Matvælastefna fyrir neytendur

Guðjón Sigurbjartsson telur að Íslendingar geti beitt matvælastefnu til að gera matarneyslu heilsusamlegri, hagkvæmari og umhverfisvænni og bætt þannig heilsu, lífskjör og umhverfi.

Auglýsing

Mat­væla­stefna stjórn­valda sem kynnt var í byrjun des­em­ber 2020 ber þess glögg merki að vera unnin fyrst og fremst á for­sendum land­bún­að­ar­ins, frekar en neyt­enda og almenn­ings. 

Bretar settu sér sína eigin mat­væla­stefnu, National Food Stra­tegy, árið 2019 í aðdrag­anda BREX­IT. Við sam­an­burð þess­ara stefna sést ber­lega að Bretar sjá kosti opinna við­skipti yfir landa­mæri sem gagn­ast neyt­end­um, bændum og umhverf­in­u. 

Við þurfum að end­ur­hugsa mat­væla­stefn­una í sama dúr. Til þess þurfum við líka að spyrja réttu spurn­ing­anna.

Auglýsing

Spurn­ingar sem ný mat­væla­stefna þarf að svara

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mik­ið?

2. Hvernig tryggjum við næg, holl mat­væli til fram­tíð­ar, það er fæðu­ör­yggi?

3. Hvernig tryggjum við að mat­væli séu örugg til neyslu?

Skoðum þessar spurn­ingar nán­ar.

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mik­ið?

Lífstíls­sjúk­dómar eru gríð­ar­legt og vax­andi vanda­mál.  Um 20% barna eru of þung og 60% full­orð­inna eru yfir kjör­þyngd hér á land­i.  Ofþyngd og lífstílstengdir sjúk­dómar eru taldir stytta með­al­ævi og kosta þjóð­ina í kringum 10 millj­arða kr. á ári, sem trú­lega er van­mat.  

Lífs­stíls­sjúk­dómar stafa aðal­lega af ofneyslu matar og ónógri hreyf­ing­u.  Við þurfum því flest að minnka neyslu og neyta holl­ari fæðu. Mat­væla­stefnan þarf styðja það.  

Núver­andi styrkja­kerfi land­bún­aðar umb­unar lamba­kjöts og mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu umfram önnur mat­væli, setur tolla og inn­flutn­ings­hömlur á mat­væli sem hækkar mat­væla­verð hollra og umhverf­is­vænna mat­væla.  

Mat­væla­stefna ætti að stuðla að virkum opnum mat­væla­mark­aði með holl mat­væli og umb­una helst umhverf­is­vænni, hollri fram­leiðslu. 

2. Hvernig tryggjum við næg, holl mat­væli til fram­tíð­ar, það er fæðu­ör­yggi?

Hér hlýtur umhverf­is­leg og fjár­hags­leg sjálf­bærni að skipta máli.

Við fram­leiðum meira en nóg af mat fyrir þjóð­ina þegar fisk­veið­arnar eru með­tald­ar, neytum aðeins um 2% af því sem við veið­um, flytjum 98% út.  

En það þarf fleira en umhverf­is­vænan og hollan fiski.  Við þurfum fjöl­breytta og holla fæðu bæði fyrir okkur og umhverf­ið. Í sjálfu sér er gott að flytja inn mat­vöru ef það er hag­kvæmt og umhverf­is­vænt.  Vand­inn er að inn­lend fram­leiðsla á kjöti og mjólk er hvorki umhverf­is­væn né fjár­hags­lega sjálf­bær.  

Kolefn­is­spor

Til að fram­leiða 1 kg af kjúklinga- og svína­kjöti þarf að flytja inn um 2 kg. af korn­fæðu. Til að fram­leiða lamba­kjöt og mjólk­ur­af­urðir hefur mikið af vot­lendi verið þurrkað upp.  Um 60% af heild­ar­losun Íslands af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum kemur frá fram­ræstu vot­lendi og auk þess koma önnur 13% frá land­bún­aði.  Sam­tals er land­bún­að­ur­inn því ábyrgur fyrir 73% af heild­ar­losun Íslands. Lausa­ganga búfjár heldur niðri gróð­ur­þekju lands­ins, gerir skóg­rækt kostn­að­ar­sama og kolefn­is­bind­ingu minni en ella.

Á heims­vísu eru fæðu­öfl­un­ar­kerfi ábyrg fyrir 20-30% af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Fjár­hags­lega hliðin

Lamba­kjöts- og mjólk­ur­vöru­fram­leiðslan okkar er fjár­hags­lega mjög ósjálf­bær.  Við verjum um 16 millj­örðum kr. af skattfé almenn­ings til land­bún­að­ar­ins árlega, aðal­lega til fram­leiðslu lamba­kjöts og mjólk­ur­vara. 

Auk þess kostar toll­vernd land­bún­að­ar­ins neyt­endur um 25 millj­arða kr. í hærri mat­ar­inn­kaup en væri við toll­frjáls við­skipti. Þar af nýt­ast um 15 millj­arðar bændum sam­kvæmt OECD og um 10 millj­arðar slátrun og vinnslu.  

Sam­tals er almenn­ingi gert að verja yfir 40 millj­örðum kr. á ári til íslensks land­bún­að­ar, sem er rúm­lega þrisvar sinnum meira en að með­al­tali í Evr­ópu.  Toll­arnir hækka mat­ar­inn­kaup hvers okkar um 10.000 kr. á mán­uði eða 120.000kr. á ári og mörg okkar verða að láta sér nægja óholl mat­væli til að spara.

Það er því bæði umhverf­is­vænt og fjár­hags­lega sjálf­bær­ara að flytja inn flest kjöt. Græn­kera og líf­ræn fæða er heppi­leg fyrir umhverf­ið, þó inn­flutt sé.

Betri rekj­an­leiki mat­væla myndi vald­efla neyt­endur þannig að þeir gætu sjálfir valið sín mat­væli með til­liti til verðs, sjálf­bærni, gæða og umhverf­is­á­hrifa. 

Með mat­væla­stefnu getum við tekið stór skref umhverf­is­lega og til bættra lífs­kjara.  

3. Hvernig tryggjum að mat­væli séu örugg til neyslu?

Í nútíma sam­fé­lagi er mat­væla­ör­yggi tryggt með vönd­uðum vinnu­brögð­um, þekk­ingu og tækni. Stuðst er við alþjóð­lega þekk­ingu, reglur og eft­ir­lit með fram­leiðslu, flutn­ingi og geymslu mat­væla.  Þetta á við bæði um inn­lenda og inn­flutta mat­vöru.  

Það afvega­leiðir neyt­endur að halda því fram að inn­flutt mat­væli séu ekki eins örugg og inn­lend.  Mat­væli þurfa sam­bæri­lega með­ferð hvaðan sem þau kom­a.  Sýkla­lyf eru ekki notuð sem vaxt­ar­hvati í Evr­ópu og hafa ekki verið leng­i.  

Mat­væla­stefna sem tryggir rekj­an­leika og vott­aðar gæða­merk­ingar hjálpar okkur að velja gæða­vörur eftir efnum og ástæð­um.

Mat­væla­stefna er fyrir almenn­ing

Við getum beitt mat­væla­stefnu til að gera mat­ar­neyslu okkar heilsu­sam­legri, hag­kvæm­ari og umhverf­is­vænni og bætt þannig heilsu okk­ar, lífs­kjör og umhverfi.

Það þarf að upp­færa nýfram­komna mat­væla­stefnu sem gengur út á sem minnstar breyt­ingar á núvar­andi stöðu og ef eitt­hvað er, meira af því sama. 

Það verk­efni bíður nýrrar rík­is­stjórnar úr því sem komið er.



Höf­undur er við­­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­­sam­tak­anna.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar