Margir eldri borgarar hýrudregnir

Halldór Gunnarsson segir að loforð flokka í ríkisstjórnum undanfarin 12 ár um bættan hag til eldri borgara sem búa við fátækt hafi reynst markleysa.

Auglýsing

Talið er að um 32 þús­und af um 43 þús­und eldri borg­urum fái greiðslur frá TR. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og aðrar tekj­ur, sem skerða greiðslur TR eru stig­hækk­andi greiðslur frá kr. 0 upp í um kr. 540.000 á mán­uði. Þeir sem fá hærri greiðsl­ur, um 5 þús­und eldri borg­ar­ar, mynda þann hóp sem hækkar með­al­talið, þegar vitnað er um bætt kjör hjá eldri borg­ur­um. Þá er lík­lega ekki talið með í því með­al­tali um 6 þús­und eldri borg­ara sem fá greitt innan við lág­marks­greiðslur TR. Um helm­ingur þeirra er á elli og hjúkr­un­ar­heim­ilum sem fær um 1/3 af grunn­líf­eyri, en jafn­framt gert skylt að greiða af fjár­magnstekjum sínum allt að 454 þús­und á mán­uði fyrir dvöl sína þar. Aðrir eru inn­flytj­endur og Íslend­ing­ar, sem hafa búið hluta ævi sinnar erlend­is, með mögu­leikum á að fá greitt 90% af grunn­líf­eyri með mörgum tak­mörkum og hindr­unum til töku þess líf­eyr­is, sbr lög nr 74 frá 3.7. 2020. Nú í byrjun árs höfðu aðeins 141 ein­stak­lingur upp­fyllt kröfur varð­andi fram­settar hindr­anir til umsókn­ar.

Skerð­ingar á greiðslum TR námu um 24 millj­örðum árið 2017

Sam­kvæmt svari ráð­herra við fyr­ir­spurn á alþingi var með­al­upp­hæð elli­líf­eyris og heim­il­is­upp­bótar árið 2017 kr. 241.250 á mán­uði frá TR. Greiðslur það ár, án skerð­inga hefðu kostað rík­is­sjóð 101,9 millj­arða, en rík­is­sjóður greiddi út 66,9 millj­arða í elli­líf­eyri og heim­il­is­upp­bót. Skerð­ing­arnar spör­uðu rík­is­sjóði því um 35 millj­arða það ár. Þar af spör­uðu skerð­ing­arnar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðsln­anna lík­lega um 70% af þeirri upp­hæð eða um 24 millj­arða. Upp­hæðin hafur hækkað veru­lega síð­an. Fólkið er hýru­dregið vegna áunn­inna rétt­inda, sem alþingi með ólögum heim­ilar að séu teknar af lög­bundnum sparn­aði þess allt frá 1969.

Auglýsing

Skerð­ingar eru með marg­vís­legum hætti til við­bótar

Fyrsta skerð­ing: Hækkun á greiðslum TR til elli­líf­eyr­is­þegar í árs­byrjun hefur árlega verið skert mörg und­an­farin ár miðað við verð­lag tveggja ára á und­an. Grunn­líf­eyrir hækk­aði 1. jan­úar 2021 um 6,1% í kr. 266.033 á mán­uði. Hækk­unin var skil­greind 3,6%, miðað við óskilj­an­legan útreikn­ing hækk­un­ar, lík­lega frá 2019, að við­bættri 2,5% hækk­un, sem sam­bæri­legir hópar fengu að lág­marki, vegna sömu hækk­ana á föstum auka­tekjum rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga 2021. Skatt­leys­is­mörkin voru lækkuð um kr. 3.836.- á mán­uði, eins og reyndar var einnig gert 2020, í bæði skiptin án umfjöll­un­ar, sem bitnar mest á þeim sem minnst fá. Hækkun TR 1. jan­úar 2021 reynd­ist vera um kr. 10.000 á mán­uði, sem eftir skatt­lagn­ingu og með lækk­uðum per­sónu­af­slætti skilja eftir af greiðslu TR, kr. 198.986, en hjá ein­stæð­ingum með heim­il­is­upp­bót kr. 245.270.

Önnur skerð­ing: Greiðslur frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins (TR) skerð­ast um 45% á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum umfram kr 25.000 á mán­uði og vinnu­launum umfram kr. 100.000 á mán­uði. Til við­bótar þeirri skerð­ingu á greiðslum frá TR, reikn­ast tekju­skattur á líf­eyr­is­greiðsl­urnar og vinnu­laun­in, þannig að skerð­ingin og skatt­ur­inn af greiðslum umfram frí­tekju­markið geta numið allt að 81,9%.

Þriðja skerð­ing: Líf­eyr­is­greiðslur til eldri borg­ara eru skatt­lagðar sem almennar tekjur frá 31,45% að 45% skatti, þótt hluti af því fé, sem sjóð­fé­lag­inn á í við­kom­andi líf­eyr­is­sjóði, hafi áður verið skatt­lagður frá 1996 til 1988 og annar hluti hafi orðið til vegna vaxta og ann­arra hækk­ana fjár­magns og ætti því að vera að hluta án skatts og að hluta með 22% fjár­magnstekju­skatti, reiknað út á hvern ein­stak­ling. Sann­ar­lega er tví­sköttun ólög­leg.

Fjórða skerð­ing: Ofan­greindar við­mið­anir um skerð­ingar hafa verið óbreyttar í fjögur ár. Þegar allt annað hækkar í gjöldum og launum eftir vísi­tölum og verð­bólgu, þá ættu við­mið­un­ar­fjár­hæðir vegna frí­tekju­marks að hækka árlega miðað við það. Þessar óbreyttu skerð­ingar á greiðslum frá TR eru því ekk­ert annað en lækkun á greiðslu­stöðu þessa fólks sem minnst fær.

Fimmta skerð­ing: Hún er ákvörðun um að skerða með sama hætti og að ofan greinir des­em­ber­upp­bót og sum­ar­or­lof, sem TR greiðir til eldri borg­ara. Upp­haf­lega var samið um að allir fengju þetta sem upp­bót á laun, trygg­ing­ar­greiðslur og bæt­ur. Hverjum skyldi hafa dottið í hug við þá samn­inga, að skerð­ing­arnar sem settar voru á þessar bætur árið 2008 yrði við­haldið þannig árlega síð­an?

Afnema verður að fátæk­asta fólkið sé hýru­dregið

Lof­orð flokka í rík­is­stjórnum und­an­farin 12 ár um bættan hag til eldri borg­ara, sem búa við fátækt, hafa reynst mark­leysa. Reyndin er sú að kjör þeirra eru skert mest, með líkum hætti og kjör öryrkja eru skert. Mark­visst er komið í veg fyrir að lífs­kjör þess­ara hópa hækki í sam­an­burði við laun og lífs­gæði ann­arra í land­inu.

Stefna rík­is­stjórna frá hruni 2008 hefur verið að lækka árlega verð­gildi greiðslna TR og sitja á margs­konar hindr­anir og eft­ir­lit með greiðsl­un­um, þannig að margir missa af þeim eða vita ekki af þeim. Síðan er þessi lág­marks­greiðsla skatt­lögð til sárrar fátæktar hjá þeim sem minnst fá, sem heitir á góðri íslensku, að þetta fólk sé hýru­dreg­ið.

Höf­undur for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar