Samráð og samvinna besta sóknin gegn loftslagsvánni

Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að forseti þings komi á fót nefnd þingmanna allra flokka sem fjalli um og eigi aðkomu að markmiðum og stefnu Íslands og málflutningi á vettvangi loftslagssamningsins.

Auglýsing

Næsta lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna verður haldin í Glas­gow í nóv­em­ber. Ráð­stefnan er gríð­ar­lega mik­il­væg enda er fund­inum ætlað að marka stefn­una næstu tíu árin til að mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins verði mætt. 

Þess vegna ríður á að Ísland mæti til fund­ar­ins með metn­að­ar­fulla stefnu í lofts­lags­málum og skýra, full­fjár­magn­aða aðgerða­á­ætl­un. Ísland er í sér­flokki þegar kemur að nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku og hefur mörg spenn­andi tæki­færi til að stíga stór skref á næsta ára­tug. En þá þarf að byrja strax því nauð­syn­legt er að taka sem fyrst mark­viss skref í átt að metn­að­ar­fullri stefnu Íslands sem kynnt verði á fund­inum í Glas­gow.

Það verður ekki í höndum á núver­andi rík­is­stjórn­ar, heldur þeirrar næstu, að taka þátt í lofts­lags­ráð­stefn­unni í nóv­em­ber. Þess vegna er ekki nóg að núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar fjalli um og ákveði stefn­una sem borin verður fram, heldur þarf sam­ráð að hefj­ast sem fyrst til þess að sem víð­tæk­ust sátt verði um afstöðu Íslands. Það er því nauð­syn­legt að fram fari breitt póli­tískt sam­ráð um áherslur Íslands og að sem breið­ust sam­staða verði um mark­mið okk­ar. 

Auglýsing

Sjón­ar­mið um meiri metnað en hjá rík­is­stjórn­inni séu með í för

Inn á borð rík­is­stjórn­ar­innar verða til að mynda að koma sjón­ar­mið um metn­að­ar­fyllri aðgerðir til að sporna við lofts­lagsvá en nú hafa verið kynnt­ar. Núver­andi metn­aður Íslands er nefni­lega hvorki sér­stak­lega aðdá­un­ar­verður né eft­ir­tekt­ar­verð­ur. Við leiðum ekki eða erum í for­ystu, heldur fylgjum lægsta sam­nefn­ara í Evr­ópu en fram­kvæmda­stjórn stefnir að því að draga úr útblæstri um 55% árið 2030 miðað við 1990. 

Aðrar nágranna­þjóðir Íslands hafa sett sér hærri mark­mið en við um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hafa til að mynda sænsk stjórn­völd sett stefn­una á 63% sam­drátt árið 2030 miðað við árið 1990 og yfir­lýst mark­mið danskra stjórn­valda er að draga úr gróð­ur­húsa­loft­teg­undum um 70% yfir sama tíma­bil. 

Með nýkjörnum Banda­ríkja­for­seta er að fær­ast enn meiri þungi í alþjóða­sam­vinnu í loft­lags­mál­unum en Biden hefur lagt áherslu á að Banda­ríkin ætli að taka fullan þátt og axla ábyrgð á sam­hæfðum aðgerðum á alþjóða­vett­vangi í lofts­lags­mál­um. Breski for­sæt­is­ráð­herr­ann hefur gert ráð­stefn­una í Glas­gow að meg­in­efni í sínu alþjóða­starfi, eitt­hvað sem syst­ur­flokkur hans hér á Íslandi mætti líta til og taka til sín. 

Allir stjórn­mála­flokkar komi að mál­flutn­ingi Íslands á COP-26 Lofts­lagsógnin er svo mik­il­vægur mála­flokkur fyrir íslenskt sam­fé­lag í nútíð og fram­tíð að þingið og þing­flokk­arnir þurfa að hafa aðkomu að hon­um. Þess vegna hef ég lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að for­seti þings komi á fót nefnd þing­manna allra flokka á Alþingi sem fjalli um og eigi aðkomu að mark­miðum og stefnu Íslands og mál­flutn­ingi á vett­vangi lofts­lags­samn­ings­ins. 

Nefndin skil­greini meg­in­for­sendur stefn­unnar og setji fram til­lögur um mark­mið Íslands næstu tíu árin og leiðir til að ná þeim. Ég legg til að þing­manna­nefndin komi saman eigi síðar en 1. maí 2021 og skili til­lögum til for­sætis­nefndar svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 24. sept­em­ber 2021, á síð­asta degi kjör­tíma­bil­ins. Til­lög­urnar verði að því loknu lagðar fyrir Alþingi í formi þings­á­lykt­unar og for­sæt­is­ráð­herra falið að hafa þær til hlið­sjónar við mótun áherslna Íslands á lofts­lags­ráð­stefn­unn­i. 

Með þess­ari til­lögu er stefnt að því að tryggt verði að allir stjórn­mála­flokkar hafi tök á að und­ir­búa sig fyrir aðkomu að þess­ari mik­il­vægu lofts­lags­ráð­stefnu og standi að metn­að­ar­fullum mál­flutn­ingi Íslands til að sem breið­ust sátt og sem fjöl­breytt­ust sjón­ar­mið verði hluti af stefnu Íslands. Það hlýtur að vera metn­aður okkar allra.Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar