Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?

Örn Bárður Jónsson segir að réttlát og heiðarleg fjölmiðlun verði tryggð með því að leyfa fólki að tjá sig og hefta ekki tjáningarfrelsið.

Auglýsing

Tján­ing­ar­frelsi er heil­agt í hugum allra sem búa í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Tján­ing­ar­frelsið er einn af horn­steinum lýð­ræð­is­ins. 

En eru ein­hver mörk á því hvað fólk getur sagt á opin­berum vett­vangi?

Vissu­lega er það mjög umdeil­an­legt að sam­fé­lags­miðl­arnir Twitter og Face­book hafi sett hömlur á tján­ingu Trumps for­seta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana. 

Tján­ing­ar­frelsi felur það í sér að mér er heim­ilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafn­framt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vin­sæll og líka afar óvin­sæll, kos­inn nýlega af 70 millj­ónum Banda­ríkja­manna, þó ekki nægði til sig­urs, er mjög alvar­leg gjörð. Nú er ég eng­inn aðdá­andi Trumps, finnst hann fyr­ir­lit­legur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tján­ingar eins og ég og þú. Til­finn­ingar mínar eru eitt en skoð­anir og rök­hugsun mega þó ekki lúta valdi þeirra.

Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Eng­inn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt. 

Skoðum nú hver á sam­fé­lags­miðl­ana sem millj­ónir um allan heim nýta sér til að tjá skoð­anir sín­ar, miðla sem væru ekki neitt án okkar sem notum þá. Eigum við þessa miðla? Nei! Á almenn­ingur þessa miðla? Nei! Þessir miðlar eru í einka­eig­u. 

Morg­un­blaðið og Frétta­blað­ið, svo dæmi séu tek­in, eru einka­reknir fjöl­miðl­ar, sem geta auð­veld­lega neitað að birta grein eftir hvern sem er, ef rit­stjórn­inni líkar ekki það sem grein­ar­höf­undar vilja fá birt á síðum blað­anna. Þessi blöð eru í einka­eigu, hvort sem það eign­ar­hald er á einni hendi að margra svo sem hlut­hafa.

Rit­stjórnir hafa vald og geta neitað og sett stein í götu hvers sem er, ef svo ber und­ir.

Frjálsir og óháðir fjöl­miðlar eru mik­il­vægir en hver getur tryggt slíkt hlut­leysi?

Auglýsing
Líklega er mik­il­væg­ast að í hverju lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi séu starf­andi fjöl­miðlar sem eru í eigu almenn­ings, kjós­enda í land­inu. Þá er í það minnsta mögu­legt að veita slíkum fjöl­miðlum lýð­ræð­is­legt aðhald. Og yfir þessa fjöl­miðla er sett fólk sem við, almenn­ing­ur, höfum kosið til póli­tískrar ábyrgð­ar. Þau sem sitja í Útvarps­ráði eiga að tryggja jafn­vægi og aðhald svo að Rúv starfi í þágu almenn­ings og spegli fjöl­breytni skoð­ana. 

Mogg­inn er þekktur um þessar mundir fyrir ein­hliða áróður í for­ystu­greinum og svo­nefndum Stak­stein­um, en mér virð­ist blaðið þó vera opið fyrir tján­ingu fólks af öllu tagi og frétta­flutn­ingur er ekki áber­andi ein­hliða þótt sumt sé aug­ljós­lega birt bein­línis v.þ.a. það er á réttri flokkslínu. Eitt sinn sagði prestur í lík­ræðu um Mogg­ann þegar ekki var tóm til þessa að lesa upp löng ævi­á­grip og verk­efni hins látna í smá­at­rið­um, að um það gætu áheyr­endur lesið nánar í dag­blaði því "sem þjónar dauð­anum öðrum miðlum bet­ur." Eng­inn stenst Mogg­anum snún­ing í þeim efn­um!

Fjöl­miðl­ar, eins og BBC í Bret­landi og Rúv á Íslandi, eru í almanna­eigu en sæta nú gagn­rýni, einkum hægri afla, fyrir að vera ekki nægj­an­lega hlut­lægir í öllum mál­um. Sé það reynd­in, þá er í það minnsta hægt að and­mæla slíku undir fána hlut­leysi og lýð­ræðis og sama á reyndar við um aðra, einka­rekna fjöl­miðla. En mun­ur­inn er sá að hinir opin­beru miðlar verða að taka til­lit til gagn­rýn­innar meðan hinir geta bara ullað á lýð­ræði og hlut­lægni og farið sínu fram. Að vísu geta einka­reknir fjöl­miðlar orði fyrir búsifjum ef kaup­endur segja upp áskrift. Hvað varðar Rúv þá get ekki sagt upp áskrift.

Við búum í breyttum heimi. Sam­fé­lags­miðlar og netið eru gríð­ar­legir áhrifa­valdar í lífi millj­arða fólks. Eig­andi Face­book gæti til að mynda sest við tölv­una sína og skoðað út frá algrímum hvort honum líki ásýnd umræðu heims­ins eða ekki. Hann gæti, í krafti eign­ar­halds síns og valds, ákveðið að hann vildi sjá annan blæ á umræð­unni í heim­inum og fengið vilja sínum fram­gengt. Þetta er nýtt að einn maður geti stýrt umræðu heims­ins alls og haft áhrif á skoð­ana­myndun millj­arða fólks með einum takka á lykla­borði.

Herra Algrímur ræður hvað ég sé á miðlum því hann er búinn að reikna út hvað ég skoð­aði á Net­inu í gær og sendir mér því greinar og myndir sem hann heldur að ég vilji sjá. Þar með ýtir Herra Algrímur undir eins­leitni skoð­ana með því að fóðra fólk á afmörk­uðum svið­um.

Hvernig getum við tryggt rétt­láta og heið­ar­lega fjöl­miðl­un? 

Ein­faldasta svarið er: 

Leyfum fólki að tjá sig og heftum ekki tján­ing­ar­frelsið, því það er heil­agur réttur hvers og eins. 

Hver og einn verður svo að standa og falla með orðum sínum og gjörð­um, fá á sig brim og ágjöf eða vin­sælda­læk­inn renn­andi tæran, sem sumir þríf­ast ekki án. Og nú eru lækin orðin sál­fræði­legt rann­sókn­ar­efni!

En umfram allt þá er mik­il­væg­ast í hverju sam­fé­lagi að kenna fólki að hugsa rök­rétt, að kenna því að lesa og skrifa og skipt­ast á skoð­un­um. 

Lúth­erska kirkjan kenndi Íslend­ingum að lesa fyrr á öldum og bjó það þar með undir að tjá sig og taka þátt í þjóð­fé­lags­legri umræðu. Þessu má gjarnan halda til haga á tímum ágjafar og andúðar í garð krist­innar kirkju.

Heim­spek­ing­ur­inn Voltaire sagði eitt­hvað á þessa leið: 

Ég er ósam­mála því sem þú seg­ir, en ég er reiðu­bú­inn að verja rétt þinn til að tjá þig á þennan hátt, fram í rauðan dauð­ann.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­ar­­prest­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar