Meðferðin á eldri borgurum – Skerðingar, týndar greiðslur og lífeyrissjóðir

Halldór Gunnarsson segir að það sé sannarlega óskiljanlegt í íslensku þjóðfélagi að stjórnvöld skuli meðhöndla stóran hluta eldri borgara til smánar.

Auglýsing

Um þrjá­tíu og átta þús­und eldri borg­arar hafa mætt ósann­girni rík­i­s­tjórna og félaga­sam­taka und­an­farin mörg ár. Þeir fá skertar greiðslur frá Almanna­trygg­ingum (TR) 

Núver­andi rík­i­s­tjórn hefur und­an­farin tæp fjögur ár aukið órétt­lætið með því að halda óbreyttum skerð­ing­ar­á­kvæðum og lækkað skatt­leys­is­mörk, þannig að lækkun á skatta­pró­sentu hefur nær engu skil­að. Ráð­herrar hafa hins vegar sagt að þeir hafi bætt stöðu eldri borg­ara veru­lega. Sé það skoðað þá voru sett lög nr. 74/2020, sem lof­uðu um 3500 eldri borg­urum allt að  90% af grunn­líf­eyri. Hér var um að ræða inn­flytj­endur og Íslend­inga, sem hafa búið erlendis og höfðu engan rétt frá TR um greiðsl­ur. Hins vegar voru hin nýsettu lög með svo íþyngj­andi tak­mörkum og hindr­un­um, að nú í byrjun árs hafði aðeins 141 ein­stak­lingur upp­fyllt kröf­urnar og sótt um. 

Skerð­ingar á greiðslum frá TR

Greiðslur almanna­trygg­inga (TR) til eldri borg­ara hafa verið með óbreyttum skerð­ingum síðan 2017, þótt allar aðrar greiðslur í sam­fé­lag­inu hafi árlega hækk­að, Fjár­magnstekjur umfram 25 þús­und krónur skerða greiðslur TR um 45% á mán­uði. Skerð­ing­ar­mörkin varð­andi launa­tekjur eru þau sömu umfram 100 þús­und krónur á mán­uði og heim­il­is­fólk á hjúkr­un­ar­heim­ilum er ofur­skert. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur eru taldar með fjár­magnstekjum hjá TR. Þegar þær eru greiddar út, þá eru þær að fullu skatt­lagðar sem launa­tekjur með miklu hærra skatt­hlut­fall­i. 

Auglýsing

Hvers vegna sam­ein­ast ekki stétt­ar­fé­lög og verka­lýðs­fé­lög í bar­áttu gegn því órétt­læti, sem eldra fólki er beitt með þessum óbreyttu skerð­ingum á greiðslum frá TR vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna og hins vegar einnig þess lífs­rétt­ar, að fá að vinna sér til bjarg­ar? Í samn­inga­við­ræðum stétt­ar- og verka­lýðs­fé­laga og atvinnu­rek­enda við rík­ið, hafa engar kröfur um leið­rétt­ingu varð­andi þessar skerð­ingar verið settar fram. Og engar hækk­anir til eldri borg­ara hafa náðst í tengslum við launa­samn­inga milli þess­ara aðila síð­ustu 12 ár. Meira að segja des­em­ber­uppót og orlofs­greiðsl­ur, sem þessir aðilar sömdu um á sínum tíma eru með skerð­ingum á greiðslum til eldri borg­ara, en ekki á sam­svar­andi greiðslum til launa­manna.

Lífs­kjara­samn­ingar

Þann 16. des­em­ber s.l. tók Alþýðu­sam­bandið undir kröfu Lands­sam­bands eldri borg­ara um hækk­un, sam­svar­andi lífs­kjara­samn­ingnum um 15.750 krónur á mán­uði árið 2021. Hvaða krafa eða hækkun var það? Ráð­herra hafði áður til­kynnt nákvæm­lega um þessa hækkun til þeirra er tæki gildi 1.jan­úar 2021. Hvað varð þá um launa­hækk­anir og lífs­kjara­samn­ing­inn fyrir árið 2020? Gleymd­ist að þær  hækk­anir ættu að ná til eldri borg­ara, en síð­asta hækkun til þeirra var 3,6% frá TR 1. jan­úar 2020 og mið­aði þá lík­lega við hækkun óskilj­an­legrar við­mið­unar á launum ann­arra árið 2018!

Greiðslur sem týn­ast

Greiðslur stétt­ar­fé­laga og verka­lýðs­fé­laga til starfs­manna sinna vegna ýmissa til­greindra útgjalda týnast, þegar þeir verða eldri borg­arar og ekk­ert kemur þar í stað­inn frá almanna­trygg­ingum eða sjúkra­trygg­ing­um. Þeir fá þó í flestum til­fellum að sækja um sum­ar­bú­staði áfram, sem þeir lögðu fram fram­lag til að byggja.  Áunn­inn réttur til hjálpar og styrktar fellur hins vegar nið­ur. Hafa félögin gleymt stöðu þessa fólks, sem greiddi öll starfsár sín pró­sentur af launum til hinna mörgu sjóða sem félögin sjá um? Hvers vegna fær þetta fólk ekki  áfram að njóta þess til hjálp­ar, sem það hefur alla sína starfsæfi lagt fram­lag til? Gleyma þeir sem ráða þessu, að þeir verða einnig eldri borg­ar­ar?

Líf­eyr­is­sjóð­irnir

Það er ekki lengra síðan en árið 1969, að því kerfi var komið á að laun­þegar skyldu greiða 12% af launum sínum að með­töldu mót­fram­lagi vinnu­veit­anda í líf­eyr­is­sjóð, sem laun­þeg­inn átti síðan að fá greitt úr eftir 67 ára ald­ur. Þeir samn­ingar náð­ust í tengslum við alls­herjar kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði og kváðu fyrst á um greiðslur af dag­vinnu. Í kjöl­farið voru stofn­aðir líf­eyr­is­sjóðir út um allt land um 100 að tölu, en þeir hafa síðan sam­ein­ast í um 8 virka sjóði af 21 sjóði. Þetta náð­ist fram með verk­falls­bar­áttu og sam­komu­lagi við atvinnu­rek­end­ur. Breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi og greiðslum til sjóð­anna hafa síðan aftur og aftur verið gerðar með sama hætti í kjöl­far kjara­bar­áttu verka­lýðs­fé­laga, s.s. að greiðslu­pró­senta hefur miðað við öll laun og hækkað veru­lega. Sam­svar­andi líf­eyr­is­sjóðs­kerfi fyr­ir­finnst hvergi ann­ars staðar og má virða til þess að þetta sé við­bót­ar­skattur á laun og þar með að Íslend­ingar greiði hæsta skatt í heimi af launum sín­um.

Fram til árs­ins 1988 greiddi laun­þeg­inn skatt af þessu iðgjaldi. Það ár var lögum hins vegar breytt í þá veru að iðgjaldið var und­an­þegið skatti, en greiðsla sem sam­svar­aði skatti af iðgjald­inu var innt af hendi til líf­eyr­is­sjóð­anna. Í dag er brotið á líf­eyr­is­þega með tvennum hætt­i:  Reikna ætti út per­sónu­lega skatt­greiðslur hvers og eins til árs­ins1988 af launum við­kom­andi og end­ur­greiða honum með vöxtum ef óbreyttu fyr­ir­komu­lagi er við­hald­ið, að skatt­leggja líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­ur, því tví­sköttun af sama stofni fjár­magns er ólög­leg. Einnig ætti að meta það hlut­fall greiðslna eftir 1988 frá líf­eyr­is­sjóð­un­um, sem er vaxta og fjár­magnstekj­ur,  sem yrðu þá í sama hlut­falli skatt­lagð­ar  með fjár­magnstekju­skatti, 22%, en ekki með þriggja þrepa skatt­lagn­ingu frá um 31 til 45%. 

Krafa um leið­rétt­ingu

Ef ofan­greind atriði verða ekki leið­rétt af öllum þeim aðil­um, sem að þess­ari ósan­gjörnu með­ferð á eldri borg­urum koma, hljóta eldri borg­arar að fylgja fast eftir lög­sókn Grá hers­ins og fleiri um að greiðslur frá TR verði ekki skertar á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­u­m. 

Ef það mál tapast, hljóta menn að íhuga að nota lögvar­inn rétt sinn til frelsis frá félaga­skyldu, þ.e.a.s. að segja sig frá þeirri skyldu að vera í verka­lýðs- eða stétt­ar­fé­lagi og hætta jafn­framt að greiða til líf­eyr­is­sjóða. Þess í stað gæti fólk sparað á eigin ábyrgð og tekið sér lífs- og fram­færslu­trygg­ingu. Á þetta myndi þá einnig þurfa að reyna fyrir öllum dóm­stólum inn­an­lands og ef á reyndi, einnig erlend­is, eins og virð­ist stefna að með áður­nefndri lög­sókn.

Það er sann­ar­lega óskilj­an­legt í íslensku þjóð­fé­lagi, að stjórn­völd skuli með­höndla stóran hluta eldri borg­ara til smánar og svipta þá áunnum rétt­ind­um, sem þeir neyð­ast til  að berj­ast fyrir með mál­sókn­um, lík­lega erlendis einnig.

Höf­undur for­maður kjara­ráðs eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar