Samráð og samvinna besta sóknin gegn loftslagsvánni

Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að forseti þings komi á fót nefnd þingmanna allra flokka sem fjalli um og eigi aðkomu að markmiðum og stefnu Íslands og málflutningi á vettvangi loftslagssamningsins.

Auglýsing

Næsta lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna verður haldin í Glas­gow í nóv­em­ber. Ráð­stefnan er gríð­ar­lega mik­il­væg enda er fund­inum ætlað að marka stefn­una næstu tíu árin til að mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins verði mætt. 

Þess vegna ríður á að Ísland mæti til fund­ar­ins með metn­að­ar­fulla stefnu í lofts­lags­málum og skýra, full­fjár­magn­aða aðgerða­á­ætl­un. Ísland er í sér­flokki þegar kemur að nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku og hefur mörg spenn­andi tæki­færi til að stíga stór skref á næsta ára­tug. En þá þarf að byrja strax því nauð­syn­legt er að taka sem fyrst mark­viss skref í átt að metn­að­ar­fullri stefnu Íslands sem kynnt verði á fund­inum í Glas­gow.

Það verður ekki í höndum á núver­andi rík­is­stjórn­ar, heldur þeirrar næstu, að taka þátt í lofts­lags­ráð­stefn­unni í nóv­em­ber. Þess vegna er ekki nóg að núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar fjalli um og ákveði stefn­una sem borin verður fram, heldur þarf sam­ráð að hefj­ast sem fyrst til þess að sem víð­tæk­ust sátt verði um afstöðu Íslands. Það er því nauð­syn­legt að fram fari breitt póli­tískt sam­ráð um áherslur Íslands og að sem breið­ust sam­staða verði um mark­mið okk­ar. 

Auglýsing

Sjón­ar­mið um meiri metnað en hjá rík­is­stjórn­inni séu með í för

Inn á borð rík­is­stjórn­ar­innar verða til að mynda að koma sjón­ar­mið um metn­að­ar­fyllri aðgerðir til að sporna við lofts­lagsvá en nú hafa verið kynnt­ar. Núver­andi metn­aður Íslands er nefni­lega hvorki sér­stak­lega aðdá­un­ar­verður né eft­ir­tekt­ar­verð­ur. Við leiðum ekki eða erum í for­ystu, heldur fylgjum lægsta sam­nefn­ara í Evr­ópu en fram­kvæmda­stjórn stefnir að því að draga úr útblæstri um 55% árið 2030 miðað við 1990. 

Aðrar nágranna­þjóðir Íslands hafa sett sér hærri mark­mið en við um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hafa til að mynda sænsk stjórn­völd sett stefn­una á 63% sam­drátt árið 2030 miðað við árið 1990 og yfir­lýst mark­mið danskra stjórn­valda er að draga úr gróð­ur­húsa­loft­teg­undum um 70% yfir sama tíma­bil. 

Með nýkjörnum Banda­ríkja­for­seta er að fær­ast enn meiri þungi í alþjóða­sam­vinnu í loft­lags­mál­unum en Biden hefur lagt áherslu á að Banda­ríkin ætli að taka fullan þátt og axla ábyrgð á sam­hæfðum aðgerðum á alþjóða­vett­vangi í lofts­lags­mál­um. Breski for­sæt­is­ráð­herr­ann hefur gert ráð­stefn­una í Glas­gow að meg­in­efni í sínu alþjóða­starfi, eitt­hvað sem syst­ur­flokkur hans hér á Íslandi mætti líta til og taka til sín. 

Allir stjórn­mála­flokkar komi að mál­flutn­ingi Íslands á COP-26 Lofts­lagsógnin er svo mik­il­vægur mála­flokkur fyrir íslenskt sam­fé­lag í nútíð og fram­tíð að þingið og þing­flokk­arnir þurfa að hafa aðkomu að hon­um. Þess vegna hef ég lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að for­seti þings komi á fót nefnd þing­manna allra flokka á Alþingi sem fjalli um og eigi aðkomu að mark­miðum og stefnu Íslands og mál­flutn­ingi á vett­vangi lofts­lags­samn­ings­ins. 

Nefndin skil­greini meg­in­for­sendur stefn­unnar og setji fram til­lögur um mark­mið Íslands næstu tíu árin og leiðir til að ná þeim. Ég legg til að þing­manna­nefndin komi saman eigi síðar en 1. maí 2021 og skili til­lögum til for­sætis­nefndar svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 24. sept­em­ber 2021, á síð­asta degi kjör­tíma­bil­ins. Til­lög­urnar verði að því loknu lagðar fyrir Alþingi í formi þings­á­lykt­unar og for­sæt­is­ráð­herra falið að hafa þær til hlið­sjónar við mótun áherslna Íslands á lofts­lags­ráð­stefn­unn­i. 

Með þess­ari til­lögu er stefnt að því að tryggt verði að allir stjórn­mála­flokkar hafi tök á að und­ir­búa sig fyrir aðkomu að þess­ari mik­il­vægu lofts­lags­ráð­stefnu og standi að metn­að­ar­fullum mál­flutn­ingi Íslands til að sem breið­ust sátt og sem fjöl­breytt­ust sjón­ar­mið verði hluti af stefnu Íslands. Það hlýtur að vera metn­aður okkar allra.Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar