Margir eldri borgarar hýrudregnir

Halldór Gunnarsson segir að loforð flokka í ríkisstjórnum undanfarin 12 ár um bættan hag til eldri borgara sem búa við fátækt hafi reynst markleysa.

Auglýsing

Talið er að um 32 þús­und af um 43 þús­und eldri borg­urum fái greiðslur frá TR. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og aðrar tekj­ur, sem skerða greiðslur TR eru stig­hækk­andi greiðslur frá kr. 0 upp í um kr. 540.000 á mán­uði. Þeir sem fá hærri greiðsl­ur, um 5 þús­und eldri borg­ar­ar, mynda þann hóp sem hækkar með­al­talið, þegar vitnað er um bætt kjör hjá eldri borg­ur­um. Þá er lík­lega ekki talið með í því með­al­tali um 6 þús­und eldri borg­ara sem fá greitt innan við lág­marks­greiðslur TR. Um helm­ingur þeirra er á elli og hjúkr­un­ar­heim­ilum sem fær um 1/3 af grunn­líf­eyri, en jafn­framt gert skylt að greiða af fjár­magnstekjum sínum allt að 454 þús­und á mán­uði fyrir dvöl sína þar. Aðrir eru inn­flytj­endur og Íslend­ing­ar, sem hafa búið hluta ævi sinnar erlend­is, með mögu­leikum á að fá greitt 90% af grunn­líf­eyri með mörgum tak­mörkum og hindr­unum til töku þess líf­eyr­is, sbr lög nr 74 frá 3.7. 2020. Nú í byrjun árs höfðu aðeins 141 ein­stak­lingur upp­fyllt kröfur varð­andi fram­settar hindr­anir til umsókn­ar.

Skerð­ingar á greiðslum TR námu um 24 millj­örðum árið 2017

Sam­kvæmt svari ráð­herra við fyr­ir­spurn á alþingi var með­al­upp­hæð elli­líf­eyris og heim­il­is­upp­bótar árið 2017 kr. 241.250 á mán­uði frá TR. Greiðslur það ár, án skerð­inga hefðu kostað rík­is­sjóð 101,9 millj­arða, en rík­is­sjóður greiddi út 66,9 millj­arða í elli­líf­eyri og heim­il­is­upp­bót. Skerð­ing­arnar spör­uðu rík­is­sjóði því um 35 millj­arða það ár. Þar af spör­uðu skerð­ing­arnar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðsln­anna lík­lega um 70% af þeirri upp­hæð eða um 24 millj­arða. Upp­hæðin hafur hækkað veru­lega síð­an. Fólkið er hýru­dregið vegna áunn­inna rétt­inda, sem alþingi með ólögum heim­ilar að séu teknar af lög­bundnum sparn­aði þess allt frá 1969.

Auglýsing

Skerð­ingar eru með marg­vís­legum hætti til við­bótar

Fyrsta skerð­ing: Hækkun á greiðslum TR til elli­líf­eyr­is­þegar í árs­byrjun hefur árlega verið skert mörg und­an­farin ár miðað við verð­lag tveggja ára á und­an. Grunn­líf­eyrir hækk­aði 1. jan­úar 2021 um 6,1% í kr. 266.033 á mán­uði. Hækk­unin var skil­greind 3,6%, miðað við óskilj­an­legan útreikn­ing hækk­un­ar, lík­lega frá 2019, að við­bættri 2,5% hækk­un, sem sam­bæri­legir hópar fengu að lág­marki, vegna sömu hækk­ana á föstum auka­tekjum rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga 2021. Skatt­leys­is­mörkin voru lækkuð um kr. 3.836.- á mán­uði, eins og reyndar var einnig gert 2020, í bæði skiptin án umfjöll­un­ar, sem bitnar mest á þeim sem minnst fá. Hækkun TR 1. jan­úar 2021 reynd­ist vera um kr. 10.000 á mán­uði, sem eftir skatt­lagn­ingu og með lækk­uðum per­sónu­af­slætti skilja eftir af greiðslu TR, kr. 198.986, en hjá ein­stæð­ingum með heim­il­is­upp­bót kr. 245.270.

Önnur skerð­ing: Greiðslur frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins (TR) skerð­ast um 45% á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum umfram kr 25.000 á mán­uði og vinnu­launum umfram kr. 100.000 á mán­uði. Til við­bótar þeirri skerð­ingu á greiðslum frá TR, reikn­ast tekju­skattur á líf­eyr­is­greiðsl­urnar og vinnu­laun­in, þannig að skerð­ingin og skatt­ur­inn af greiðslum umfram frí­tekju­markið geta numið allt að 81,9%.

Þriðja skerð­ing: Líf­eyr­is­greiðslur til eldri borg­ara eru skatt­lagðar sem almennar tekjur frá 31,45% að 45% skatti, þótt hluti af því fé, sem sjóð­fé­lag­inn á í við­kom­andi líf­eyr­is­sjóði, hafi áður verið skatt­lagður frá 1996 til 1988 og annar hluti hafi orðið til vegna vaxta og ann­arra hækk­ana fjár­magns og ætti því að vera að hluta án skatts og að hluta með 22% fjár­magnstekju­skatti, reiknað út á hvern ein­stak­ling. Sann­ar­lega er tví­sköttun ólög­leg.

Fjórða skerð­ing: Ofan­greindar við­mið­anir um skerð­ingar hafa verið óbreyttar í fjögur ár. Þegar allt annað hækkar í gjöldum og launum eftir vísi­tölum og verð­bólgu, þá ættu við­mið­un­ar­fjár­hæðir vegna frí­tekju­marks að hækka árlega miðað við það. Þessar óbreyttu skerð­ingar á greiðslum frá TR eru því ekk­ert annað en lækkun á greiðslu­stöðu þessa fólks sem minnst fær.

Fimmta skerð­ing: Hún er ákvörðun um að skerða með sama hætti og að ofan greinir des­em­ber­upp­bót og sum­ar­or­lof, sem TR greiðir til eldri borg­ara. Upp­haf­lega var samið um að allir fengju þetta sem upp­bót á laun, trygg­ing­ar­greiðslur og bæt­ur. Hverjum skyldi hafa dottið í hug við þá samn­inga, að skerð­ing­arnar sem settar voru á þessar bætur árið 2008 yrði við­haldið þannig árlega síð­an?

Afnema verður að fátæk­asta fólkið sé hýru­dregið

Lof­orð flokka í rík­is­stjórnum und­an­farin 12 ár um bættan hag til eldri borg­ara, sem búa við fátækt, hafa reynst mark­leysa. Reyndin er sú að kjör þeirra eru skert mest, með líkum hætti og kjör öryrkja eru skert. Mark­visst er komið í veg fyrir að lífs­kjör þess­ara hópa hækki í sam­an­burði við laun og lífs­gæði ann­arra í land­inu.

Stefna rík­is­stjórna frá hruni 2008 hefur verið að lækka árlega verð­gildi greiðslna TR og sitja á margs­konar hindr­anir og eft­ir­lit með greiðsl­un­um, þannig að margir missa af þeim eða vita ekki af þeim. Síðan er þessi lág­marks­greiðsla skatt­lögð til sárrar fátæktar hjá þeim sem minnst fá, sem heitir á góðri íslensku, að þetta fólk sé hýru­dreg­ið.

Höf­undur for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar