Stytting vinnuvikunnar er framfaraskref

Framkvæmdastjóri Sameykis segir að árangurinn af styttingu vinnuvikunnar velti á því að allir leggist saman á árarnar.

Auglýsing

1. maí var val­inn alþjóð­legur bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins vegna atvika sem áttu sér stað í byrjun maí­mán­aðar 1886. Þá söfn­uð­ust verka­menn saman á Hay­mar­ket torgi í Chicago í Banda­ríkj­unum til að fylgja eftir kröfu sinni um stytt­ingu vinnu­dags­ins. Boðað hafði verið til sam­stöðu­fundar með verka­mönnum sem kröfð­ust mann­eskju­legra vinnu­um­hverfis og 8 klukku­stunda vinnu­dags. Fund­ur­inn end­aði því miður með ósköpum þar sem sprengju var kastað inn í mann­fjöld­ann með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Það er langur vegur frá þessum sögu­lega atburði til kjara­samn­inga á opin­berum vinnu­mark­aði á Íslandi sem sam­þykktir voru vorið 2020. Ein­stök stétt­ar­fé­lög innan BSRB og banda­lagið sjálft höfðu um langt ára­bil haldið því mjög á lofti að tíma­bært væri að end­ur­skoða vinnu­tíma opin­berra starfs­manna. Fram­farir og tækni hefðu fyrir löngu fært okkur tæki­færi til að end­ur­skipu­leggja vinnu­lag, verk­efni og vinnu­tíma. Á þingi BSRB 2015 var ísinn brot­inn og til­rauna­verk­efni um 36 stunda vinnu­viku gang­sett í sam­starfi við atvinnu­rek­endur og skil­uðu verk­efnin góðum árangri. Við und­ir­ritun kjara­samn­ing­ana 2020 var stytt­ing vinnu­vik­unnar í 36 stundir stað­fest og opin­berar stofn­anir hafa síðan haft tíma til að und­ir­búa breyt­ing­arn­ar. 

Auglýsing
Í stytt­ingu vinnu­vik­unnar er unnið eftir tveimur megin rásum; stytt­ingu hjá dag­vinnu­fólki ann­ars vegar og stytt­ing í vakta­vinnu hins veg­ar. Í báðum til­fellum er um tölu­verða áskorun að ræða. Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki var tíma­sett þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn og útfærsla breyt­ing­anna er unnin í sam­vinnu stjórn­anda og starfs­manna á hverri stofn­un. Þannig verður hver vinnu­staður að hanna sína útfærslu eftir þeim for­sendum sem kjara­samn­ingar gefa. Í þeirri fram­kvæmd eru nokkur leið­ar­ljós; mark­visst umbóta­starf í öllum verk­þátt­um, sömu eða meiri gæði þjón­ustu, sami launa­kostn­aður atvinnu­rek­enda og óskert laun starfs­manna. Hér skiptir end­ur­skipu­lagn­ing verk­efna og umbóta­starf miklu máli. Breyt­ingar á vinnu­lagi og umbætur í dag­legu starfi eiga að skila árang­urs­rík­ari heild­ar­virkni á vinnu­stað og starfs­menn eiga að kom­ast fyrr heim úr vinnu. Þær stofn­anir sem ekki náðu að inn­leiða breyt­ingar þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn, eiga núna að vinna að því að ljúka inn­leið­ingu eins fljótt og verða má. 

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki á að taka gildi 1. maí næst­kom­andi og er það mikil áskor­un. Það hefur lengi verið vitað að vakta­vinna dregur úr lífs­gæðum þeirra sem vinna í því fyr­ir­komu­lagi. Vakta­vinna dregur úr lífs­gæð­um, hefur áhrif á heilsu­far og félags­lega þætti, svo sem að taka þátt í tóm­stundum og félags­lífi með fjöl­skyldu og vin­um. Það er einnig þekkt að skipu­lag vakta hefur mjög mikil áhrif. Í kjara­samn­ingum Sam­eykis og ann­arra stétt­ar­fé­laga innan BSRB vorið 2020 varð því sam­komu­lag um að samn­ings­að­ilar myndu hanna og stýra inn­leið­ingu á nýrri upp­bygg­ingu vakta­kerf­is, sem væri sam­hæft og tæki gildi 1. maí næst­kom­andi. Það er því sama grunn­kerfið sem verður inn­leitt á allar vakta­vinnu­stofn­anir þó útfærslan verði aðlöguð að þjón­ustu og verk­efnum hvers vinnu­stað­ar. Leið­ar­ljósin í inn­leið­ingu nýja kerf­is­ins eru heilsa, öryggi og jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Mark­miðið er vernda heilsu starfs­manna, vinna að öryggi þjón­ustu­þega og starfs­manna, og auð­velda starfs­mönnum virka þátt­töku í sam­fé­lag­inu og í lífi fjöl­skyld­unn­ar. 

Í stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki og vakta­vinnu­fólki eru ákveðnir grunn­þættir sem við öll sem störfum á opin­berum vinnu­mark­aði verðum að hafa í huga. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er gríð­ar­legt fram­fara­spor og árang­ur­inn veltur á að við leggj­umst öll saman á árarnar og stefnum saman í eina átt. Að því mark­miði að bæta vinnu­um­hverfi okk­ar, tryggja góða þjón­ustu og bæta lífs­gæði. Til að kom­ast þá leið þarf virka þátt­töku okkar allra í umbóta­verk­efnum á vinnu­staðn­um, traust milli starfs­manna og stjórn­enda, og sívirkt mat okkar á því hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Tökum höndum saman og sýnum þann 1. maí næst­kom­andi að bar­áttan skilar árangri. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­eyk­is, stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ust­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar