Af hverju þarf að ljúga? Störf vegna íslensks sjávarútvegs eru flutt úr landi í stórum stíl

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda bendir á að útflutningur á óunnum þorski hafi aukist um 80 prósent á fyrstu níu mánuðum þess árs. Hann segir að ef þessi afli yrði unnin innanlands væri hægt að skapa yfir þúsund störf.

Auglýsing

Í Sprengisandi síð­ast­lið­inn sunnu­dag, voru í heim­sókn Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir frá Sam­tökum Fyr­ir­tækja í Sjáv­ar­út­vegi og Þórður Snær Júl­í­us­son frá Kjarn­an­um. Í þætt­inum ræddu þau sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Í lok þáttar var bent á þá stað­reynd í því sam­bandi að fyrstu 8 mán­uði árs­ins 2020 hefði útflutn­ingur á heilum óunnum þorski auk­ist um 50% frá árinu 2019. Þetta sagði Heiðrún ein­fald­lega vera rangt. Stað­reyndin aftur á móti er sú að útflutn­ingur á þessum fiski jókst um 80% fyrstu 9 mán­uði árs­ins frá árinu á und­an. Þorsk­ur­inn fyrir þá sem það ekki vita er okkar alverð­mæt­asti fiski­stofn. Hag­stofa Íslands heldur utan um þessar tölur og hægt er með ein­földum hætti að sann­reyna þær. 

Yfir­skrift þátt­ar­ins var sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Það er jú þekkt að fyr­ir­tæki þessi eru umfangs­mikil og stór hluti af íslensku efna­hags­lífi. Þau hafa jafn­framt mikil áhrif á sam­fé­lagið og ábyrgð sam­kvæmt því.

Sam­fé­lagið í dag er statt á sam­drátt­ar­skeiði, áhrif Covid-19 ekki að fullu komin í ljós. Eitt er þó skýrt atvinnu­leysi hefur aukist, starfa er þörf og auk­inna þjóð­ar­tekna. Áætla má, miðað við 50% verð­mæta aukn­ingu við fram­leiðslu vöru úr þessum afla hér inn­an­lands, að þjóð­ar­tekjur sem við Íslend­ingar verðum af geti verið um 10 millj­arð­ar.

Fækkun starfa vegna útflutn­ings á óunnum afla hefur auk­ist stöðugt frá árinu 2014 í kjöl­far þess að hömlur við þessum útflutn­ingi voru afnumdar. Þá hafði sá árangur náðst að ein­ungis voru flutt úr landi 25 þús­und tonn af óunnum afla. Síðan þá hefur þró­unin snú­ist við og miðað við þró­un­ina er ekki óvar­legt að áætla að þessi tala verði nálægt 60 þús­und tonnum í ár.

Setjum þetta aðeins í sam­hengi.

Auglýsing
Ef þessi afli væri unnin hér inn­an­lands þá þyrfti til þess 2-3 stór­ein­ingar eins og Sam­herji reist­i ný­verið á Dal­vík. Störf sem af vinnsl­unni myndu skap­ast hlypu auð­veld­lega yfir 1000. Afleidd störf enn fleiri. Síðan er ónefnt hvaða áhrif þessi 20 millj­arða fjár­fest­ing hefði inn í íslenskt sam­fé­lag. Allt yrði það lík­leg­ast byggt upp af íslensku hug­viti og íslenskum tækja­fram­leið­end­um. Að sama skapi myndi afli þessi tryggja 30 með­al­stórum fisk­vinnslu hrá­efni ef sú leið væri val­in. Ekki er óvar­legt að áætla að velta þeirra gæti numið um 30 millj­örð­um.

Það sem við sem þjóð aftur á móti veljum í dag er að þró­ast í þátt átt að verða hrá­efnis þjóð. Þetta segi ég vegna þess að við höfum ekki markað stefnu í þessum efn­um. Þessi stóri hluti veiða okkar er fluttur úr landi hömlu­laust. Hann fer til vinnslu í erlendum vinnslum þar sem hann er ekki unnin undir íslensku mat­væla­eft­ir­liti, seldur samt sem áður sem íslenskur fiskur inn á mark­aði okk­ar.

Á sama tíma erum við í fjár­fest­ingu í vöru­merkjum okkar og mark­aðs­setn­ingu með marg­vís­legum hætti. Við hins­vegar geng­is­fellum þá vinnu með því að hafa ekki stjórn á þessu útflæði. Í mörgum til­fellum kemur þessi vara, það léleg inn á mark­að­inn í við­skipta­löndum okkar að það bætir ekki ímynd íslensks sjáv­ar­út­vegs heldur þvert á móti.

Mark­aðsá­tak líkt og „Father Fis­hmas“ hefði átt að fylgja stefnu­breyt­ing í þá átt að hrá­efnið sem úr haf­inu kem­ur. Sé allt unnið hér heima, eða í það minnsta tryggt að það fari úr landi þannig að það hafi ekki skað­legt áhrif á ímynd okk­ar. Ann­ars er ekki til mik­ils unnið með fjár­muni sem í slíkar her­ferðir fara.

Snúum bökum sam­an. 

Alltof oft snýst umræða í íslenskum sjáv­ar­út­vegi um það að benda hver á ann­an. Hags­muna­varslan er umfangs­mikil og engin vill missa spón úr sínum aski. Þó eru atriði sem bent er á hér að ofan sem allir ættu að geta sam­mælst um. Það er að minnka atvinnu­leysi og auka þjóð­ar­tekj­ur. Fram­ferði þetta sem hér hefur verið rakið verður til þess að sveit­ar­fé­lög, rík­is­sjóður og lands­menn allir verða af gríð­ar­legum tekjum í viku hverri. 

Kreppan er móðir allra tæki­færa. Þing­menn, ráð­herr­ar, for­svars­menn fyr­ir­tækja og sam­taka í sjáv­ar­út­vegi. Snúum bökum saman og vinnum á þessu skað­ræði. Hags­munir eru miklir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg og þar með íslenska þjóð. 

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar