Ábyrg og málefnaleg umræða um lífeyriskerfið

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Gildi lífeyrissjóði, skrifar um lífeyriskerfið og umræðuna um það.

Auglýsing

Vegna mik­il­vægi líf­eyr­is­kerf­is­ins þarf umræða um líf­eyr­is­sjóði alltaf að vera í gangi.

Hún þar hins vegar að vera ábyrg og mál­efna­leg til að hægt sé að finna lausnir og bæta kerf­ið. 



Það hafa margir komið fram með harða og óvægna gagn­rýni á líf­eyr­is­sjóð­ina til að ná athygli, sjálfum sér til fram­drátt­ar, þar á meðal er hin nýja for­ysta í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hins vegar hafa fáir staðið upp sjóð­unum til varnar og leið­rétt rang­færsl­urn­ar. Ég hef ekki náð sam­hengi í gagn­rýni flestra þeirra hvorki hvað varðar rekstur líf­eyr­is­kerf­is­ins né hvernig annað og öðru­vísi líf­eyr­is­kerfi geti tryggt ein­stak­lingum betri eft­ir­laun eða þá hvernig sam­trygg­ing­in, sem kerfið bygg­ist á, á að greiða meira til sjóðs­fé­laga. Skerð­ingin sem stjórn­völd setja á útgreiðslur frá Trygg­inga­stofnun er sögð vera líf­eyr­is­kerf­inu að kenna, eins og maður skilur umræð­una oft, en ekki þeim stjórn­völdum sem ákveða skerð­ing­arn­ar.





Grunn­skiln­ing­ur­inn á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu verður að vera á hreinu, sem er að um leið og farið er að greiða ein­hverjum meira út úr almenna líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu, en við­kom­andi hefur lagt til sjóð­anna, þá þarf að taka þá pen­inga af öðrum sem eiga fjár­muni þar inni. Ég hef rekið mig ótrú­lega oft á hvað margir af þeim sem eru hávær­astir í gagn­rýn­inni virð­ast vita lítið eða ekk­ert um líf­eyr­is­kerf­ið. Síðan varð undrun mín ekki minni þegar ég sá þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um líf­eyr­is­mál frá tveimur þing­mönnum þar sem van­þekk­ing þeirra á líf­eyr­is­kerf­inu er opin­beruð. Það er áhyggju­efni ef þing­menn eru að hafa skoðun á þessum mik­il­væga mála­flokki án þess að kynna sér kerf­ið.



Auglýsing
Samningur ASÍ og SA um líf­eyr­is­kerfið á almenna vinnu­mark­aðnum er ekk­ert ósvipað plagg og stjórn­ar­skrá, sem hefur verið þró­aður í yfir 50 ár. 



Allar hug­myndir um breyt­ingar á líf­eyr­is­kerf­inu þurfa því að vera vel útfærðar og þaul­hugs­aðar svo þær valdi ekki skaða fyrir þá sem þar eiga rétt­indi. Hvernig við viljum sem best tryggja okkur öllum áhyggju­laust ævi­kvöld og afkomu­trygg­ingu ef við verðum að fara af vinnu­mark­aði, það er eina mark­mið­ið? Hafi þessir gagn­rýnendur aðrar og betri lausnir þá eiga þeir að koma fram með þær. 



Ég veit fyrir mig, að ég vil ekki eiga það undir mis­vitrum stjórn­mála­mönnum eða póli­tískum stefn­um, hverju mér verður skammtað til að lifa af í ell­inn­i. 





Á aðal­fundum líf­eyr­is­sjóða sem ég hef setið er und­an­tekn­ing­ar­laust talað um rekstur sjóð­anna og oft hefur sú umræða verið hörð. Gagn­rýni á rekstur þeirra er því alls ekki ný. Það er skoðun mín að fyrir hrun 2008 hafi þessi umræða verið svo hörð að hún skerti getu sjóð­anna til að tryggja sjálf­stæði sitt og um leið hags­muni sjóðs­fé­laga. Þegar betur er skoðað og stuðst við úttektir og sam­an­burði OECD á rekstr­ar­kostn­aði líf­eyr­is­sjóða, sést að íslensku sjóð­irnir koma mjög vel út í sam­an­burði við svona sjóði. Umræða um rekstr­ar­kostn­að­inn á að vera ábyrg og mál­efna­leg en ekki í upp­hróp­unum eins og oft er.



Hverjir eiga að kjósa stjórn­irn­ar?

Ég skal vera fyrsti mað­ur­inn til að taka undir gagn­rýn­ina um að líf­eyr­is­sjóðir á Íslandi séu of marg­ir. Þá þarf að spyrja hver sé ástæðan fyrir því að þeim fækki ekki hrað­ar. Svarið er ein­falt, það er að finna í því sem gagn­rýn­inni er oft beint að, en það er lýð­ræðið í sjóð­un­um. Eng­inn sam­einar sjóði nema vilji þeirra sem taka lýð­ræð­is­lega ákvörðun um það sé til stað­ar. Það hefur verið ítrekað kallað eftir beinni lýð­ræð­is­legri kosn­ingu í stjórnir líf­eyr­is­sjóða og þá umræðu þarf að taka. Hins vegar hefur eng­inn komið fram með útfærslu á henni. Eiga t.d. allir þeir rúm­lega 240 þús­und ein­stak­lingar með mis­mikil rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðnum Gildi að kjósa um stjórn­ar­menn og hafa sama væg­i? 



Á ég sem á rétt­indi í fjórum sjóðum að hafa sama vægi í þeim öllum til að kjósa í stjórn,

þó 98 pró­sent rétt­inda minna séu í Gildi líf­eyr­is­sjóð­i? 



Ég tel hins­vegar að það fyr­ir­komu­lag sem hefur verið á vali og skipan stjórna líf­eyr­is­sjóða hafi verið mjög far­sælt. Að feng­inni reynslu verður að leggja mikla áherslu á að tryggja sjálf­stæði stjórna sjóð­anna og það sé á hreinu hver skylda stjórn­ar­manna er.

Það eru ýmsar útfærslur á lýð­ræð­inu.

Fáum ekki meira en við leggjum inn

Oft gleym­ist í umræð­unni, að þegar við förum á eft­ir­laun frá líf­eyr­is­sjóð­unum munum við greiða skatta af þeim greiðslum og vera áfram fullir þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu en ekki þiggj­end­ur. Með þessu fyr­ir­komu­lagi hafa eft­ir­launa­þegar fullan rétt á að gera kröfur á stjórn­völd eins og aðrir skatt­greið­end­ur.



Það má heldur ekki gleym­ast í umræð­unni að ef lífaldur okkar heldur áfram að hækka og fer fram sem horfir mun hlut­fallið breyt­ast mjög hratt milli þeirra sem eru á vinnu­mark­aði og þeirra sem eru á eft­ir­laun­um. Spurn­ingin er hver verður geta sam­fé­lags­ins til að úthluta fjár­munum til eft­ir­launa­þega í fram­tíð­inni?



Sú mikla gagn­rýni sem hefur verið á útgreiðslur úr kerf­inu á sér eðli­legar skýr­ing­ar. Það fær eng­inn meira út úr kerf­inu heldur en hann hefur lagt inn í það og hvernig þeir fjár­munir ávaxt­ast. Helstu fórn­ar­lömb hruns­ins 2008 var gamla fólkið á Íslandi sem hafði tapað mestu af sínum inn­greiðslum í sinn líf­eyr­is­sjóð frá 1968 til 1980, þar til verð­trygg­ingin var sett á en það var gert í óða­verð­bólgu. Ein­hver hafði á orði að hann hefði átt fyrir einu lamba­læri eftir inn­greiðslur í öll þessi ár vegna þess að inn­eignin brann upp á verð­bólgu­bál­inu. Það eru nefni­lega tvær hliðar á umræð­unni um verð­trygg­ing­una. Hún er ekki bara fyrir þá sem skulda að hafa skoðun á henni, hún er líka fyrir þá sem hafa lagt til hliðar í banka eða líf­eyr­is­sjóði og vilja raun­virði inni­stæð­unnar til baka. Stærstu fjár­magns­eig­endur á Íslandi eru venju­legt launa­fólk, það má ekki gleyma því. Þeim verður að tryggja raun­á­vöxtun á sitt spari­fé. Í dag virð­ast hvorki stjórn­málin eða full­trúar launa­fólks hafa áhuga að standa vörð um þessa hags­muni.



Umræða um skerð­ingar og eða þegar bætt er í rétt­indi er atriði sem allir ættu að kynna sér. Það að ein­stak­lingur sem fékk 100.000 kr. út úr Gildi árið 2005 hafi haldi sínum líf­eyri full­verð­tryggðum fram á dag­inn í dag segir alla sög­una, öll umræða um skerð­ingar er ekki rétt.

Fjár­fest­ingar og ávöxtun

Varð­andi fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna frá hruni 2008 má rifja það upp að það voru fjár­magns­höft á Íslandi og því var ekki um marga fjár­fest­inga­kosti að ræða. Síðan hefur verið mikil pressa á líf­eyr­is­sjóð­ina að taka þátt í atvinnu­upp­bygg­ingu í land­inu. Fleiri störf, meiri hag­sæld. Ég hef aldrei skilið íslenska banka­kerfið og alla sér­fræð­ing­ana þar sem sjaldan eru til­búnir að lána ef ein­hver áhætta er fyrir hendi, henni skal koma yfir á líf­eyr­is­sjóð­ina. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Við verðum að vera með­vituð um það að með fjár­fest­ingum við að byggja upp atvinnu­lífið geta tap­ast fjár­mun­ir. Eign­ar­hlutur líf­eyr­is­sjóða í íslensku atvinnu­lífi er umræða sem á að vera sívak­andi, ábyrg

og á mál­efna­legum for­sendum en ekki í upp­hróp­un­um. 



Sjóð­irnir eru komnir í annað fjár­fest­inga­um­hverfi eftir að höftin voru tekin af, sem er gott, enda mikil þörf að þeir fjár­festi meira erlend­is. Þá er það hins vegar blessuð krónan sem getur skapað vanda­mál með miklum fjár­fest­ingum sjóð­anna erlendis vegna gjald­eyr­is­á­hætt­u. 



Ævisparnað þjóð­ar­innar má ekki nota til að halda krón­unni á floti eða setja hann í nei­kvæða ávöxtun til að halda niðri óraun­hæfum krónu­vöxt­u­m. 

Inni­stæðan mín búin 83 ára

Ég skora á alla að kynna sér sín líf­eyr­is­rétt­indi. Ég mun vænt­an­lega byrja að taka út eft­ir­launin mín eftir fjögur ár. Ég á orðið mjög góð rétt­indi sem byggj­ast aðal­lega á því að ég hef alla tíð, frá því að ég kom á vinnu­mark­að­inn, greitt í verð­tryggðan líf­eyr­is­sjóð. Upp­söfnuð inni­stæða mín mun verða búin þegar ég verð um 83 til 84 ára gam­all. Ef ég hins vegar verð 99 ára mun ég fá helm­ingi meira út úr sjóðnum en ég hafði safnað inn sjálf­ur. Þá pen­inga fæ ég frá þeim sem falla frá fyrr. Ef dæmið snýst við, ef ég fell frá fyrir sjö­tugt, mun ég tryggja greiðslur og fram­færslu fyrir aðra með minni inn­eign sem ég skil eftir fyrir utan rétt­indi maka. Svona virkar sam­trygg­ingin fyrir okkur sem náum að ljúka starfsæv­inni á vinnu­mark­aði. Ég ætla ekki að fara að fjalla um örorku­greiðsl­urnar til þeirra sem verða fyrir því óláni að þurfa að fara af vinnu­mark­aði og fá greitt ævi­langt út úr sínum líf­eyr­is­sjóði, sem er senni­lega besta og ódýrasta afkomu­trygg­ing sem hægt er að fá. Inn­greiðsla í líf­eyr­is­sjóð er ekki eins og inn­eign á banka­bók og er ekki erf­an­leg. Það verður að hugsa þetta sem sam­trygg­ingu eða afkomu­trygg­ingu.



Til að átta sig á upp­hæð­unum sem verið er að tala um þá ætla ég að enda þetta á ein­földu dæmi:

Ein­stak­lingur sem lýkur starfsæv­inni eftir fjögur ár og á 400.000 kr. verð­tryggða útgreiðslu á mán­uði, hefur safnað rétt­indum sem eru á núvirði 76.800.000 kr. fram til 83 ára ald­urs. Lifi hann og verði 99 ára er búið að tryggja honum útgreiðslur á núvirði að upp­hæð 153.600.000 kr. 



Fyrir tíu svona ein­stak­linga þarf að vera til í sjóðnum 1.536.000.000 kr.

Miðað við að trygg­inga­fræði­leg staða sjóðs sé á núlli þá er til fyrir þessu.

Ef þetta litla dæmi er sett í sam­hengi við stærð líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins þá þurfa að vera til miklir pen­ingar til að standa við þessar skuld­bind­ingar og það er til fyrir þeim.

Höldum mál­efna­legri gagn­rýni og umræðu áfram til að bæta og þróa líf­eyr­is­kerf­ið. 

Þessi grein er unnin úr pistli sem ég birti fyrir rúmum þremur árum.

Höf­undur er fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Gildi líf­eyr­is­sjóði.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar