Velsæld eða vesöld

Þrír arkitektar skrifa um gæði í umræðu og húsnæði.

arkitektar3.jpg
Auglýsing

Hús­næð­is- og skipu­lags­mál voru nýlega sam­einuð undir nýju inn­an­rík­is- og hús­næð­is­mála­ráðu­neyti Dan­merkur eftir um hálfrar aldar aðskiln­að. Mark­miðið er meðal ann­ars að ná betur utan um heild­ar­sam­hengi inn­viða hins byggða umhverfis og vinna heild­rænt að fram­gangi hús­næð­is­mála.

Á Íslandi fara ekki færri en fimm ráðu­neyti með mála­flokk­inn hús­næð­is- og mann­virkja­mál. Skipu­lags­mál heyra undir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, opin­ber menn­ing­ar­stefna í mann­virkja­gerð heyrir undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti, Fram­kvæmda­sýslan, undir fjár­mála­ráðu­neyti. Nýsköp­un­ar­mið­stöð sem m.a. sinnti rann­sóknum og miðlun þekk­ingar um bygg­ingar og mann­virki, var með til­skipun atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráð­herra lögð niður sl. ára­mót, hvers ráðu­neyti fer eftir sem áður fyrir nýsköp­un­ar­málum á sviði hús­næðis og mann­virkja. Mann­virkja­stofnun var nýverið sam­einuð Íbúða­lána­sjóði undir félags- og barna­mála­ráðu­neyti í nýrri Hús­næðis og mann­virkja­stofnun (HMS), sem gegnir gíf­ur­lega mik­il­vægu og víð­tæku hlut­verki. Stofn­unin skal stuðla að því að jafn­vægi ríki á hús­næð­is­mark­aði, m.a. með hús­næð­is­stuðn­ingi, lán­veit­ing­um, rann­sókn­um, upp­lýs­inga­gjöf, áætl­ana­gerð og eft­ir­liti, og leit­ast við að tryggja að almenn­ingur hafi aðgang að öruggu og vist­vænu hús­næði á við­ráð­an­legu verði og í sam­ræmi við þarfir hvers og eins, óháð efna­hag og búsetu. Þá gegnir stofn­unin sam­ræm­ing­ar­hlut­verki, sinnir sam­starfi við sveit­ar­fé­lög um stjórn­sýslu hús­næð­is- og mann­virkja­mála. Síð­ast en ekki síst er hlut­verk stofn­un­ar­innar að stuðla að fyr­ir­sjá­an­leika, skil­virkni og gæðum mann­virkja­gerð­ar.

Gæði í umræðu

Á morgun heldur HMS árlegt hús­næð­is­þing sitt undir yfir­skrift­inni Hús­næði – und­ir­staða vel­sæld­ar. Dag­skrá þings­ins er bæði metn­að­ar­full og áhuga­verð. Hag­fræð­ingar gefa yfir­lit um áætl­aða hús­næð­is­þörf næstu ára og fjallað verður um ný úrræði HMS til að bregð­ast við hús­næð­is­þörf almenn­ings. Aðilar á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­mála veita inn­sýn í áætl­aða upp­bygg­ingu og sam­starfs­á­ætl­anir sveit­ar­stjórna og HMS. Þá verður staða tekin á hús­næð­is­á­ætl­un­um, sem er n.k. magn­taka áætl­aðrar hús­næð­is­þarfar sveit­ar­fé­laga, farið yfir bygg­ing­ar­mark­aðs­mál, eft­ir­lits- og örygg­is­mál. Loks ræðir ráð­herra hús­næð­is­mála ásamt full­trúum sveit­ar­stjórna, HMS og bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins fram­tíð­ar­horf­ur. Allt saman verð­ugir umræðu­flet­ir. Dag­skráin virð­ist hins vegar sneiða alveg fram hjá umræðu um hlut­verk HMS sem teng­ist gæðum hús­næð­is, rann­sóknum og áætl­unum þeim tengd­um. 

Opin­bert inn­grip

Auglýsing
Sem hluti af hús­næð­is­stuðn­ingi og lán­veit­ing­um, stýrir HMS opin­berum fjár­fram­lögum í gegnum stofn­fram­lög rík­is­ins og hlut­deild­ar­lán. Nýj­ungum sem ber að fagna, sem virkri þátt­töku hins opin­bera í að fjár­festa í grunn­innviðum sam­fé­lags­ins sem hús­næði sann­ar­lega er, líkt og hafnir og sam­göngu­mann­virki, heim­ili fólks. Inn­grip hins opin­bera í hús­næð­is­inn­viða­upp­bygg­inu er kær­komið tæki­færi til að fara á undan með góðu for­dæmi. Með því að beita opin­berum inn­gripum mark­visst til þess að efla gæði og vist­væni hús­næð­is, lífs­gæði og vel­sæld. Þá er nauð­syn­legt að sækja í þver­fag­lega þekk­ingu fag­stétta í hús­næðis og mann­virkja­gerð, t.a.m. arki­tekta, í und­ir­bún­ings- og rann­sókn­ar­vinn­unni.

Hús­næð­is­á­ætl­anir sveit­ar­fé­lag­anna munu sýna að víða er mikil upp­bygg­ing hús­næðis framund­an. HMS mun taka virkan þátt í þeirri inn­viða­upp­bygg­ingu með stofn­fram­lögum til almennra íbúða og nýjasta úrræð­inu hlut­deild­ar­lán­um. Hluti rík­is­ins, og þar með fjár­fest­ing almenn­ings, til bygg­ingar almenns leigu­hús­næðis er ráð­stafað með 30% stofn­fram­lagi frá HMS og við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi. Rest­in, 70%, er fjár­mögnuð með greiðslu­getu lág­tekju­fólks þar sem bundið er í lög að við­mið um húsa­leigu megi ekki yfir­stíga fjórð­ung tekna.  

Þessi leið er ekki farin í nágranna­löndum okk­ar. Það að byggja upp hús­næði á for­sendum greiðslu­getu lág­tekju­hópa vekur upp margar spurn­ing­ar. Sum hús­næð­is­fé­lög hafa, með stuðn­ingi HMS, leitað allra mögu­legra og ómögu­legra leiða til að draga úr kostn­aði við upp­bygg­ing­una. Úr verður hús­næði sem upp­fyllir allar tækni­legar kröfur bygg­ing­ar­reglu­gerðar en dregið hefur verið veru­lega úr gæð­um. Hlut­deild­ar­lána­úr­ræði stefna í sömu átt og miða að íbúðum sem eru svo hag­kvæmar sem frekast er kostur. Tak­mark­aðar rann­sóknir virð­ast hafa verið gerðar til að und­ir­byggja þessa leið, og markast ákvarð­ana­takan mögu­lega af því að þröngt sjón­ar­horn hefur verið ráð­andi en ekki heild­ar­sam­heng­ið. Afleið­ing­arnar sem birt­ast í sjálfu hús­næð­inu sem, þetta snýst jú allt um, virð­ast m.a. vera þær að sparn­aður í fer­metrum er tek­inn út í sam­eig­in­legum íveru­rýmum íbúða (þar sem við eyðum mestum vöku­tíma) eins og í eld­húsi og stofu. Gluggar minnka og hluti inn­garða, þar sem börn gætu leikið sér, lagðir undir bíla­stæði. Allt í nafni „hag­kvæmn­i“. 

Fyr­ir­sjá­an­leiki

Ímyndum okkur að sér­stök hús­næð­is­gæða­deild HMS gegndi því hlut­verki stofn­un­ar­innar að stuðla að fyr­ir­sjá­an­leika og gæðum mann­virkja­gerð­ar. Ynni að því að fram­fylgja stefnu­mörkun hins opin­bera, sem m.a. er fyr­ir­liggj­andi í opin­berri menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð, gerði áætl­anir og greindi breyti­legar þarfir íbúa og áskor­an­ir, sinnti rann­sóknum og fræðslu um leið­ir, lausnir og áhrif gæða í hús­næði. Hús­næð­is­deild sem sæi fyrir og mæti stöð­una reglu­lega á hús­næð­is­mark­aði. Hvernig verður staðan eftir 10 – 20 – 50, jafn­vel 100 ár? Hafði áhersla dags­ins í dag á „hag­kvæmni“ góð áhrif á efna­hags­mál heild­ar­inn­ar? Stuðl­aði hún að jöfn­uði, vel­sæld og lýð­heilsu? Var „hag­kvæmt“ og umhverf­is­vænt að stýra hús­næð­is­upp­bygg­ingu út frá greiðslu­getu lág­tekju­fólks eða var það einmitt orsök mis­heppn­aðra íbúða­bygg­inga með mikla veltu flutn­inga frá leigu­í­búðum og loks nið­ur­rifi þeirra allra verstu með til­heyr­andi umhverfis­kostn­aði? Hvar var vel­sæld­in? Breytt­ist hún í ves­öld? Von­andi ekki. 

Gæði eru hag­kvæm

Gæði hús­næðis er lyk­il­breyta í félags­legu, lýð­heilsu­legu, umhverf­is­legu og efna­hags­legu sam­hengi. Þau eru einnig mæli­stika á hag­kvæmni hús­næð­is, og geta, ef rétt er með far­ið, skapað afleidd verð­mæti fyrir nærum­hverfi, ein­stak­linga og sam­fé­lög. Nágranna­þjóðir okkar hafa sýnt fram á með rann­sóknum, að verð­mæta­sköpun og kostn­að­ar­lækkun opin­berrar þjón­ustu, t.a.m. í heil­brigð­is­kerfi megi rekja til gæða hús­næð­is, m.ö.o. sýnt fram á virð­is­auka gæða í hönnun og arki­tektúr þegar kemur að innviðum hins byggða umhverf­is. 

Orðið „gæði” er hins vegar orðið fram­andi í íslenskri stjórn­sýslu. Árið 2010 var gerð gagn­gerð end­ur­nýjun á bygg­ing­ar­reglu­gerð­inni og við það þurrk­að­ist orðið „gæði” nán­ast út, það sama má segja um orð eins og „bygg­ing­ar­arf­leifð” og „bygg­ing­ar­list” en orð eins og „gæða­stjórn­un­ar­kerfi” og „eft­ir­lit” urðu þeim mun vin­sælli. Orð skipta máli og forð­umst við að nota þau, end­ur­nýja þau, finna sam­eig­in­legan skiln­ing og sátt um þau- hverfa þau úr tungu­mál­inu. Ef við hræð­umst að skil­greina gæði í hús­næði og öðrum mann­gerðum innvið­um, eigum við á hættu að standa uppi fátæk­ari. 

Hús­næði er und­ir­staða vel­sældar eins og yfir­skrift hús­næð­is­þings ber rétti­lega með sér. Hús­næð­is­mál eru vel­ferð­ar­mál, lýð­heilsu­m­ál, umhverf­is­mál, efna­hags­mál og geta með stefnu sinni eða stefnu­leysi stuðlað að jöfn­uði eða ójöfn­uði. Vel­sæld eða ves­öld. Eins og Danir hafa reynt og lært og sýna fram á með nýlegum stjórn­kerf­is­breyt­ingum geta lausnir sem hverf­ast ein­ungis um mark­aðs­lega þætti ekki leyst hús­næð­is­mál sam­tím­ans. Sann­gjarnt og skil­virkt lána- og afgreiðslu­kerfi hús­næð­is­mála, sem byggt er á yfir­sýn yfir fram­boð og eft­ir­spurn, er nauð­syn­legt en ekki nægj­an­legt. Jafn­væg­is­list hús­næð­is­mála snýst um að fanga við­fangs­efnið frá breiðum grund­velli, leit­ast við að ná utan um heild­ar­sam­heng­ið, þar sem gæði hús­næðis er und­ir­staða vel­sæld­ar­inn­ar. 

Höf­undar eru arki­tekt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar