Innleiðing myntráðs við evru – útfærslan

Björn Gunnar Ólafsson segir að innleiðing myntráðs við evru sé einföld aðgerð sem leiði samstundis til mikils sparnaðar í viðskiptum, lækki fjármagnskostnað og spari mikinn mannafla í eftirlitsiðnaðinum og peningastofnunum.

Auglýsing

Hér er fjallað um þær breyt­ingar sem gera þarf til að taka upp evru­tryggða krónu með mynt­ráði. Mynt­ráð við evru er til­tölu­lega ein­föld leið til að fá fram kosti fast­gengis við evru. Efna­hags­leg áhrif eru svipuð og með ein­hliða upp­töku evru. Mynt­ráð er ódýr­ara en bein upp­taka evru því krónan er áfram lög­eyrir og mynt­sláttu­hagn­aður helst inn­an­lands. Um er að ræða veru­lega upp­hæð, sem nemur hund­ruðum millj­óna, þó erfitt sé að meta það nákvæm­lega. Mynt­ráð er einnig sveigj­an­legra en ein­hliða upp­taka þar sem unnt er að skipta út evru fyrir t.d. dal ef við­skipta­vog breyt­ist mikið eða evran verður óstöðug sem er ólík­legt. Ein­hliða upp­taka evru jafn­gildir því að reyna að fara bak­dyra­mengin inn á evru­svæðið og mun ekki njóta stuðn­ings Seðla­banka Evr­ópu, en notkun mynt­ráðs stríðir ekki gegn pen­inga­stefnu evru­svæð­is­ins eftir því sem næst verður kom­ist. Hugs­an­legt er að leita eftir stuðn­ingi Seðla­banka Evrópu við mynt­ráð gegnum EES aðild­ina ef mark­miðið er þátt­taka í evru­svæð­inu þótt síðar verði. Inn­ganga á evru­svæðið tekur lág­marks­tíma og aðlögun verður mjög ein­föld ef mynt­ráð hefur verið tekið upp fyrir inn­göngu.

Lag­ara­mm­inn

Nauð­syn­legt er að vanda vel til reglu­verks og lag­ara­mma um mynt­ráð. Mik­il­vægt er að lögin tryggi að engar breyt­ingar verði gerðar á mynt­ráð­fyr­ir­komu­lag­inu nema með mjög löngum fyr­ir­vara eða inn­göngu í evru­svæð­ið. Best er að taka upp hefð­bundið mynt­ráð þar sem mynt­ráðið hefur afmörkuð og vel skil­greind verk­efn­i: 

  1. Að gefa út seðla og mynt sem eru bak­tryggðir með evrum einn á móti einum án vik­marka. Þessi aðferð kemur í veg fyrir áhlaup á vik­mörk­in. 
  2. Að varð­veita gjald­eyr­is­vara­sjóð sem nægir til að tryggja útistand­andi seðla og mynt ásamt fjár­kröfum sem hægt er að breyta í seðla og mynt hindr­un­ar­laust, þar um ræðir einkum skamm­tíma inn­stæður í Seðla­bank­anum sem mætti flytja yfir í mynt­ráð­ið. Núver­andi gjald­eyr­is­forði er nógu stór til að inn­leiða mynt­ráð.
  3. Láta prenta seðla og slá mynt ásamt því að end­ur­nýja ónýta seðla líkt og Seðla­bank­inn gerir nú. 
  4. Taka við inn­lögnum við­skipta­að­ila og rík­is­sjóðs og veita tak­mark­aða lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu ef til er gjald­eyr­is­forði umfram þörf fyrir bak­trygg­ingu.

Við­skipta­að­ilar mynt­ráðs verða bankar en allir sem eiga seðla og mynt eiga að geta skipt krónum yfir í evrur gegnum við­skipta­banka óski þeir þess. Hins vegar gætu skipti í hina átt­ina verið háð tak­mörk­unum ef talið er að um óeðli­lega seðla­söfnun sé að ræða. Við gerð lag­ara­mma er hægt að nýta reynslu frá tímum mynt­ráðs í Eist­landi auk ýmissa rita og skýrslna svo sem á vegum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Danir hafa rekið mynt­ráðs­líki (nota þröng vik­mörk) við evru um ára­bil með frá­bærum árangri sem kemur meðal ann­ars fram í því að nú bjóð­ast hús­næð­is­lán til langs tíma án vaxta. Fram­kvæmd pen­inga­stefnu þeirra getur verið lær­dóms­rík fyrir Ísland þótt ekki sé um hefð­bundið mynt­ráð að ræða.

Auglýsing


Stofna­naum­hverfið

Með mynt­ráði við evru er Seðla­bank­inn í núver­andi mynd lagður nið­ur. Aðeins deildir sem sjá um gjald­eyr­is­vara­sjóð, reikn­inga við­skipta­að­ila og með­höndlun seðla og myntar auk alþjóða­sam­skipta starfa áfram. Veru­legur sparn­aður verður í mann­afla í fjár­mála­kerf­inu þar sem flækju­stig pen­inga­stefn­unnar minnk­ar. Þannig hverfur til að mynda geng­is­á­hætta að mestu úr pen­inga­kerf­inu og verð­trygg­ing verður óþörf. Mynt­ráðið reynir ekki að hafa áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn með vaxta­á­kvörð­un­um. Vextir inn­an­lands ráð­ast af fram­boði og eft­ir­spurn á mark­aði og munu nálg­ast vexti á evru­svæð­inu. Til að nýta þá hag­fræði­þekk­ingu sem Seðla­bank­inn býr yfir kemur til greina að end­ur­vekja Þjóð­hags­stofnun sem vinnur hag­spár ásamt ýmissi úrvinnslu hagtalna. Hag­stofa myndi þá sér­hæfa sig ein­göngu í öflun grunn­upp­lýs­inga. Fjár­mála­stöð­ug­leiki og eft­ir­lit með fjár­mála­stofn­unum á ekki að vera hlut­verk mynt­ráðs­ins. Skilja verður alger­lega á milli mynt­ráðs­ins og fjár­mála­eft­ir­lits. Hlut­verk lán­veit­anda til þrauta­vara verður alfarið á hendi rík­is­stjórnar og Alþing­is. Fjár­magns­flutn­ingar verða frjálsir innan alþjóð­legs reglu­verks sem meðal ann­ars inni­heldur varnir gegn pen­inga­þvætt­i. 

Ákvörðun jafn­væg­is­gengis og seðla­út­gáfa

Ákvörðun á skiptigengi evru og íslensku krón­unnar er vanda­samt þegar frjáls mark­aður er ekki virkur og sveiflur eru mikl­ar. Samt sem áður er núver­andi gengi senni­lega ekki langt frá við­un­andi jafn­væg­is­gengi en þetta þarf að meta að bestu manna yfir­sýn. Sam­hliða upp­töku mynt­ráðs við evru kemur til greina að gefa út nýja seðla og mynt. Það gæti styrkt tengslin við evru í huga almenn­ings og auð­veldað verð­sam­an­burð við evru­svæð­ið. Almenn­ingur gæti skipt núver­andi seðlum fyrir evru­tryggða seðla á fullu verði í tak­mark­aðan tíma en gera þarf grein fyrir upp­runa ef menn hafa stórar upp­hæðir í seðlum undir hönd­um. 

Nið­ur­staða

Inn­leið­ing mynt­ráðs við evru er ein­föld aðgerð sem leiðir sam­stundis til mik­ils sparn­aðar í við­skipt­um, lækkar fjár­magns­kostnað og sparar mik­inn mann­afla í eft­ir­lits­iðn­að­inum og pen­inga­stofn­un­um. Að auki verður inn­ganga í evru­svæðið mjög auð­veld og hröð ákveði Íslend­ingar að stíga skrefið til fulls inn í ESB. Þegar sam­þykkt var á Alþingi að taka upp metra­kerfið árið 1907 var málið rök­stutt með því m.a. að slík alþjóð­leg umgjörð um mál og vog væri einkar mik­il­væg til að liðka fyrir alþjóða­við­skipt­um. Þetta var á tímum gull­fót­ar­inns og frjálsra við­skipta undir „Pax Britt­an­ica“. Sams­konar rök­stuðn­ingur gildir um inn­leið­ingu mynt­ráðs þó að mál og vog séu að öðru leyti ann­ars eðlis en pen­ing­ar. Það verður mikið fram­fara­spor að fá stöðugan gjald­miðil sem ekki þarf að teyja og toga til að end­ur­spegla „ís­lenskan veru­leika“. Mynt­ráðið eflir verð­stöð­ug­leika og skapar traust sem auð­veldar erlenda fjár­fest­ingu og stuðlar að alþjóða­væð­ingu banka­kerf­is­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar