Furðusamningur Orkuveitunnar

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, veltir því fyrir sér hvort farsælast væri fyrir Reykjavíkurborg og aðra eigendur OR að kanna möguleika á sölu á a.m.k. hluta af virkjunum fyrirtækisins meðan þær eru enn í fullum rekstri.

Auglýsing

Fyrir rúmum ára­tug gerðu Orku­veita Reykja­víkur (OR) og Norð­ur­ál, sem er í eigu banda­ríska álfyr­ir­tæk­is­ins Cent­ury Alu­m­inum, raf­orku­samn­ing vegna álvers sem til stóð að reisa í Helgu­vík. Það álver var samt ekki byggt og svo fór að Norð­urál nýtti sér heim­ild til að nota þessa orku í eldra álveri fyr­ir­tæk­is­ins á Grund­ar­tanga.



Allt frá árinu 2008 hefur leynd ríkt um orku­verð samn­ings­ins og aðra skil­mála hans. Það var svo núna rúmum tólf árum síð­ar, í jan­úar 2021, að orku­samn­ing­ur­inn var birtur opin­ber­lega  og þ.m.t. upp­lýs­ingar um raf­orku­verð­ið. Því getur nú hver og einn kynnt sér stað­reyndir máls­ins.



Hér fyrir neðan má sjá orku­verðið skv. umræddum samn­ingi í sam­an­burði við með­al­verð á raf­orku Lands­virkj­unar til álver­anna hér og raf­orku­verð til álvera í nokkrum sam­an­burð­ar­lönd­um. Við­mið­un­ar­árið 2019 og við­mið­un­ar­löndin Kana­da, Nor­egur og Þýska­land eru valin hér til hlið­sjónar af þeirri ein­földu ástæðu að þar liggur raf­orku­verðið fyrir í nýlegri opin­berri skýrslu Fraun­hofer, sem unnin var fyrir íslensk stjórn­völd. 



Mynd: Aðsend



Þessi sam­an­burður sýnir glögg­lega að umræddur orku­samn­ingur OR við Norð­urál hljóðar upp á mjög lágt raf­orku­verð. Kannski mætti segja furðu­lega lág­t. 



Auglýsing



Um gerð og aðdrag­anda þessa orku­samn­ings var nokkuð ítar­lega fjallað í skýrslu Úttekt­ar­nefndar um OR árið 2012. Var þar m.a. vísað til bók­unar þáver­andi meiri­hluta stjórnar OR frá árinu 2008 um að samn­ing­ur­inn væri „mjög hag­stæður [!] fyrir Orku­veitu Reykja­vík­ur“. Þetta er nokkuð á skjön við það sem nú segir í nýrri yfir­lýs­ingu núver­andi for­stjóra Orku­veit­unnar, því þar er umrætt samn­ings­verð sagt vera „alltof lág­t“, að verðið standi „ekki undir þeirri eðli­legu arð­sem­is­kröfu sem eig­endur OR gera“ og að „svona samn­ingur yrði ekki gerður í dag“. 



Þarna er því him­inn og haf milli afstöðu núver­andi for­sjóra OR ann­ars vegar og meiri­hluta stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins þegar samn­ing­ur­inn var gerður hins veg­ar. 



Í heim­inum öllum eru á þriðja hund­rað álver. Umrætt samn­ings­verð sem Norð­urál greiðir OR er ekki bara eitt­hvert það lægsta í öllum áliðn­aði heims­ins, heldur líka tölu­vert lægra en álverum bauðst í nýjum samn­ingum ann­ars staðar í heim­inum á þeim tíma sem samn­ing­ur­inn var gerð­ur. Afleið­ingin er mjög lág arð­semi af þeirri raf­orku­vinnslu OR sem samn­ing­ur­inn varð­ar, rétt eins og núver­andi for­stjóri OR hefur bent á. 



Af áður­nefndri yfir­lýs­ingu núver­andi for­stjóra OR er aug­ljóst að OR mun sækj­ast eftir veru­legri verð­hækkun þegar þessi orku­samn­ingur rennur út upp úr 2030 (samn­ing­ur­inn er til 25 ára). Sama verður uppi á ten­ingnum þegar aðrir raf­orku­samn­ingar OR og Norð­ur­áls renna út (um og upp úr 2025) og sama gildir um um orku­samn­inga HS Orku við Norð­urál sem renna út á svip­uðum tíma. Flestir þessir samn­ingar eru með þeim hætti að orku­verðið er með því allra lægsta sem ger­ist í áliðn­aði heims­ins og mjög sterk rök fyrir því að verðið hækki veru­lega. 



Nái Orku­veitan að halda vel á spöð­unum gæti raf­orku­fram­leiðslan á Hell­is­heiði loks­ins farið að skila Orku­veit­unni við­un­andi arði þegar kemur fram á árin 2025-2030. Að ná slíkum samn­ingi verður þó senni­lega ekki ein­falt mál. Eðli­lega mun móð­ur­fé­lag Norð­ur­áls, sem nú er skráð er á hluta­bréfa­mark­aði í Banda­ríkj­un­um, leggja mikið kapp á að ná sem lægstu raf­orku­verði. Við­un­andi arð­semi OR af orku­sölu til stór­iðj­unnar er því ekki í hendi og þar að auki hefur virkjun jarð­varmans á Hell­is­heiði reynst skila mun óviss­ari orku en vænst var. Lands­virkjun stendur þarna mun betur með trygg­ara vatns­afl. 



Það er sem sagt óvíst hvernig til tekst hjá OR að end­ur­semja við Norð­urál og þar að auki stendur orku­fyr­ir­tækið frammi fyrir því að vanda­samt eða dýrt kann að reyn­ast að við­halda þrýst­ingi í jarð­hita­kerf­inu sem fyr­ir­tækið nýt­ir. Kannski væri far­sæl­ast fyrir Reykja­vík­ur­borg og aðra eig­endur OR að kanna með sölu á a.m.k. hluta af virkj­unum fyr­ir­tæk­is­ins meðan þær eru enn í fullum rekstri? Og þannig losa þetta mik­il­væga veitu­fyr­ir­tæki sveit­ar­fé­lag­anna undan a.m.k. hluta af áhætt­unni af sveiflum á álmark­að­i. 



Fyrir Reykja­vík­ur­borg og önnur þau sveit­ar­fé­lög sem eiga OR yrði þá aðal­á­herslan á þjón­ustu við íbú­ana með hita­veitu og aðra nauð­syn­lega veitu­þjón­ustu (sbr. og aðra inn­viði sem eru utan sam­keppn­isum­hverf­is). Sem er kannski skyn­sam­legri for­gangs­röðun fyrir sveit­ar­fé­lögin fremur en að stunda áhættu­sama spá­kaup­mennsku á álmark­aði, líkt og OR gerir vegna verð­skil­mála í samn­ingum orku­fyr­ir­tæk­is­ins við Norð­urál. 



Þess má svo geta að grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland, en móð­ur­fé­lag þess er norska Zephyr AS sem er í eigu norskra sveit­ar­fé­laga. Þarna er eign­ar­haldið því sams­konar eins og hjá OR. Og þarna á einnig við sú sam­svörun að álfyr­ir­tækið Alcoa kaupir einmitt alla raf­ork­una frá einu stærsta vind­orku­verk­efni Zephyr í Nor­egi. Mun­ur­inn er bara sá að þar er að sjálf­sögðu búið svo um hnút­ana að Zephyr AS ber nákvæm­lega enga áhættu af verð­sveiflum á álmark­aði.



Ábend­ing: Eins og eflaust margir les­endur grein­ar­innar þá er grein­ar­höf­undur skyld­ugur til að kaupa bæði heita- og kalda vatnið frá Orku­veitu Reykja­vík­ur, bæði til heim­il­is­halds síns í Kópa­vogi og skrif­stofu­halds Í Reykja­vík. Hann má kaupa raf­magnið ann­ars staðar frá, því kaup og sala á raf­orku fer fram á sam­keppn­is­mark­aði. Hér má sjá hvar raf­magnið fæst ódýr­ast.



Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri vind­orku­­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar