Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um auðlindaákvæði vera sýndarmennsku sem engu muni skila.

Auglýsing

Orðalagið í auðlindaákvæðinu í einkafrumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni er vitagagnslaus sýndarmennska. Sagan sýnir, að Vinstri græn hafa brugðist í þessu stórmáli. Þú þarft að þekkja þessa sögu – og draga af henni réttar ályktanir. Þetta er nefnilega 500 milljarða spurningin í næstu kosningum.

Vissir þú, að þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var lögfest (1988) settum við jafnaðarmenn það að skilyrði fyrir samþykkt þess, að fiskveiðiauðlindin innan okkar lögsögu yrði lýst SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR? Ef við hefðum ekki gert þetta þá, væri 30 ára stríðið um eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni þegar tapað.

Vissir þú, að þegar sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins beitti sér fyrir lögfestingu á framsalsrétti leyfishafa á veiðiheimildum (1990-91), settum við jafnaðarmenn það að skilyrði, að „úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndi aldrei eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. 

Vissir þú, að þar með var leitt í lög, að „tímabundinn nýtingarréttur myndaði hvorki lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið“, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar, eins og segir í greinargerð, og dómstólar hafa vitnað til sem vilja löggjafans.

Auglýsing
Gerir þú þér grein fyrir því, að þetta er 500 milljarða spurningin í íslenskri pólitík, sem verður að svara á næsta kjörtímabili? Hvað eigum við við? Svarið er þetta: Fémæti úthlutaðra veiðiheimilda á s.l. áratug, umfram allan fjárfestinga- og rekstrarkostnað, þ.m.t. skatta og afskriftir útgerðarfyrirtækja, hefur numið um 50 milljörðum króna á ári s.l. áratug – eða um 500 milljörðum alls. Á sama tíma hefur málamyndaleigugjald fyrir nýtingarréttinn varla dugað fyrir kostnaði skattgreiðenda af þjónustu við sjávarútveginn (landhelgisgæsla, hafrannsóknir, hafnaraðstaða, eftirlit o.fl.).

Fjölskyldurnar sjö

Vissir þú, að meira en helmingur þessara ævintýralegu auðæfa hafa á s.l. tveimur áratugum safnast í eigu sjö fjölskyldna, sem í trássi við gildandi lög hafa komist upp með að meðhöndla tímabundnar veiðiheimildir sem einkaeign, sem gengur kaupum og sölum, er veðsett fyrir lánum og gengur loks að erfðum? Allt þetta hafa fjölskyldurnar sjö þegið að gjöf í skjóli pólitísks valds Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, með þegjandi samþykki Vinstri grænna. Krónískur rekstrarhalli Morgunblaðsins, sem er málgagn hinnar nýju auðstéttar, telst vera smáaurar, sem borgar sig margfaldlega sem smávægilegur stríðskostnaður. 

Vissir þú, að til að bæta gráu ofan á svart hafa sægreifarnir nýtt hluta af arðinum af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar til að kaupa veiðiheimildir, t.d. í Afríku og S – Ameríku og falið hagnaðinn af þeim viðskiptum á leynireikningum í skattaskjólum? Þannig launar kálfurinn ofeldið.

Finnst þér þetta vera í lagi? 

Ef þér finnst þetta ekki vera í lagi, skaltu vita, að það eru að verða seinustu forvöð fyrir þig í næstu kosningum að vísa þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum, sem ábyrgð bera á þessari gerspilltu stjórnsýslu, út úr stjórnarráðinu.

Fyrir þar næstu kosningar getur það verið orðið of seint. Hafi dómstóll þegar kveðið upp þann úrskurð, að vanræksla stjórnvalda á að framfylgja gildandi lögum, hafi þar með áunnið sægreifunum hefðbundinn og lögvarinn eignarrétt og þar með talið bótaskyldu á ríkið, verði forréttindin af þeim tekin.

Ætlar þú að bera ábyrgð á því?

Höfundur er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, flokks íslenskra jafnaðarmanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar