Af hverju þarf að ljúga? Störf vegna íslensks sjávarútvegs eru flutt úr landi í stórum stíl

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda bendir á að útflutningur á óunnum þorski hafi aukist um 80 prósent á fyrstu níu mánuðum þess árs. Hann segir að ef þessi afli yrði unnin innanlands væri hægt að skapa yfir þúsund störf.

Auglýsing

Í Sprengisandi síð­ast­lið­inn sunnu­dag, voru í heim­sókn Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir frá Sam­tökum Fyr­ir­tækja í Sjáv­ar­út­vegi og Þórður Snær Júl­í­us­son frá Kjarn­an­um. Í þætt­inum ræddu þau sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Í lok þáttar var bent á þá stað­reynd í því sam­bandi að fyrstu 8 mán­uði árs­ins 2020 hefði útflutn­ingur á heilum óunnum þorski auk­ist um 50% frá árinu 2019. Þetta sagði Heiðrún ein­fald­lega vera rangt. Stað­reyndin aftur á móti er sú að útflutn­ingur á þessum fiski jókst um 80% fyrstu 9 mán­uði árs­ins frá árinu á und­an. Þorsk­ur­inn fyrir þá sem það ekki vita er okkar alverð­mæt­asti fiski­stofn. Hag­stofa Íslands heldur utan um þessar tölur og hægt er með ein­földum hætti að sann­reyna þær. 

Yfir­skrift þátt­ar­ins var sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Það er jú þekkt að fyr­ir­tæki þessi eru umfangs­mikil og stór hluti af íslensku efna­hags­lífi. Þau hafa jafn­framt mikil áhrif á sam­fé­lagið og ábyrgð sam­kvæmt því.

Sam­fé­lagið í dag er statt á sam­drátt­ar­skeiði, áhrif Covid-19 ekki að fullu komin í ljós. Eitt er þó skýrt atvinnu­leysi hefur aukist, starfa er þörf og auk­inna þjóð­ar­tekna. Áætla má, miðað við 50% verð­mæta aukn­ingu við fram­leiðslu vöru úr þessum afla hér inn­an­lands, að þjóð­ar­tekjur sem við Íslend­ingar verðum af geti verið um 10 millj­arð­ar.

Fækkun starfa vegna útflutn­ings á óunnum afla hefur auk­ist stöðugt frá árinu 2014 í kjöl­far þess að hömlur við þessum útflutn­ingi voru afnumdar. Þá hafði sá árangur náðst að ein­ungis voru flutt úr landi 25 þús­und tonn af óunnum afla. Síðan þá hefur þró­unin snú­ist við og miðað við þró­un­ina er ekki óvar­legt að áætla að þessi tala verði nálægt 60 þús­und tonnum í ár.

Setjum þetta aðeins í sam­hengi.

Auglýsing
Ef þessi afli væri unnin hér inn­an­lands þá þyrfti til þess 2-3 stór­ein­ingar eins og Sam­herji reist­i ný­verið á Dal­vík. Störf sem af vinnsl­unni myndu skap­ast hlypu auð­veld­lega yfir 1000. Afleidd störf enn fleiri. Síðan er ónefnt hvaða áhrif þessi 20 millj­arða fjár­fest­ing hefði inn í íslenskt sam­fé­lag. Allt yrði það lík­leg­ast byggt upp af íslensku hug­viti og íslenskum tækja­fram­leið­end­um. Að sama skapi myndi afli þessi tryggja 30 með­al­stórum fisk­vinnslu hrá­efni ef sú leið væri val­in. Ekki er óvar­legt að áætla að velta þeirra gæti numið um 30 millj­örð­um.

Það sem við sem þjóð aftur á móti veljum í dag er að þró­ast í þátt átt að verða hrá­efnis þjóð. Þetta segi ég vegna þess að við höfum ekki markað stefnu í þessum efn­um. Þessi stóri hluti veiða okkar er fluttur úr landi hömlu­laust. Hann fer til vinnslu í erlendum vinnslum þar sem hann er ekki unnin undir íslensku mat­væla­eft­ir­liti, seldur samt sem áður sem íslenskur fiskur inn á mark­aði okk­ar.

Á sama tíma erum við í fjár­fest­ingu í vöru­merkjum okkar og mark­aðs­setn­ingu með marg­vís­legum hætti. Við hins­vegar geng­is­fellum þá vinnu með því að hafa ekki stjórn á þessu útflæði. Í mörgum til­fellum kemur þessi vara, það léleg inn á mark­að­inn í við­skipta­löndum okkar að það bætir ekki ímynd íslensks sjáv­ar­út­vegs heldur þvert á móti.

Mark­aðsá­tak líkt og „Father Fis­hmas“ hefði átt að fylgja stefnu­breyt­ing í þá átt að hrá­efnið sem úr haf­inu kem­ur. Sé allt unnið hér heima, eða í það minnsta tryggt að það fari úr landi þannig að það hafi ekki skað­legt áhrif á ímynd okk­ar. Ann­ars er ekki til mik­ils unnið með fjár­muni sem í slíkar her­ferðir fara.

Snúum bökum sam­an. 

Alltof oft snýst umræða í íslenskum sjáv­ar­út­vegi um það að benda hver á ann­an. Hags­muna­varslan er umfangs­mikil og engin vill missa spón úr sínum aski. Þó eru atriði sem bent er á hér að ofan sem allir ættu að geta sam­mælst um. Það er að minnka atvinnu­leysi og auka þjóð­ar­tekj­ur. Fram­ferði þetta sem hér hefur verið rakið verður til þess að sveit­ar­fé­lög, rík­is­sjóður og lands­menn allir verða af gríð­ar­legum tekjum í viku hverri. 

Kreppan er móðir allra tæki­færa. Þing­menn, ráð­herr­ar, for­svars­menn fyr­ir­tækja og sam­taka í sjáv­ar­út­vegi. Snúum bökum saman og vinnum á þessu skað­ræði. Hags­munir eru miklir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg og þar með íslenska þjóð. 

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar