Öfgahægrið, gyðingaandúð, Capitol Hill og Lækjartorg

Þróunin og nýlegir atburðir í Bandaríkjunum sýna að við verðum alltaf að vera á varðbergi til að sambærileg þróun verði ekki hér og að glæpir sem byggja á kynþáttahyggju séu ekki framdir, skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Auglýsing

Heims­byggðin hefur nán­ast öll staðið á önd­inni frá 6. jan­úar yfir því að ofbeld­is­fullir hægri-öfga­menn réð­ust inn í þing­hús Banda­ríkj­anna á Capitol Hill í þann mund þegar þingið var að stað­festa kjör Joe Biden sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna. Árásin var gerð að áeggjan og með ein­beittri hvatn­ingu lýð­ræð­is­lega kjör­ins for­seta. Nokkuð sem flestum okkar hefði ekki dottið í hug fyrir skemmstu að gæti gerst í lýð­ræð­is­ríki á borð við Banda­rík­in. Þessi hegðun var þó ekki ný af nál­inni hjá Trump. Hann hefur áður hafnað nið­ur­stöðum kosn­inga og áður hvatt stuðn­ings­menn sína til ofbeldis sem byggir á kyn­þátta­for­dómum og hat­urs­glæp­um. Með orðum sínum og hegð­un, hefur hann gefið hægri-öfga­hóp­um, nýnas­istum og þjóð­ern­isöfgasinnum lög­mæti und­an­farin 4 ár. Lög­mæti til að skríða út úr skugg­unum í ljósið þar sem þeir hafa staðið beinir í baki án þess að skamm­ast sín og spúð hatri í allar áttir með stuðn­ingi for­seta sem hefur stundað pópu­l­isma af verstu sort, afbakað sann­leik­ann, reynt að snúa við nið­ur­stöðu for­seta­kosn­ing­anna og eftir að hafa hvatt fólk til að ráð­ast á banda­ríska þing­hús­ið, hrós­aði hann óeirða­seggj­unum að árásinni lok­inni. Trump hefur reynt að grafa undan til­trú banda­rísk almenn­ings á grund­vall­ar­stofn­unum Banda­ríkj­anna og valda­tíð hans hefur verið ofsa­feng­inn og ofbeld­is­full, upp­full af kyn­þátta­hyggju og karl­rembu. Svona hegðun leið­toga er þekkt úr einum dekksta kafla evr­ópskrar sögu. Enda skekur árásin á þing­húsið og til­raun til valda­ráns að áeggjan Trumps banda­rískt sam­fé­lag.

 Ein ástæðan er að hluti þeirra sem storm­uðu inn í þing­húsið á Capitol Hill báru merki og voru í bolum merktum stæku gyð­inga­hatri og upp­hafn­ingu á voða­verkum Nas­ista. Bolir hægri-öfga­mann­anna með áletr­un­inni „6MWE“ sem merkir „6 milljón gyð­inga voru ekki nóg“ og bolir merktir fanga­búð­unum í Auswichtz hafa vakið óhug og hryll­ing. Gyð­ingar og afkom­endur þeirra sem lifðu af Hel­för­ina eru skelf­ingu lostnir að sjá þessi skila­boð þvinga sér inn á gólf banda­ríska þing­húss­ins. 

Lýð­skrumið er nær okk­ur, meira og hættu­legra en áður

Þessi hætta á lýð­skrumi og lög­mæti á hat­urs­glæpum og kyn­þátta­hyggju er því miður ekki svo fjarri okk­ur. Í mörgum nágranna­löndum okkar í Evr­ópu hafa pópul­ískir öfga-hægri stjórn­mála­menn fengið meiri stuðn­ing und­an­farin ár en nokkru sinni eftir seinni heims­styrj­öld. Glæpum sem byggja á gyð­inga-andúð hefur fjölgað gríð­ar­lega og sam­tökum sem ala á kyn­þátta­hatri vaxið fiskur um hrygg. Í nýj­ustu árs­skýrslu Evr­ópu­nefndar gegn kyn­þátta­for­dómum (ECRI nefnd­inni) kemur fram að glæpir byggðir á gyð­inga-andúð, múslima­hat­ri, kyn­þátta­for­dómum og kyn­þátta­hat­ri, og aðrir glæpir gegn öðrum trú­ar­hópum fjölg­aði árið 2019 á ógn­ar­hraða í 48 aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­ráðs­ins. Sér­stak­lega hafi mælst mikil aukn­ing í glæpum byggðum á gyð­inga­hatri á und­an­förnum árum. Og hat­urs­orð­ræðu sem bein­ist að þessum hópum er oft hrundið af stað af nýnas­istum og öðrum hópum öfga­sinna. 

Auglýsing

Verðum að sporna við hættu­legri þróun

Það er því bráð­nauð­syn­legt að sporna ákveðið við þess­ari skelfi­legu þróun og varna því að hún nái fót­festu hér á landi. Ekki aðeins sam­ræm­ist það  lýð­ræð­is­hefðum sem Ísland hefur til­einkað sér og und­ir­geng­ist í banda­lagi við aðrar þjóð­ir, heldur miðar að því að standa vörð um þá lýð­ræð­is­hefð og þau almennu gildi sem lýð­ræð­is­ríki Evr­ópu­ráðs­ins eru ásátt um að halda á lofti sem er virð­ing fyrir lögum og regl­um, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um. 

Þess vegna hef ég lagt fram frum­varp um breyt­ingu á hegn­ing­ar­lögum um að bæta við nýrri grein við almenn hegn­ing­ar­lög nr. 19/1940 um refsi­næmi þess að afneita þjóð­ar­morði Nas­ista­flokks Þýska­lands, einnig þekkt sem Hel­för­in. Frum­varpið styður allur þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þing­maður Við­reisnar og þing­maður utan flokka.

Hel­förin

Nas­istar fóru með völd í Þýska­landi á árunum 1933 til 1945 og stóðu fyrir skipu­lögðum fjöldamorðum – Hel­för­inni - á evr­ópskum gyð­ingum og öðrum sam­fé­lags­hópum með það að mark­miði að útrýma þeim. Um 6 millj­ónir gyð­inga í Evr­ópu lét­ust í Hel­för­inni á árunum 1939 – 1945 og flestir þeirra í útrým­ing­ar­búðum sem settar voru upp í Pól­landi. Óvé­fengj­an­legar heim­ildir og gögn eru fyrir þessu þjóð­ar­morði. Það er því óskilj­an­lega dap­ur­leg og hræði­leg þró­unin sem hefur átt sér stað und­an­farin ár, bæði í Evr­ópu og í valda­tíð Trumps í Banda­ríkj­un­um, að upp hafi sprottið sífellt fleiri öfga-hægri­hópar sem afneita Hel­för­inni og glæpum byggðum á gyð­inga-andúð fjölgað sam­hliða því. Sem betur fer hafa fjöl­mörg Evr­ópu­ríki gert það refsi­vert að afneita eða rétt­læta Hel­för­ina, þjóð­ar­morð eða stríðs­glæpi. 

Tján­ing­ar­frelsið og skorð­urnar við því 

Tján­ing­ar­frelsið er eitt af grund­vall­ar­mann­rétt­indum og er varið af 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í 3. mgr. stjórn­ar­skrár­innar er útli­stað hver skil­yrðin eru til að setja megi tján­ing­ar­frels­inu skorð­ur. Frum­varpið full­nægir þeim skil­yrðum því tak­mörk­unin felur í sér bann við því að afneita opin­ber­lega einum af allra verstu glæpum sem framdir hafa verið gegn mann­kyni. Glæpum sem standa mjög nærri Íslandi bæði í sögu­legu sam­hengi sem og land­fræði­leg­u. 

Alþjóð­legar skuld­bind­ingar og við­brögð við hat­urs­orð­ræðu

Tján­ing­ar­frelsið er einnig verndað í 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem var lög­festur hér á landi með lögum nr. 62/1994. Ákvæði 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og 73. gr. íslensku stjórn­ar­skrár­innar eiga sér efn­is­lega sam­stöðu. Og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu með dómum að bann við tján­ingu gegn Hel­för­inni sam­ræm­ist Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og að tján­ingar sem fela í sér að gera gróf­lega lítið úr Hel­för­inni, njóta ekki verndar 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Til við­bótar má nefna að hjá Evr­ópu­sam­band­inu tók gildi árið 2008 ramma­á­kvörðun um bar­áttu gegn ákveðnu formi og tján­ingu kyn­þátta­for­dóma og útlend­inga­hat­urs með refsi­lög­um.  

Heim að Lækj­ar­torgi

En hvernig tengj­ast þessir atburðir fyrir 75 árum, þró­unin und­an­farin ár í Evr­ópu og inn­rásin fyrir nokkrum dögum á Capitol Hill hingað heim ? Er brýn nauð­syn að við gerum breyt­ingar á hegn­ing­ar­lögum til að setja tak­mark­anir á tján­ing­ar­frelsið út af ein­hverjum atburðum í útlönd­um? 

Jú, við erum hluti af alþjóð­legri heild og skoð­anir og heims­far­aldur eiga það sam­eig­in­legt að þau ber­ast alltaf hingað til okk­ar. Það er ekki lengra síðan en í sept­em­ber 2019 að nokkrir menn frá Norð­ur­lönd­unum söfn­uð­ust saman á Lækj­ar­torgi, veif­uðu fánum og dreifðu bæk­ling­um. Þessir menn eru í nýnas­ista­hreyf­ingu sem aðhyllist kyn­þátta­hyggju og ras­isma og kallar sig „The Nor­dic Res­istance Movem­ent“ sem Rík­is­lög­reglu­stjóri er með á lista yfir mögu­leg hryðju­verka­sam­tök. Með nor­rænu körlunum á Lækj­ar­torgi voru Íslend­ingar í und­ir­deild nor­rænu nýnas­ista­hreyf­ing­ar­innar sem kallar sig Norð­ur­vígi. Einn íslenskur félagi í Norð­ur­vígi sagð­ist í við­tali við Stund­ina draga mjög í efa að Hel­förin væri sönn og lýsti yfir mik­illi hrifn­ingu yfir því sem Nas­ista­flokkur Hitlers stóð fyr­ir. Þannig tengj­ast Auschwitz, Lækj­ar­torg og Capitol Hill. 

Nauð­syn­legt er að standa vörð um sögu þessa hörm­unga sem áttu sér stað á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar og koma í veg fyrir að unnt sé að grafa undan henni, gera lítið úr, rang­færa eða falsa svo slíkir atburðir end­ur­taki sig aldrei aft­ur. Til að draga línu í sand­inn og gefa skýr skila­boð um að hat­urs­orð­ræða kyn­þátta­for­dóma sé óboð­leg. Þró­unin og nýlegir atburðir í Banda­ríkj­unum sýna að við verðum alltaf að vera á varð­bergi til að sam­bæri­leg þróun verði ekki hér og að glæpir sem byggja á djúp­stæðri kyn­þátta­hyggju séu ekki framd­ir. 

Því þarf að breyta hegn­ing­ar­lögum og gera það sem önnur Evr­ópu­ríki hafa gert í for­varn­ar­skyni. Og til minn­ingar og af virð­ingu við öll þau sem voru drep­in, ekki fyrir hvað þau gerðu, heldur vegna þess að þau voru ein­fald­lega þau sjálf.  

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar