Um nánd, arkitektúr og skipulag

Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt segir að ýmislegt sem séu forréttindi ættu að vera mannréttindi.

Auglýsing

„Fór í kvöld­göngu og það er margt kósý í gangi í bæn­um. Kona á Berg­staða­stræti var á brjósta­hald­ar­anum að hengja upp jóla­skraut, það var kara­okepartý á Þórs­götu og fullur maður með flöskur í poka studdi sig við staur á Vita­stíg.“ Þetta tíst frá Þór­dísi Gísla­dótt­ur, rit­höf­undi, fram­kall­aði sælu­hroll í mér. Sjálf bjó ég í miðbæ Hafn­ar­fjarðar í ára­tugi áður en ég flutti í mið­borg Árósar og ­ná­lægð húsa og fólks skiptir mig máli. Fyrir mér er Þór­dís að skrifa um nánd í umhverf­inu. Hvernig við verðum vör við hvert annað - og þegar þörf er á, komum hvert öðru við. 

Þeg­ar við fáum að vita að nálægð geti verið hættu­leg okk­ur, að snert­ing sé nán­ast ekki leyfð, áttum við okkur á því hvað nándin er okkur mik­il­væg. Að finna fyrir fólki, sam­fé­lagi – að til­heyra. Að sjá fólk, að brosa til fólks og sýna að við komum hvert öðru við. 

Skipu­lag húsa, vega, stíga, þjón­ustu og atvinnu­hús­næðis skiptir hér lyk­il­máli. Nálægð og þétt­leiki eru lyk­il­orð en líka umhverf­ið, tré, gróður og rýmið á milli hús­anna. Að rýmið fyrir nánd­ina sé áþreif­an­leg­t. 

Þetta þarf ekki að vera flókið – arki­tekt­úr­inn sem þarf að birt­ast við götu getur verið á marga vegu og með góðri hönnun yrði þetta leikur einn. Ef um er að ræða íbúðir við umferð­ar­götu þá eru svo­kall­aðir for­garðar best­ir, fjall­drapi, lyng, blóð­berg gæti átt kom­andi ára­tug. Staður til að sitja á og kinka kolli, hin svoköll­uðu „kantzo­ne“ – rými sem eru milli þess að vera prí­vat og opin­ber. Litlar versl­anir þyrftu að fá stóra glugga og hverskyns þjón­usta biði uppá betra hjóla­stóla­að­gengi, hjóla­að­gengi og göngu­að­gengi en þekk­ist í dag. Rýmið fyrir framan húsin væri fyrir fólk frekar en far­ar­tæki. 

Auglýsing
Sjálf hef ég á þessu ári fundið ríka þörf fyrir að heilsa, bjóða góðan dag­inn – brosa jafn­vel til ókunn­ugra. Á hjóla­ferð minni í vinn­una á hverjum degi (þá mán­uði sem ég hef verið send heim hef ég „hjólað í vinn­una“ fram og til baka til að setja haus­inn af stað) hef ég séð að ég er ekki sú eina sem þrái nánd. Ég sé mikið af  sama fólk­inu á ferð, kon­una með hund­inn, eldri mann­inn með nettó­pok­ann og mann­inn á svöl­unum með sófa­púð­ann undir olbog­anum og sígar­ett­una í hönd. Ég á í sam­skiptum við þetta fólk á hverjum degi, með brosi, aug­sam­bandi og við kinkum kolli. Á þessum for­dæma­lausu tímum finn ég að þetta gefur mér fyll­ingu, eitt­hvert óút­skýrt frelsi í að til­heyra heild og stærra sam­hengi en bara innan veggja íbúð­ar­innar okk­ar. Mér finnst ég til­heyra sam­fé­lag­i. 

Ég get valið um 2 hjóla­leiðir í vinn­una* eina sem býður uppá nátt­úru og kyrrð, líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og ríkt sam­band við nátt­úru og aðra sem er hörð umferð­ar­gata, vel bein og greið, 2 akreinar í sitt­hvora átt­ina, hjóla­stígar og göngu­stígar báðum meg­in. Upp að þess­ari götu er mikil byggð, bæði minni fjöl­býl­is­hús, ein­býl­is­hús og allskyns versl­anir á afmörk­uðum hluta. Á þessum for­dæma­lausu tímum hef ég alltaf valið göt­una, umferð­ina, hávað­ann og fólk­ið. Hér er sam­fé­lagið að reyna að halda sér við, halda haus og þá finn ég hvernig nálægð og nánd skiptir máli. Ekki mis­skilja mig – nátt­úran og nálægð hennar er mér hug­leikin alla daga en í þess­ari hávís­inda­legu rann­sókn minni á eigin hegðun hef ég samt greint hvernig ég lað­ast að ljósi, lífi og umferð meira en fugla­söng og kyrrð. Það sem hefur gerst er að núfylli ég á tank­inn meðal fólks, áður fór ég út í nátt­úr­una.

Lyk­il­orðið á þessu ferða­lagi mínu á hverjum degi er val – eða rétt­ara sagt, frelsi til að velja. Frá miðbæ Hafn­ar­fjarðar og til mið­borgar Árósar varð helsta breyt­ingin okkar sú að dagur fjöl­skyld­unnar er ekki bund­inn í bíl leng­ur. Við komumst allra ferða okkar óháð bíl. 

Þetta eru for­rétt­indi en ættu að vera mann­rétt­indi!

Í gegnum vinnu mína heima á Íslandi var ég óþrjót­andi tals­maður Borg­ar­lín­unnar því í mínum huga er hún tákn­mynd alls sem hefur að gera með frelsi, efna­hag og mögu­leika hverfa á að verða sjálf­bær. Skipu­lag hverfa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þarf að taka mið af fjöl­breyti­leika og blönd­un. En hún getur líka orðið tákn­mynd nánd­ar­inn­ar, hvernig við mæt­umst og hreyfum okkur í umhverf­in­u. 

Nýleg grein Berg­lindar Rósar Magn­ús­dótt­ur, Auðar Magn­dísar Auð­ar­dóttur og Kol­beins Stef­áns­sonar um skóla­hverfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þá aug­ljósu stétta­skipt­ingu sem á sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ætti að gefa barna­mála­ráð­herra til­efni til beinna afskipta af skipu­lags­mál­u­m. 

Barna­mála­ráð­herra gæti t.d. látið skoða kvaðir um blöndun hverfa, að 20 % íbúða yrðu bundnar ákveðnu almennu kerfi. Þetta gæti hjálpað við að koma í veg fyrir að heilu og hálfu fjöl­býl­is­húsin yrðu reist til að „redda“. Þetta gæti líka hjálpað til við að fá sam­eig­in­legt átak á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í stað þess að sumum sveit­ar­fé­lögum finn­ist eðli­legt að láta önnur sveit­ar­fé­lög tækla félags­lega blöndun sem gerir það að verkum að stétta­skipt­ingin á milli hverfa og sveit­ar­fé­laga hefur auk­ist til muna.

Sann­an­lega er hér um að ræða kjarna þess sem póli­tík er, að „deila út fjár­munum í inn­viði“ – en eins og skipu­lags­málum er háttað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá virð­ast sum sveit­ar­fé­lög geta ár eftir ár séð til þess að vanda­mál­in, áskor­anir og sam­fé­lags­blöndun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé leyst ann­ars­stað­ar! 

Tím­inn sem fer í það að leysa bíla­stæða­mál ein­stakra reita er mun meiri en fer í það að leysa hvar börnin muni leika sér, hvar fólk mun mæt­ast og hvar við getum komið hvert öðru við. 

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn en hvernig þorpið er sam­an­sett skiptir höf­uð­máli. Að tryggð sé nánd, að tryggð sé blönd­un, bæði félags­leg og efna­hags­leg. Þannig græða all­ir. Of mikil eins­leitni kostar sam­fé­lagið meira, nú og til lengri tíma lit­ið.

Ég vil óska ykkur öllum gleði­legs nýs árs -  með von um að 2021 verði ár nánd­ar­inn­ar.

*Áður en við tökum umræðu um veð­ur­far, hjóla­bún­að, hjólafatnað eða flat­lendi Dan­merk­ur, þá vil ég nefna að þeir 7,4 km sem ég hjóla í vinn­una eftir að hafa mokað börnum í skóla eru um 100m upp í mót  auk þess sem hér er er mót­vindur á leið­inni í vinn­una og aftur heim. Ég hef aldrei tíma til að skipta um föt og geri ráð fyrir því að þorna á hverjum degi. Hér hefur nefni­lega rignt og verið þung­búið sam­fleytt í 3 mán­uði! Ég átti það alveg til að hjóla á milli Hafn­ar­fjarðar og Borg­ar­túns og get full­yrt að þessi leið er sam­bæri­leg hvað varðar erf­ið­leika og hug­ar­far!

Höf­undur er arki­tekt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar