Lyklafrumvarpið þolir ekki bið

Ólafur Ísleifsson segir að lyklafrumvarpið tryggi fólki, sem látið hefur fasteign af hendi, að það geti skilað lyklunum, gengið út og verði ekki krafið um meira.

Auglýsing

Ég hef á Alþingi mælt í þriðja sinn fyrir lykla­frum­varpi en slík frum­vörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á und­an­förnum árum. Allir þing­menn Mið­flokks­ins standa að baki frum­varp­inu. Lykla­frum­varpið miðar að því að reisa vörn í þágu neyt­enda á íbúða­lána­mark­aði og er teflt fram sem einu af for­gangs­málum Mið­flokks­ins á Alþingi. Frum­varpið er lagt fram að til­stuðlan Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Verja þarf heim­ilin

Nauð­syn­legt er að lög­festa úrræði sem tryggi eig­endum fast­eigna sem lenda í greiðslu­vanda nýja lausn. Fyr­ir­byggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjöl­skyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. Fjöl­margar fjöl­skyldur búa ýmist við stór­felldan sam­drátt í tekjum eða atvinnu­leysi. Þetta hefur alvar­legar afleið­ingar fyrir greiðslu­getu þegar kemur að afborg­unum af hús­næð­is­lán­um. Í ljósi aðstæðna á vinnu­mark­aði vegna veiru­far­ald­urs­ins eru nú síð­ustu for­vöð að reisa varnir í þágu heim­il­anna. Ein slík vörn er lykla­frum­varpið sem tryggir fólki þann rétt, sé örvænt um að önnur úrræði skili árangri, að skila lyklunum og ganga út án eft­ir­mála.

Auglýsing

Reynsla þús­und­annaTíu til fimmtán þús­und fjöl­skyldur voru hraktar af heim­ilum sínum og reknar út á götu. For­eldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heim­ilum sínum tug­þús­undum sam­an, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stór­felld styrj­aldarógn eða nátt­úru­ham­far­ir. Þrjú þús­und manns hafa verið gerð gjald­þrota frá hruni. Fjöldi fjár­náma er á annað hund­ruð þús­unda.  Fólk mátti þola mis­kunn­ar­lausar aðfarir í inn­heimtu. Fyr­ir­tæki án starfs­leyf­is, ótíndir hand­rukk­ar­ar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakka­föt­in. Stjórn­völd þess tíma létu sér fátt um finn­ast. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heim­il­anna. Sinnu­leysið sem blasti við fólki eftir hrun og skeyt­ing­ar­leysi um hag heim­ila og fjöl­skyldna var naum­ast fallið til að efla traust á Alþingi og stjórn­völd­um. Slík fram­koma við fjöl­skyldur og heim­ili má ekki end­ur­taka sig.

Lyklunum skil­að     

Með lykla­frum­varp­inu er farin ný leið með hlið­sjón af nýlegri laga­þró­un. Glati samn­ingur um fast­eigna­lán veð­trygg­ingu í fast­eign í kjöl­far nauð­ung­ar­sölu telj­ast eft­ir­stöðvar láns­ins fallnar niður gagn­vart neyt­anda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lög­bundin úrræði vegna skulda­skila fast­eigna­lána til neyt­enda, svo sem gjald­þrota­skipti, nauða­samn­inga eða greiðslu­að­lög­un. 

Með frum­varp­inu er gerð til­laga sem getur haft mikla þýð­ingu fyrir neyt­endur í greiðslu­erf­ið­leikum sem leiða til þess að þeir missa hús­næði sitt á nauð­ung­ar­sölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fast­eigna­lán til neyt­enda, að bjóða verði önnur úrræði áður en kraf­ist er nauð­ung­ar­sölu. Þá er lík­legt að allt annað sé full­reynt. Gera má ráð fyr­ir, að þá liggi fyrir það mat lán­veit­anda að neyt­andi hafi ekki fyr­ir­sjá­an­lega greiðslu­getu til að standa undir þeim skuld­bind­ingum sem á hús­næði hans hvíla. Er þá eðli­legt að eft­ir­stand­andi veð­skuldir falli niður í kjöl­far nauð­ung­ar­sölu á fast­eign neyt­anda.

Nýtt úrræði

Lagt er til að lög­fest verði að kröfu­sam­bandi kröfu­hafa og skuld­ara ljúki með öðrum hætti en upp­haf­lega er að stefnt. Kröfu­hafa sam­kvæmt samn­ingi um fast­eigna­lán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fast­eign, verði gert að sam­þykkja að afhend­ing umræddrar eignar í sínar hendur telj­ist fulln­að­ar­greiðsla af hálfu skuld­ara. Ekki er gert ráð fyrir að á þetta reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslu­fall hefur orðið af hálfu skuld­ara og lög­bund­inn réttur kröfu­hafa til að ganga að eign­inni er orð­inn virk­ur. Sam­bæri­leg úrræði eru þekkt í ýmsum lönd­um.  

Áríð­andi mál

Mark­mið frum­varps­ins er að stuðla að vand­aðri lána­starf­semi með því að færa skuld­urum að fast­eigna­lánum í hendur þann mögu­leika að láta af hendi hina veð­settu fast­eign að baki lán­inu og ganga skuld­lausir frá borði ef engin önnur úræði finn­ast. Frum­varpið er mik­il­vægur liður í því að dreifa áhættu í fast­eigna­lána­við­skipt­um. Um leið er inn­lend lána­starf­semi færð úr því horfi að áhætta sé ein­hliða á hendi lán­taka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vand­aðri lána­starf­semi og upp­lýs­inga­gjafar til neyt­enda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samn­inga­leið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út. Lykla­frum­varpið þolir ekki bið. Höf­undur er alþing­is­maður Mið­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar