Er Ísland til sölu?

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um auðlindapólitík.

Auglýsing

1. Auð­lindapóli­tík í almanna­þágu

Vissir þú, að þegar olía og gas fannst í umtals­verðu magni í lög­sögu Nor­egs upp úr 1970, ákváðu Norð­menn, að olíu­auð­hring­arnir sem buðu í nýt­ing­ar­rétt­inn að hinni nýju auð­lind yrðu að greiða fyrir það leigu­gjald – auð­linda­gjald – sem rynni í  Þjóð­ar­sjóð Norð­manna.

Vissir þú, að þessi þjóð­ar­sjóður er nú öfl­ug­asti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi? Og að Norð­menn eru fyrir löngu skuld­laus þjóð? Og að jafn­vel eftir að olíu- og gaslindir þeirra verða upp­urn­ar, mun arð­ur­inn af fjár­fest­ingum þjóð­ar­sjóðs­ins halda áfram að mala þeim gull. 

Vissir þú, að Alaska – nyrsta fylki Banda­ríkj­anna -  fór að dæmi Norð­manna, þegar olía fannst innan þeirra lög­sögu? Þeir létu auð­linda­gjöldin renna í sam­eig­in­legan þjóð­ar­sjóð. Hluti af arði þjóð­ar­sjóðs Alaska er reyndar greiddur út sem mán­að­ar­leg borg­ara­laun íbúa fylk­is­ins. Þess vegna sker Alaska sig úr meðal 50 fylkja Banda­ríkj­anna að því leyti, að þar ríkir meiri efna­hags­legur jöfn­uður en ann­ars staðar í Banda­ríkj­un­um.

Það er ólíku saman að jafna auð­lindapóli­tík Norð­manna (og Ala­ska­bú­a)  eða botn­lausu arðráni mold­ríkrar og ger­spilltrar yfir­stéttar víð­ast hvar í alræð­is­ríkjum (eins og Rúss­landi) eða fyrr­ver­andi nýlendum (eins og í fursta­dæmum Mið-Aust­ur­landa). Í Nor­egi nýtur þjóðin öll arðs­ins af auð­lind­inni. Einka­væð­ing auð­linda Rúss­lands fyrir spott­prís, í skjóli póli­tísks valds, hefur verið kennd við „þjófnað ald­ar­innar“.  

2. Lærum af reynsl­unni

Hvorum hópnum viljum við Íslend­ingar til­heyra? Getum við eitt­hvað af þessu lært? Íslend­ingar eru ríkir af nátt­úru­auð­lind­um. Við búum við auðug fiski­mið, hreina og end­ur­nýj­an­lega orku í fall­vötnum og jarð­varma, óþrjót­andi (?) upp­sprettur af tæru og hreinu vatni, fyrir utan róm­aða nátt­úru­feg­urð,  sem laðar að fjölda ferða­manna. 

Auglýsing
SPURN­ING: Hvers vegna höfum við ekki mótað okkur fram­sýna auð­linda­stefnu eins og grannar okk­ar, Norð­menn? Í auð­linda­stefnu fel­st, að lög­festa grund­vall­ar­reglur um eign­ar­hald, umráða­rétt og nýt­ingu auð­linda, með það að mark­miði að tryggja sjálf­bærni; og að arð­ur­inn af nýt­ingu auð­lind­anna renni til þjóð­ar­innar allrar – en ekki til spilltrar for­rétt­inda­stétt­ar.

VISSIR ÞÚ, að nú þegar er svo kom­ið, vegna offjölg­unar íbúa í mörgum helstu stór­borgum heims­ins, sem telja tugi millj­óna íbúa, að drykkj­ar­hæft vatn er á þrot­um? Öll vitum við, að hrein og end­ur­nýj­an­leg orka verður æ verð­mæt­ari með hverjum degi sem líð­ur, vegna þess að meng­andi orku­gjafar eru á þrot­um, eða áfram­hald­andi nýt­ing þeirra kyndir undir ógn­andi lofts­lagsvá í náinni fram­tíð?

VIÐ JAFN­AЭAR­MENN höfum fyrir löngu mótað okkur skýra auð­linda­stefnu. Aðal­at­riðið er, að allt land, utan bújarða í einka­eign, er rétt eins og fiski­mið­in, skil­greint í lögum sem sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Það þýðir í reynd, að umráða­réttur og nýt­ing auð­linda ræðst ekki af gróða­sjón­ar­miðum ein­stak­linga til skamms tíma, heldur af almanna­hags­munum til lengri tíma. 

Einka­væð­ing auð­linda þjóð­ar­innar kemur ekki til greina, enda reynslan af því á alþjóða­vísu hörmu­leg

Er Ísland til sölu?

Ásókn fjár­festa, inn­lendra jafnt sem erlendra, í kaup á landi, virkj­un­ar­kostum og vatns­rétt­ind­um, klingir þegar við­vör­un­ar­bjöll­um. Umræðan um „Orku­pakka þrjú“ um að inn­leiða lög­gjöf um orku­markað meg­in­lands Evr­ópu í inn­lenda lög­gjöf, þrátt fyrir að Ísland hafi engin tengsl við þann mark­að; og hafi óvé­fengdan rétt skv. EES-­samn­ingnum til að hafna lög­gjöf, sem á ekki við hér á landi, eða sam­ræm­ist ekki íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um, er af sama toga. 

Ísland var ekki nauð­beygt til að inn­leiða þessa lög­gjöf. Okkur er í sjálfs­vald sett að hafna einka­væð­ingu orku­linda og að reka orku­vinnslu og dreif­ingu sem sam­fé­lags­þjón­ustu, eins og við höfum gert hingað til með góðum árangri.

Það er ekki ráð nema í tíma sé tek­ið. 

Við þurfum að ná um það sam­stöðu með meiri­hluta á Alþingi eftir næstu kosn­ingar að móta okkur auð­linda­stefnu til fram­tíðar að norskri fyr­ir­mynd. Tak­ist það ekki, getur það orðið um sein­an.

Ætlar þú að bera ábyrgð á því?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar