Margir eldri borgarar hýrudregnir

Halldór Gunnarsson segir að loforð flokka í ríkisstjórnum undanfarin 12 ár um bættan hag til eldri borgara sem búa við fátækt hafi reynst markleysa.

Auglýsing

Talið er að um 32 þús­und af um 43 þús­und eldri borg­urum fái greiðslur frá TR. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og aðrar tekj­ur, sem skerða greiðslur TR eru stig­hækk­andi greiðslur frá kr. 0 upp í um kr. 540.000 á mán­uði. Þeir sem fá hærri greiðsl­ur, um 5 þús­und eldri borg­ar­ar, mynda þann hóp sem hækkar með­al­talið, þegar vitnað er um bætt kjör hjá eldri borg­ur­um. Þá er lík­lega ekki talið með í því með­al­tali um 6 þús­und eldri borg­ara sem fá greitt innan við lág­marks­greiðslur TR. Um helm­ingur þeirra er á elli og hjúkr­un­ar­heim­ilum sem fær um 1/3 af grunn­líf­eyri, en jafn­framt gert skylt að greiða af fjár­magnstekjum sínum allt að 454 þús­und á mán­uði fyrir dvöl sína þar. Aðrir eru inn­flytj­endur og Íslend­ing­ar, sem hafa búið hluta ævi sinnar erlend­is, með mögu­leikum á að fá greitt 90% af grunn­líf­eyri með mörgum tak­mörkum og hindr­unum til töku þess líf­eyr­is, sbr lög nr 74 frá 3.7. 2020. Nú í byrjun árs höfðu aðeins 141 ein­stak­lingur upp­fyllt kröfur varð­andi fram­settar hindr­anir til umsókn­ar.

Skerð­ingar á greiðslum TR námu um 24 millj­örðum árið 2017

Sam­kvæmt svari ráð­herra við fyr­ir­spurn á alþingi var með­al­upp­hæð elli­líf­eyris og heim­il­is­upp­bótar árið 2017 kr. 241.250 á mán­uði frá TR. Greiðslur það ár, án skerð­inga hefðu kostað rík­is­sjóð 101,9 millj­arða, en rík­is­sjóður greiddi út 66,9 millj­arða í elli­líf­eyri og heim­il­is­upp­bót. Skerð­ing­arnar spör­uðu rík­is­sjóði því um 35 millj­arða það ár. Þar af spör­uðu skerð­ing­arnar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðsln­anna lík­lega um 70% af þeirri upp­hæð eða um 24 millj­arða. Upp­hæðin hafur hækkað veru­lega síð­an. Fólkið er hýru­dregið vegna áunn­inna rétt­inda, sem alþingi með ólögum heim­ilar að séu teknar af lög­bundnum sparn­aði þess allt frá 1969.

Auglýsing

Skerð­ingar eru með marg­vís­legum hætti til við­bótar

Fyrsta skerð­ing: Hækkun á greiðslum TR til elli­líf­eyr­is­þegar í árs­byrjun hefur árlega verið skert mörg und­an­farin ár miðað við verð­lag tveggja ára á und­an. Grunn­líf­eyrir hækk­aði 1. jan­úar 2021 um 6,1% í kr. 266.033 á mán­uði. Hækk­unin var skil­greind 3,6%, miðað við óskilj­an­legan útreikn­ing hækk­un­ar, lík­lega frá 2019, að við­bættri 2,5% hækk­un, sem sam­bæri­legir hópar fengu að lág­marki, vegna sömu hækk­ana á föstum auka­tekjum rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga 2021. Skatt­leys­is­mörkin voru lækkuð um kr. 3.836.- á mán­uði, eins og reyndar var einnig gert 2020, í bæði skiptin án umfjöll­un­ar, sem bitnar mest á þeim sem minnst fá. Hækkun TR 1. jan­úar 2021 reynd­ist vera um kr. 10.000 á mán­uði, sem eftir skatt­lagn­ingu og með lækk­uðum per­sónu­af­slætti skilja eftir af greiðslu TR, kr. 198.986, en hjá ein­stæð­ingum með heim­il­is­upp­bót kr. 245.270.

Önnur skerð­ing: Greiðslur frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins (TR) skerð­ast um 45% á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum umfram kr 25.000 á mán­uði og vinnu­launum umfram kr. 100.000 á mán­uði. Til við­bótar þeirri skerð­ingu á greiðslum frá TR, reikn­ast tekju­skattur á líf­eyr­is­greiðsl­urnar og vinnu­laun­in, þannig að skerð­ingin og skatt­ur­inn af greiðslum umfram frí­tekju­markið geta numið allt að 81,9%.

Þriðja skerð­ing: Líf­eyr­is­greiðslur til eldri borg­ara eru skatt­lagðar sem almennar tekjur frá 31,45% að 45% skatti, þótt hluti af því fé, sem sjóð­fé­lag­inn á í við­kom­andi líf­eyr­is­sjóði, hafi áður verið skatt­lagður frá 1996 til 1988 og annar hluti hafi orðið til vegna vaxta og ann­arra hækk­ana fjár­magns og ætti því að vera að hluta án skatts og að hluta með 22% fjár­magnstekju­skatti, reiknað út á hvern ein­stak­ling. Sann­ar­lega er tví­sköttun ólög­leg.

Fjórða skerð­ing: Ofan­greindar við­mið­anir um skerð­ingar hafa verið óbreyttar í fjögur ár. Þegar allt annað hækkar í gjöldum og launum eftir vísi­tölum og verð­bólgu, þá ættu við­mið­un­ar­fjár­hæðir vegna frí­tekju­marks að hækka árlega miðað við það. Þessar óbreyttu skerð­ingar á greiðslum frá TR eru því ekk­ert annað en lækkun á greiðslu­stöðu þessa fólks sem minnst fær.

Fimmta skerð­ing: Hún er ákvörðun um að skerða með sama hætti og að ofan greinir des­em­ber­upp­bót og sum­ar­or­lof, sem TR greiðir til eldri borg­ara. Upp­haf­lega var samið um að allir fengju þetta sem upp­bót á laun, trygg­ing­ar­greiðslur og bæt­ur. Hverjum skyldi hafa dottið í hug við þá samn­inga, að skerð­ing­arnar sem settar voru á þessar bætur árið 2008 yrði við­haldið þannig árlega síð­an?

Afnema verður að fátæk­asta fólkið sé hýru­dregið

Lof­orð flokka í rík­is­stjórnum und­an­farin 12 ár um bættan hag til eldri borg­ara, sem búa við fátækt, hafa reynst mark­leysa. Reyndin er sú að kjör þeirra eru skert mest, með líkum hætti og kjör öryrkja eru skert. Mark­visst er komið í veg fyrir að lífs­kjör þess­ara hópa hækki í sam­an­burði við laun og lífs­gæði ann­arra í land­inu.

Stefna rík­is­stjórna frá hruni 2008 hefur verið að lækka árlega verð­gildi greiðslna TR og sitja á margs­konar hindr­anir og eft­ir­lit með greiðsl­un­um, þannig að margir missa af þeim eða vita ekki af þeim. Síðan er þessi lág­marks­greiðsla skatt­lögð til sárrar fátæktar hjá þeim sem minnst fá, sem heitir á góðri íslensku, að þetta fólk sé hýru­dreg­ið.

Höf­undur for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar