Staða eldri borgara í fátækt eða á hjúkrunarheimilum

Halldór Gunnarsson í Holti segir að Löggjöf, sem neyði fólk vegna fátæktar til skilnaðar eða til að fara fram hjá lögum við þær eða aðrar aðstæður, verði að breyta.

Auglýsing

Með tíund­ar­lög­gjöf frá 1096 var staða fátækra að nokkru tryggð til nauð­þurftar allt til 1914, þegar fátækt­ar­tí­und var afnum­in, en í þess stað átti að taka við kerfi til meiri hjálpar með sjúkra­sam­lög­um, alþýðu­trygg­ingum og síðar almanna­trygg­ingum (TR) 1936, sem fólk greiddi til af launum sín­um, einnig til sjúkra­sam­laga. 1986 var stað­greiðsla skatta tekin upp, en þá var skatt­pró­senta hækkuð sam­svar­andi þessum greiðsl­um. 1990 voru eignir sjúkra­sam­laga yfir­teknar til (TR), sem greiddu síðan út sjúkra­bæt­ur, örorku­bætur og ákveðið grunn­gjald til allra eldri borg­ara, sem þeir höfðu greitt til alla starfsævi sína með þessum iðgjöldum til TR og sjúkra­sam­laga. Þegar líf­eyr­is­kerfið var lög­fest 1969 var úti­lokað að ein­hver teng­ing gæti orðið á þeim greiðslum með skerð­ingum til eldri borg­ara frá TR. Þetta var óbreytt til hruns­ins 2009, en þá voru settar á miklar skerð­ingar á greiðslum TR frá 2009 til 2013. Reglurnar 2009 voru t.d. þær, að aðeins mátti vinna fyrir kr. 25.000 á mán­uði án skerð­inga frá TR og fjár­magnstekjur og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur skertu greiðslur TR umfram kr. 25.000 á mán­uð­i.  

 Eftir það var létt að nokkru á skerð­ing­um, en þær síðan teknar upp að nýju 1. mars 2017. og þá mátti vinna að kr. 100.000 á mán­uði án skerð­inga. Ef fólk reyndi að vinna sér til bjargar umfram þessa upp­hæð, myndu greiðslur almanna­trygg­inga skerða umfram­greiðslu um 45%, og með frá­dregnum tekju­skatti væri eftir um kr. 20.000 af hverjum kr 100.000. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og fjár­magnstekjur umfram kr. 25.000 á mán­uði skertu greiðslur TR um 45%.

Auglýsing
Greiðslur frá TR hafa ekki fylgt launa­þróun frá hruni og skerð­ing­arnar hafa staðið óbreyttar frá 2017 þótt allar aðrar greiðslur í sam­fé­lag­inu hafi árlega tekið mið af verð­lagi og launa­þró­un. Þetta hvoru tveggja bitnar mest á fátæku fólki og er að mínu mati verri með­ferð, en það sem tíund­ar­lög­gjöfin bauð upp á til nauð­þurftar frá 1096 til 1914 miðað við lífs­kjör okkar almennt í dag. Þess vegna hefur þetta fólk, sem verst er farið með, rétt til að grípa til neyð­ar­réttar við hvaða aðstæður sem mögu­legt er, sér til bjarg­ar. 

Neyð­ar­úr­ræði hjóna eða sam­búð­ar­fólks

Hjón eða sam­búð­ar­fólk, sem búa við þær aðstæður að hafa aðeins um 380 til 420 þús­und á mán­uði sam­an­lagt, eru lík­lega um 4 þús­und tals­ins. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa þau greitt í líf­eyr­is­sjóð, bæði eða ann­að, meiri hluta starfsævi sinn­ar. Hvaða neyð­ar­úr­ræði geta þau átt, til að lifa af með fjár­hags­legri reisn? Lík­lega aðeins það að skilja og leigja síðan öðrum aðil­anum með leynd aðstöðu í íbúð sinni, sem þau eiga eða leigja í dag. Þannig bættu þau fjár­hag sinn fyrir utan skatt um 134.450 krónur á mán­uði. Þetta hlyti að telj­ast neyð­ar­réttur þessa fólks. sem býr við ofur­skerð­ingar á greiðslum almanna­trygg­inga gagn­vart vinnu- og líf­eyr­is­sjóðs­tekj­um. Gift­ast síðan á ný þegar leið­rétt­ing hefur náðst fram.

Neyð­ar­úr­ræði þess ein­stak­lings sem býr einn

Þessi ein­stak­lingur nýtur greiðslu frá TR að upp­hæð kr 333.258 á mán­uði. Vilji hann hjálpa afkom­anda, frænda eða frænku með því að fá að búa á heim­il­inu eða að fá hjálp sjálfur með því að fá afkom­anda til að búa hjá sér, er hann skertur um kr 67.225 á mán­uði, og ef TR kemst ekki að því strax, þá er skerð­ingin aft­ur­virk til greiðslu. Neyð­ar­rétt­ur­inn felst í því að skrá ekki þennan ein­stak­ling á heim­il­inu og reyna að láta sem minnst á honum ber­a. 

Neyð­ar­úr­ræði fólks sem flytur á dval­ar­heim­ili eða hjúkr­un­ar­heim­ili

Nauð­vörn getur eldra fólk átt, sem flyst á dval­ar­heim­ili eða hjúkr­un­ar­heim­ili. Grunn­greiðsla TR fellur þá nið­ur, en við­kom­andi fær kr. 79.859.- á mán­uði til nauð­syn­legra útgjalda s.s. fyrir bif­reiða­kostn­aði, fatn­aði, ólyf­seð­ils­skyldum lyfj­um, heilsu­vörum, hár­snyrt­ingu, fót­snyrt­ingu, ferða­lög­um, snyrti­vörum, gler­aug­um, heyrn­ar­tækj­um, inn­bús­trygg­ingu, efni í fönd­ur­vör­ur, sæl­gæti, tóbaks­vörum, tæki­fær­is­gjöf­um, jóla­gjöf­um, ofl, - þar með end­an­lega að hætta að reka eða leigja hús­næði. Allar aðrar tekjur við­kom­andi ein­stak­lings, s.s. líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og fjár­magnstekjur eru þá teknar upp í þennan dval­ar­kostn­að, allt að kr 454.542 á mán­uði. Við þessar aðstæður væri neyð­ar­úr­ræði, til að geta átt fyrir eðli­legum útgjöld­um, að taka út úr banka sparnað sinn og geyma ann­ars stað­ar.

Komum í veg fyrir neyð fólks og breytum skerð­ing­ar­lög­gjöf á greiðslum TR 

Lög­gjöf, sem neyðir fólk vegna fátæktar til skiln­aðar eða til að fara fram hjá lögum við þær eða aðrar aðstæð­ur, verður að breyta. Lög og reglu­gerð­ir, sem heim­ila TR að hafa eft­ir­lit með öllum fjár­mála­hreyf­ingum við­kom­andi og hvar við­kom­andi býr og með hverj­um, jaðrar við njósn­ir, sem verður einnig að breyta.

Höf­undur er for­­maður kjara­ráðs félags eldri borg­­ara í Rang­ár­valla­­sýslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar