Velsæld eða vesöld

Þrír arkitektar skrifa um gæði í umræðu og húsnæði.

arkitektar3.jpg
Auglýsing

Hús­næð­is- og skipu­lags­mál voru nýlega sam­einuð undir nýju inn­an­rík­is- og hús­næð­is­mála­ráðu­neyti Dan­merkur eftir um hálfrar aldar aðskiln­að. Mark­miðið er meðal ann­ars að ná betur utan um heild­ar­sam­hengi inn­viða hins byggða umhverfis og vinna heild­rænt að fram­gangi hús­næð­is­mála.

Á Íslandi fara ekki færri en fimm ráðu­neyti með mála­flokk­inn hús­næð­is- og mann­virkja­mál. Skipu­lags­mál heyra undir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, opin­ber menn­ing­ar­stefna í mann­virkja­gerð heyrir undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti, Fram­kvæmda­sýslan, undir fjár­mála­ráðu­neyti. Nýsköp­un­ar­mið­stöð sem m.a. sinnti rann­sóknum og miðlun þekk­ingar um bygg­ingar og mann­virki, var með til­skipun atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráð­herra lögð niður sl. ára­mót, hvers ráðu­neyti fer eftir sem áður fyrir nýsköp­un­ar­málum á sviði hús­næðis og mann­virkja. Mann­virkja­stofnun var nýverið sam­einuð Íbúða­lána­sjóði undir félags- og barna­mála­ráðu­neyti í nýrri Hús­næðis og mann­virkja­stofnun (HMS), sem gegnir gíf­ur­lega mik­il­vægu og víð­tæku hlut­verki. Stofn­unin skal stuðla að því að jafn­vægi ríki á hús­næð­is­mark­aði, m.a. með hús­næð­is­stuðn­ingi, lán­veit­ing­um, rann­sókn­um, upp­lýs­inga­gjöf, áætl­ana­gerð og eft­ir­liti, og leit­ast við að tryggja að almenn­ingur hafi aðgang að öruggu og vist­vænu hús­næði á við­ráð­an­legu verði og í sam­ræmi við þarfir hvers og eins, óháð efna­hag og búsetu. Þá gegnir stofn­unin sam­ræm­ing­ar­hlut­verki, sinnir sam­starfi við sveit­ar­fé­lög um stjórn­sýslu hús­næð­is- og mann­virkja­mála. Síð­ast en ekki síst er hlut­verk stofn­un­ar­innar að stuðla að fyr­ir­sjá­an­leika, skil­virkni og gæðum mann­virkja­gerð­ar.

Gæði í umræðu

Á morgun heldur HMS árlegt hús­næð­is­þing sitt undir yfir­skrift­inni Hús­næði – und­ir­staða vel­sæld­ar. Dag­skrá þings­ins er bæði metn­að­ar­full og áhuga­verð. Hag­fræð­ingar gefa yfir­lit um áætl­aða hús­næð­is­þörf næstu ára og fjallað verður um ný úrræði HMS til að bregð­ast við hús­næð­is­þörf almenn­ings. Aðilar á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­mála veita inn­sýn í áætl­aða upp­bygg­ingu og sam­starfs­á­ætl­anir sveit­ar­stjórna og HMS. Þá verður staða tekin á hús­næð­is­á­ætl­un­um, sem er n.k. magn­taka áætl­aðrar hús­næð­is­þarfar sveit­ar­fé­laga, farið yfir bygg­ing­ar­mark­aðs­mál, eft­ir­lits- og örygg­is­mál. Loks ræðir ráð­herra hús­næð­is­mála ásamt full­trúum sveit­ar­stjórna, HMS og bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins fram­tíð­ar­horf­ur. Allt saman verð­ugir umræðu­flet­ir. Dag­skráin virð­ist hins vegar sneiða alveg fram hjá umræðu um hlut­verk HMS sem teng­ist gæðum hús­næð­is, rann­sóknum og áætl­unum þeim tengd­um. 

Opin­bert inn­grip

Auglýsing
Sem hluti af hús­næð­is­stuðn­ingi og lán­veit­ing­um, stýrir HMS opin­berum fjár­fram­lögum í gegnum stofn­fram­lög rík­is­ins og hlut­deild­ar­lán. Nýj­ungum sem ber að fagna, sem virkri þátt­töku hins opin­bera í að fjár­festa í grunn­innviðum sam­fé­lags­ins sem hús­næði sann­ar­lega er, líkt og hafnir og sam­göngu­mann­virki, heim­ili fólks. Inn­grip hins opin­bera í hús­næð­is­inn­viða­upp­bygg­inu er kær­komið tæki­færi til að fara á undan með góðu for­dæmi. Með því að beita opin­berum inn­gripum mark­visst til þess að efla gæði og vist­væni hús­næð­is, lífs­gæði og vel­sæld. Þá er nauð­syn­legt að sækja í þver­fag­lega þekk­ingu fag­stétta í hús­næðis og mann­virkja­gerð, t.a.m. arki­tekta, í und­ir­bún­ings- og rann­sókn­ar­vinn­unni.

Hús­næð­is­á­ætl­anir sveit­ar­fé­lag­anna munu sýna að víða er mikil upp­bygg­ing hús­næðis framund­an. HMS mun taka virkan þátt í þeirri inn­viða­upp­bygg­ingu með stofn­fram­lögum til almennra íbúða og nýjasta úrræð­inu hlut­deild­ar­lán­um. Hluti rík­is­ins, og þar með fjár­fest­ing almenn­ings, til bygg­ingar almenns leigu­hús­næðis er ráð­stafað með 30% stofn­fram­lagi frá HMS og við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi. Rest­in, 70%, er fjár­mögnuð með greiðslu­getu lág­tekju­fólks þar sem bundið er í lög að við­mið um húsa­leigu megi ekki yfir­stíga fjórð­ung tekna.  

Þessi leið er ekki farin í nágranna­löndum okk­ar. Það að byggja upp hús­næði á for­sendum greiðslu­getu lág­tekju­hópa vekur upp margar spurn­ing­ar. Sum hús­næð­is­fé­lög hafa, með stuðn­ingi HMS, leitað allra mögu­legra og ómögu­legra leiða til að draga úr kostn­aði við upp­bygg­ing­una. Úr verður hús­næði sem upp­fyllir allar tækni­legar kröfur bygg­ing­ar­reglu­gerðar en dregið hefur verið veru­lega úr gæð­um. Hlut­deild­ar­lána­úr­ræði stefna í sömu átt og miða að íbúðum sem eru svo hag­kvæmar sem frekast er kostur. Tak­mark­aðar rann­sóknir virð­ast hafa verið gerðar til að und­ir­byggja þessa leið, og markast ákvarð­ana­takan mögu­lega af því að þröngt sjón­ar­horn hefur verið ráð­andi en ekki heild­ar­sam­heng­ið. Afleið­ing­arnar sem birt­ast í sjálfu hús­næð­inu sem, þetta snýst jú allt um, virð­ast m.a. vera þær að sparn­aður í fer­metrum er tek­inn út í sam­eig­in­legum íveru­rýmum íbúða (þar sem við eyðum mestum vöku­tíma) eins og í eld­húsi og stofu. Gluggar minnka og hluti inn­garða, þar sem börn gætu leikið sér, lagðir undir bíla­stæði. Allt í nafni „hag­kvæmn­i“. 

Fyr­ir­sjá­an­leiki

Ímyndum okkur að sér­stök hús­næð­is­gæða­deild HMS gegndi því hlut­verki stofn­un­ar­innar að stuðla að fyr­ir­sjá­an­leika og gæðum mann­virkja­gerð­ar. Ynni að því að fram­fylgja stefnu­mörkun hins opin­bera, sem m.a. er fyr­ir­liggj­andi í opin­berri menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð, gerði áætl­anir og greindi breyti­legar þarfir íbúa og áskor­an­ir, sinnti rann­sóknum og fræðslu um leið­ir, lausnir og áhrif gæða í hús­næði. Hús­næð­is­deild sem sæi fyrir og mæti stöð­una reglu­lega á hús­næð­is­mark­aði. Hvernig verður staðan eftir 10 – 20 – 50, jafn­vel 100 ár? Hafði áhersla dags­ins í dag á „hag­kvæmni“ góð áhrif á efna­hags­mál heild­ar­inn­ar? Stuðl­aði hún að jöfn­uði, vel­sæld og lýð­heilsu? Var „hag­kvæmt“ og umhverf­is­vænt að stýra hús­næð­is­upp­bygg­ingu út frá greiðslu­getu lág­tekju­fólks eða var það einmitt orsök mis­heppn­aðra íbúða­bygg­inga með mikla veltu flutn­inga frá leigu­í­búðum og loks nið­ur­rifi þeirra allra verstu með til­heyr­andi umhverfis­kostn­aði? Hvar var vel­sæld­in? Breytt­ist hún í ves­öld? Von­andi ekki. 

Gæði eru hag­kvæm

Gæði hús­næðis er lyk­il­breyta í félags­legu, lýð­heilsu­legu, umhverf­is­legu og efna­hags­legu sam­hengi. Þau eru einnig mæli­stika á hag­kvæmni hús­næð­is, og geta, ef rétt er með far­ið, skapað afleidd verð­mæti fyrir nærum­hverfi, ein­stak­linga og sam­fé­lög. Nágranna­þjóðir okkar hafa sýnt fram á með rann­sóknum, að verð­mæta­sköpun og kostn­að­ar­lækkun opin­berrar þjón­ustu, t.a.m. í heil­brigð­is­kerfi megi rekja til gæða hús­næð­is, m.ö.o. sýnt fram á virð­is­auka gæða í hönnun og arki­tektúr þegar kemur að innviðum hins byggða umhverf­is. 

Orðið „gæði” er hins vegar orðið fram­andi í íslenskri stjórn­sýslu. Árið 2010 var gerð gagn­gerð end­ur­nýjun á bygg­ing­ar­reglu­gerð­inni og við það þurrk­að­ist orðið „gæði” nán­ast út, það sama má segja um orð eins og „bygg­ing­ar­arf­leifð” og „bygg­ing­ar­list” en orð eins og „gæða­stjórn­un­ar­kerfi” og „eft­ir­lit” urðu þeim mun vin­sælli. Orð skipta máli og forð­umst við að nota þau, end­ur­nýja þau, finna sam­eig­in­legan skiln­ing og sátt um þau- hverfa þau úr tungu­mál­inu. Ef við hræð­umst að skil­greina gæði í hús­næði og öðrum mann­gerðum innvið­um, eigum við á hættu að standa uppi fátæk­ari. 

Hús­næði er und­ir­staða vel­sældar eins og yfir­skrift hús­næð­is­þings ber rétti­lega með sér. Hús­næð­is­mál eru vel­ferð­ar­mál, lýð­heilsu­m­ál, umhverf­is­mál, efna­hags­mál og geta með stefnu sinni eða stefnu­leysi stuðlað að jöfn­uði eða ójöfn­uði. Vel­sæld eða ves­öld. Eins og Danir hafa reynt og lært og sýna fram á með nýlegum stjórn­kerf­is­breyt­ingum geta lausnir sem hverf­ast ein­ungis um mark­aðs­lega þætti ekki leyst hús­næð­is­mál sam­tím­ans. Sann­gjarnt og skil­virkt lána- og afgreiðslu­kerfi hús­næð­is­mála, sem byggt er á yfir­sýn yfir fram­boð og eft­ir­spurn, er nauð­syn­legt en ekki nægj­an­legt. Jafn­væg­is­list hús­næð­is­mála snýst um að fanga við­fangs­efnið frá breiðum grund­velli, leit­ast við að ná utan um heild­ar­sam­heng­ið, þar sem gæði hús­næðis er und­ir­staða vel­sæld­ar­inn­ar. 

Höf­undar eru arki­tekt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar