Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga

Jökull Sólberg skrifar um skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og segir á brattann að sækja. Hann segir andvaraleysi hafa einkennt bæði Kyoto-tímabilin og telur að auka þurfi gagnsæi í stjórnsýslu loftslagsmála.

Auglýsing

Tíma­bili lofts­lags­skuld­bind­inga má skipta í fernt:

  1. 2008-2012: Kyoto fyrra tíma­bil
  2. 2013-2020: Kyoto, Doha fram­leng­ing 
  3. 2021-2030: Par­ís­ar­sam­komu­lagið - fyrsta skuld­bind­ing­ar­tíma­bil
  4. 2030+: Kolefn­is­hlut­leysi ríkja

2008-2012: Kyoto 1

Mark­mið Íslands fyrir fyrsta tíma­bilið var að halda okkur fyrir innan 10% aukn­ingu í losun miðað við 1990. Ísland samdi sér­stak­lega um tvenns konar und­an­þágur í sinni taln­ingu; ann­ars vegar að und­an­skilja CO2-losun frá nýrri stór­iðju og hins­vegar heim­ild til að telja breyt­ingar í land­notkun og skóg­rækt í átt­ina að mark­miðum sín­um.

Þetta 10% svig­rúm var nýtt til að gang­setja álver, en á fyrstu árum nýs álvers er mikil losun á PFC sem er öflug gróð­ur­húsa­loft­teg­und og fékkst ekki und­an­skilin taln­ingu. Þrátt fyrir að hart hafi verið barist fyrir að fá land­not­knun og skóg­rækt við­ur­kennda var lítið gert í þeim mála­flokki á tíma­bil­in­u. 

2013-2020: Kyoto Doha

Annað skuld­bind­ing­ar­tíma­bil Kyoto var sam­þykkt í Doha, Kat­ar. Ísland tók á sig ögn metn­að­ar­fyllri skuld­bind­ingar sam­kvæmt sam­komu­lagi við ESB. Við upp­haf þessa tíma­bils hlaut Ísland aðild að ETS kerf­inu þar sem stór­iðja fær sér­stakar úthlut­un­ar­heim­ildir sem ætl­unin er að draga saman með tíð og tíma. Ætl­ast er til að fyr­ir­tæki ann­að­hvort finni leiðir fram­hjá frek­ari losun eða kaupi heim­ildir á opnum mark­að­i. 

Auglýsing

Reglur um það hvaða hluti stór­iðju væri á beinni ábyrgð stjórn­valda breytt­ust tals­vert á milli tíma­bil­anna tveggja. Þær und­an­þágur sem við höfðum fyrir stór­iðju á fyrra tíma­bili þurfti ekki lengur með til­komu ETS kerf­is­ins á seinna tíma­bili.

Ísland samdi við Evr­ópu­sam­bandið um heim­ild til að losa 15 millj­ónir tonna í þeim geirum sem eru á ábyrgð stjórn­valda. Sam­kvæmt tölum Umhverf­is­stofn­unar verður losun Íslands nær 20 millj­ónum eða fjórð­ungi yfir heim­ild. Til við­mið­unar var losun frá vega­sam­göngum sam­tals 979 þús­und tonn árið 2018. Losun verður því a.m.k. 17% umfram los­un­ar­heim­ildir og við því þarf að bregð­ast með jöfn­un­ar­að­gerðum sem hlaupa á millj­örðum króna.

Myndin sýnir breytingar á undirliðum losunar frá 1990, hvaða undirliðir hafa hækkað og hverjir hafa lækkað.

Önnur lönd en Ísland, sem gerðu ekki tví­hliða samn­ing eins og við heldur höfðu aðild að evr­ópska „ef­fort shar­ing“ fyr­ir­komu­lag­inu frá upp­hafi höfðu við­mið fyrir sína losun reikn­aða niður á hvert ár.

Ísland fékk ekki slíkan útreikn­ing fyrir hvert ár og hefur mér gengið illa að skilja hvaða for­sendur liggja að baki okkar heim­ild. Umhverf­is­stofnun hefur vísað fyr­ir­spurn minni á Umhverf­is­ráðu­neytið og þaðan ber­ast von­andi svör innan skamms hvaða for­sendur liggja að baki hinni rúm­lega 15 milljón tonnum heim­ild til los­unar á seinna tíma­bili.

Aukn­ing vegna ferða­manna birt­ist meðal ann­ars í losun frá vega­sam­göng­um. Til árs­ins 2018 hafði gistin­óttum ferða­manna fjölgað marg­falt miðað við við­mið­un­ar­árið 1990 og fjöld­inn náði hámarki í ríf­lega 10,4 millj­ónum gistnátta árið 2018. Afar lítið var gert á þessum árum til að setja ferða­manna­straum­inn í sam­hengi við aukna losun þó neysla ferða­manna að flugi und­an­skildu sé öll á ábyrgð stjórn­valda þess lands sem er heim­sótt. Fram­úr­hlaupið á tíma­bil­inu nemur langtum meiri losun en hægt er að útskýra með fjölgun ferða­manna þó það sé vafa­laust drjúgur þáttur í aukn­ing­unni. Á þessu tíma­bili jókst fjöldi díselknú­inna bif­reiða á hvert heim­ili. Full­fjár­magn­aðar lofts­lags­á­ætl­anir birt­ust ekki fyrr en í tíð þeirrar rík­is­stjórnar sem nú er við völd. 

Í ljósi COVID-19

Á fyrstu níu mán­uðum þessa árs var 18% sam­dráttur í inn­flutn­ingi á blý­lausu bens­íni miðað við­sama tíma­bil í fyrra. Hrun ferða­þjón­ustu, hærra hlut­fall ekinna kíló­metra hrein­orku­bíla og aðgerðir stjórn­valda vegna kór­ónu­far­ald­urs­ins sem hafa áhrif á lífs­stíl og neyslu almenn­ings eru allt þættir sem hafa áhrif á notkun inn­fluttra orku­gjafa. Ljóst er að snarpur sam­dráttur í losun á þessu síð­asta ári Kyoto-skuld­bind­inga mun duga skammt í stóra sam­heng­inu. Hag­stofan birti nýlega svo­kall­aða til­rauna­töl­fræði um elds­neyt­is­sölu sem benda til að elds­neyt­is­sala hafi lítið sem ekk­ert breyst á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þetta rímar hins­vegar ekki við inn­flutn­ings­tölur frá toll­in­um. 

2021+

Nú er markið sett enn hærra; 40% minni losun árið 2030. Góðu frétt­irn­ar, þó þær séu slæmar í efna­hags­legu sam­hengi, er að ferða­menn eru svo gott sem horfnir – í bili. Efna­hags­á­hrifum kór­ónu­far­ald­urs­ins fylgir sam­dráttur í losun vegna minni neyslu. Orku­skipti munu skila miklum árangri þegar upp er stað­ið, en ábat­inn verður ekki í hlut­falli við nýskrán­ingar hrein­orku­bíla heldur ekinna kíló­metra og þar er það sam­setn­ing virks bíla­flota sem skiptir máli. Enn menga flestir nýir bílar og enn eigum við eftir að úrelda út úr flot­anum fjöldan allan af meng­andi bíl­um. Bíla­floti end­ur­nýj­ast á 15 til 20 árum og við munum þurfa allt það tíma­bil með 100% hreinum nýskrán­ingum öku­tækja í öllum flokkum áður en árið 2040 gengur í garð ef ætl­unin er að ná fram kolefn­is­hlut­leysi í vega­sam­göngum það árið.

Póli­tísk ábyrgð

Fyrra Kyoto-­tíma­bil ber þess merki hversu fram­ar­lega í for­gangs­röð­inni upp­bygg­ing stór­iðju var upp úr alda­mót­um. Seinna tíma­bil Kyoto fangar árin þar sem vöxtur ferða­þjón­ustu var hvað mestur og á sér engan líka í sög­unni. Bæði tíma­bilin ein­kenn­ast af and­vara­leysi. Ef við leyfum okkur að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn þá hefði verið far­sælt að huga að grænum sam­göng­um, bæði með hrein­orku­bílum í bílaf­leigu­flota og bættu leiða­kerfi fyrir áætl­ana­akstur á milli lands­hluta. Önnur sókn­ar­færi eru í stöðvun sauð­fjár­beitar á illa förnu landi, sam­ræm­ingu skipu­lags á byggð sem dregur úr eknum kíló­metrum, flýt­ingu banns við nýskrán­ingu bruna­bíla og hrað­ari förgun meng­andi bif­reiða.

Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, komst vel að orði þegar hann sagði að sitj­andi umhverf­is­ráð­herra hefði fengið eitr­aðan arf þegar hann tók við emb­ætt­inu. Í hans tíð höfum við séð fag­legri vinnu­brögð og fjár­magn­aðar lofts­lags­á­ætl­an­ir. Þrátt fyrir snarpan sam­drátt í losun á þessu ári er á bratt­ann að sækja. Það er ekki bara umhverf­is­ráð­herra sem burð­ast með arf­inn heldur þjóðin öll. Kolefn­is­bók­haldið er í stærri mínus vegna fyrri rík­is­stjórna sem sýndu mála­flokknum lít­inn áhuga.

Þó það sé ekki við ráð­herr­ann að sakast á stjórn­sýsla lofts­lags­mála enn langt í land til að öðl­ast fullan trú­verð­ug­leika á ný og betur má ef duga skal. Líkön og for­sendur að baki lofts­lags­að­gerðum hafa ekki verið gerð opin­ber í öllum til­fellum og fag­að­ilar eru ekki á einu máli um það hversu áreið­an­legar tölur um losun sem teng­ist land­notkun eru. Dæmi um veiga­miklar for­sendur er líkan um sam­setn­ingu bíla­flota lands­ins, en það líkan er ekki opið almenn­ingi. En betur sjá augu en auga. Brýnt er að mála­flokk­ur­inn fá fjár­magn til að bæta eft­ir­lit og ganga úr skugga um að bók­haldið okkar sé trú­verð­ug­t. 

Lofts­lags­á­ætl­anir eiga að vera opnar og fylgja „open source“-hug­mynda­fræði sem hefur gef­ist vel í Staf­rænu Íslandi og mál­rann­sóknum síð­ustu ár. Miðlun þarf að vera tíð­ari, dýpri og í senn aðgengi­leg öllum hags­muna­hóp­um. Samn­ingar for­tíðar þurfa að vera gerðir opin­berir og jafn­framt for­sendur þeirra. Gagn­sæi er for­senda trausts. Fleiri skref í þá átt væru til heilla.

Höf­undur er ráð­gjafi.

Athuga­semd: Í fyrri útgáfu af grein­inni kom fram að tví­hliða samn­ingur Íslands við Evr­ópu­sam­bandið og aðild­ar­ríki þess um annað skuld­bind­ing­ar­tíma­bil Kyoto væri ekki opin­ber. Það er ekki rétt. Hann má nálgast hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar