Lyklafrumvarpið þolir ekki bið

Ólafur Ísleifsson segir að lyklafrumvarpið tryggi fólki, sem látið hefur fasteign af hendi, að það geti skilað lyklunum, gengið út og verði ekki krafið um meira.

Auglýsing

Ég hef á Alþingi mælt í þriðja sinn fyrir lyklafrumvarpi en slík frumvörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á undanförnum árum. Allir þingmenn Miðflokksins standa að baki frumvarpinu. Lyklafrumvarpið miðar að því að reisa vörn í þágu neytenda á íbúðalánamarkaði og er teflt fram sem einu af forgangsmálum Miðflokksins á Alþingi. Frumvarpið er lagt fram að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna.

Verja þarf heimilin

Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda nýja lausn. Fyrirbyggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. 


Fjölmargar fjölskyldur búa ýmist við stórfelldan samdrátt í tekjum eða atvinnuleysi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir greiðslugetu þegar kemur að afborgunum af húsnæðislánum. Í ljósi aðstæðna á vinnumarkaði vegna veirufaraldursins eru nú síðustu forvöð að reisa varnir í þágu heimilanna. Ein slík vörn er lyklafrumvarpið sem tryggir fólki þann rétt, sé örvænt um að önnur úrræði skili árangri, að skila lyklunum og ganga út án eftirmála.

Auglýsing

Reynsla þúsundanna


Tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru hraktar af heimilum sínum og reknar út á götu. Foreldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heimilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stórfelld styrjaldarógn eða náttúruhamfarir. Þrjú þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsunda.  Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakkafötin. Stjórnvöld þess tíma létu sér fátt um finnast. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heimilanna. Sinnuleysið sem blasti við fólki eftir hrun og skeytingarleysi um hag heimila og fjölskyldna var naumast fallið til að efla traust á Alþingi og stjórnvöldum. Slík framkoma við fjölskyldur og heimili má ekki endurtaka sig.

Lyklunum skilað     

Með lyklafrumvarpinu er farin ný leið með hliðsjón af nýlegri lagaþróun. Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga eða greiðsluaðlögun. 

Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fasteignalán til neytenda, að bjóða verði önnur úrræði áður en krafist er nauðungarsölu. Þá er líklegt að allt annað sé fullreynt. Gera má ráð fyrir, að þá liggi fyrir það mat lánveitanda að neytandi hafi ekki fyrirsjáanlega greiðslugetu til að standa undir þeim skuldbindingum sem á húsnæði hans hvíla. Er þá eðlilegt að eftirstandandi veðskuldir falli niður í kjölfar nauðungarsölu á fasteign neytanda.

Nýtt úrræði

Lagt er til að lögfest verði að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara ljúki með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ekki er gert ráð fyrir að á þetta reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að ganga að eigninni er orðinn virkur. Sambærileg úrræði eru þekkt í ýmsum löndum.  

Áríðandi mál

Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum. Um leið er innlend lánastarfsemi færð úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vandaðri lánastarfsemi og upplýsingagjafar til neytenda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út. Lyklafrumvarpið þolir ekki bið. 


Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar