Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um auðlindaákvæði vera sýndarmennsku sem engu muni skila.

Auglýsing

Orða­lagið í auð­linda­á­kvæð­inu í einka­frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni er vita­gagns­laus sýnd­ar­mennska. Sagan sýn­ir, að Vinstri græn hafa brugð­ist í þessu stór­máli. Þú þarft að þekkja þessa sögu – og draga af henni réttar álykt­an­ir. Þetta er nefni­lega 500 millj­arða spurn­ingin í næstu kosn­ing­um.

Vissir þú, að þegar núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi var lög­fest (1988) settum við jafn­að­ar­menn það að skil­yrði fyrir sam­þykkt þess, að fisk­veiði­auð­lindin innan okkar lög­sögu yrði lýst SAM­EIGN ÞJÓЭAR­INN­AR? Ef við hefðum ekki gert þetta þá, væri 30 ára stríðið um eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni þegar tap­að.

Vissir þú, að þegar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins beitti sér fyrir lög­fest­ingu á fram­sals­rétti leyf­is­hafa á veiði­heim­ildum (1990-91), settum við jafn­að­ar­menn það að skil­yrði, að „út­hlutun veiði­heim­ilda sam­kvæmt lögum þessum myndi aldrei eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­um“. 

Vissir þú, að þar með var leitt í lög, að „tíma­bund­inn nýt­ing­ar­réttur mynd­aði hvorki lögvar­inn eign­ar­rétt né bóta­skyldu á rík­ið“, ef úthlutun veiði­heim­ilda yrði breytt síð­ar, eins og segir í grein­ar­gerð, og dóm­stólar hafa vitnað til sem vilja lög­gjafans.

Auglýsing
Gerir þú þér grein fyrir því, að þetta er 500 millj­arða spurn­ingin í íslenskri póli­tík, sem verður að svara á næsta kjör­tíma­bili? Hvað eigum við við? Svarið er þetta: ­Fé­mæti úthlut­aðra veiði­heim­ilda á s.l. ára­tug, umfram allan fjár­fest­inga- og rekstr­ar­kostn­að, þ.m.t. skatta og afskriftir útgerð­ar­fyr­ir­tækja, hefur numið um 50 millj­örðum króna á ári s.l. ára­tug – eða um 500 millj­örðum alls. Á sama tíma hefur mála­mynda­leigu­gjald fyrir nýt­ing­ar­rétt­inn varla dugað fyrir kostn­aði skatt­greið­enda af þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn (land­helg­is­gæsla, haf­rann­sókn­ir, hafn­ar­að­staða, eft­ir­lit o.fl.).

Fjöl­skyld­urnar sjö

Vissir þú, að meira en helm­ingur þess­ara ævin­týra­legu auð­æfa hafa á s.l. tveimur ára­tugum safn­ast í eigu sjö fjöl­skyldna, sem í trássi við gild­andi lög hafa kom­ist upp með að með­höndla tíma­bundnar veiði­heim­ildir sem einka­eign, sem gengur kaupum og söl­um, er veð­sett fyrir lánum og ­gengur loks að erfð­um? Allt þetta hafa fjöl­skyld­urnar sjö þegið að gjöf í skjóli póli­tísks valds Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks, með þegj­andi sam­þykki Vinstri grænna. Krónískur rekstr­ar­hall­i Morg­un­blaðs­ins, sem er mál­gagn hinnar nýju auð­stétt­ar, telst vera smá­aur­ar, sem borgar sig marg­fald­lega sem smá­vægi­legur stríðs­kostn­að­ur. 

Vissir þú, að til að bæta gráu ofan á svart hafa sægreif­arnir nýtt hluta af arð­inum af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar til að kaupa veiði­heim­ild­ir, t.d. í Afr­íku og S – Amer­íku og falið hagn­að­inn af þeim við­skiptum á leyni­reikn­ingum í skatta­skjólum? Þannig launar kálf­ur­inn ofeld­ið.

Finnst þér þetta vera í lag­i? 

Ef þér finnst þetta ekki vera í lagi, skaltu vita, að það eru að verða sein­ustu for­vöð fyrir þig í næstu kosn­ingum að vísa þeim stjórn­mála­flokkum og stjórn­mála­mönn­um, sem ábyrgð bera á þess­ari ger­spilltu stjórn­sýslu, út úr stjórn­ar­ráð­inu.

Fyrir þar næstu kosn­ingar getur það verið orðið of seint. Hafi dóm­stóll þegar kveðið upp þann úrskurð, að van­ræksla stjórn­valda á að fram­fylgja gild­andi lög­um, hafi þar með áunnið sægreif­unum hefð­bund­inn og lögvar­inn eign­ar­rétt og þar með talið bóta­skyldu á rík­ið, verði for­rétt­indin af þeim tek­in.

Ætlar þú að bera ábyrgð á því?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, flokks íslenskra jafn­að­ar­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar