Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni

Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur svarar grein Ragnars Árnasonar þar sem því var haldið fram að Borgarlína væri ekki þjóðhagslega arðbær.

Auglýsing

Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir prófessor Ragnar Árnason þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við nýja félagshagfræðilega úttekt á Borgarlínunni og segir útreikningana sýna í raun að Borgarlína sé ekki þjóðhagslega arðbær.

Að mati Ragnars er til dæmis rangt að tiltaka auknar fargjaldatekjur vegna nýrra notenda sem þjóðhagslegan ábata. Þetta er áhugaverður punktur (og sá áhugaverðasti í gagnrýni Ragnars). Þetta kann að virka sannfærandi á yfirborðinu. Fargjöld eru, jú, tekjur fyrir rekstraraðilann en útgjöld fyrir notendur svo ætti heildarútkoman ekki alltaf að verða núll?

En þetta er ekki alveg þannig. Borgarlínu-greiningin studdist við handbókina Guide to Cost-Benefit Analysis of Investment Projects frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar er þetta ávarpað skýrt. Í neðanmálsgrein á blaðsíðu 87 segir:

 „Sometimes revenues of the operator are not included in the appraisal since it is argued that this is only a transfer from users to the operator which is not relevant for the economy as a whole. However, this reasoning is only valid for the existing traffic, but not for the newly generated traffic. For the newly generated traffic the additional revenues of the operator are a measure of the additional benefits of the additional traffic and must therefore be included in the evaluation.”

Auglýsing
Handbókin útskýrir þetta svo ítarlegar á fleiri stöðum. Auknar fargjaldatekjur vegna nýrra notenda eru mælikvarði á þann ábata sem nýir notendur telja sig hljóta af framkvæmdinni og þær verður að taka með í reikninginn þegar heildarábatinn er reiknaður.

Hugsum okkur tvær nýjar lestarlínur. Köllum þær Miðalínu og Skattalínu. Báðar skila jafnmiklum tíma- og slysasparnaði. Miðalínu má fjármagna með fargjöldum en Skattalínu þarf að borga með sköttum. Eru línurnar jafnhagkvæmar þjóðhagslega? Nei. Notendurnir sjálfir meta ávinning sinn af Miðalínu hærri en ávinninginn af Skattalínu. Þeir eru sjálfir tilbúnir að greiða fyrir hann!

Í grein sinni segir Ragnar: „Til þess að fá þá niðurstöðu að þessi framkvæmd hafi jákvætt núvirði hefur reynst nauðsynlegt að reikna sem ábata ýmsa þætti sem eru alls ekki félagslegur ábati eins og greidd fargjöld[...].”

Af þessu má skilja að Ragnar telji höfunda greiningarinnar hafi beitt einhverjum brellum til að „fá” þá niðurstöðu að borgarlínan bæri sig. En ef kafað er í frumheimildir með greiningunni sést fljótt að er ekkert rangt við það að telja auknar fargjaldatekjur vegna nýrra notenda sem félagslegan ábata. Það var ekki bara að höfundar greiningarinnar hafi mátt gera það, þeir áttu að gera það. Ef lýsingin á aðferðarfræðinni er lesin er beinlínis mælt fyrir um það.

Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar