Stytting vinnuvikunnar er framfaraskref

Framkvæmdastjóri Sameykis segir að árangurinn af styttingu vinnuvikunnar velti á því að allir leggist saman á árarnar.

Auglýsing

1. maí var val­inn alþjóð­legur bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins vegna atvika sem áttu sér stað í byrjun maí­mán­aðar 1886. Þá söfn­uð­ust verka­menn saman á Hay­mar­ket torgi í Chicago í Banda­ríkj­unum til að fylgja eftir kröfu sinni um stytt­ingu vinnu­dags­ins. Boðað hafði verið til sam­stöðu­fundar með verka­mönnum sem kröfð­ust mann­eskju­legra vinnu­um­hverfis og 8 klukku­stunda vinnu­dags. Fund­ur­inn end­aði því miður með ósköpum þar sem sprengju var kastað inn í mann­fjöld­ann með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Það er langur vegur frá þessum sögu­lega atburði til kjara­samn­inga á opin­berum vinnu­mark­aði á Íslandi sem sam­þykktir voru vorið 2020. Ein­stök stétt­ar­fé­lög innan BSRB og banda­lagið sjálft höfðu um langt ára­bil haldið því mjög á lofti að tíma­bært væri að end­ur­skoða vinnu­tíma opin­berra starfs­manna. Fram­farir og tækni hefðu fyrir löngu fært okkur tæki­færi til að end­ur­skipu­leggja vinnu­lag, verk­efni og vinnu­tíma. Á þingi BSRB 2015 var ísinn brot­inn og til­rauna­verk­efni um 36 stunda vinnu­viku gang­sett í sam­starfi við atvinnu­rek­endur og skil­uðu verk­efnin góðum árangri. Við und­ir­ritun kjara­samn­ing­ana 2020 var stytt­ing vinnu­vik­unnar í 36 stundir stað­fest og opin­berar stofn­anir hafa síðan haft tíma til að und­ir­búa breyt­ing­arn­ar. 

Auglýsing
Í stytt­ingu vinnu­vik­unnar er unnið eftir tveimur megin rásum; stytt­ingu hjá dag­vinnu­fólki ann­ars vegar og stytt­ing í vakta­vinnu hins veg­ar. Í báðum til­fellum er um tölu­verða áskorun að ræða. Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki var tíma­sett þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn og útfærsla breyt­ing­anna er unnin í sam­vinnu stjórn­anda og starfs­manna á hverri stofn­un. Þannig verður hver vinnu­staður að hanna sína útfærslu eftir þeim for­sendum sem kjara­samn­ingar gefa. Í þeirri fram­kvæmd eru nokkur leið­ar­ljós; mark­visst umbóta­starf í öllum verk­þátt­um, sömu eða meiri gæði þjón­ustu, sami launa­kostn­aður atvinnu­rek­enda og óskert laun starfs­manna. Hér skiptir end­ur­skipu­lagn­ing verk­efna og umbóta­starf miklu máli. Breyt­ingar á vinnu­lagi og umbætur í dag­legu starfi eiga að skila árang­urs­rík­ari heild­ar­virkni á vinnu­stað og starfs­menn eiga að kom­ast fyrr heim úr vinnu. Þær stofn­anir sem ekki náðu að inn­leiða breyt­ingar þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn, eiga núna að vinna að því að ljúka inn­leið­ingu eins fljótt og verða má. 

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki á að taka gildi 1. maí næst­kom­andi og er það mikil áskor­un. Það hefur lengi verið vitað að vakta­vinna dregur úr lífs­gæðum þeirra sem vinna í því fyr­ir­komu­lagi. Vakta­vinna dregur úr lífs­gæð­um, hefur áhrif á heilsu­far og félags­lega þætti, svo sem að taka þátt í tóm­stundum og félags­lífi með fjöl­skyldu og vin­um. Það er einnig þekkt að skipu­lag vakta hefur mjög mikil áhrif. Í kjara­samn­ingum Sam­eykis og ann­arra stétt­ar­fé­laga innan BSRB vorið 2020 varð því sam­komu­lag um að samn­ings­að­ilar myndu hanna og stýra inn­leið­ingu á nýrri upp­bygg­ingu vakta­kerf­is, sem væri sam­hæft og tæki gildi 1. maí næst­kom­andi. Það er því sama grunn­kerfið sem verður inn­leitt á allar vakta­vinnu­stofn­anir þó útfærslan verði aðlöguð að þjón­ustu og verk­efnum hvers vinnu­stað­ar. Leið­ar­ljósin í inn­leið­ingu nýja kerf­is­ins eru heilsa, öryggi og jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Mark­miðið er vernda heilsu starfs­manna, vinna að öryggi þjón­ustu­þega og starfs­manna, og auð­velda starfs­mönnum virka þátt­töku í sam­fé­lag­inu og í lífi fjöl­skyld­unn­ar. 

Í stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki og vakta­vinnu­fólki eru ákveðnir grunn­þættir sem við öll sem störfum á opin­berum vinnu­mark­aði verðum að hafa í huga. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er gríð­ar­legt fram­fara­spor og árang­ur­inn veltur á að við leggj­umst öll saman á árarnar og stefnum saman í eina átt. Að því mark­miði að bæta vinnu­um­hverfi okk­ar, tryggja góða þjón­ustu og bæta lífs­gæði. Til að kom­ast þá leið þarf virka þátt­töku okkar allra í umbóta­verk­efnum á vinnu­staðn­um, traust milli starfs­manna og stjórn­enda, og sívirkt mat okkar á því hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Tökum höndum saman og sýnum þann 1. maí næst­kom­andi að bar­áttan skilar árangri. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­eyk­is, stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ust­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar