Um nánd, arkitektúr og skipulag

Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt segir að ýmislegt sem séu forréttindi ættu að vera mannréttindi.

Auglýsing

„Fór í kvöld­göngu og það er margt kósý í gangi í bæn­um. Kona á Berg­staða­stræti var á brjósta­hald­ar­anum að hengja upp jóla­skraut, það var kara­okepartý á Þórs­götu og fullur maður með flöskur í poka studdi sig við staur á Vita­stíg.“ Þetta tíst frá Þór­dísi Gísla­dótt­ur, rit­höf­undi, fram­kall­aði sælu­hroll í mér. Sjálf bjó ég í miðbæ Hafn­ar­fjarðar í ára­tugi áður en ég flutti í mið­borg Árósar og ­ná­lægð húsa og fólks skiptir mig máli. Fyrir mér er Þór­dís að skrifa um nánd í umhverf­inu. Hvernig við verðum vör við hvert annað - og þegar þörf er á, komum hvert öðru við. 

Þeg­ar við fáum að vita að nálægð geti verið hættu­leg okk­ur, að snert­ing sé nán­ast ekki leyfð, áttum við okkur á því hvað nándin er okkur mik­il­væg. Að finna fyrir fólki, sam­fé­lagi – að til­heyra. Að sjá fólk, að brosa til fólks og sýna að við komum hvert öðru við. 

Skipu­lag húsa, vega, stíga, þjón­ustu og atvinnu­hús­næðis skiptir hér lyk­il­máli. Nálægð og þétt­leiki eru lyk­il­orð en líka umhverf­ið, tré, gróður og rýmið á milli hús­anna. Að rýmið fyrir nánd­ina sé áþreif­an­leg­t. 

Þetta þarf ekki að vera flókið – arki­tekt­úr­inn sem þarf að birt­ast við götu getur verið á marga vegu og með góðri hönnun yrði þetta leikur einn. Ef um er að ræða íbúðir við umferð­ar­götu þá eru svo­kall­aðir for­garðar best­ir, fjall­drapi, lyng, blóð­berg gæti átt kom­andi ára­tug. Staður til að sitja á og kinka kolli, hin svoköll­uðu „kantzo­ne“ – rými sem eru milli þess að vera prí­vat og opin­ber. Litlar versl­anir þyrftu að fá stóra glugga og hverskyns þjón­usta biði uppá betra hjóla­stóla­að­gengi, hjóla­að­gengi og göngu­að­gengi en þekk­ist í dag. Rýmið fyrir framan húsin væri fyrir fólk frekar en far­ar­tæki. 

Auglýsing
Sjálf hef ég á þessu ári fundið ríka þörf fyrir að heilsa, bjóða góðan dag­inn – brosa jafn­vel til ókunn­ugra. Á hjóla­ferð minni í vinn­una á hverjum degi (þá mán­uði sem ég hef verið send heim hef ég „hjólað í vinn­una“ fram og til baka til að setja haus­inn af stað) hef ég séð að ég er ekki sú eina sem þrái nánd. Ég sé mikið af  sama fólk­inu á ferð, kon­una með hund­inn, eldri mann­inn með nettó­pok­ann og mann­inn á svöl­unum með sófa­púð­ann undir olbog­anum og sígar­ett­una í hönd. Ég á í sam­skiptum við þetta fólk á hverjum degi, með brosi, aug­sam­bandi og við kinkum kolli. Á þessum for­dæma­lausu tímum finn ég að þetta gefur mér fyll­ingu, eitt­hvert óút­skýrt frelsi í að til­heyra heild og stærra sam­hengi en bara innan veggja íbúð­ar­innar okk­ar. Mér finnst ég til­heyra sam­fé­lag­i. 

Ég get valið um 2 hjóla­leiðir í vinn­una* eina sem býður uppá nátt­úru og kyrrð, líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og ríkt sam­band við nátt­úru og aðra sem er hörð umferð­ar­gata, vel bein og greið, 2 akreinar í sitt­hvora átt­ina, hjóla­stígar og göngu­stígar báðum meg­in. Upp að þess­ari götu er mikil byggð, bæði minni fjöl­býl­is­hús, ein­býl­is­hús og allskyns versl­anir á afmörk­uðum hluta. Á þessum for­dæma­lausu tímum hef ég alltaf valið göt­una, umferð­ina, hávað­ann og fólk­ið. Hér er sam­fé­lagið að reyna að halda sér við, halda haus og þá finn ég hvernig nálægð og nánd skiptir máli. Ekki mis­skilja mig – nátt­úran og nálægð hennar er mér hug­leikin alla daga en í þess­ari hávís­inda­legu rann­sókn minni á eigin hegðun hef ég samt greint hvernig ég lað­ast að ljósi, lífi og umferð meira en fugla­söng og kyrrð. Það sem hefur gerst er að núfylli ég á tank­inn meðal fólks, áður fór ég út í nátt­úr­una.

Lyk­il­orðið á þessu ferða­lagi mínu á hverjum degi er val – eða rétt­ara sagt, frelsi til að velja. Frá miðbæ Hafn­ar­fjarðar og til mið­borgar Árósar varð helsta breyt­ingin okkar sú að dagur fjöl­skyld­unnar er ekki bund­inn í bíl leng­ur. Við komumst allra ferða okkar óháð bíl. 

Þetta eru for­rétt­indi en ættu að vera mann­rétt­indi!

Í gegnum vinnu mína heima á Íslandi var ég óþrjót­andi tals­maður Borg­ar­lín­unnar því í mínum huga er hún tákn­mynd alls sem hefur að gera með frelsi, efna­hag og mögu­leika hverfa á að verða sjálf­bær. Skipu­lag hverfa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þarf að taka mið af fjöl­breyti­leika og blönd­un. En hún getur líka orðið tákn­mynd nánd­ar­inn­ar, hvernig við mæt­umst og hreyfum okkur í umhverf­in­u. 

Nýleg grein Berg­lindar Rósar Magn­ús­dótt­ur, Auðar Magn­dísar Auð­ar­dóttur og Kol­beins Stef­áns­sonar um skóla­hverfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þá aug­ljósu stétta­skipt­ingu sem á sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ætti að gefa barna­mála­ráð­herra til­efni til beinna afskipta af skipu­lags­mál­u­m. 

Barna­mála­ráð­herra gæti t.d. látið skoða kvaðir um blöndun hverfa, að 20 % íbúða yrðu bundnar ákveðnu almennu kerfi. Þetta gæti hjálpað við að koma í veg fyrir að heilu og hálfu fjöl­býl­is­húsin yrðu reist til að „redda“. Þetta gæti líka hjálpað til við að fá sam­eig­in­legt átak á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í stað þess að sumum sveit­ar­fé­lögum finn­ist eðli­legt að láta önnur sveit­ar­fé­lög tækla félags­lega blöndun sem gerir það að verkum að stétta­skipt­ingin á milli hverfa og sveit­ar­fé­laga hefur auk­ist til muna.

Sann­an­lega er hér um að ræða kjarna þess sem póli­tík er, að „deila út fjár­munum í inn­viði“ – en eins og skipu­lags­málum er háttað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá virð­ast sum sveit­ar­fé­lög geta ár eftir ár séð til þess að vanda­mál­in, áskor­anir og sam­fé­lags­blöndun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé leyst ann­ars­stað­ar! 

Tím­inn sem fer í það að leysa bíla­stæða­mál ein­stakra reita er mun meiri en fer í það að leysa hvar börnin muni leika sér, hvar fólk mun mæt­ast og hvar við getum komið hvert öðru við. 

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn en hvernig þorpið er sam­an­sett skiptir höf­uð­máli. Að tryggð sé nánd, að tryggð sé blönd­un, bæði félags­leg og efna­hags­leg. Þannig græða all­ir. Of mikil eins­leitni kostar sam­fé­lagið meira, nú og til lengri tíma lit­ið.

Ég vil óska ykkur öllum gleði­legs nýs árs -  með von um að 2021 verði ár nánd­ar­inn­ar.

*Áður en við tökum umræðu um veð­ur­far, hjóla­bún­að, hjólafatnað eða flat­lendi Dan­merk­ur, þá vil ég nefna að þeir 7,4 km sem ég hjóla í vinn­una eftir að hafa mokað börnum í skóla eru um 100m upp í mót  auk þess sem hér er er mót­vindur á leið­inni í vinn­una og aftur heim. Ég hef aldrei tíma til að skipta um föt og geri ráð fyrir því að þorna á hverjum degi. Hér hefur nefni­lega rignt og verið þung­búið sam­fleytt í 3 mán­uði! Ég átti það alveg til að hjóla á milli Hafn­ar­fjarðar og Borg­ar­túns og get full­yrt að þessi leið er sam­bæri­leg hvað varðar erf­ið­leika og hug­ar­far!

Höf­undur er arki­tekt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar