Á að selja Orkuveituna?

Gunnar Alexander Ólafsson varar við orðræðu hægri manna um selja allt sem er hönd á festandi.

Auglýsing

Um dag­inn lagði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fram til­lögu í borg­ar­stjórn Reykja­víkur um að selja Gagna­veit­una, dótt­ur­fé­lag Orku­veit­unn­ar. Rökin voru þau, að mati flokks­ins, sú að starf­semi Gagna­veit­unnar sam­ræm­ist ekki grunn­skyldum Reykja­víkur sem sveit­ar­fé­lags, né að hún sé hluti af grunn­rekstri Orku­veit­unn­ar. Það mætti beita sömu rökum hvað varðar aðkomu Reykja­vík­ur­borgar að Orku­veit­unni. Rekstur þess öfl­uga orku­fyr­ir­tækis er strangt til tekið ekki hluti af grunn­skyldum Reykja­vík­ur­borg­ar. Aftur á móti er það sam­fé­lags­leg ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins að eiga öfl­ugt orku­fyr­ir­tæki sem tryggir íbúum þess örugga dreif­ingu á bæði köldu  og heitu vatni auk raf­magns. Sem hluti af þess­ari sam­fé­lags­legri ábyrgð hefur Orku­veitan rekið Gagna­veit­una sem tryggir öruggt net ljós­leið­ara um borg­ina og til nágranna­sveit­ar­fé­laga. Ljós­leið­ara­net er kerf­is­lægt inn­viða­kerfi sem óheppi­legt er að sé í höndum einka­að­ila með ein­ok­un­ar­að­stöðu. 

Ekki kemur á óvart að þessi til­laga komi frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, því nýlega seldu Sjálf­stæð­is­menn í Hafn­ar­firði (en þeir mynda meiri­hluta þar með Fram­sókn­ar­flokkn­um) hlut bæj­ar­ins í HS Veit­um. Sú sala var mjög umdeild;  m.a. hafn­aði meiri­hlut­inn því að fá álit íbúa bæj­ar­ins á söl­unni. Það má alveg halda því fram að meiri­hluti sem hefur umboð til fjög­urra ára sé umboðs­laus til að selja verð­mætar eignir sveit­ar­fé­lags sem íbúar hafa byggt upp í ára­tugi, eins og átti við um hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Veit­um. Það má líka minna á að á sínum tíma seldi þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hlut rík­is­ins í HS Orku til einka­að­ila og olli sú sala gíf­ur­legum deil­um. Auk þess seldi sama rík­is­stjórn á sínum tíma Sím­ann, með öfl­ugu inn­viða­kerfi ljós­leið­ara. Það var mjög umdeild aðgerð. Það inn­viða­kerfi ljós­leið­ara til­heyrir nú fyr­ir­tæki sem heitir Míla. Það fyr­ir­tæki ætti með réttu að vera í eigu almenn­ings, þ.e. sveit­ar­fé­lags eða rík­is­ins.

Auglýsing
Það er eðli­leg  spurn­ing hvort jafn þjóð­hags­lega mik­il­væg fyr­ir­tæki eins og orku­fyr­ir­tæki eigi að vera í eigu einka­að­ila sem hafa helst það mark­mið að hámarka hagn­að. Orku­fyr­ir­tæki í eigu almenn­ings (sveit­ar­fé­laga eða rík­is) hafa hins vegar mark­mið sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ingar og þjón­ustu á hag­stæðu  verði til almenn­ings.

Gagna­veitan er vel rekið fyr­ir­tæki, með góða eig­in­fjár­stöðu og skilar góðum hagn­aði. Það heldur verði á ljós­leið­ara­teng­ingum niðri, neyt­endum til hags­bóta. Það er nákvæm­lega engin ástæða til að selja Gagna­veit­una til einka­að­ila, sem eðli máls sam­kvæmt reyna að hámarka sinn hagnað sem reynslan sýnir að leiðir til hærra verðs fyrir neyt­endur og verri þjón­ustu.

Svona „saklaus“ til­laga um sölu á Gagna­veit­unni er hluti af orð­ræðu hægri manna um selja allt sem er hönd á festandi m.a. til að lækka skuld­ir. Ef fólk lætur blekkjast, þá er stutt í að sömu rök verði notuð til að selja Orku­veit­una, eitt öfl­ug­asta fyr­ir­tæki lands­ins. Þá sitjum við neyt­endur sem áttum þessi fyr­ir­tæki áður með þá stað­reynd að verð fyrir þjón­ust­una hefur hækkað og þjón­ustan versn­að.

Það er sam­merkt með flestum ef ekki öllum opin­berum orku­fyr­ir­tækjum að þau hafa byggst upp og þró­ast í ára­tugi, þar sem íbúar hafa greitt gjald fyrir þjón­ust­una í gegnum tíð­ina. Miklar eignir þess­ara fyr­ir­tækja eru í eigu almenn­ings. Með sölu á slíkum fyr­ir­tækjum mun aldrei fást rétt verð fyrir þær eignir sem verið er að selja, því nán­ast alltaf eru þessi fyr­ir­tæki með gríð­ar­lega sterka mark­aðs­að­stöðu. Þessi grein er skrifuð sem vörn fyrir því að almenn­ingur eigi öflug orku­fyr­ir­tæki sem og fyr­ir­tæki sem dreifa orku og raf­magni. Þessi fyr­ir­tæki eru eignir sem hafa orðið til á mörgum ára­tugum og eru í raun ómet­an­legar eignir fyrir almenn­ing í land­inu. Sporin hræða í þessum efn­um. Lærum af reynsl­unni.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ingur og tekur þátt í yfir­stand­andi flokksvali Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar