Arðrán auðmanna – Fjölgun öreiga

Hallgrímur Hróðmarsson biður þjóðina um að hætta dekri við auðmenn.

Auglýsing

Margir sem reka augun í þessa fyr­ir­sögn munu ekki lesa þennan pistil. Þeir hugsa sem svo: Gaur­inn sem skrifar er fastur í gam­al­dags hug­mynda­fræði komm­ún­ista og sós­í­alista! En af hverju eigum við forð­ast að nota orð sem lýsa ástand­inu eins og það er. Orðin voru notuð af óprút­tnum vald­höfum í ríkjum sem virtu ekki mann­rétt­indi og sinntu ekki þeirri sjálf­sögðu skyldu að búa öllum mann­sæm­andi kjör. Sovét Ísland, óska­land­ið, var notað af þeim Íslend­ingum sem trúðu því að hægt væri að byggja upp sam­fé­lag sem ein­kennd­ist af jöfn­uði og mann­úð. Þeir hinir sömu vörðu ástandið í Sov­ét­ríkj­unum fram í rauðan dauð­ann eins og þeim sak­leys­ingjum er tamt sem trúa því að allir er aðhyll­ast sós­í­al­ismann geri það á grund­velli fag­urra hug­sjóna.

Mennska – Hlúum að þeim verr settu

Ég mun í þessum pistli fjalla um nokkur atriði sem að mínu mati þarf að leggja mikla áherslu á í stjórn­ar­myndun eftir næstu kosn­ing­ar. Hér verður ekki fjallað um hvernig þarf að lappa upp á úr sér gengna inn­viði. Nei, hér er það mennskan sem sjónum er beint að. Hvernig ber okkur að búa öllum mann­sæm­andi lífs­skil­yrði í land­inu okk­ar? Hvernig ber okkur að koma fram við sam­borg­ar­ana – þannig að allir geti verið stoltir Íslend­ing­ar?

Útrýmum fátækt

Meiri­hluti lands­manna vill stjórn sem hefur það mark­mið að útrýma fátækt, leið­rétta kjör eldri borg­ara svo og að greiða öryrkjum og atvinnu­lausum mann­sæm­andi laun. Einnig vill meiri­hluti Íslend­inga gera miklar úrbætur á kjörum leigj­enda. Und­an­farna ára­tugi hafa þessir hópar dreg­ist mjög aftur úr þar sem önnur máli hafa verið talin mik­il­væg­ari. Vegna ástands­ins sem skap­ast hefur í kjöl­far far­sótt­ar­innar er ljóst að hér eru stór skref að stíga. 

Auglýsing
Almenningur hefur fengið litlar bætur fyrir það sem hann hefur mátt þola vegna ástands­ins. Um dag­inn var að vísu ofur­lít­illi dúsu fleygt í þá lakast settu. Þar á meðal var smá­hækkun á atvinnu­leys­is­bótum – en það var skýrt tekið fram að það væri ein­ungis tíma­bundið fram­lag. Fjöl­margir lands­menn hafa misst vinn­una og þiggja nú atvinnu­leys­is­bæt­ur. Þeim hefur því fjölgað sem eru með laun er nægja ekki til almennrar fram­færslu. Öreigum á Íslandi fer fjölg­andi.

Börn á flótta

Það er til skammar hvernig farið er með barna­fjöl­skyldur sem leita til okkar í von um að öðl­ast hlut í þeirri mennsku sem allir eiga skil­ið. Þær flýja kúgun og eymd og það er skylda okkar að leggja að mörkum þann litla skerf sem við svo auð­veld­lega getum gef­ið.

Rétt­látt skatt­kerfi

Aðgerð­ar­pakkar rík­is­stjórn­ar­innar til bjargar atvinnu­líf­inu hafa kostað okkur mörg hund­ruð millj­arða. Það þarf að tryggja að almenn­ingur í land­inu verði ekki lát­inn borga þennan kostnað – eins og gerð­ist að stórum hluta eftir Hrun­ið. Þessu má koma til leiðar með rétt­lát­ara skatt­kerfi. Það er við hæfi að auð­menn lands­ins borgi mun meira af þeim lánum sem ríkið hefur neyðst til að taka – þeir hafa haft mestan hag af þeim – þar eru jú pen­ing­arn­ir. Einnig þarf skatt­kerfið að byggja á því að lægstu tekjur verði ekki skatt­lagð­ar. En það er fleira sem þarf að koma til.

Arð­rán

Allir vita að lít­ill minni­hluti Íslend­inga á mik­inn meiri­hluta fjár­magns í land­inu. Flestum er ljóst að þetta er ósann­gjarnt. En margir hugsa sem svo: Ja, sumir eru klók­ari en aðrir og geta með góðu skipu­lagi og útsjón­ar­semi byggt upp arð­væn­leg fyr­ir­tæki. Og ef þessir góðu menn og konur eru kúguð með of miklum sköttum þá hætta þau að byggja upp ný og nauð­syn­leg atvinnu­tæki­færi til heilla fyrir allan almenn­ing í land­inu. Flestum ofbýður að þessi hugs­ana­villa sé yfir­leitt til umræðu. Ekki síst vegna þess að auð­menn hafa í ríkum mæli komið illa fengnum fé í „ör­uggt skjól“ svo þeir geti notað þá – sér og sínum til lystisemda.

Margir auð­menn segja: Virðum eigna­rétt­inn – ég erfði mitt fjár­magn frá honum pabba og hann erfði pen­ing­ana hans afa, sem erfði þá frá honum langafa. Í þess­ari þulu er ekk­ert komið inn á hvernig pab­b­arnir og afarnir eign­uð­ust þessa pen­inga. Þar er ekki minnst á að auð­ur­inn var tek­inn af fátæk­lingum þessa lands. Arð­rán var það – og það er fárán­legt að forð­ast þá orð­notkun – hún lýsir ástand­inu eins og það var of eins og það er.

Útrýmum spill­ingu

Að mínu viti hefði Katrín Jak­obs­dóttir gert meira gagn sem fjár­mála­ráð­herra heldur en for­sæt­is­ráð­herra. Það er til skammar hvað núver­andi rík­is­stjórn hefur gert lítið í því að ráð­ast gegn spill­ingu í íslensku fjár­mála­lífi. Til eru skýrslur ofan í skúffum fjár­mála­ráð­herra sem sýna hvernig auð­menn lands­ins hafa svínað á almenn­ing­i. 

Útdeil­ing ráð­herra­emb­ætta minnir rauna­lega á leiki okkar krakk­anna í „den“. Allir vildu verða for­sæt­is­ráð­herrar – allir urðu að hlýða hon­um. Þar næst var ráð­herra utan­rík­is­ráð­mála mjög vin­sæll – hann fékk að fara í svo margar fínar veislur í útlönd­um. Og rest­ina rak svo ráð­herra mennta­mála – því öll vissum við krakk­arnir hvernig ætti að kenna krökkum og líka vissum við að það þyrfti að reka alla leið­in­lega kenn­ara.

Hættum dekri við auð­menn          

Eins og ég sagði fyrr í þessum pist­li: Langstærstur hluti aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til að mæta afleið­ingum far­sótt­ar­innar hefur farið til atvinnu­rek­enda. Óþol­andi er þegar óprút­tnir auð­menn leggj­ast á rík­is­spen­ann – þó svo fyr­ir­tæki þeirra eigi digra vara­sjóði. Og í kjöl­farið hafa þeir getað greitt „eig­end­un­um“ svip­aðan arð og þeir gerðu fyrir hörm­ung­arn­ar. 

Í dag með­höndlar útgerð­ar­auð­valdið fiskikvót­ann sem sína eign. Það er mjög brýnt að setja það inn í stjórn­ar­skrá að auð­lindir Íslands séu eign þjóð­ar­inn­ar. Og ekki síður að krefja auð­valdið um eðli­lega greiðslu fyrir afnot­in. Fárán­legt er að þau fyr­ir­tæki sem moka inn fé og greiða mik­inn arð til „eig­end­anna“ kom­ist hjá eðli­legri greiðslu vegna þess að fáein útgerð­ar­fyr­ir­tæki berj­ist í bökk­un­um. Taka þarf kvót­ann af þessum pen­ingaplokk­urum „ekki síðar en í gær“.

Loka­orð

Það er ein­kenni íslensk­unnar að búa yfir góðum og lýsandi orð­um. Einar Bene­dikts­son skáld sagði í ljóð­inu Móðir mín: „ – Ég skildi að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörð­u.“

Á net­inu hafa orð Dav­íðs Þórs Jóns­sonar breiðst út eins og eldur í sinu. En hann fletti ofan af því hvað fælist í orðum Barna Ben um banka­sölu: „að setja eignir rík­is­ins á mark­að“ þýðir ein­fald­lega: „að koma eignum þjóð­ar­innar í hendur auð­manna.“

Orða­lagið lýsir vel hver það er sem talar eða skrif­ar. Margir stjórn­mála­menn eru klókir og eiga því auð­velt með að færa setn­ingar í skraut­lega bún­ing oft­ast er það til að hylja það sem að baki ligg­ur. Mark­mið stjórn­mála­manna eru mjög mis­mun­andi og helst það í hendur við fyrir hvaða þjóð­fé­lags­hópa þeir vinna. 

Höfum í huga í næstu kosn­ingum að það þarf að vinna gegn arðráni auð­valds­ins – og vinna gegn fjölgun öreiga á Íslandi.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar