Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?

Ólafur Margeirsson hagfræðingur hvetur til þess að boðið verði upp á atvinnuframboðstryggingu til að mæta núverandi atvinnuleysi og tekjutapi hjá vinnandi einstaklingum.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti marg­vís­legar aðgerðir nýlega til að mæta efna­hags­á­fall­inu sem kófið hefur í för með sér. Ég ætla ekki að fjalla um þær all­ar, heldur ein­göngu þá aðgerð að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur í 307þkr. á mán­uði.

Í stuttu máli: gott og bless­að, en það má efast alvar­lega um áhrifa­mátt slíkra aðgerða sem og er rétt að hafa í huga að það eru til miklu betri leiðir til að bregð­ast við atvinnu­leysi en hærri atvinnu­leys­is­bæt­ur.

Er 307þkr. á mán­uði nóg?

Fyrst má spyrja sig hvort það sé nóg til að lifa á því að vera með 307þkr. á mán­uði í atvinnu­leys­is­bæt­ur. Það má efast alvar­lega um það.

Á mynd­inni hér að neðan má sjá neðri fjórð­ungs­mörk launa eftir starfi árið 2019 (gögn: Hag­stofa Íslands). Ég hef einnig bætt við metnum fram­færslu­kostn­aði að ákveðnum gefnum for­send­um, atvinnu­leys­is­bótum og launum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (e. job guar­an­tee) væri hún sett á lagg­irnar líkt og ég lagði til í Vís­bend­ingu í sum­ar.Neðri fjórðungsmörk heildarlauna eftir starfi árið 2019, lægst launuðustu störfin. 

Rétt er að taka fram hverjar for­send­urnar eru að baki fram­færslu­við­mið­inu:

  • 1. Barn­laus ein­stak­lingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, án bíls, á leigu­mark­aði. Ég nota reikni­vél fyrir neyslu­við­mið 2019 til að finna út að við­kom­andi er með 131þkr. heild­ar­út­gjöld á mán­uði fyrir hús­næð­is­kostn­að.
  • 2. Hús­næð­is­kostn­aður er met­inn út frá meðal leigu­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir 40-60fm íbúð, skv. gögnum Þjóð­skrár Íslands: 160þkr. á mán­uði, sam­tals 291þkr. á mán­uði eftir skatta.
  • 3. Reikni­vél stað­greiðslu RSK er notuð til að finna út mán­að­ar­laun fyrir skatta (eng­inn sér­eign­ar­sparn­að­ur) til að fá 291þkr. útborgað m.v. full­nýttan per­sónu­af­slátt. 380þkr. á mán­uð­i. 
  • 4. Metnar húsa­leigu­bætur (32þkr.) eru dregnar frá fram­færslu­við­mið­inu en þær eru mjög háðar tekjum og eignum við­kom­andi. Hér er miðað við að við­kom­andi sé með lág­marks­laun, þ.e. 335þkr. á mán­uði svo hann fær hámarks­húsa­leigu­bæt­ur. Við endum því á töl­unni 348þkr. að gefnum for­sendum fyrir nauð­syn­leg heild­ar­laun fyrir skatta. 

Ég geri mér grein fyrir að þetta er slump­reikn­ingur hvers nið­ur­staða verður mis­mun­andi eftir aðstæðum hvers og eins en ég leyfi mér að efast um að þetta fram­færslu­við­mið – 348þ.kr. á mán­uði fyrir skatta – sé ofmet­ið.

Er hægt að gera bet­ur? Já!

Við sjáum að 307þkr. virð­ast ná skammt miðað við fram­færslu­við­mið­ið. Meira að segja virð­ast launin innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar hrökkva skammt en þegar ég stakk upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til að bregð­ast við atvinnu­leys­inu mið­aði ég við lág­marks­laun. Ef fólk vill miða við metin fram­færslu­við­mið er það líka hægt, svo lengi sem fullur skiln­ingur er á því hvort slíkt myndi t.d. leiða til verð­bólgu eða ekki.

Auglýsing
En það er ljóst að atvinnu­fram­boðs­trygg­ing, hvort sem launin innan hennar væru miðuð við núver­andi lág­marks­laun (335þkr.) eða met­inn fram­færslu­kostnað (348þkr), er áhrifa­meiri efna­hags- og sam­fé­lags­leg aðgerð en atvinnu­leys­is­bætur upp á 307þkr. Það eru 20 þús­und manns atvinnu­laus á Íslandi sam­kvæmt nýj­ustu tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar: það eru fleiri atvinnu­lausir ein­stak­lingar á Íslandi en heildar­í­bú­ar­fjöldi Akur­eyr­ar. Ofan á þá tölu eru um 5.000 manns í skertu starfs­hlut­falli. Ríf­lega 9.000 manns hafa verið atvinnu­laus í lengur en 6 mán­uði sem þýðir að tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta er útrunnin fyrir þessa ein­stak­linga.

 Það eru ansi margir ein­stak­lingar sem eru búnir að missa tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta og komnir í tekju­vand­ræði. Atvinnu­leys­is­bætur upp á 307þkr. eru ónægar fyrir marga af þessum ein­stak­lingum til að hafa í sig og á. Og þetta er fólk sem finnur enga vinnu, jafn­vel þótt það vildi það! Þess vegna á að bjóða upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu.

Um 20 þúsund manns eru atvinnulaus, fleiri en íbúafjöldi Akureyrar. Um 9.000 manns hafa þegar misst rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta.Ein af ástæðum þess að atvinnu­fram­boðs­trygg­ing er betri en atvinnu­leys­is­bætur til að takast á við atvinnu­leysi er að tekjur innan hennar eru hærri. Það er því minni hætta á að fólk hafi ekki í sig og á. Eft­ir­spurn í hag­kerf­inu er einnig við­haldið bet­ur, sem þýðir hrað­ari efna­hags­bati.

Fram­leiðsla í hag­kerfi með atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu er líka meiri en í hag­kerfi sem borgar atvinnu­leys­is­bæt­ur, sem dregur úr hættu á verð­bólgu. Þetta er raunin jafn­vel þótt tekjur innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar séu hærri en atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing býður fólki líka upp á að við­halda starfs­reynslu sinni og -þekk­ingu, sem og að læra eitt­hvað nýtt: end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið ýmis konar eru ein af grunn­stoðum atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar. Þetta kemur einka­geir­anum hvað best sem og hag­kerf­inu öllu því fyr­ir­tæki eiga þá auð­veld­ara með að finna menntað og reynslu­mikið fólk þegar fyr­ir­tækin vilja ráða fólk aft­ur. 

Þá sér atvinnu­fram­boðs­trygg­ing til þess að fólk hafi starf, hafi það áhuga á því, þar sem það hittir annað fólk: ein af skæð­ustu afleið­ingum atvinnu­leysis er félags­leg ein­angr­un, ein­semd og sál­fræði­leg vanda­mál. Kostn­aður sam­fé­lags­ins, t.d. beinn heil­brigðis­kostn­að­ur, verður því minni sé boðið upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­u. 

Þá býður atvinnu­fram­boðs­trygg­ing fólki upp á að nýta vinnu­afl sitt til t.d. umhverf­is- og sam­fé­lags­legra verk­efna sem koma öllum vel: við­hald garða, hreinsun umhverf­is, plöntun skóga. Slíkt myndi t.d. draga úr hætt­unni á því að Ísland þyrfti að borga millj­arða í kostnað vegna óupp­fylltra samn­inga um losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, fyrir utan að fegra landið og bæta nátt­úru­lega fjöl­breytn­i. 

Kost­irnir við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu m.v. atvinnu­leys­is­bætur eru ótví­ræð­ir. Þess vegna á að bjóða upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til að mæta núver­andi atvinnu­leysi og tekju­tapi hjá vinn­andi ein­stak­ling­um.

Að lokum er rétt að hamra á því: vinna innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar er val. Það er eng­inn neyddur til þess að þiggja starf eða sitja end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið, svo dæmi sé tek­ið, innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar vilji við­kom­andi það ekki. Það er val ein­stak­lings­ins að þiggja ann­að­hvort atvinnu­leys­is­bætur sam­kvæmt reglum á hverjum tíma (307þ.kr. plús hugs­an­leg tekju­teng­ing) eða starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (lág­mark 335þ.kr.).

Höf­undur er doktor í hag­fræð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar