Meðferðin á eldri borgurum – Skerðingar, týndar greiðslur og lífeyrissjóðir

Halldór Gunnarsson segir að það sé sannarlega óskiljanlegt í íslensku þjóðfélagi að stjórnvöld skuli meðhöndla stóran hluta eldri borgara til smánar.

Auglýsing

Um þrjá­tíu og átta þús­und eldri borg­arar hafa mætt ósann­girni rík­i­s­tjórna og félaga­sam­taka und­an­farin mörg ár. Þeir fá skertar greiðslur frá Almanna­trygg­ingum (TR) 

Núver­andi rík­i­s­tjórn hefur und­an­farin tæp fjögur ár aukið órétt­lætið með því að halda óbreyttum skerð­ing­ar­á­kvæðum og lækkað skatt­leys­is­mörk, þannig að lækkun á skatta­pró­sentu hefur nær engu skil­að. Ráð­herrar hafa hins vegar sagt að þeir hafi bætt stöðu eldri borg­ara veru­lega. Sé það skoðað þá voru sett lög nr. 74/2020, sem lof­uðu um 3500 eldri borg­urum allt að  90% af grunn­líf­eyri. Hér var um að ræða inn­flytj­endur og Íslend­inga, sem hafa búið erlendis og höfðu engan rétt frá TR um greiðsl­ur. Hins vegar voru hin nýsettu lög með svo íþyngj­andi tak­mörkum og hindr­un­um, að nú í byrjun árs hafði aðeins 141 ein­stak­lingur upp­fyllt kröf­urnar og sótt um. 

Skerð­ingar á greiðslum frá TR

Greiðslur almanna­trygg­inga (TR) til eldri borg­ara hafa verið með óbreyttum skerð­ingum síðan 2017, þótt allar aðrar greiðslur í sam­fé­lag­inu hafi árlega hækk­að, Fjár­magnstekjur umfram 25 þús­und krónur skerða greiðslur TR um 45% á mán­uði. Skerð­ing­ar­mörkin varð­andi launa­tekjur eru þau sömu umfram 100 þús­und krónur á mán­uði og heim­il­is­fólk á hjúkr­un­ar­heim­ilum er ofur­skert. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur eru taldar með fjár­magnstekjum hjá TR. Þegar þær eru greiddar út, þá eru þær að fullu skatt­lagðar sem launa­tekjur með miklu hærra skatt­hlut­fall­i. 

Auglýsing

Hvers vegna sam­ein­ast ekki stétt­ar­fé­lög og verka­lýðs­fé­lög í bar­áttu gegn því órétt­læti, sem eldra fólki er beitt með þessum óbreyttu skerð­ingum á greiðslum frá TR vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna og hins vegar einnig þess lífs­rétt­ar, að fá að vinna sér til bjarg­ar? Í samn­inga­við­ræðum stétt­ar- og verka­lýðs­fé­laga og atvinnu­rek­enda við rík­ið, hafa engar kröfur um leið­rétt­ingu varð­andi þessar skerð­ingar verið settar fram. Og engar hækk­anir til eldri borg­ara hafa náðst í tengslum við launa­samn­inga milli þess­ara aðila síð­ustu 12 ár. Meira að segja des­em­ber­uppót og orlofs­greiðsl­ur, sem þessir aðilar sömdu um á sínum tíma eru með skerð­ingum á greiðslum til eldri borg­ara, en ekki á sam­svar­andi greiðslum til launa­manna.

Lífs­kjara­samn­ingar

Þann 16. des­em­ber s.l. tók Alþýðu­sam­bandið undir kröfu Lands­sam­bands eldri borg­ara um hækk­un, sam­svar­andi lífs­kjara­samn­ingnum um 15.750 krónur á mán­uði árið 2021. Hvaða krafa eða hækkun var það? Ráð­herra hafði áður til­kynnt nákvæm­lega um þessa hækkun til þeirra er tæki gildi 1.jan­úar 2021. Hvað varð þá um launa­hækk­anir og lífs­kjara­samn­ing­inn fyrir árið 2020? Gleymd­ist að þær  hækk­anir ættu að ná til eldri borg­ara, en síð­asta hækkun til þeirra var 3,6% frá TR 1. jan­úar 2020 og mið­aði þá lík­lega við hækkun óskilj­an­legrar við­mið­unar á launum ann­arra árið 2018!

Greiðslur sem týn­ast

Greiðslur stétt­ar­fé­laga og verka­lýðs­fé­laga til starfs­manna sinna vegna ýmissa til­greindra útgjalda týnast, þegar þeir verða eldri borg­arar og ekk­ert kemur þar í stað­inn frá almanna­trygg­ingum eða sjúkra­trygg­ing­um. Þeir fá þó í flestum til­fellum að sækja um sum­ar­bú­staði áfram, sem þeir lögðu fram fram­lag til að byggja.  Áunn­inn réttur til hjálpar og styrktar fellur hins vegar nið­ur. Hafa félögin gleymt stöðu þessa fólks, sem greiddi öll starfsár sín pró­sentur af launum til hinna mörgu sjóða sem félögin sjá um? Hvers vegna fær þetta fólk ekki  áfram að njóta þess til hjálp­ar, sem það hefur alla sína starfsæfi lagt fram­lag til? Gleyma þeir sem ráða þessu, að þeir verða einnig eldri borg­ar­ar?

Líf­eyr­is­sjóð­irnir

Það er ekki lengra síðan en árið 1969, að því kerfi var komið á að laun­þegar skyldu greiða 12% af launum sínum að með­töldu mót­fram­lagi vinnu­veit­anda í líf­eyr­is­sjóð, sem laun­þeg­inn átti síðan að fá greitt úr eftir 67 ára ald­ur. Þeir samn­ingar náð­ust í tengslum við alls­herjar kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði og kváðu fyrst á um greiðslur af dag­vinnu. Í kjöl­farið voru stofn­aðir líf­eyr­is­sjóðir út um allt land um 100 að tölu, en þeir hafa síðan sam­ein­ast í um 8 virka sjóði af 21 sjóði. Þetta náð­ist fram með verk­falls­bar­áttu og sam­komu­lagi við atvinnu­rek­end­ur. Breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi og greiðslum til sjóð­anna hafa síðan aftur og aftur verið gerðar með sama hætti í kjöl­far kjara­bar­áttu verka­lýðs­fé­laga, s.s. að greiðslu­pró­senta hefur miðað við öll laun og hækkað veru­lega. Sam­svar­andi líf­eyr­is­sjóðs­kerfi fyr­ir­finnst hvergi ann­ars staðar og má virða til þess að þetta sé við­bót­ar­skattur á laun og þar með að Íslend­ingar greiði hæsta skatt í heimi af launum sín­um.

Fram til árs­ins 1988 greiddi laun­þeg­inn skatt af þessu iðgjaldi. Það ár var lögum hins vegar breytt í þá veru að iðgjaldið var und­an­þegið skatti, en greiðsla sem sam­svar­aði skatti af iðgjald­inu var innt af hendi til líf­eyr­is­sjóð­anna. Í dag er brotið á líf­eyr­is­þega með tvennum hætt­i:  Reikna ætti út per­sónu­lega skatt­greiðslur hvers og eins til árs­ins1988 af launum við­kom­andi og end­ur­greiða honum með vöxtum ef óbreyttu fyr­ir­komu­lagi er við­hald­ið, að skatt­leggja líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­ur, því tví­sköttun af sama stofni fjár­magns er ólög­leg. Einnig ætti að meta það hlut­fall greiðslna eftir 1988 frá líf­eyr­is­sjóð­un­um, sem er vaxta og fjár­magnstekj­ur,  sem yrðu þá í sama hlut­falli skatt­lagð­ar  með fjár­magnstekju­skatti, 22%, en ekki með þriggja þrepa skatt­lagn­ingu frá um 31 til 45%. 

Krafa um leið­rétt­ingu

Ef ofan­greind atriði verða ekki leið­rétt af öllum þeim aðil­um, sem að þess­ari ósan­gjörnu með­ferð á eldri borg­urum koma, hljóta eldri borg­arar að fylgja fast eftir lög­sókn Grá hers­ins og fleiri um að greiðslur frá TR verði ekki skertar á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­u­m. 

Ef það mál tapast, hljóta menn að íhuga að nota lögvar­inn rétt sinn til frelsis frá félaga­skyldu, þ.e.a.s. að segja sig frá þeirri skyldu að vera í verka­lýðs- eða stétt­ar­fé­lagi og hætta jafn­framt að greiða til líf­eyr­is­sjóða. Þess í stað gæti fólk sparað á eigin ábyrgð og tekið sér lífs- og fram­færslu­trygg­ingu. Á þetta myndi þá einnig þurfa að reyna fyrir öllum dóm­stólum inn­an­lands og ef á reyndi, einnig erlend­is, eins og virð­ist stefna að með áður­nefndri lög­sókn.

Það er sann­ar­lega óskilj­an­legt í íslensku þjóð­fé­lagi, að stjórn­völd skuli með­höndla stóran hluta eldri borg­ara til smánar og svipta þá áunnum rétt­ind­um, sem þeir neyð­ast til  að berj­ast fyrir með mál­sókn­um, lík­lega erlendis einnig.

Höf­undur for­maður kjara­ráðs eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar