­ugur gjald­mið­ill auð­veldar ekki glímuna við sam­drátt í hag­kerf­inu, verð­bólgu­þrýst­ing og almennt mikla óvissu um stöðu þjóð­ar­bús­ins eftir mikla skulda­söfnun rík­is­sjóðs. Ekki er annað að sjá en að núver­andi ástand sé upp­skrift að verð­bólgu sem kallar á vaxta­hækk­anir og enn meiri óstöð­ug­leika. Full aðild að ESB og upp­taka evru er opin leið til að draga úr óvissu og styrkja stöðu þjóð­ar­bús­ins. Mynt­ráð við evru er ein­falt og traust pen­inga­kerfi sem getur dugað vel fram að upp­töku evru.

*Sam­kvæmt Hag­stofu voru vergar þjóð­ar­tekjur árið 2019 2.593 millj­arðar en tekjur hins opin­bera 1.211 millj­arðar eða 47%. Hlut­fall af lands­fram­leiðslu er um 41%.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar