Lyklafrumvarpið þolir ekki bið

Ólafur Ísleifsson segir að lyklafrumvarpið tryggi fólki, sem látið hefur fasteign af hendi, að það geti skilað lyklunum, gengið út og verði ekki krafið um meira.

Auglýsing

Ég hef á Alþingi mælt í þriðja sinn fyrir lykla­frum­varpi en slík frum­vörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á und­an­förnum árum. Allir þing­menn Mið­flokks­ins standa að baki frum­varp­inu. Lykla­frum­varpið miðar að því að reisa vörn í þágu neyt­enda á íbúða­lána­mark­aði og er teflt fram sem einu af for­gangs­málum Mið­flokks­ins á Alþingi. Frum­varpið er lagt fram að til­stuðlan Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Verja þarf heim­ilin

Nauð­syn­legt er að lög­festa úrræði sem tryggi eig­endum fast­eigna sem lenda í greiðslu­vanda nýja lausn. Fyr­ir­byggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjöl­skyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. 



Fjöl­margar fjöl­skyldur búa ýmist við stór­felldan sam­drátt í tekjum eða atvinnu­leysi. Þetta hefur alvar­legar afleið­ingar fyrir greiðslu­getu þegar kemur að afborg­unum af hús­næð­is­lán­um. Í ljósi aðstæðna á vinnu­mark­aði vegna veiru­far­ald­urs­ins eru nú síð­ustu for­vöð að reisa varnir í þágu heim­il­anna. Ein slík vörn er lykla­frum­varpið sem tryggir fólki þann rétt, sé örvænt um að önnur úrræði skili árangri, að skila lyklunum og ganga út án eft­ir­mála.

Auglýsing

Reynsla þús­und­anna



Tíu til fimmtán þús­und fjöl­skyldur voru hraktar af heim­ilum sínum og reknar út á götu. For­eldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heim­ilum sínum tug­þús­undum sam­an, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stór­felld styrj­aldarógn eða nátt­úru­ham­far­ir. Þrjú þús­und manns hafa verið gerð gjald­þrota frá hruni. Fjöldi fjár­náma er á annað hund­ruð þús­unda.  Fólk mátti þola mis­kunn­ar­lausar aðfarir í inn­heimtu. Fyr­ir­tæki án starfs­leyf­is, ótíndir hand­rukk­ar­ar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakka­föt­in. Stjórn­völd þess tíma létu sér fátt um finn­ast. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heim­il­anna. Sinnu­leysið sem blasti við fólki eftir hrun og skeyt­ing­ar­leysi um hag heim­ila og fjöl­skyldna var naum­ast fallið til að efla traust á Alþingi og stjórn­völd­um. Slík fram­koma við fjöl­skyldur og heim­ili má ekki end­ur­taka sig.

Lyklunum skil­að     

Með lykla­frum­varp­inu er farin ný leið með hlið­sjón af nýlegri laga­þró­un. Glati samn­ingur um fast­eigna­lán veð­trygg­ingu í fast­eign í kjöl­far nauð­ung­ar­sölu telj­ast eft­ir­stöðvar láns­ins fallnar niður gagn­vart neyt­anda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lög­bundin úrræði vegna skulda­skila fast­eigna­lána til neyt­enda, svo sem gjald­þrota­skipti, nauða­samn­inga eða greiðslu­að­lög­un. 

Með frum­varp­inu er gerð til­laga sem getur haft mikla þýð­ingu fyrir neyt­endur í greiðslu­erf­ið­leikum sem leiða til þess að þeir missa hús­næði sitt á nauð­ung­ar­sölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fast­eigna­lán til neyt­enda, að bjóða verði önnur úrræði áður en kraf­ist er nauð­ung­ar­sölu. Þá er lík­legt að allt annað sé full­reynt. Gera má ráð fyr­ir, að þá liggi fyrir það mat lán­veit­anda að neyt­andi hafi ekki fyr­ir­sjá­an­lega greiðslu­getu til að standa undir þeim skuld­bind­ingum sem á hús­næði hans hvíla. Er þá eðli­legt að eft­ir­stand­andi veð­skuldir falli niður í kjöl­far nauð­ung­ar­sölu á fast­eign neyt­anda.

Nýtt úrræði

Lagt er til að lög­fest verði að kröfu­sam­bandi kröfu­hafa og skuld­ara ljúki með öðrum hætti en upp­haf­lega er að stefnt. Kröfu­hafa sam­kvæmt samn­ingi um fast­eigna­lán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fast­eign, verði gert að sam­þykkja að afhend­ing umræddrar eignar í sínar hendur telj­ist fulln­að­ar­greiðsla af hálfu skuld­ara. Ekki er gert ráð fyrir að á þetta reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslu­fall hefur orðið af hálfu skuld­ara og lög­bund­inn réttur kröfu­hafa til að ganga að eign­inni er orð­inn virk­ur. Sam­bæri­leg úrræði eru þekkt í ýmsum lönd­um.  

Áríð­andi mál

Mark­mið frum­varps­ins er að stuðla að vand­aðri lána­starf­semi með því að færa skuld­urum að fast­eigna­lánum í hendur þann mögu­leika að láta af hendi hina veð­settu fast­eign að baki lán­inu og ganga skuld­lausir frá borði ef engin önnur úræði finn­ast. Frum­varpið er mik­il­vægur liður í því að dreifa áhættu í fast­eigna­lána­við­skipt­um. Um leið er inn­lend lána­starf­semi færð úr því horfi að áhætta sé ein­hliða á hendi lán­taka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vand­aðri lána­starf­semi og upp­lýs­inga­gjafar til neyt­enda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samn­inga­leið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út. Lykla­frum­varpið þolir ekki bið. 



Höf­undur er alþing­is­maður Mið­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar