Læsi og lífsgæði

Haukur V. Alfreðsson vekur athygli á slæmri stöðu íslenskra drengja í menntakerfinu og þeim efnahagsáhrifum sem sú staða hefur í för með sér.

Auglýsing

Nú fyrir stuttu var við­tal við Tryggva Hjalta­son í Ísland í dag. Í við­tal­inu fór Tryggvi yfir það sem hann hefur verið að rann­saka og benda á sein­ustu ár, slæma stöðu drengja í íslenska mennta­kerf­inu. En nú var hljóðið í honum enn þyngra og eru allar nið­ur­stöður á þá leið að staða drengja fari versn­andi á öllum stigum mennta­kerf­is­ins. Ef ekki verður ráð­ist í miklar breyt­ingar er útlit fyrir mik­inn per­sónu­legan og efna­hags­legan skaða í okkar sam­fé­lagi í fram­tíð­inni.

Nokkrar punktar varð­andi stöðu íslenskra drengja í mennta­kerf­inu:

  • 34,4% drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunn­skóla. Það er tvö­falt hærra hlut­fall en hjá stúlkum og aukn­ing um 10% frá 2009.
  • Ísland er eina Norð­ur­landa­þjóðin þar sem drengir mæl­ast eftir á í öllum Pisa grein­um.
  • Drengir eru tutt­ugu sinnum lík­legri til að vera settir á þung­lynd­is­lyf en börn á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 15% drengja fara á hegð­un­ar­lyf.
  • Brott­fall úr mennta­skólum er mjög hátt. 31% drengja hafa fallið úr námi á fyrstu fjórum árunum eftir inn­ritun og Ísland hefur eitt hæsta hlut­fall brott­falls drengja af öllum vest­ur­löndum þegar horft er til ald­urs­ins 25-34 ára. 
  • Hlut­fall karla af nýnemum í háskól­anum er 32%, var 37% tveimur árum áður. 

Drengirnir okkar eru sem sagt að koma úr grunn­skóla með sífellt lak­ari mennt­un, er ávísað þung­lynd­is- og hegð­un­ar­lyfjum í gríð­ar­legu magni strax ungum að aldri, falla í miklum mæli úr námi og eru í ört minnk­andi minni­hluta þeirra sem sækja sér háskóla­mennt­un. 

Auglýsing
Það að eiga í erf­ið­leikum með að lesa skerðir getu ein­stak­lings til þess að afla sér tekna sem og til þess að vera vel upp­lýstur ein­stak­lingur í sam­fé­lag­inu. Lakur lesskiln­ingur tak­markar aðgengi að frek­ari menntun og þar með mörgum störf­um. Jafn­vel ef við setjum upp óraun­hæfu sviðs­mynd­ina um að drengir hafi ein­göngu áhuga á því að vinna verk­lega vinnu þurfa þeir samt að getað lesið og reikn­að. Iðn­nám, t.d. til að verða smið­ur, þarfn­ast lest­urs og reikn­ings á mennta­skóla­stigi. Smiðir og aðrir í sjálf­stæðri vinnu eru ekki að smíða allan dag­inn. Þeir þurfa að ann­ast rekst­ur­inn sem felur í sér að skrifa reikn­inga, gera samn­inga, gera kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, fylgj­ast með atvinnu­tæki­færum og þróun í starfs­um­hverf­inu, ýmis skrif­finnska og fleira. Drengir sem eiga erfitt með að lesa, skilja og ræða jafn­vel inni­hald þess­arar greinar munu eiga erfitt með að gera nokkuð af fram­an­greindu ef þeir á annað borð komast í gegnum bók­lega hluta náms­ins. Þessir sömu drengir munu heldur ekki eiga auð­velt með að leita sér sjálfir að upp­lýs­ingum til að móta sýnar eigin skoð­anir um mál­efni líð­andi stund­ar. Það tak­markar mjög getu þeirra til að vera virkir í póli­tík, átta sig á hvenær þeir eru að lesa sannar upp­lýs­ingar eða hvenær sé verið að reyna mis­nota sér van­kunn­áttu þeirra. 

Hér hef ég ekki einu sinni byrjað á að fara yfir þá skerð­ingu á lífs­á­nægju sem felst í skertu val­frelsi, skertri getu til þess að láta til sín taka á hinum ýmsu sviðum lífs­ins og áhrifum á líð­an. Ein aug­ljós vís­bend­ing um slíkt er sú stað­reynd að óhemju hátt hlut­fall íslenskra drengja eru á þung­lynd­is­lyfj­um.

Ég held að það sé öllum ljóst að ef við tak­mörkum starfs­mögu­leika sirka eins og af hverjum sex Íslend­ingum (karlar ver­andi um helm­ingur lands­manna) hefur það gríð­ar­leg efna­hags­leg áhrif. Til að setja hlut­ina í smá sam­hengi dróst lands­fram­leiðsla Íslands saman um rúm 10% á árinu 2020 í kjöl­far Covid, sem er stærð­ar­innar högg. Ofur ein­földun er að ímynda sér að einn af hverjum tíu hafi ekki unnið hand­tak á árinu. Það er því auð­velt að sjá að sú ákvörðun að tak­marka starfs­mögu­leika eins af hverjum sex Íslend­ingum ekki bara í eitt eða tvö ár eins og Covid heldur ára­tugum saman hlýtur að hafa stór áhrif á efna­hag­inn. Það hefur ekki bara áhrif á þá ein­stak­linga sem hafa færri atvinnu­tæki­færi heldur á þjóð­fé­lagið allt því við missum af hug­viti þeirra og tækninýj­ung­um, missum af skatt­tekjum sem kynni að hljót­ast og fleira og fleira. 

Okkur bíður ærið verk­efni en það verður að taka þennan slag af fullri alvöru. Við verðum að átta okkur á þeim efna­hags­legu og per­sónu­legu áhrifum sem þessi staða hefur í för með sér. Þetta er ekki mál­efni sem á að vera á óska­lista yfir verk­efni í fram­tíð­inni, menntun eru und­ir­staða hag­kerf­is­ins okk­ar.

Höf­undur er Pírati og býður sig fram í próf­kjöri Pírata í Reykja­vík 2021.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar