Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?

Ólafur Margeirsson hagfræðingur hvetur til þess að boðið verði upp á atvinnuframboðstryggingu til að mæta núverandi atvinnuleysi og tekjutapi hjá vinnandi einstaklingum.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti marg­vís­legar aðgerðir nýlega til að mæta efna­hags­á­fall­inu sem kófið hefur í för með sér. Ég ætla ekki að fjalla um þær all­ar, heldur ein­göngu þá aðgerð að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur í 307þkr. á mán­uði.

Í stuttu máli: gott og bless­að, en það má efast alvar­lega um áhrifa­mátt slíkra aðgerða sem og er rétt að hafa í huga að það eru til miklu betri leiðir til að bregð­ast við atvinnu­leysi en hærri atvinnu­leys­is­bæt­ur.

Er 307þkr. á mán­uði nóg?

Fyrst má spyrja sig hvort það sé nóg til að lifa á því að vera með 307þkr. á mán­uði í atvinnu­leys­is­bæt­ur. Það má efast alvar­lega um það.

Á mynd­inni hér að neðan má sjá neðri fjórð­ungs­mörk launa eftir starfi árið 2019 (gögn: Hag­stofa Íslands). Ég hef einnig bætt við metnum fram­færslu­kostn­aði að ákveðnum gefnum for­send­um, atvinnu­leys­is­bótum og launum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (e. job guar­an­tee) væri hún sett á lagg­irnar líkt og ég lagði til í Vís­bend­ingu í sum­ar.Neðri fjórðungsmörk heildarlauna eftir starfi árið 2019, lægst launuðustu störfin. 

Rétt er að taka fram hverjar for­send­urnar eru að baki fram­færslu­við­mið­inu:

  • 1. Barn­laus ein­stak­lingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, án bíls, á leigu­mark­aði. Ég nota reikni­vél fyrir neyslu­við­mið 2019 til að finna út að við­kom­andi er með 131þkr. heild­ar­út­gjöld á mán­uði fyrir hús­næð­is­kostn­að.
  • 2. Hús­næð­is­kostn­aður er met­inn út frá meðal leigu­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir 40-60fm íbúð, skv. gögnum Þjóð­skrár Íslands: 160þkr. á mán­uði, sam­tals 291þkr. á mán­uði eftir skatta.
  • 3. Reikni­vél stað­greiðslu RSK er notuð til að finna út mán­að­ar­laun fyrir skatta (eng­inn sér­eign­ar­sparn­að­ur) til að fá 291þkr. útborgað m.v. full­nýttan per­sónu­af­slátt. 380þkr. á mán­uð­i. 
  • 4. Metnar húsa­leigu­bætur (32þkr.) eru dregnar frá fram­færslu­við­mið­inu en þær eru mjög háðar tekjum og eignum við­kom­andi. Hér er miðað við að við­kom­andi sé með lág­marks­laun, þ.e. 335þkr. á mán­uði svo hann fær hámarks­húsa­leigu­bæt­ur. Við endum því á töl­unni 348þkr. að gefnum for­sendum fyrir nauð­syn­leg heild­ar­laun fyrir skatta. 

Ég geri mér grein fyrir að þetta er slump­reikn­ingur hvers nið­ur­staða verður mis­mun­andi eftir aðstæðum hvers og eins en ég leyfi mér að efast um að þetta fram­færslu­við­mið – 348þ.kr. á mán­uði fyrir skatta – sé ofmet­ið.

Er hægt að gera bet­ur? Já!

Við sjáum að 307þkr. virð­ast ná skammt miðað við fram­færslu­við­mið­ið. Meira að segja virð­ast launin innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar hrökkva skammt en þegar ég stakk upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til að bregð­ast við atvinnu­leys­inu mið­aði ég við lág­marks­laun. Ef fólk vill miða við metin fram­færslu­við­mið er það líka hægt, svo lengi sem fullur skiln­ingur er á því hvort slíkt myndi t.d. leiða til verð­bólgu eða ekki.

Auglýsing
En það er ljóst að atvinnu­fram­boðs­trygg­ing, hvort sem launin innan hennar væru miðuð við núver­andi lág­marks­laun (335þkr.) eða met­inn fram­færslu­kostnað (348þkr), er áhrifa­meiri efna­hags- og sam­fé­lags­leg aðgerð en atvinnu­leys­is­bætur upp á 307þkr. Það eru 20 þús­und manns atvinnu­laus á Íslandi sam­kvæmt nýj­ustu tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar: það eru fleiri atvinnu­lausir ein­stak­lingar á Íslandi en heildar­í­bú­ar­fjöldi Akur­eyr­ar. Ofan á þá tölu eru um 5.000 manns í skertu starfs­hlut­falli. Ríf­lega 9.000 manns hafa verið atvinnu­laus í lengur en 6 mán­uði sem þýðir að tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta er útrunnin fyrir þessa ein­stak­linga.

 Það eru ansi margir ein­stak­lingar sem eru búnir að missa tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta og komnir í tekju­vand­ræði. Atvinnu­leys­is­bætur upp á 307þkr. eru ónægar fyrir marga af þessum ein­stak­lingum til að hafa í sig og á. Og þetta er fólk sem finnur enga vinnu, jafn­vel þótt það vildi það! Þess vegna á að bjóða upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu.

Um 20 þúsund manns eru atvinnulaus, fleiri en íbúafjöldi Akureyrar. Um 9.000 manns hafa þegar misst rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta.Ein af ástæðum þess að atvinnu­fram­boðs­trygg­ing er betri en atvinnu­leys­is­bætur til að takast á við atvinnu­leysi er að tekjur innan hennar eru hærri. Það er því minni hætta á að fólk hafi ekki í sig og á. Eft­ir­spurn í hag­kerf­inu er einnig við­haldið bet­ur, sem þýðir hrað­ari efna­hags­bati.

Fram­leiðsla í hag­kerfi með atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu er líka meiri en í hag­kerfi sem borgar atvinnu­leys­is­bæt­ur, sem dregur úr hættu á verð­bólgu. Þetta er raunin jafn­vel þótt tekjur innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar séu hærri en atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing býður fólki líka upp á að við­halda starfs­reynslu sinni og -þekk­ingu, sem og að læra eitt­hvað nýtt: end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið ýmis konar eru ein af grunn­stoðum atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar. Þetta kemur einka­geir­anum hvað best sem og hag­kerf­inu öllu því fyr­ir­tæki eiga þá auð­veld­ara með að finna menntað og reynslu­mikið fólk þegar fyr­ir­tækin vilja ráða fólk aft­ur. 

Þá sér atvinnu­fram­boðs­trygg­ing til þess að fólk hafi starf, hafi það áhuga á því, þar sem það hittir annað fólk: ein af skæð­ustu afleið­ingum atvinnu­leysis er félags­leg ein­angr­un, ein­semd og sál­fræði­leg vanda­mál. Kostn­aður sam­fé­lags­ins, t.d. beinn heil­brigðis­kostn­að­ur, verður því minni sé boðið upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­u. 

Þá býður atvinnu­fram­boðs­trygg­ing fólki upp á að nýta vinnu­afl sitt til t.d. umhverf­is- og sam­fé­lags­legra verk­efna sem koma öllum vel: við­hald garða, hreinsun umhverf­is, plöntun skóga. Slíkt myndi t.d. draga úr hætt­unni á því að Ísland þyrfti að borga millj­arða í kostnað vegna óupp­fylltra samn­inga um losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, fyrir utan að fegra landið og bæta nátt­úru­lega fjöl­breytn­i. 

Kost­irnir við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu m.v. atvinnu­leys­is­bætur eru ótví­ræð­ir. Þess vegna á að bjóða upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til að mæta núver­andi atvinnu­leysi og tekju­tapi hjá vinn­andi ein­stak­ling­um.

Að lokum er rétt að hamra á því: vinna innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar er val. Það er eng­inn neyddur til þess að þiggja starf eða sitja end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið, svo dæmi sé tek­ið, innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar vilji við­kom­andi það ekki. Það er val ein­stak­lings­ins að þiggja ann­að­hvort atvinnu­leys­is­bætur sam­kvæmt reglum á hverjum tíma (307þ.kr. plús hugs­an­leg tekju­teng­ing) eða starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (lág­mark 335þ.kr.).

Höf­undur er doktor í hag­fræð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar