Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um stöðu drengja í skólakerfinu.

Auglýsing

Í mörg herr­ans ár hefur fag­fólk bent á vanda drengja í skóla­kerf­inu. Árið 1997 lögðu nokkrir þing­menn, m.a. Svan­fríður Jón­as­dóttir og Siv Frið­leifs­dótt­ir, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu „Staða drengja í grunn­skól­um“ sem kvað á um að stofna nefnd sem skoði stöðu drengja í grunn­skól­an­um. Þar seg­ir: „Al­þingi ályktar að fela mennta­mála­ráð­herra að skipa nefnd sem leiti orsaka þess að drengir eiga við meiri félags­leg vanda­mál að etja í grunn­skólum en stúlkur og náms­ár­angur þeirra er lak­ari. Jafn­framt því að greina orsakir aðlög­un­ar­vanda drengja verði nefnd­inni falið að benda á leiðir til úrbóta.“ Í stuttu máli, hef ekki hug­mynd hvort af þessu varð en margt bendir til að svo hafi ekki ver­ið. Mér fróð­ari menn verða að svara því.

Enn bent á vand­ann 

Und­an­farin ára­tug eða svo hefur fag­fólk bent á lélega lestr­ar­getu drengja og lesskiln­ing þeirra. Sama um stöðu þeirra í skóla­kerf­inu. End­ur­tekið efn­ið. Meðal ann­ars byggt á rann­sóknum erlendis frá. Margir ráð­herrar mennta­mála hafa farið og kom­ið. Enn er staða drengja slæm og sam­kvæmt tölum sem til eru lag­ast ekk­ert. Fer versn­andi ef eitt­hvað er. Grein­ingum fjölgar og lyfja­notkun hegð­un­ar­lyfja eykst eins og bent hefur verið á í gegnum talna­brunn emb­ætti land­lækn­is.

Mennta­stefnu til árs­ins 2030 leggur Mennta­mála­ráð­herra stoltur fram við hvert tæki­færi og vitnar til sem fram­þróun í skóla­kerf­inu. Gott og vel. Hvergi er minnst orði á vanda drengja. Hvað þá að taka eigi á vand­an­um. Drengir telja samt um helm­ing nem­enda í grunn­skóla­kerf­inu. Vandi drengja virð­ist ekki koma þjóð­inni við. Kannski þurfum við að bíða önnur 30 ár eftir að ráð­herra mennta­mála leggi við hlust­ir. Ekki er svo með öllu illt...því ráð­herra mennta­mála lagði við hlustir þegar kyn­lífs­fræðsla í grunn­skól­anum var gagn­rýnd.

Fámennur hópur

Áhuga­menn um kyn­fræðslu í grunn­skólum létu í sér heyra. Vantar femínískt sjón­ar­horn inn í fræðsl­una eftir því sem næst verður kom­ist. Áhuga­fólkið hitti ráð­herra í hjarta­stað. Kyn­fræðsla í grunn­skól­anum er sögð arfa­slök. Veit ekki hvort það hafi verið sér­stak­lega rann­sak­að. Hafi það verið gert veit ég ekki hvar sú eða þær rann­sóknir voru birt­ar. Kyn­fræðsla og upp­bygg­ing hennar bygg­ist meðal ann­ars á lestri. Hvað ger­ist þegar helm­ingur þeirra sem njóta kyn­fræðsl­unnar getur ekki lesið sér til gagns? Er ekki ljóst að eitt­hvað fer ofan garð og neð­an.

Auglýsing
Höfundur hefur engar for­sendur til að meta hvort kyn­fræðsla í grunn­skól­anum sé slæm eða góð. Kenn­arar hafa tals­vert val þegar kemur að náms­efni og kennslu­að­ferð­um, því er mér ómögu­legt að segja til um gæði efnis og kennslu. Vona að rann­sókn­ir, ekki orðrómur eða tíst, dugi til að leggja dóm á það. Mennta­mála­ráð­herra hlýtur að hafa lesið rann­sóknir þegar hún tók ákvörðun að skipa níu konur og tvo unga menn til að móta kyn­fræðslu­kennslu í grunn­skól­an­um. Fræðslu til nem­enda­hóps sem er um helm­ingur drengja og helm­ingur stúlk­ur. Væri ekki lag að fá kyn­fræðsl­una út úr grunn­skól­anum þannig að frjáls félaga­sam­tök og for­eldrar geti séð um hana þannig að vel sé. Það að nú eigi að end­ur­skoða kyn­fræðsl­una frelsar okkur hins vegar ekki undan lestr­ar­vanda drengja og kröf­unni að bæta úr þeim vanda.

Hvað þarf til

Mun seint telj­ast sér­fræð­ingur í lestr­ar­kennslu barna en mér fróð­ara fólk bendir á vand­ann. Alþjóð­leg próf benda á vand­ann. Ásókn drengja í fram­halds­nám bendir á vand­ann. Líðan drengja í grunn­skól­anum bendir á vand­ann. Allt bendir í sömu átt, drengir eiga við vanda að etja. Íslenska þjóðin þarf að lyfta Grettistaki til að efla læsi og lesskiln­ing drengja. Lestr­ar­þjálfun er á ábyrgð for­eldrar rétt eins og skól­ans sem kennir lestækn­ina. Fræði­menn hafa bent á gagn­reyndar aðferðir og á það ber að hlusta.

Þegar í grunn­skól­ann kemur ættu for­eldrar að skrifa undir samn­ing við skól­ann að þeir sjái um þjálfun lest­urs­ins heima fyr­ir. Skól­inn og for­eldrar eiga að setja sam­eig­in­lega mark­mið með lestr­ar­kennslu nem­enda, drengja og stúlkna. Þegar skól­inn og for­eldrar vinna að sömu mark­miðum getur varla neitt annað en gott komið út úr því fyrir nem­anda. Standi for­eldrar ekki við samn­ing ætti skól­inn að kalla þá inn til við­ræðna um mark­miðin sem voru sett fyrir barn­ið. Allt í þágu barns­ins, lestr­ar­getu þess og fram­vindu í námi. For­eldrar þurfa að axla ábyrgð á barni sínu þegar að lestri og námi kem­ur. 

Ekk­ert bak­land

Finna má börn sem hafa ekki það bak­land sem þarf til að sinna lestr­ar­þjálf­un. Þá þarf skól­inn að taka til sinna ráða og þjálfa þá. Skóla­kerfið má ekki skilja nem­endur eftir þjálf­un­ar­lausa. Slíkt hefur afleið­ing­ar.

Fyrir nokkrum árum voru til staðar lestr­ar­ömmur og -af­ar. Þá var fólki á líf­eyr­is­aldri gert kleift að koma inn í skól­ann og þjálfa börn í lestri. Það væri vel ef slíkt kerfi væri tekið upp að nýja og að eldra fólkið hefði áhuga á að vera þjálf­ari í lestri. 

Höf­undur er M.Sc. M.Ed.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune
Kjarninn 4. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 4. mars 2021
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar