Af hverju þarf að ljúga? Störf vegna íslensks sjávarútvegs eru flutt úr landi í stórum stíl

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda bendir á að útflutningur á óunnum þorski hafi aukist um 80 prósent á fyrstu níu mánuðum þess árs. Hann segir að ef þessi afli yrði unnin innanlands væri hægt að skapa yfir þúsund störf.

Auglýsing

Í Sprengisandi síð­ast­lið­inn sunnu­dag, voru í heim­sókn Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir frá Sam­tökum Fyr­ir­tækja í Sjáv­ar­út­vegi og Þórður Snær Júl­í­us­son frá Kjarn­an­um. Í þætt­inum ræddu þau sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Í lok þáttar var bent á þá stað­reynd í því sam­bandi að fyrstu 8 mán­uði árs­ins 2020 hefði útflutn­ingur á heilum óunnum þorski auk­ist um 50% frá árinu 2019. Þetta sagði Heiðrún ein­fald­lega vera rangt. Stað­reyndin aftur á móti er sú að útflutn­ingur á þessum fiski jókst um 80% fyrstu 9 mán­uði árs­ins frá árinu á und­an. Þorsk­ur­inn fyrir þá sem það ekki vita er okkar alverð­mæt­asti fiski­stofn. Hag­stofa Íslands heldur utan um þessar tölur og hægt er með ein­földum hætti að sann­reyna þær. 

Yfir­skrift þátt­ar­ins var sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Það er jú þekkt að fyr­ir­tæki þessi eru umfangs­mikil og stór hluti af íslensku efna­hags­lífi. Þau hafa jafn­framt mikil áhrif á sam­fé­lagið og ábyrgð sam­kvæmt því.

Sam­fé­lagið í dag er statt á sam­drátt­ar­skeiði, áhrif Covid-19 ekki að fullu komin í ljós. Eitt er þó skýrt atvinnu­leysi hefur aukist, starfa er þörf og auk­inna þjóð­ar­tekna. Áætla má, miðað við 50% verð­mæta aukn­ingu við fram­leiðslu vöru úr þessum afla hér inn­an­lands, að þjóð­ar­tekjur sem við Íslend­ingar verðum af geti verið um 10 millj­arð­ar.

Fækkun starfa vegna útflutn­ings á óunnum afla hefur auk­ist stöðugt frá árinu 2014 í kjöl­far þess að hömlur við þessum útflutn­ingi voru afnumdar. Þá hafði sá árangur náðst að ein­ungis voru flutt úr landi 25 þús­und tonn af óunnum afla. Síðan þá hefur þró­unin snú­ist við og miðað við þró­un­ina er ekki óvar­legt að áætla að þessi tala verði nálægt 60 þús­und tonnum í ár.

Setjum þetta aðeins í sam­hengi.

Auglýsing
Ef þessi afli væri unnin hér inn­an­lands þá þyrfti til þess 2-3 stór­ein­ingar eins og Sam­herji reist­i ný­verið á Dal­vík. Störf sem af vinnsl­unni myndu skap­ast hlypu auð­veld­lega yfir 1000. Afleidd störf enn fleiri. Síðan er ónefnt hvaða áhrif þessi 20 millj­arða fjár­fest­ing hefði inn í íslenskt sam­fé­lag. Allt yrði það lík­leg­ast byggt upp af íslensku hug­viti og íslenskum tækja­fram­leið­end­um. Að sama skapi myndi afli þessi tryggja 30 með­al­stórum fisk­vinnslu hrá­efni ef sú leið væri val­in. Ekki er óvar­legt að áætla að velta þeirra gæti numið um 30 millj­örð­um.

Það sem við sem þjóð aftur á móti veljum í dag er að þró­ast í þátt átt að verða hrá­efnis þjóð. Þetta segi ég vegna þess að við höfum ekki markað stefnu í þessum efn­um. Þessi stóri hluti veiða okkar er fluttur úr landi hömlu­laust. Hann fer til vinnslu í erlendum vinnslum þar sem hann er ekki unnin undir íslensku mat­væla­eft­ir­liti, seldur samt sem áður sem íslenskur fiskur inn á mark­aði okk­ar.

Á sama tíma erum við í fjár­fest­ingu í vöru­merkjum okkar og mark­aðs­setn­ingu með marg­vís­legum hætti. Við hins­vegar geng­is­fellum þá vinnu með því að hafa ekki stjórn á þessu útflæði. Í mörgum til­fellum kemur þessi vara, það léleg inn á mark­að­inn í við­skipta­löndum okkar að það bætir ekki ímynd íslensks sjáv­ar­út­vegs heldur þvert á móti.

Mark­aðsá­tak líkt og „Father Fis­hmas“ hefði átt að fylgja stefnu­breyt­ing í þá átt að hrá­efnið sem úr haf­inu kem­ur. Sé allt unnið hér heima, eða í það minnsta tryggt að það fari úr landi þannig að það hafi ekki skað­legt áhrif á ímynd okk­ar. Ann­ars er ekki til mik­ils unnið með fjár­muni sem í slíkar her­ferðir fara.

Snúum bökum sam­an. 

Alltof oft snýst umræða í íslenskum sjáv­ar­út­vegi um það að benda hver á ann­an. Hags­muna­varslan er umfangs­mikil og engin vill missa spón úr sínum aski. Þó eru atriði sem bent er á hér að ofan sem allir ættu að geta sam­mælst um. Það er að minnka atvinnu­leysi og auka þjóð­ar­tekj­ur. Fram­ferði þetta sem hér hefur verið rakið verður til þess að sveit­ar­fé­lög, rík­is­sjóður og lands­menn allir verða af gríð­ar­legum tekjum í viku hverri. 

Kreppan er móðir allra tæki­færa. Þing­menn, ráð­herr­ar, for­svars­menn fyr­ir­tækja og sam­taka í sjáv­ar­út­vegi. Snúum bökum saman og vinnum á þessu skað­ræði. Hags­munir eru miklir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg og þar með íslenska þjóð. 

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar